Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.07.2006, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í október á síðasta ári var kunngert að íslensk sjónlist hefði eignast sína eig- in uppskeruhátíð. Markmiðið með há- tíðinni er að verðlauna framúrskar- andi árangur á margbrotnum vettvangi sjónlistar og beina þannig athygl- inni að afrekum sem unnin eru innan þeirra landamæra. Verðlaunahátíðinni verður ýtt úr vör nú í haust þegar Sjónlist 2006 verður haldin í Samkomuhúsinu á Akureyri 22. sept- ember. Sex listamenn tilnefndir Sex listamenn eða hópar hafa hlotið tilnefn- ingu á tveimur sviðum: myndlist og hönnun. Úr þeim hópi veljast svo tveir sem hljóta Sjón- listaorðuna – einn af hvoru sviði – en orð- unum fylgja myndarleg peningaverðlaun að upphæð tvær milljónir með hvorri. Tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í endaðan maí en handhafar Sjónlistaorð- unnar verða gerðir heyrumkunnir á hátíð- arhöldunum sjálfum. Auk þess verður veitt heiðursorða Sjónlistar fyrir ævistarf fram- úrskarandi sjónlistamanns. Tilnefningarnar voru í höndum tveggja dómnefnda, sín á hvoru sviðinu, sem í sitja fulltrúar félagasamtaka og stofnana sem eru aðilar að verkefninu. Allir hönnuðir og mynd- listarmenn sem sýnt höfðu verk sín á tólf mán- aða tímabili frá mars 2005 komu til greina við tilnefningu. Dómnefndarferlinu lýkur svo þannig að tveir félagar í stjórn Sjónlistar 2006 ganga inn í nefndirnar sem síðan úrskurða um hverjir standa uppi sem endanlegir sig- urvegarar. Sýning og málþing Í aðdraganda hátíðarinnar opnar sýning í Listasafninu á Akureyri á verkum hinna til- nefndu listamanna og gefst fólki því kostur á að virða fyrir sér það sem fagmenn á sviði sjónlista telja verðuga fulltrúa listgrein- arinnar. Einnig verður blásið til málþings í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar þar sem flutt verða erindi um listamennina og verk þeirra, auk þess sem ræddir verða kostir og gallar verðlaunaafhendinga í listum almennt, og þá hvaða leiðir aðrar séu færar til upp- byggingar listgreinarinnar. Hagsmunamál fyrir sjónlistamenn Hanna Styrmisdóttir, framkvæmdastjóri Sjónlistar 2006, segir verðlaunin hafa ákveðna sérstöðu og skera sig úr þeim verð- launum öðrum sem veitt eru hérlendis fyrir hönnun og myndlist. „Með verðlaununum er verið að setja myndlist og hönnun í einn flokk undir heitinu sjónlistir. Með því viljum við meðal annars vekja athygli á því að þó list- greinarnar séu ólíkar að mikilvægu leyti er munurinn ekki eins hrópandi og margir ætla. Það má segja að um sé að ræða sama svið en ólíkar áherslur. Það eru fjölmargir listamenn sem vinna í báðum greinum.“ Verðlaunaféð er einnig umtalsvert hærra en hefð er fyrir að veita á Íslandi. „Hugsunin er sú að verðlaunin séu nægilega há til þess að hafa raunverulegt gildi fyrir þann sem þau hlýtur. Við vonumst til að verðlaunin verði jafnvel til þess að fólk geti tekið eitthvað skref á sínum ferli sem það gæti annars ekki tekið. Að því leyti eru verðlaunin talsvert mikið hagsmunamál fyrir íslenska sjón- listamenn.“ Viðburður á landsvísu Í þriðja lagi verða hátíðarhöldin á landsvísu þar eð verðlaunin verða afhent í beinni út- sendingu Ríkissjónvarpsins. „Verið er að leggja drög að dagskránni en það er ljóst að hún verður mjög frábrugðin því sem við þekkjum frá öðrum verðlaunaafhendingum. Dagskráin byggist upp á gjörningum og atrið- um sjónlistamanna auk þess sem ýmislegt sem hefur gerst á þessu sviði fyrr og síðar verður skoðað. Þetta verður meira í ætt við fræðslu- og skemmtiþátt um hönnun og myndlist. Við hefðum auðvitað getað veitt þessi verðlaun við athöfn í Listasafninu á Akureyri, þaðan er frumkvæðið að verðlaununum komið, en með sjónvarpsþættinum viljum við skapa og treysta tengslin við almenning og veita fólki innsýn í heim sjónlista.“ Frumkvæðið að norðan Hanna segir að Hannes Sigurðsson, safn- stjóri Listasafnsins á Akureyri, eigi heiður skilinn fyrir sinn stóra og ómetanlega þátt í verkefninu. „Hannes átti frumkvæðið að þess- um verðlaunum og hefur unnið ötullega að því að þau næðu fram að ganga. Það er því viðeig- andi að samsýning þeirra listamanna sem hlotið hafa tilnefningu fari fram í hans safni. Aðkoma Hannesar hefur skipt sköpum.“ Þeir myndlistamenn sem tilnefndir eru til Sjónlistarorðunnar 2006 eru Hildur Bjarna- dóttir, Katrín Sigurðardóttir og Margrét H. Blöndal. Í flokki hönnunar eru tilnefndir hönnuðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, fatahönnuðurinn Steinunn Sigurðardóttir og arkítektarnir Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda. Á næstu vikum verða listamennirnir kynntir nánar í Morg- unblaðinu ásamt þeim verkum þeirra sem til- nefningarnar ná til. Til að byrja með verður sjónum beint að tilnefningum í flokki mynd- listar og er spjallað við Margréti H. Blöndal í blaðinu í dag. Héðan í frá mun svo einn lista- maður verða kynntur með viku millibili. Verðlaunin veiti almenningi innsýn í heim sjónlista Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Sjónlist | Verðlaunaathöfn Sjónlistar 2006 sjónvarpað á landsvísu 22. september Myndlistakonan MargrétH. Blöndal er ein þeirraþriggja myndlistamannasem tilnefndir eru til Sjónlistarorðunnar 2006. Tilnefn- inguna hlýtur Margrét fyrir innsetn- inguna Anchor, strings, ballooning / rejoice inside out / pulled and para- des / partly floating / bright, balanc- ing / torn apart / bouyant á samsýn- ingunni Buenos Días Santiago – an exhibition as expedition í samtímalistasafninu í Santiago í Chile í lok ársins 2005. Um er að ræða innsetningu níu þátta sem hafa áhrif hver á annan; gúmmíi, frauði, teygjum, neti og sköftum hefur verið rað- að inn í rými sem er vítt bæði til lofts og veggja. Sýningarstjórarnir skil- greina verkið sem „sjón- ræna tónlist“ og sjálf segir listakonan það vera eins og stiklusteina um hið óorðaða rými í kollinum. Hárfínar samsetningar Meðal þess sem fram kemur í um- sögn dómnefndar um verkið er að í stað þess að hrópa á athygli sé nær að tala um að það hvísli að áhorfand- anum að staldra við og gefa sér tíma. Það sem líti út fyrir að hafa verið skilið í hirðuleysi eftir úti á miðju gólfi, upp við veggi og hangandi neð- an úr loftinu sé í rauninni „hárfínar samsetningar að leika jafnvægislistir í rýminu“. Ennfremur segir að kæru- leysisleg framsetningin sé úthugsuð, sem búi til óvissu „sem skapar spennu og eftirvæntingu“. Þá er spurt: „Getur verið að þetta sé annað en það sýnist vera og þá hvað?“ Stundum eins og draumur „Þetta er heiður, viðurkenning og áminning um að það skiptir máli að halda áfram að vinna,“ segir Margrét aðspurð um hvaða þýðingu tilnefn- ingin hefur fyrir hana. „Mér þótti vænt um að vera tilnefnd fyrir þessa sýningu því þetta var vinnuferli sem er mér sérstaklega að skapi. Um leið kom mér á óvart að henni væri gef- inn gaumur því að sýningin var hin- um megin á hnettinum og fór ekki hátt hér á landi. Það er gjarnan þannig að maður tekur þátt í ein- hverri sýningu og svo er hún bara búin og engu líkara en hún hafi verið unnin í leyni eða hafi bara verið draumur.“ Vinnur eins og hirðingi Margrét segir að hún vinni yf- irleitt verk sín með tilliti til stað- arhátta og samhengi hverrar sýn- ingar og sú hafi verið raunin með umrædda sýningu. „Það settu sig í samband við mig tveir svissneskir sýningarstjórar, þeir Jean-Paul Fel- ley og Olivier Kaeser, sem reka sýn- ingarrýmið Attitudes í Genf í Sviss. Þeir buðu mér að taka þátt í sýningu í Santiago í Chile ásamt þrettán öðr- um myndlistamönnum víðsvegar að úr heiminum. Ég fékk síðan styrk frá Muggi og KÍM [Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar] til að komast á staðinn. Við áttum það sammerkt að geta unnið svolítið eins og hirð- ingjar, að þurfa ekki að fara með verkin fullkláruð á milli landa. Und- irtitill sýningarinnar vísar einmitt í það vinnulag, an exhibition as ex- pedition eða sýning sem leiðangur.“ Það var því langt því frá að Mar- grét kæmi með fullmótað verk eða hugmynd til Chile. „Áður en við héld- um til Chile vorum við beðin um að búa til opnu í bækling sem kæmi út á opnunardaginn sjálfan. Opnan átti að vera sjálfstætt verk og ekki heimild um verkin á sýningunni. Sú vinna varð inngangur að verkinu, fyrsta skrefið í leiðangrinum sem hóf sig síðan til flugs í lok nóvember og sveif til Santiago. Ég stilli mig inn á ákveðinn punkt í upphafi vinnunnar og tek opnum örmum öllum vegvís- um. Það er alltaf einhver samfella í vinnu minni og efniviðurinn dálítið Sjónræn tónlist Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Sjónlist | Margrét H. Blöndal er tilnefnd til Sjónlistarorðunnar Margrét H. Blöndal segir tilnefninguna vera heiður, viðurkenningu og áminningu um að það skipti máli að halda áfram að vinna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í umsögn kemur fram að verk Margrétar skapi spennu og eftirvæntingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.