Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Er þak á þinni starfsemi? Allir flurfa flak yfir höfu›i› - líka flitt fyrirtæki! "Hefur flú kynnt flér kosti eignaleigu vi› fjármögnun atvinnuhúsnæ›is? Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu, höfum vi› hjá L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum stær›um og ger›um a› koma flaki yfir sína starfsemi." Sigurbjörg Leifsdóttir Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› TVEIR hundar hittust við Ægisíðu þar sem þeir voru að spóka sig með eigendum sínum. Eins og hunda er siður vildu þeir gera hlé á göngunni til að kynnast aðeins betur, og hafa eflaust hist oft áður á þessum slóðum eða í það minnsta skipst á skilaboðum á runnunum og ljósastaurunum sem standa meðfram stígnum. Eitthvað hefur þeirri smáu þó ekki litist nógu vel á þann stóra, ef marka má eyrnasvipinn og augna- ráðið sem hún sendir honum. Ætli hún kannist ekki við kauða og hafi kannski minnst stöku Vatnsenda- Rósu: Man ég okkar fyrri fund forn þó ástin réni; nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni.Morgunblaðið/Sverrir Man ég okkar fyrri fund FARÞEGUM hjá Strætó bs. fækk- aði um 1,4% milli ára fyrstu sex mánuðina í ár ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Farþegafjöldi það sem af er árinu er tæpar 3,9 milljónir en var rúmar 3,9 milljónir á sama tíma í fyrra. Alls munar rúmlega 50 þús- und farþegum en áætlanir fyrir- tækisins hafa gert ráð fyrir því að farþegum fjölgi og átti nýtt leið- arkerfi sem tekið var upp í fyrra að vera hluti af því. Fyrirtækið setti sér það markmið í fyrra að auka hlutdeild strætós í ferðum á höf- uðborgarsvæðinu úr 4% í 6% á fimm árum. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær hefur stjórn Strætós bs. kynnt aðgerðir til að lækka rekstr- arkostnað hjá fyrirtækinu um 360 milljónir. Í því felst að stofnbraut 5 verður lögð niður sem og ferðir á tíu mínútna fresti á stofnleiðum. Ásgeir Eiríksson, framkvæmda- stjóri Strætós bs., segir að þrátt fyrir þessar aðgerðir haldi fyrir- tækið við markmið sín um að auka hlut almenningssamgangna. Ljóst sé að það muni taka langan tíma og að flestir kjósi einkabílinn frekar í dag. Heildarkostnaður við rekstur Strætós bs. nemur um 2,3 millj- örðum á ári en tekjur vegna far- gjalda eru um 800 milljónir króna. Framlag sveitarfélaganna sem eiga byggðasamlagið Strætó er því um 1.500 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins var nei- kvætt um 18 milljónir um síðustu áramót vegna tapreksturs á síðasta ári. Stofnfé fyrirtækisins var 100 milljónir árið 2001 og fór hæst í 180 milljónir 2004. Segir ákvörðunina skammsýna Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að Sjálfstæðisflokkurinn sýni skammsýni og furðulegt metnaðar- leysi í málefnum almenningssam- gangna með þessari breytingu. Með því að leggja niður 10 mín- útna leiðir segir hann að vegið sé gegn þeirri meginhugsun í nýja leiðarkerfinu að hægt sé að ganga að því sem vísu að vagn komi innan tíðar á öllum helstu leiðum Stræ- tós. Farþegum hjá Strætó bs. fækkaði um 1,4% milli ára Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is                        ! """! # # ! #! !$%%$ !#" "  # &! $  "# #!& # &"  & && &&#" !&$%$ !!# %% ""% "!" &## $ &! !!$ %""& '(  ()  * %# &%% ÞRÍR menn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík vegna líkamsárás- armáls í bænum í fyrrinótt og þurfti fórnarlambið að fara á slysadeild, hugsanlega handleggs- brotið. Talsverður erill var hjá lögreglu vegna ölvunar í bænum og voru átta ökumenn teknir fyr- ir ölvun við akstur. Þrír inni vegna árásar LÖGREGLUNNI á Selfossi barst út- kall vegna manns sem lent hafði í ós- um Ölfusárinnar í gærmorgun. Fóru björgunarsveitir á Eyrarbakka og Þorlákshöfn á vettvang en þegar lögreglan kom á staðinn var þar um að ræða fólk sem hafði verið á sæ- þotum og hafði önnur sæþotan orðið vélarvana. Hafði sá sem var á vél- arvana sæþotunni þá verið ferjaður í land og að sögn lögreglu á Selfossi fór betur en á horfðist en talið var að maðurinn hefði verið í mikilli hættu. Hann var orðinn nokkuð blautur og kaldur en að öðru leyti í góðu ástandi og fór hann heim til sín. Varð vélarvana á sæþotu við Ölfusárósa Ljósmynd/Guðmundur Karl BILUN kom upp í hjólabúnaði vélar Iceland Express eftir flugtak frá Keflavík til Friedrichshafen í morgun. Samkvæmt upplýsingum félagsins fóru hjólin upp með eðli- legum hætti en lok búnaðarins féll ekki að og því var ákveðið að lenda vélinni að nýju og gera við bún- aðinn. Að reynsluflugi loknu gengu far- þegar um borð á ný og hélt vélin síðan áleiðis til Friedrichshafen. Vél Iceland Express snúið við vegna bilunar UMHVERFISRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja skuli und- irbúning að gerð mislægra gatna- móta á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins með öllum atkvæðum meirihlutans sl. miðvikudag. Fulltrúar Samfylk- ingar og Vinstri grænna óskuðu eft- ir því að málinu yrði frestað. Í bókun þeirra á fundinum kemur fram að ekki hafi verið tekin afstaða til til- lögu Samfylkingar í borgarráði um samráðshóp um hugsanlegar breyt- ingar á þessum gatnamótum sem stuðlað geta m.a. að betra umferð- arflæði. Segir að málið sé illa und- irbúið og stefnumótandi umræða hafi ekki farið fram innan umhverf- isráðs. „Formaður ákveður að und- irbúa málið stórkallalega og með gassagangi þrátt fyrir opinbera yf- irlýsingu um annað,“ segir í bókun S-, og V-lista. Fulltrúar meirihlutans bókuðu að á síðasta fundi umhverfisráðs hefði verið gerð grein fyrir stefnu flokk- anna um að kraftur yrði settur í undirbúning byggingar mislægu gatnamótanna. Á þeim fundi hafi farið fram ítarleg kynning á hug- myndum sem skoðaðar hafi verið við útfærslu gatnamótanna og ljóst að allt aðrar tillögur sé um að ræða en kynntar voru á fyrstu stigum máls- ins. Málsmeðferðin sé því að öllu leyti eðlileg, segir í bókun D- og B- lista. Í bókun fulltrúa F-lista vegna málsins segir að við alla hönnun verði leitast við að mannvirki verði sem mest neðanjarðar og haft verið víðtækt samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila strax frá byrjun. Gagnrýni ekki á rökum reist „Andstaðan við mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Hring- brautar er einkennileg, ég get ekki ímyndað mér að fólki þyki þetta mannvirki sem er þarna núna slík náttúruperla að það megi ekki hreyfa við því. Ég er búinn að ræða við vegamálastjóra og umferðar- tæknifræðinga borgarinnar og það er einróma álit manna að þarna verði að koma mislæg lausn. Við ætl- um einfaldlega að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið árið 2004 þeg- ar það var komin tillaga að mats- áætlun sem gerði ráð fyrir því að bæði Miklabrautin og Kringlumýr- arbrautin færu í stokk undir þessi gatnamót og efst yrði einfaldlega grasi lagt hringtorg fyrir þá sem ætla að beygja af annarri götunni yf- ir á hina. Svona lausn myndi fækka slysum um 80–90% og anna allri um- ferð miklu betur. Gatnamótin kosta ekki mikið þegar horft er til þess tjóns sem verður á líkama og eign- um.í árekstrum á gatnamótunum.“ Mislæg gatnamót undirbúin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.