Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Lífið sjálft ritar kröftug-ustu prédikunina. Áþað hef ég iðulega veriðminntur undanfarnarvikur. Nánast daglega.
Og alltaf verð ég samt jafn undr-
andi, þegar ég sé hana til orðna.
Hún blasir við, en maður er sleg-
inn einhverri blindu þar til eftir á.
Þetta er ekki ósvipað og henti
lærisveina tvo, á göngu frá Jerú-
salem til Emmaus, eftir upprisu
meistara þeirra og herra á páska-
dagsmorgun. Frá því segir í 24.
kafla Lúkasarguðspjalls:
Þeir ræddu sín á milli um allt þetta,
sem gjörst hafði. Þá bar svo við, er þeir
voru að tala saman og ræða þetta, að
Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för
með þeim. En augu þeirra voru svo
haldin, að þeir þekktu hann ekki.
Það er spjallað alla leiðina, og
síðan kemur þetta:
Þeir nálguðust nú þorpið, sem þeir ætl-
uðu til, en hann lét sem hann vildi
halda lengra. Þeir lögðu þá fast að hon-
um og sögðu: „Vertu hjá oss, því að
kvölda tekur og degi hallar.“ Og hann
fór inn til að vera hjá þeim. Og svo bar
við, er hann sat til borðs með þeim, að
hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut
það og fékk þeim. Þá opnuðust augu
þeirra, og þeir þekktu hann…
Upplifun mín við lóuþræls-
hreiðrið, sem ég gat um fyrir
hálfum mánuði, er af þessum
toga. Litlu síðar fréttist það, að
nýjar rannsóknir í Vestmanna-
eyjum sýndu að lundinn beitti
öðrum ráðum við útungun en talið
hafði verið, þ.e.a.s. lægi ekki á
eggi sínu, heldur faðmaði það að
sér. Merkilegt. Svo eru vísindin
að belgja sig, þykjast kunna skil á
öllu milli himins og jarðar, en all-
an tímann brosti nefstór svartfugl
að þeim í byrgi sínu. Í þúsundir
ára.
Skyldu aðrir holubúar íslenska
fuglaríkisins nota sömu aðferð?
Svölurnar okkar tvær, og skrof-
an? Dagsljósið nær sjaldnast inn í
varpbyrgi þeirra.
Í Grímsey sá ég, að álkan hafði
nýklakinn unga sinn undir væng.
Hreiðrið var í dimmum skorningi
í urð.
Minnir þetta ekki á eitthvað,
sem við þekkjum annarsstaðar
frá? Myrkur og kuldi, en vernd og
hlýja engu að síður? Fjallar ekki
23. Davíðssálmur um einmitt
þetta? Og fjölmargir aðrir textar
ritningarinnar?
Það held ég nú.
Æðarunginn var ekki síðri
opinberun. Fundum okkar bar
saman mánudaginn 10. júlí síðast-
liðinn. Ég var að koma ofan af
Sauðárkróki og ákvað allt í einu
að skreppa ofan í Haganesvík í
Fljótum og aka þá leiðina heim. Í
beygjunni, þar sem malarvegur-
inn tekur við, stóð hann einn og
yfirgefinn, agnarsmár, og tísti
ámátlega. Máfar voru á sveimi
þar rétt hjá, svo að ég ákvað að
reyna að koma honum í öruggt
skjól. Um annað var ekki að
ræða. Kunningi minn einn var
með æðarvarp í Siglufirði og gæti
vafalaust bjargað málum.
Þegar ég keyri inn í bæinn næ
ég símasambandi við hann og ber
upp erindið. Hann tekur mér vel,
er með nokkra unga, en frekar
stálpaða. Og reynslan sýni, að
ekki fari vel á að blanda saman
aldurshópum; þeir stærri eigi til
að leggja hina minni í einelti. Hitt
væri betra, ef ég gæti fundið
kollu með unga á svipuðu reki, og
laumað honum þar með.
Um leið og hann segir þetta er
mér litið til hliðar, og sé þar ein-
mitt kollu á sundi nærri landi með
hópinn sinn. Ég nem staðar og
geng varlega niður að flæðarmál-
inu, til að styggja hana ekki, og
fleygi svo krílinu í áttina til henn-
ar. Sá litli tekur óðara stefnuna
út, kallandi æstur sínum veika
rómi. Æðarkollan, sem hafði fjar-
lægst mig dálítið, snýr þá við og
kemur til móts við hinn framandi
gest, og á næstu augnablikum er
hann meðtekinn í fjölskylduna.
Og sem ég fylgdist með þessu
ævintýri hugfanginn, tók ég
skyndilega eftir því, að hinn að-
komni var nokkuð dekkri en hin-
ir. En það virtist ekki skipta
neinu máli. Hann skyldi fá að
vera með.
Orð Páls í 2. kafla Rómverja-
bréfsins, um að Guð fari ekki í
manngreinarálit, komu þá upp í
hugann, sem og dæmisagan um
glataða soninn. Og fleira.
Slíkir hlutir eru þó enn að
rugla fólk, ekki síst hinn „æðsta“
kynstofn, sem óbeðinn hefur tek-
ið að sér það verk að flokka um-
hverfið eftir sínu höfði. Því til
sönnunar ætla ég að tilfæra hér
að lokum orð innfædds Afríku-
búa, út rafpósti sem mér barst
fyrir skemmstu. En þar sagði
hann:
Kæri Mzungu, kæri hvíti maður.
Þegar ég fæðist, er ég svartur. Þegar
ég vex úr grasi, er ég svartur. Þegar ég
baða mig í sólinni, er ég svartur. Þegar
mér er kalt, er ég svartur. Þegar ég er
hræddur, er ég svartur. Þegar mér er
flökurt, er ég svartur. Og þegar ég er
dáinn, er ég ennþá svartur.
En þegar þú fæðist, ertu bleikur. Þeg-
ar þú elst upp, ertu hvítur. Þegar þú
liggur í sólbaði, verðurðu rauður. Þeg-
ar þér er kalt, verðurðu blár. Þegar þú
ert hræddur, verðurðu gulur. Þegar
þér er óglatt, verðurðu grænn. Og þeg-
ar þú deyrð verðurðu grár.
Og nú þætti mér vænt um að fá að vita,
hvers vegna þú kallar mig litaðan.
Góð spurning.
Æðarunginn
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
„Lítið til fugla himinsins,“ sagði Jesús við áheyrendur
sína, í Fjallræðunni, í 6. kafla Matteusarguðspjalls.
Sigurður Ægisson tekur undir þau orð hans, og
bendir í þessum pistli á hina oft á tíðum máttugu
og um leið hreinu boðun sköpunarverksins.
✝ Guðrún ÓlafíaHallgrímsdóttir
fæddist á Svartagili
í Norðurárdal 10.
ágúst 1919. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Fellsenda 19.
mars síðastliðinn.
Guðrún fluttist með
fjölskyldunni að Há-
reksstöðum í Norð-
urárdal 10 ára að
aldri.
Foreldrar hennar
voru Hallgrímur
Sigurðsson, f. 26.
janúar 1885, d. 16. mars 1971, og
Elín Kristín Ólafsdóttir, f. 1. sept.
1879, d. 30. mars
1970, bændur á Há-
reksstöðum. Bróðir
Guðrúnar var Sig-
urður Kristinn, f. á
Hreðavatni í Norð-
urárdal 11. júní
1909, d. í Reykjavík
20. nóvember 2002,
kvæntur Þuríði Jón-
asíu Sigurjónsdótt-
ur, f. 17. september
1913, d. 8. júlí 2005.
Dætur þeirra eru
Ninna og Elsa.
Guðrún var jarð-
sungin frá Kvennabrekkukirkju í
Dölum 28. mars.
Hún Gunna Hallgríms hefur nú
kvatt þennan heim.
Áreiðanlega er sál hennar frelsinu
fegin því þunga fjötra bar hún hér í
þessu jarðlífi.
Hún fæddist á Háreksstöðum í
Norðurárdal og kom fljótt í ljós að
þessi litla stúlka var ein af smælingj-
unum, sem aldrei ná fullum þroska.
En áreiðanlega hefur hún samt
lært að allir höfðu sín verk að vinna
og urðu að leggja sitt af mörkum.
Hún var ákaflega iðin og alltaf að
taka til hendinni við eitt eða annað,
stinga skrautmunum ofan í skúffur
eða inn í skáp, færa til myndir og
bækur og þurrka af, alltaf „að taka
til“. Uppáhaldsárstíð hennar var
sumarið, þegar búið var að slá í
kringum heimilið, því þá gat hún ver-
ið úti og rakað tímunum saman. Þeg-
ar það verkefni þraut, þá tók hún
bara stóran strákúst og sópaði hlaðið
af gömlum og góðum sið. Oft mátti
sjá hana úti við þessa iðju sína,
stundum dúðaða í rysjóttum veðrum,
þegar aðrir héldu sig innandyra.
Hún átti bróður, sem heimsótti hana
stundum meðan hans naut við, en
Fellsendi var hennar heimili í ára-
tugi og heimilis- og starfsfólk þar
löngu orðið hennar fjölskylda.
Henni fannst gaman að fara í bíl-
túr og skreppa á bæi og hún var allt-
af með í öllum ferðalögum, sem
heimilisfólk á Fellsenda fór í. En nú
er hún farin í síðustu ferðina. Þess
vegna viljum við senda þessa hinstu
kveðju, fyrir okkar hönd og heim-
ilismanna, með þökk fyrir samfylgd-
ina.
Starfsfólk Dvalarheimilisins
Fellsenda.
GUÐRÚN ÓLAFÍA
HALLGRÍMSDÓTTIR
✝ Sveinn Baldvins-son fæddist á
Hálsi í Öxnadal 26.
júní 1914. Hann lést
á Kristnesspítala 26.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Guðbjörg
Helga Sveinsdóttir,
f. á Neðri-Rauðalæk
9. september 1884,
d. 21. október 1924,
og Baldvin Sigurðs-
son, f. á Myrká 5.
ágúst 1872, d. 29.
júlí 1942. Þau
bjuggu á ýmsum bæjum í Öxnadal,
en lengst á Hálsi. Síðast bjuggu
þau á Höfða við Akureyri. Þau
eignuðust tíu börn. Þau eru: 1)
Guðbjörg Soffía, f. 3. maí 1909, d.
4. ágúst sama ár, 2) Þórey, f. 2.
desember 1910, d. 31. júlí 1924, 3)
Ingólfur, bóndi og
verkamaður á
Naustum, f. 21. jan-
úar 1912, d. 12.
október 2000, 4) Sig-
urður, f. 30. mars
1913, d. 1. desember
1915, 6) Sigurður, f.
26. september 1915,
d. 23. júlí 1995, 7)
Sveinbjörg Guðný
Sigurbjörg, hús-
freyja á Akureyri, f.
6. desember 1916, 8)
Þórdís Jónína, hús-
freyja á Akranesi, f.
8. ágúst 1919, d. 26. nóvember
2004, 9) Þórhallur, f. 20. mars
1920, d. 13. apríl sama ár, 10) Þór-
laug Guðbjörg, húsfreyja á Akur-
eyri, f. 3. nóvember 1922.
Sveinn var jarðsunginn frá Ak-
ureyrarkirkju 6. júlí.
Sveinn Baldvinsson föðurbróðir
minn fæddist að Hálsi í Öxnadal 26.
júní 1914 og lést á Kristnesspítala
saddur lífdaga, og eins og Nausta-
bræðrum sæmdi hafði hann reglu-
semina í hávegum og lést á 92 ára af-
mælisdaginn sinn.
Svenni frændi á Naustum stundaði
búskap á Naustum við Akureyri alla
sína starfsævi, hann bjó fyrst í fé-
lagsbúi með systkinunum Halldóri
Guðmundssyni og Helgu ömmu Guð-
mundsdóttur ásamt Ingólfi Baldvins-
syni bróður sínum.
Á Naustum var blandað bú og sá
Ingi frændi að mestu um kýrnar en í
því fjósi voru um langt skeið ein-
hverjar bestu kýr landsins, og var
slegist um kálfa frá Naustum, sem
fóru víða um land. Reglusemi, þrifn-
aður og virðing fyrir dýrunum gerði
Naust að fyrirmyndarbúi hér í Eyja-
firði.
Það gat verið vissara að fara úr
skónum þegar gengið var inn tröðina
í fjósinu hjá Naustabræðrum. Ég
held að eggin frá hænunum hans
Svenna hafi verið hreinustu egg sem
til voru, meira að segja hænurnar
skildu að þrifnaður og reglusemi
væru dyggð sem halda skyldi í heiðri.
Ærnar á Naustum voru ekki mjög
margar, en gáfu vel af sér, því þegar
faðir minn og Svenni voru búnir að
rækta þær um árabil þá voru þær
flestar þrílembdar og hrútar frá
Naustum eftirsóttir.
Ein fyrsta bernskuminning mín er
þegar við Svenni fórum með mjólkina
á hestasleða með Skjónu fyrir niður í
samlagið í gilinu, við fórum síðan í há-
degismat til mömmu og því næst inn í
Höfner að versla inn fyrir ömmu hjá
Þórlaugu frænku minni. Eftir það ók-
um við heim í Naust á hestasleðanum
eins og rússneskir aðalsmenn.
Mannkærleikur, heiðarleiki og
stéttvísi voru Naustasystkinunum í
blóð borin og aldregi hallað á neinn
þótt eitthvað bæri út af. Það var okk-
ur frændsystkinunum þeirra bræðra
ómetanlegt að eiga þá að, svo barn-
góðir voru þeir og hjartahlýir að það
var eins og að eiga aukaforeldra að
eiga þá að.
Ég minnist þeirra Naustabræðra á
Austin Gipsy-jeppanum, þeir bræður
sitja fram í með sixspensarana og
pabbi með pípuna, við Kjartan aftur í
með haustlamb á milli okkar, það
voru góðir tímar.
Eftir að þeir bræður hættu búskap
fluttu þeir inn í bæinn í öldrunaríbúð
en Svenni hélt eftir einu túni og hest-
húsum og fór daglega í hesthúsin á
sínum bíl. Eftir að hann hætti að
keyra bíl hefur Kjartan frændi séð
um að fara með hann til hestanna
daglega.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
þakka Kjartani frænda mínum og
Dísu konu hans og sonum þeirra,
Friðriki og Sveini Inga, ómetanlegan
stuðning þeirra við Svenna og einnig
Bryndísi og Róberti og fjölskyldum
þeirra.
Ég þakka Sveini Baldvinssyni fyrir
ævilangan kærleik og vináttu og til-
raunir hans til að gera mig að betri
manni.
Baldvin Halldór Sigurðsson.
SVEINN
BALDVINSSON
Haustið 1966 mætt-
ist hópur ungmenna í
Myndlista- og handíða-
skóla Íslands til að
hefja þar nám. Mitt í
þessum hópi var ráðsett kona með
víðari sjóndeildarhring og reynslu en
við hin. Þessi kona var Þórunn.
Það er ekki að orðlengja það en
brátt hændumst við öll að henni,
hennar léttu lund og spaugsemi. Hún
opnaði heimili sitt fyrir okkur og ekki
brá honum Inga hennar við það þó
ÞÓRUNN GUÐMUNDA
EIRÍKSDÓTTIR
✝ Þórunn Guð-munda Eiríks-
dóttir fæddist á Ísa-
firði 27. maí 1923.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Sunnu-
hlíð í Kópavogi 3. júlí
síðastliðinn og var
jarðsungin frá Graf-
arvogskirkju 10. júlí.
stofan þeirra væri full
af unglingum þegar
hann kom heim enda
voru þau bæði með ein-
dæmum gestrisin hjón-
in.
Það var henni Þór-
unni ekki síst að þakka
hvað við urðum sam-
rýndur hópur og vin-
áttan endist enn í dag
og yljar okkur um
hjartað. Margt var
brallað sem ekki féll
endilega undir námið
en væri trúlega flokkað
undir gjörningalist í dag.
Þórunn var „prímus mótor“ í þessu
öllu. Henni datt fyrst í hug að fara í
safnaskoðun erlendis, þegar við út-
skrifuðumst úr skólanum og skipu-
lagði fjáröflun svo það mætti takast.
Fyrir okkur hin var þetta aðeins fjar-
lægur draumur. En Þórunn kunni ráð
við öllu og Ingi hennar studdi okkur
með ráðum og dáð. Og út til London
komumst við, það var ógleymanlegt.
Síðan hefur þótt sjálfsagt að listnem-
ar endi sitt lokaár með útskriftarferð
líkt og aðrir skólar. Þá var komið að
starfinu sem Þórunn hafði menntað
sig til, myndlistarkennslunni sem hún
stundaði við grunnskóla og hjá náms-
flokkum við fræðslu fullorðinna. Eig-
in listsköpun lagði hún einnig stund á
um langt skeið.
Í öllu þessu var Þórunn frábærlega
hugmyndarík og lifandi og smitaði frá
sér bjartsýni og eldmóði.
Eftir Þórunni liggur talsvert af
myndverkum. Gaman væri að safna
þeim saman og sýna í heild, þó ým-
islegt hafi áður sést á einkasýningum
hennar.
Það er svo margs að minnast er
elskuleg skólasystir kveður hópinn og
við öll verðum aftur ung og viðkvæm
og full þakklætis fyrir liðnar stundir.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu Þórunnar.
Gréta Kortsdóttir, Katrín
Gísladóttir, Hjördís Ólafsdóttir,
Fjóla Rögnvaldsdóttir og
Örn Þorsteinsson.