Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ PJETUR Stefánsson var á sinni tíð áberandi í tónlistarlífinu, átti vinsæl lög og sendi frá sér plöt- ur. Síðustu ár hefur þó lítið heyrst frá honum af músík undir eigin nafni enda hefur hann haft í nógu að snúast, unnið að þrem- ur plötum með Megasi og haldið listsýningar hér á landi og er- lendis, enda hefur hann starfað að myndlist og tónlist jöfnum höndum. Um daginn kom síðan út platan Hamingjuvélin með hljóm- sveit hans, PS & Co. Pjetur segist hafa farið bratt af stað í tónlistinni á sínum tíma og megi kannski segja að hann hafi lokið sem nam lífsverki í tónlist- inni þegar hann var 33 ára, kom- inn með um fimmtíu lög á skrá hjá STEFi. Hann hélt þó áfram, bætti við og segir að lögin séu núna sextíu til sjötíu sem hann hefur sent frá sér á plötum. „Það er ekki hægt að stoppa, þetta er bara tímans þungi niður,“ segir hann. Málamiðlanir abstrakt- málverksins Lögin á Hamingjuvélinni eru samin á löngum tíma og Pjetur segist líka hafa tekið sér góðan tíma til að vinna hana meðfram öðrum verkefnum eins og vinnu hjá Sjónvarpinu, félagsstörfum fyrir myndlistamenn og sýningum á myndlist hér heima og erlendis. „Það má segja að ég hafi tekið málamiðlanir abstraktmálverks- ins inn í lífið og reynt að semja við hlutföll og stærðir eftir því sem lífið hefur boðið uppá.“ Plötuna vann Pjetur með göml- um félögum í tónlist, Tryggva Hübner, Sigfúsi Óttarssyni, Har- aldi Þorsteinssyni og Jónunum bassa og píanó Ólafssonum svo nokkrir séu nefndir, og segir að sú vinna hafi gengið vel. „Þegar lag og texti koma saman skeður það eitt að það er komin ákveðin tilfinning og rammi. Yfirleitt veit ég nokkurn veginn hvernig lag á að vera og á plötunni eru þannig lög sem kannski tekin eru einu sinni eða tvisvar og jafnvel lög sem tekin voru aðeins einu sinni. Grunnarnir eru því frjálslega unnir, en síðan vann ég meira með upptökurnar.“ Frjálsar hendur Pjetur sér um margt sem við- kemur plötunni, semur lögin, spilar þau með félögum sínum, stýrir upptökum, hannar umslag og gefur út. „Markmiðið var að gera plötu sem uppfyllir alþjóð- legar kröfur, en gera það á ís- lensku vegna þess að mér þykir vænt um land og þjóð og vil ekki bera á borð hvað sem er fyrir vini og vandamenn. Ég hef aldrei iðkað það að standa í einhverju gleðipoppi og ég hef ekki heldur iðkað það að láta frá mér mærð- arlega söngva. Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég þarf ekki að meika það nema einu sinni, ég er ekki á eftir neinu meiki, gef sjálfan mig út og er því ekki að hlaupa eftir einu eða neinu, hef frjálsar hend- ur til að gera það sem ég vil á þeim tíma sem ég tel þurfa, það er ekkert að bögga mig. Þetta er eingöngu gert mér til skemmt- unar.“ Treginn er aðeins dýpri Textarnir á plötunni fjalla um lífið og tilveruna frá ýmsum sjón- arhornum, en ekki er örgrannt um að á henni sé að finna ljúfsár- ar tilfinningar, jafnvel trega. Pjetur segir umfjöllunarefni plöt- unnar líðandi stund síðustu þrett- án ára frá því síðasta plata kom út og vissulega sé sitthvað á henni sem menn fjalla kannski ekki um í dægurlagatextum, „en ástin er þarna þótt það sé ekki verið að syngja um hana á glað- væran hátt, ást á lífinu, ást á öllu lífinu. Treginn er til, þetta er blús enda er það að stofni til mín mús- ík, það sem ég hef hlustað mikið á í gegnum tíðina. Samt er ekki beinlínis blús á Hamingjuvélinni þótt það séu blúsaðir tónar. Treg- inn hefur eitt öruggt viðmið- unarmerki, hann er aðeins dýpri. Hamingjuvélin er náttúrulega bara um lífið, lífið er líka vélrænt og ástin er líka vélræn og rökrétt ef hún er sönn. Maður uppsker eins og maður sáir. Það einn af grundvallarþáttum við þessa plötu að það er ekkert daðrað við lífslygina, heldur verðum við að sætta okkur við sannleikann um lífið eins og það er – ég varpa ljósi á skuggahliðar lífsins, fer út í horn og skoða hvernig lífið er á kantinum. Ég daðra ekki við ást- ina ég elska lífið.“ Lífið á kantinum Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Pjetur Stef- ánsson sendi frá sér plötu á dögunum eftir langt hlé. Árni Matthíasson tók Pjetur tali og komst að því að hann gefur út aðeins sér til skemmtunar. Morgunblaðið/Eggert „Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég þarf ekki að meika það nema einu sinni,“ -Pjetur Stefánsson. arnim@mbl.is The Benchwarmers kl. 4(400 kr.), 6 og 8 B.i. 10 ára Bandidas kl. 4 (400 kr.), 6 og 8 B.i. 10 ára FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10 B.i. 12.ára. Click kl. 10 B.i. 10 ára Sími - 564 0000Sími - 462 3500 ROBIN WILLIAMS eee Topp5.is - VJV ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA- FYLLSTA OG SKEMMTI- LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON www.xy.is eee B.J. BLAÐIÐ eee S.V. MBL. eee V.J.V.Topp5.is SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? Yfir 51.000 gestir! eee L.I.B.Topp5.is 3 fullorðnir ættu að geta unnið hrottana í hverfinu ...eða hvað? Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20 The Benchwarmers kl. 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Click LÚXUS kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára Just My Luck kl. 2 og 4 Síðustu sýn. RV kl. 2 og 4 Síðustu sýn. Rauðhetta m. íslensku tali kl. 2 og 4 Síðustu sýn. Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 2 og 4 Síðustu sýn. 400 kr .400 kr. 400 kr. 400 kr. 400 kr . 400 kr. FJÖLSKYLDUDAGAR í Smárabíó og Regnboganum 400 kr. miðinn* *Sýningar merktar með rauðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.