Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 47 FÆREYSKA tónlistarhátíðin G! Festival verður haldin í bænum Götu dagana 20. júlí til 22. júlí (frá fimmtudegi til laugardags). Er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún vaxið að burðum ár frá ári. Boðið er upp á framsækna tónlist frá gervöllum Norðurlöndunum auk þess sem allir þeir færeysku tónlist- armenn sem hafa einhverja vigt um þessar mundir troða þar upp. Í þetta sinnið koma þrír aðilar frá Íslandi fram, Mugison, Sign og Stillbirth. Áhugasamir Íslendingar geta keypt sér pakkaferðir í gegnum færeysku ferðaskrifstofuna Green Gate In- coming (www.greengate.fo). Tugir listamanna koma fram, all- flestir eru frá Norðurlöndunum en listamenn frá löndum eins og Banda- ríkjunum, Bretlandi og Sviss eru einnig á efnisskránni. Hátíðin hefur í gegnum tíðina spurst vel út og þykir með þeim athyglisverðari á Norð- urlöndunum í dag; gestir hafa rómað fagmennsku og rósemd eyjaskeggja og upplifunin þykir að sönnu sérstök. Aðdráttarafl hátíðarinnar liggur auk þess í staðsetningunni, en þús- und manna þorpið Gata (þaðan sem Þrándur kom) er umlukið fallegum fjöllum og liggur það við fjöru, þar sem hátíðin fer að mestu leyti fram. Uppselt var í fyrra, og seldust alls sex þúsund miðar. Framkvæmda- stjóri hátíðarinnar, Jón Tyril, tók við M.A. Jacobsen-verðlaununum í fyrra vegna framúrskarandi árangurs á sviði menningarmála. Þó að Fær- eyingar séu ekki nema 48.000 talsins er talsvert um tónlistarhátíðir yfir sumartímann og er G! hátíðin að öðr- um ólöstuðum þar fremst í flokki. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Mugison kemur líklegast fram á G! Festival ásamt hljómsveit. Norræn tónlistarveisla … og ögn meira Tónlist | G! Festival haldið í Færeyjum 20. júlí til 22. júlí Eins og fram kemur í greininni má nálgast pakkaferðir á www.greengate.fo en nánari upp- lýsingar er svo að finna á www.gfestival.com. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SEYÐFIRSKA hljómsveitin Miri er umsvifamikil þessa dagana en á föstudag spilaði hún á tónlistarhá- tíðinni Blabla í Sortland í Noregi. Miri er skipuð þeim Árna Geir, Hjalta Jóni, Ívari Pétri og Óttari Brjáni en sveitin hefur starfað í rösk tvö ár og fengið ágætar við- tökur þar sem hún hefur komið fram. Sendi hljómsveitin nýverið frá sér smáskífuna Fallegt þorp. Eftir Noregsferðina spilar Miri í heimabæ sínum, Seyðisfirði, á stór- tónleikum LungA laugardaginn 22. júlí. Viku síðar koma þeir fram á hátíðinni „Þakka þér fyrir að ég kom“ á Borgarfirði eystri en þang- að hefur meðal annars skoska hljómsveitin Belle & Sebastian boð- að komu sína. Nánari upplýsingar um Miri og hljóðdæmi má nálgast á www.mys- pace.com/mirimusic. Á tónlistarhá- tíð í Noregi Liðsmenn Miri gera víðreist. Sími - 551 9000 -bara lúxus Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10:15 ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ...Myndir þú breyta heiminum með henni ...eða gera eitthvað allt annað? Sýnd kl. 6, 8 og 10 STRANGLEGA B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10:15 B.i. 12 ára EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA -bara lúxus Salma hayekpénelope cruz kl. 4 ÍSL. TAL Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU kl. 2 ÍSL. TAL kl. 2 og 4 ÍSL. TAL K R A F T M E S TA HASARMYND ÁRSINS Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20 The Benchwarmers kl. 3, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click k 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3 Síðustu sýn. X-Men 3 kl. 3 Síðustu sýn. Rauðhetta m. íslensku tali kl. 3 Síðustu sýn. YFIR 50.000 GESTIR! FJÖLSKYLDUDAGAR • 400 kr. miðinn* *Sýningar merktar með rauðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.