Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
BRÚÐAN Randy varð þess valdandi
að lögregla, björgunarsveitir og
þyrla Landhelgisgæslunnar voru
kallaðar út að Háafossi í Fossárdal,
inn af Þjórsárdal í Árnessýslu, síð-
astliðið sunnudagskvöld. Brúða
þessi var notuð við tökur á kvik-
myndinni Köld slóð í vetur sem leið.
Hún týndist í gilinu við Háafoss og
hefur ekki fundist fyrr en nú, þrátt
fyrir endurtekna leit.
Kristinn Þórðarson, handritshöf-
undur og framleiðandi Kaldrar slóð-
ar, sagði að brúðan hefði verið notuð
í atriði sem tekið var í snjónum í vet-
ur við Háafoss. Flugbjörgunarsveit-
in á Hellu var kvikmyndagerðarfólk-
inu til aðstoðar. Í einu atriðinu var
brúðunni varpað fram af gilbrúninni.
Kristján sagði að björgunarsveitar-
mennirnir hefðu leitað brúðunnar en
ekki fundið. Til stóð að síga í gilið nú
í júlí og gera enn eina tilraun til að
finna brúðuna. „Áður en náðist að
gera það fannst dúkkan, á aðeins
óskemmtilegri hátt en við áætluð-
um,“ sagði Kristinn. Ekki var til-
kynnt til lögreglu um týndu brúðuna
og sagði Kristinn að kvikmynda-
gerðarmennirnir og eins björgunar-
sveitarmenn hefðu gert ráð fyrir að
þeir fyndu brúðuna áður en einhver
annar gerði það. „Þetta var óheppi-
legt og við biðjum þá afsökunar sem
hlut eiga að máli,“ sagði Kristinn.
Köld slóð verður frumsýnd um
næstu jól. Kristinn sagði að þá yrðu
áhorfendur leiddir í allan sannleika
um hlutverk brúðunnar Randy.
Svanur S. Lárusson, formaður
Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu,
sagði að brúðunni, sem þeir kölluðu
Randy, hefði verið kastað niður í gil-
ið af brúninni austan megin gegnt
Háafossi. Björgunarsveitarmenn
hefðu leitað hennar eftir að atriðið
var tekið upp, en ekki fundið. Þá
hefði verið mikill snjór í gilinu. Síðan
var farið tvisvar til að leita brúðunn-
ar án árangurs. Þeir hefðu á end-
anum talið líklegast að brúðan hefði
lent í ánni og hún tekið hana. Svanur
taldi líklegt, í ljósi atburða nú, að
brúðan hefði ekki fallið niður í botn
gilsins upphaflega og því hefði hún
ekki fundist við leit.
Brúðan var neðst í grjótskriðu,
nýfallinni að því er talið var, í um 100
metra djúpu gljúfri og um 20 metra
frá 122 metra háum fossinum. Að
sögn lögreglunnar á Selfossi var
brúðan þannig að erfitt var að átta
sig á því úr fjarlægð að ekki væri um
lík að ræða.
Lögreglunni barst tilkynning um
kl. 20 á sunnudagskvöldið að maður
lægi í skriðu neðan við Háafoss, lík-
lega látinn. Lögregla og björgunar-
sveitir fóru á staðinn og þyrla LHG
var kölluð út. Þegar lögreglan kom á
vettvang kom í ljós að um brúðu var
að ræða, en ekki mannslík. „Þetta til-
vik sýnir glöggt að skynsamlegt er
að láta vita af slíkum tapa á leikmun-
um,“ segir í tilkynningu lögreglunn-
ar.
Þegar hið sanna kom í ljós voru
frekari aðgerðir afturkallaðar og
þakkar lögreglan aðstoðina öllum
sem brugðust skjótt og vel við.
Líkið reyndist
vera brúða
Úr fjarlægð var erfitt að greina hvort það var brúða sem lá í gilinu eða lík.
NÚ þegar nokkrar vikur eru til slát-
urtíðar styttist í að sláturhús gefi
upp hvaða verð bændur fá fyrir
framleiðslu sína á sláturfé í ár.
„Við vonumst til að sjá á bilinu 8–
11% hækkun á kílóverði, sem algjört
lágmark,“ segir Özur Lárusson,
framkvæmdastjóri Landssambands
sauðfjárbænda.
Að baki þeim væntingum segir
hann liggja að leiðrétta þurfi lækk-
un á skilaverði til bænda á árunum
2002–2004 sem hafi numið 25% sam-
tals, vegna ástands á kjötmarkaði
þá. Núna sé hins vegar staðan að
skortur er á kjöti og bændur hafa
ekki undan að framleiða. „Svo við
sjáum ástæðu til að kjörin séu leið-
rétt og ástand á markaði skili sér í
greiðslum.“ Þá segist Özur frekar
reikna með að hækkunin gangi eftir
þótt ekki sé annað hægt að gera en
vona. „Ég held það ætti að vera
möguleiki að bændur fái eitthvað af
hækkuninni á kjötverði til baka því
þeir hafa verið að fá minnst í þessari
keðju.“
Ákvörðun liggi fyrir fljótlega
Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri
SS, segir enn of snemmt að segja til
um hvernig bændum verði borgað í
ár. „Þetta verður gert tímanlega,“
segir hann en jafnframt að ákvörðun
liggi enn ekki fyrir.
Árni Magnússon, fjármálastjóri
Norðlenska matborðsins ehf., segir
að endanleg ákvörðun um verð liggi
væntanlega fyrir á næstu dögum.
Aðspurður hvort bændur megi vera
vongóðir, segir hann að um ein-
hverja hækkun verði að ræða þótt
hann geti ekki nákvæmlega sagt til
um hversu mikla. Varðandi lág-
markskröfur bænda um 8–11%
hækkun segir hann mega reikna
með að þær verði uppfylltar og jafn-
vel gert „ívið betur“ en það við sauð-
fjárbændur að þessu sinni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Lömb af fjalli. Nú styttist í sláturtíð.
Sauðfjár-
bændur vonast
eftir 8–11%
verðhækkun
Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur
aps@mbl.is
ÍSLENDINGARNIR sex, sem sáu á bak
Norðmönnum í rútum frá Beirút til Sýrlands
á sunnudagsmorgun, fengu allt aðra og betri
afgreiðslu hjá Finnum í gærmorgun. Sex-
menningarnir komust með Finnum yfir
landamæri Líbanons og Sýrlands og fjar-
lægðust smátt og smátt sprengjuregn
Ísraelsmanna í Líbanon. Eftir tæplega tíu
tíma rútuferðalag komust Íslendingarnir til
Damaskus ásamt fjölda annarra skjólstæð-
inga Finna frá Þýskalandi, Kanada og víðar.
Fólkinu var komið fyrir í finnska sendi-
ráðsbústaðnum þar sem hýsa átti fólkið áður
en það yrði flutt til alþjóðaflugvallarins í
borginni í nótt. Þar átti flugvél á vegum ís-
lenska utanríkisráðuneytisins að taka á móti
þeim auk hundruð annarra Norðurlandabúa
sem þegið hafa boð íslenskra stjórnvalda um
brottflutning.
Gekk allt mjög vel
Í för Íslendinganna var annars vegar
þriggja manna fjölskylda með 4 mánaða gam-
alt barn og síðan þrír flugvirkjar sem unnið
hafa undanfarið fyrir Atlanta í Beirút.
Að sögn Más Þórarinssonar flugvirkja sem
var í hópnum var fólkið komið til Damaskus
kl. 21.30 að staðartíma í gærkvöldi. „Þetta
gekk mjög vel,“ sagði Már. „Við erum afar
ánægð með framvindu mála.“ Finnska rútu-
lestin fór í samfloti með þýskum rútum en
varð að bíða nokkra tíma eftir Þjóðverjunum
vegna ákveðins skipulagsleysis hjá Þjóðverj-
unum við að leggja af stað.
Vél utanríkisráðuneytisins átti að flytja
Norðurlandabúana frá Damaskus til Kaup-
mannahafnar. Tvær seinkanir um alls 5 tíma
settu strik í flugáætlunina. Er því áætlað að
lenda með fólkið í Kaupmannahöfn um há-
degið í dag, þriðjudag. Þaðan var förinni heit-
ið til Keflavíkur með Íslendingana sem alls
voru tíu talsins í Beirút.
Mjög fegin að vera komin til Damaskus
„Við erum mjög fegin því að vera komin
hingað til Damaskus því sprengjur voru að
falla í hálfs km fjarlægð frá okkur þegar við
hittum Finnana. Við erum ósköp rólegir en
fjölskyldur okkar heima voru mjög órólegar
þannig að þetta var meira álag fyrir þær en
okkur.“
Alma Hannesdóttir var með í förinni ásamt
ungri dóttur sinni og eiginmanni sem hefur
íslenskan og líbanskan ríkisborgararétt. Hef-
ur hún verið búsett í Líbanon í tvö ár og var
á leiðinni til Íslands þegar hin mannskæðu
átök Ísraelsmanna og Hizhbolla samtakanna í
Líbanon hófust með fyrrgreindum afleið-
ingum. „Þetta gekk alveg eins og í sögu og
Finnar eiga allan heiðurinn af því,“ sagði
Alma. „Meðhöndlun þeirra á málum fólks var
margfalt betra en hjá Norðmönnum í gær og
vart hægt að bera þetta tvennt saman. Þeir
tóku afar vel á móti okkur og voru almenni-
legheitin uppmáluð. Frá byrjun voru allir vel-
komnir í rúturnar þeirra án tillits til þjóð-
ernis og ekki var spurt um eitt né neitt. Bara
allir boðnir velkomnir.“
Ölmu varð hverft við þegar sprengja Ísr-
aelsmanna sprakk rétt hjá hópnum þegar
verið var að leggja af stað frá Beirút þá um
morguninn og segir hún að þar hafi verið um
að ræða skeyti sem skotið er af sjó undan
ströndum Líbanons. „Maður hoppar aðeins
við lætin en maður gerir sér grein fyrir því
að þetta var ástæðan fyrir því að maður tókst
á hendur þetta ferðalag. Maður hlakkar held-
ur betur til að komast til Íslands.“
Íslendingar með Finnum frá Beirút og sprengjur fallandi í 500 metra fjarlægð
Allir velkomnir hjá Finnum
Reuters
Guðmundur Karl Guðmundsson, Már Þórarinsson og Markús Sigurjónsson fyrir framan Le
Meridien-hótelið í Hamra-hverfinu í Beirút skömmu áður en þeir lögðu af stað til Damaskus.
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
Reuters
Franskir ríkisborgarar fyrir framan sendiráðið í Beirút er þeir biðu eftir að komast frá Líbanon.