Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Faðir Andre hefur búið hálfaævina í Mósambík. Hannkom hingað 1972 og hóf aðkenna ungum prestsefnumguðfræði. Mósambík var enn portúgölsk nýlenda í þá daga en það var hins vegar farið að hilla undir lok portúgalskra yfirráða og Andre varð vitni að því er Mósambíkar öðl- uðust sjálfstæði sitt 1975. Kommún- ískir stjórnarhættir voru innleiddir í kjölfarið, skrifræði var magnað til muna (og hafði þó einkennt stjórnar- tíð Portúgala) og þjóðnýting á eignum og landi var fyrirskipuð. Borgarastríð fylgdi í kjölfar frels- isbaráttu Mósambíka og bárust menn á banaspjót til 1992, en þá var gert friðarsamkomulag sem hefur haldið merkilega vel. Virðist sem íbúarnir hafi engan áhuga haft á langvarandi stríði sín í millum, dregið var strik yf- ir þá fortíð og nýir tímar fóru í hönd. Auðvitað hefur ekki allt gengið eins og í sögu. En Mósambík hefur tekið markviss, stöðug skref í rétta átt frá því að borgarastríði lauk og aðstæður hér eru með þeim hætti að landið er í talsverðu uppáhaldi, ef svo má að orði komast, hjá þeim alþjóðastofnunum, félagasamtökum og erlendu ríkjum sem hvað mest láta að sér kveða í þró- unaraðstoð við fátækustu ríki heims. Fátæktin meiri en fyrir tuttugu árum Afríka er sár á samvisku mann- kyns. Um þetta virðast leiðtogar heimsins sammála, en þeir funda nú um helgina í Pétursborg í Rússlandi. Paul Wolfowitz, forstjóri Alþjóða- bankans, er þar einnig en hann sagði í vikunni að átta helstu iðnríki heims- ins yrðu að ræða á fundinum hvernig mætti hjálpa „fátækustu íbúum Afr- íku til bjargálna“. Standa yrði við þau loforð sem gefin hefðu verið á hátíð- arfundum undanfarinna ára. Nokkrar staðreyndir ber að hafa í huga þegar rætt er um Afríku: Aðeins 2% viðskipta heimsins má rekja til Afríku. 62% alls fjármagns sem veitt er til þróunaraðstoðar í heiminum ár hvert renna hins vegar til fátækra landa Afríku. Undanfarna fjóra áratugi hefur meira en 500 milljörðum Bandaríkja- dala verið veitt til Afríkuríkja í formi styrkja og lána en meðaltekjur ein- staklinga í álfunni hafa engu að síður fallið um 11% á þessum sama tíma. Það er dapurleg staðreynd en Afríka er eina álfa veraldar þar sem fátæktin er nú meiri en fyrir tuttugu árum. Alþjóðabankinn er ein þeirra stofn- ana sem verið hafa í fararbroddi þró- unaraðstoðar í Afríkulöndunum en heimsókn mín til Mósambík nýverið var einmitt kostuð og skipulögð af Parísarskrifstofu bankans. Alþjóða- bankinn er með útibú í Mósambík og hefur þá stefnu þar, sem víða annars staðar í þróunarríkjunum, að styrkja innviði samfélagsins, bæði með lánum og með styrkjum til verkefna sem stuðlað geta að uppbyggingu sam- félagsins og árangri í baráttunni við fátækt og sjúkdóma. En þróunaraðstoð getur verið af ýmsum toga og af margs konar stærðargráðum. Í heimsókn minni til Mósambík gafst mér tækifæri til að sjá dæmi um þróunaraðstoð í formi risafjárfestinga í stóriðju, þ.e. með heimsókn í Mozal- álverksmiðjuna; en mér gafst jafn- framt færi á að heimsækja lítið heim- ili sem faðir Andre rekur í Mapútó, höfuðborg Mósambík, fyrir munaðar- laus og yfirgefin börn, sem og fyrir konur sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu og eiga hvergi höfði að halla. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hefur styrkt föður Andre. Stofnunin veitti fjármagn til að hægt yrði að ljúka byggingu nýrrar álmu heimilisins fyrr á þessu ári og var hún vígð fyrir skömmu. Við erum ekki að tala um mikla peninga – framlag ÞSSÍ til byggingar hússins nam 2,3 milljónum íslenskra króna og svo hef- ur Öryrkjabandalag Íslands heitið einni milljón króna til rekstursins eða kaupa á nauðsynlegum tækjum – en afraksturinn er sýnilegur, árangurinn augljós, þörfin enda skýr. Vaxtarbroddur í ferðaiðnaði Hjálp eins og sú sem faðir Andre veitir þarf á hinn bóginn vitaskuld að fara saman við annars konar, og öllu umfangsmeiri, aðstoð sem felur í sér tilraun til að fyrirbyggja að þörf sé á heimilum eins og þessu til að byrja með; þ.e.a.s. tilraun til að styrkja inn- viði samfélagsins, mjaka því fram á við og í burtu frá fátæktinni, eymd- inni. Mósambík er eitt þeirra ríkja sem uppfyllt hafa þau skilyrði, sem sett hafa verið af Alþjóðabankanum og öðrum hlutaðeigandi aðilum varðandi afskriftir allra erlendra skulda. Hefur Mósambík raunar verið til fyrirmyndar að mörgu leyti frá sjón- arhóli erlendra ríkja og stofnana sem veita þróunaraðstoð. Ástæðurnar eru þær helstar, að sögn Michaels Baxters, umdæmis- stjóra Alþjóðabankans, að þar hefur komist á raunverulegur friður, auk þess sem stjórnvöld hafa mótað stefnu sem þau síðan fylgja eftir, einkum að því er varðar efnahagsmál og baráttu gegn fátækt. Segir Baxter að heimamenn hafi verið reiðubúnir til að eiga viðræður um hvað betur mætti fara, sem sé jákvætt; hitt sé þó ekki síður mikilvægt að þeir hafi sjálf- ir skýrar hugmyndir um hvað skuli sett á oddinn, hvað þeir vilji gera. Þá hefur verið bent á að raunveru- leg lýðræðisvitund hafi skotið hér rót- um, þetta sjáist best á þeirri ákvörð- un Joaquim Chissano, forseta Mósambík til átján ára, að sækjast ekki eftir endurkjöri 2004. Þegar haft er í huga að menn eins og Robert Mugabe, forseti Zim- babwe, og Yoweri Museveni, forseti Úganda, hafa í seinni tíð hugsað um það helst að halda persónulegum völdum, þykir eftirtektarvert að for- setaskipti skyldu fara fram í Mósam- bík 2004 með jafnfriðsamlegum hætti og raun bar vitni. Allt stuðlar þetta að því að Mósam- bík hefur fengið góða aðstoð, en á því er auðvitað ekki vanþörf, það var mat manna árin 1996–1997 að 69% lands- manna lifðu við fátækt. Innbyggð og rótgróin spilling hefur gert mönnum erfitt fyrir, þá eru HIV- smit og alnæmi hér meiriháttar vandi, eins og víðar í suðurhluta álfunnar, en áætlað er að um 16,2% íbúa Mósam- bík séu HIV-jákvæð eða með alnæmi. Menntunarskortur er mikill og þá getur náttúran í þessu landi verið mönnum þung í skauti, annaðhvort í formi þurrka eða vatnavaxta, en átta straumþung afrísk fljót renna um Mósambík á leið til sjávar. Er þess skemmst að minnast að mikill hluti ræktarlands fór undir vatn í gífurleg- um flóðum árið 2000. Michael Baxter segir að um þessar mundir komi um einn milljarður bandaríkjadala inn í Mósambík í formi þróunaraðstoðar. Er áætlað að um 50% fjárlaga ríkisins séu komin úr þess háttar sjóðum. Landið er því ekki sjálfbært eins og stendur, allt starf erlendra ríkja og alþjóðastofn- ana miðar af þeim sökum auðvitað að því að styrkja innviði samfélagsins og 62% alls fjármagns sem veitt er til þróunaraðstoðar í heiminum fer til Afríku. Engu að síður er fátækt meiri í álfunni en fyrir tuttugu árum. Davíð Logi Sigurðsson heimsótti nýlega Mósambík, í suðurhluta Afríku, til að kynna sér alþjóðlega þróunarsamvinnu. #$%$%&$ '(') $*)&+$ , $ "- .$/,0$%1     $1 $2 $ +$ )  $0$"& $ & $                        !  "    #    $  "  % #    & " '   !( )  *!+,-. /0!1    234  5    5  // ' 6 " / # 7) $  8 5  3 9)  : ) '    5 ' 5 /;(<  =# "' 5  > $ ?@ABC 6 ) 5 /(0! @$ / '    4  #5 >$ # "8 5  #   "' 5  ' 7) $ ' 5 /(<- ?>  %5 5 $ )  $  6)  /((; 6  )   D ) :  E   6 5  F)G  H ) !;  ' 5  5 # '"' '  Ljósmynd/Marta Einarsdóttir Heimili Föður Andre í Mapútó er dæmi um einkaframkvæmd, ef svo má að orði komast, þróunaraðstoð sem hefur áhrif. Þróunaraðstoð skiptir máli Stóriðjustefnan hefur verið sett áoddinn í Mósambík með bygg-ingu Mozal-álversins en óhætt er að segja að hún hafi ekki verið eins umdeild þar og hér á Íslandi. Greina má þó að nokkuð hafi borið á gagn- rýni, að minnsta kosti var Carloz Mesquita, forstjóri Mozal, við öllu bú- inn er blaðamenn létu spurningarnar rigna yfir hann í heimsókn í álverið. Fyrsti áfangi Mozal var tekinn í notkun árið 2000 og annar áfangi 2003. Eru nú framleidd um 500.000 tonn af áli ár hvert í álverinu. Al- þjóðlegt stórfyrirtæki, BHP Billiton, á langstærstan hlut í Mozal, eða 47%. Mitsubishi Corp. á 25%, Industrial Development Corp. of South Africa 24% og ríkissjóður Mósambík 4%. Ljóst er að sumir telja að BHP Billiton hafi fengið of mikla fyrir- greiðslu hjá stjórnvöldum í Mósam- bík gegn því að álverið yrði reist ein- mitt þar. Mozal borgar aðeins um 1% skatt til mósambíska ríkisins og fær jafnframt ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Carlos Mesquita bendir hins vegar á að um fjárfestingu upp á 2 milljarða bandaríkjadala hafi verið að ræða og að með tilkomu Mozal hafi erlendar tekjur Mósambík margfaldast. Menn verði að spyrja sig hver hefði mögu- lega getað staðið fyrir annarri eins fjárfestingu í þessu landi. Eðlilegt sé að sá sem ríði á vaðið við aðstæður eins og þær sem hafi verið í Mósambík njóti þess með af- gerandi hætti. Mozal hjálpi nú til við að laða aðra fjárfesta til Mósambík, fræjum hafi verið sáð í frjóa jörð. Ráða mátti af öllu að Mesquita er vanur því að vera spurður erfiðra spurninga; rétt eins og forsvarsmenn álfyrirtækja annars staðar í heim- inum. Hann undirstrikaði að um 15.000 manns hefðu fengið vinnu við byggingu álversins, 65% þeirra hefðu verið heimamenn. Nú skapaði álverið vinnu fyrir um 1.000 manns, þar af væru 97% heimamenn. Verkamenn hjá Mozal væru á fjórtánföldum lág- markslaunum; en lág- markslaun í Mósambík eru um 1.400 meticais, eða um 50 dollarar. Þá legði BHP Billiton mikla áherslu á fé- lagsleg verkefni, það væri fyrirtækinu keppi- kefli að láta gott af sér leiða í þeim samfélögum þar sem það ræki álver (BHP Billiton á stóran hlut í tveimur álverum í Brasilíu og tvö álver í Suður-Afríku eru að öllu leyti í þess eigu; fyrirtækið á jafnframt í álhreinsistöðvum í Ástralíu, Brasilíu og Surinam. Þess má geta að BHP Billiton hefur sýnt áhuga á að reisa álver á Íslandi). Fyr- irtækið reyni að mennta sitt starfs- fólk og leggi jafnframt peninga til baráttunnar gegn malaríu, svo fátt eitt sé nefnt. „Við erum besti vinnuveitandinn í þessu landi,“ segir Mesquita og bend- ir á að starfsmannavelta sé aðeins um 1,5%. Um umhverfisáhrifin segir hann að Mozal uppfylli alla þá umhverfis- staðla sem gerðir séu í Evrópu. „Vatnið sem fer frá þessari verksmiðju er hreinna en vatnið sem kemur inn í hana,“ segir hann. Þegar Mesquita var spurður hvers vegna ákveðið hefði verið að reisa álverið í Mósam- bík sagði hann mestu máli skipta að nauðsyn- leg orka til rekstursins hefði verið fyrir hendi og orkuverðið hefði ver- ið hagstætt. Jafnframt ætti Mósambík land að sjó en höfn er vitaskuld bráðnauðsynleg í ljósi þess að flytja þarf hráefnið, boxíð, til landsins frá Ástralíu. Orkuna fær Mozal frá orkufyrir- tækinu Eskom í Suður-Afríku, en í reynd kemur hluti hennar þó frá Mó- sambík – risavaxin stífla, Cahora Bassa, er staðsett í Zambesi-ánni í norðurhluta Mósambík. Er vilji fyrir því hjá fyrirtækinu að hefja byggingu þriðja áfanga álvers- ins, en næg aukaleg orka er ekki fyrir hendi til að hægt sé að láta til skarar skríða og stjórnvöld í Mósambík munu aukinheldur vilja koma því þannig fyrir að orkuna verði hægt að kaupa frá innlendum aðila. Hefur verið rætt um frekari stíflugerð í Zambesi-fljótinu af þeirri ástæðu. Fram kom í máli Mesquita að gerður hefði verið langtímasamn- ingur við Eskom um orkusöluna, þ.e. til 25 ára. „Ég get ekki sagt ykkur verðið en ég get sagt að það fer stig- hækkandi, í janúar á næsta ári mun það hækka og verður þá mjög nálægt heimsmarkaðsverði til álfram- leiðslu,“ sagði hann. Kom ítrekað fram í máli Mesquita að það væri orkuverðið sem skipti sköpum fyrir fyrirtæki eins og Mo- zal; en hér sem annars staðar ræðst orkuverð af eftirspurn eftir afurð- inni, þ.e. álinu. „Það er verið að loka álverk- smiðjum í Evrópu vegna [orku]- verðsins,“ sagði Mesquita. Öllu máli skipti að halda kostnaði niðri, ella gætu eigendur ekki fengið arð af fjárfestingu sinni. Mesquita var spurður um hagnað af Mozal á ársgrundvelli. Sagði hann hluthafana vera afar ánægða með sína fjárfestingu, hún skilaði um 15– 20% hagnaði á ári. Þetta væri þó breytilegt, enda verð á áli sveiflu- kennt. BHP Billiton hefur reist mikið álver, Mozal, suður af Mapútó. Um var að ræða risafjárfestingu en fyrir- tækið hefur líka fengið mikla fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum í Mósambík. Carlos Mesquita „Við erum besti vinnuveitandinn í þessu landi“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.