Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 23
Morgunblaðið/ Hanna Styrmisdóttir framkvæmdastjóri Sjónlistar 2006 segir frumkvæðið að verðlaununum komið frá Listasafninu á Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 23 MENNING Norræn hönnunun • www.bergis.is COPENHAGEN Fréttir í tölvupósti Það ku fjölga óðum innlitumfölleitra mörlanda áheimasíður ferðaskrifstof-anna þessa dagana. Svosem ekki skrýtið. Potta- blómin hreggbarin og upplituð rifrildi eða horfin með öllu. Garðhúsgögnin í blindflugi með mávunum í skýjum úr gegnsósa ull. Sunnanþræsingurinn svo megn og svo rakur á spákortum veðurfræðinganna að það myndast pollar undir sjón- varpstækjunum. En ég segi bara: Iss. Að sönnum frón- búasið eru líka margir sem líta á þetta haustkalda júlíhret sem hverja aðra ögrun og bjóða veðurguðunum birginn, að vísu vopnaðir sex tonna pallbílum, hjól- hýsum og kraftgöllum. Þeir keyra út á land og horfa svo í notalegheitum á Something About Mary í hlýju sófa- horninu á meðan stög slitna og tjald- himnar rifna eða þenjast út á tjald- stæðinu eins og stórsegl og draga efnaminni ferðalanga spriklandi með sér gegnum pollana. Sumir rifja upp fyrri vosbúðar- sumur og fá glampa í augun undir vatnsþungu húfuderinu við að segja sögurnar af því þegar þeir fundu í skurði einum tjald, sem hafði vafist upp eins og rúllupylsa í norðanstormi og reyndist hafa að geyma steinsof- andi opinberan starfsmann sem vildi ekki láta nafns síns getið. Og ég segi: Iss, þetta er ekkert. Svo rifja ég upp eftirfarandi atvik: Það var í byrjun júlí seint á sjö- unda áratugnum og ég eitthvað um tíu ára og kominn í langþráða sveita- dvöl hjá sómahjónunum Engilbert og Sesselju í Pulu í Holtum. Búið var að smala heimahagana og rýja skját- urnar og nú stóð til að fara með féð á fjall. Kindurnar voru reknar upp á heyvagn, sem Gilli dró síðan á trak- tornum, sem var með grind en ekki húsi. Það er ekki mjög löng leið frá Pulu, upp Landsveitina og inn á sand- ana milli Búrfells og Heklu, kannski 30–40 kílómetrar eða svo. En ætli það hafi ekki verið um tveggja tíma akst- ur á traktornum með heyvagninn. Ég man ekki annað en að veðrið hafi verið alveg þokkalegt þegar lagt var af stað, við tveir strákar á heyvagninum í lopapeysum og gúmmíregnkápum til skjóls og Gilli í ljósu fjallmannaúlpunni undir stýri á traktornum. Það dró heldur ekkert til tíðinda á leiðinni inneftir. Þrátt fyrir dálitla kuldagjólu var vel hægt að láta fara vel um sig á opnum heyvagn- inum með því að njóta ylsins frá roll- unum. En rétt um það bil þegar við vorum búnir að losa vagninn inni á söndum, féð var lagt af stað í átt að grænslikj- uðum brekkum og nestið frá Sellu komið upp úr stampinum, kemur skúr á okkur. Þannig leit það altént út í fyrstu. Við brugðum á það ráð í skjólleysinu að hnipra okkur saman undir heyvagninum, meðan regnið buldi sífellt harðar á vagngólfinu og sandinum allt í kring og það dimmdi stöðugt. Smám saman breyttist hljóðið í vagngólfinu yfir okkur og varð mun hærra en áður og þegar við litum út á sandana, sáum við að þeir voru að verða alhvítir, enda skollið á haglél og höglin á stærð við þumalfingursnegl- ur, sem þeyttust upp af jörðinni, eins og byssuskot. Við neyddumst til að híma þó nokkra stund undir heyvagninum þar til élinu slotaði og því miður hafði skjólið þar svikið að einu leyti. Ég áttaði mig sumsé á því þegar ég var kominn upp á vagninn aftur, að það hafði lekið vatnstaumur niður um gat í vagngólfinu, niður eftir regnkápunni og beint ofan í stígvélin mín allan tím- ann, en ullarleistarnir komu í veg fyr- ir að ég uppgötvaði það fyrr. Annað haglhret brast á skömmu seinna og vistin á kindalausum hey- vagninum varð ansi kuldaleg með vatnið skvampandi í stígvélunum. Enda fór svo að við gerðum stans í Galtalæk, þar sem mér var stillt upp nánast inni í bakarofninum til að koma yl í krangalegan kroppinn og ugglaust fékk ég líka þurra leista að láni hjá blessuðum gestgjöfunum. En það sem situr þó skýrast eftir úr ferðinni er minningin um að aka niður Landsveitina fögru með snjóföl á túnum um mitt sumar. Og því segi ég um slagveðrið sem nú hamast á glugganum mínum: Iss, þetta er ekk- ert – það er ekki einu sinn snjór. Þetta er ekkert – það er ekki einu sinni snjór HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson eins og súrdeig sem klipið er af. Ég tók með mér afganga í poka; gúmmí- snifsi og vasahníf með skærum. Safnið var reisulegt hús með fjöl- mörgum sölum og hafði verið notað um tíma sem sjúkrahús. Hver lista- maður fékk sitt rými og hélt í raun einkasýningu. Salurinn minn var það stór að ég sá fljótt að klípan að heim- an nægði ekki ein og sér til að virkja rýmið. Ég gekk um borgina og á bygg- ingavörumarkaði samsettum úr mörgum litlum básum fann ég ýmsar kræsingar. Þegar ég vel mér efni hugsa ég ekki um notagildi hlutanna heldur hvort það talar við mig. Ég verð samt að geta umbreytt því þannig að það hafi ekki of beina til- vísun. Ég dvaldi lengi í rýminu, hand- fjatlaði, skoðaði og stillti og smátt og smátt tók það á sig mynd. Ég byrjaði á að finna þyngdarpunktinn, akkerið, og vann mig þaðan áfram. Verkin eru þrívíðar teikningar og í titlinum er vísað í akkerið, öndunina, vinnulagið um- og viðsnúna, litina og lífgjafana, auk glímunnar við að halda jafn- vægi.“ Landamæralaus listin Margrét er fædd í Reykjavík árið 1970. Hún lauk MFA-gráðu í mynd- list frá Rutgers-háskóla í Bandaríkj- unum árið 1997 eftir að hafa lokið BFA-gráðu frá Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands fjórum árum fyrr. Hún stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík á árunum 1986– 1989. Fyrstu einkasýningu sína hélt Margrét í Nýlistasafninu árið 1994 og hefur hún allar götur síðan verið virk í sýningarhaldi. Hún hefur hald- ið fjórtán einkasýningar, þar á meðal í Þýskalandi, Austurríki, Bandaríkj- unum og Sviss, og tekið þátt í fjölda samsýninga víðs vegar um heiminn, enda upplýsir hún að hún líti ekkert sérsaklega á sig sem íslenskan lista- mann. „Ég fæ köfnunarkennd ef ég staðset mig aðeins í íslensku sam- hengi. Myndlistin er landamæralaus. Hún verður að flæða og fara á milli landa. Ég er hins vegar í íslenskum hagsmunasamtökum myndlist- armanna, SÍM.“ Framundan hjá Margréti er að sjálfsögðu þátttaka í samsýningu Sjónlistar 2006 í Listasafninu á Ak- ureyri. Að auki er einkasýning í Róm á döfinni í desember og önnur í Mot- her’s Tank í Dublin á næsta ári. Myndlist Í DÓMNEFND á sviði myndlistar sitja Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fagurfræðingur og formaður dóm- nefndarinnar, skipuð af Sambandi íslenskra myndlistamanna; Ingólfur Arnarson, prófessor við myndlista- deild Listaháskóla Íslands, skipaður af Listaháskóla Íslands; og Jón Proppé heimspekingur, skipaður af Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar. Hönnun Í DÓMNEFND á sviði hönnunar sitja Ásrún Kristjánsdóttir, stjórn- armeðlimur Hönnunarvettvangs og formaður dómnefndarinnar, skipuð af Hönnunarvettvangi; Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor við hönn- unar- og arkitektúrdeild Listahá- skóla Íslands, skipuð af Listahá- skóla Íslands; og Massimo Santanicchia arkitekt, skipaður af Form Ísland – samtökum hönnuða. Dómnefnd vegna Sjónlistar 2006 SIGRÚN Björk Jakobsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Ak- ureyrarbæjar og formaður stjórnar, fyrir hönd Akureyrarbæjar; Jó- hannes Þórðarson, arkitekt og deild- arforseti hönnunar- og arkitekt- úrdeildar LHÍ, fyrir hönd Forms Ísland- samtaka hönnuða; og Bjarni Sigurbjörnsson, myndlistamaður og stjórnarmaður SÍM, fyrir hönd Sambands íslenskra myndlist- armanna. Stjórn Sjónlistar SIGRÚN Eðvaldsdóttir heldur tón- leika á Gljúfrasteini í dag. Tónleik- arnir eru liður í sumartónleikaröð safnsins en á dagskrá er Partita nr 1 í h-moll eftir J. S. Bach, en Bach var eftirlætistónskáld Halldórs Lax- ness. „Tónleikarnir eru í Stofunni þar sem er svo góður andi og náin stemmning. Þess vegna fannst mér tilvalið að spila Bach, sem leyfir manni oft að vera einn með tónlist- inni, og ná nánu sambandi við áhorf- endur,“ segir Sigrún. Sigrún kveðst ómögulega hafa getað gert upp á milli fiðluverka Bachs og hafi því notað há- leynilega aðferð til að velja verk- ið fyrir tón- leikana: „Partita nr 1 varð fyrir valinu. Þetta er yndislegt verk í 8 köflum sem allir eru byggðir á gömlum döns- um.“ Tónleikar Sigrúnar hefjast kl. 16. Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.Gljufrasteinn.is. Eftirlæti Nóbelskáldsins Tónlist | Sigrún Eðvaldsdóttir á sumartónleikum á Gljúfrasteini Sigrún Eðvaldsdóttir Washington. Reuter. | Þetta verk er eftir bandaríska vídeólistamanninn Nam June Paik sem fæddist í Kór- eu. Það heitir á ensku „Electronic Super Highway: Continental U.S., Alaska, Hawaii, 1995“ og er sam- sett úr 49 sjónvarpsviðtækjum, stáli, neonljósum og öðrum raf- eindahlutum. Hið merka safn U. S. National Portrait Gallery hýsir verkið, en safnið var opnað á ný í byrjun mán- aðarins eftir miklar endurbætur sem staðið hafa frá árinu 2000. Safnið er staðsett í Washington, D.C. og rekið af Smithsonian- stofnuninni. Það inniheldur fjöl- margar myndir af frægum Banda- ríkjamönnum og þar á meðal er mikið safn mynda af fyrsta forseta Bandaríkjanna, sjálfum George Washington. Reuters Þjóðarsafn Bandaríkjanna opnað á nýjan leik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.