Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 11 FRÉTTIR SALA hófst í gær á fyrsta sam- heitalyfinu sem lyfjafyrirtækið Portfarma flytur inn en fyrirtækið hyggst setja um 20 samheitalyf á íslenskan markað á næstu 12 mán- uðum. Olgeir Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri Portfarma, segir að erfitt sé fyrir lyfjafyrirtæki að flytja inn samheitalyf á íslenskan markað en hann vonast þó eftir að slíkur innflutningur geti borið sig í framtíðinni. Rætt hefur verið um að spara megi Tryggingarstofnun og neyt- endum lyfja verulegar fjárhæðir ef flutt væri inn til landsins meira magn samheitalyfja. Samheitalyf eru eftirlíkingar af lyfjum sem þeg- ar hafa verið markaðssett, svoköll- uðum frumlyfjum, og innihalda sömu virku efnin og frumlyfin. Samheitalyf eru hins vegar yfirleitt ódýrari. Á næstu 12 mánuðum ætlar Portfarma að flytja inn og mark- aðssetja um 20 samheitalyf. Sala hófst á fyrsta lyfinu, Simvastatin Portfarma, í gær en lyfið hefur blóðfitulækkandi áhrif. Segir Ol- geir að það sé nokkrum erfiðleikum háð að flytja inn samheitalyf til Ís- lands. „Helsti þröskuldurinn er hvað Ísland er lítill markaður. Oft er það þannig að lágmarkspöntun á lyfi er 100 þúsund töflur en mark- aðurinn hér þarf kannski ekki nema 9 þúsund á ári hverju.“ Hann bendir einnig á að því fylgi um 40% viðbótarkostnaður á al- gengustu lyfjunum að hafa umbúð- ir og fylgiseðla á íslensku. Þetta hlutfall geti verið enn hærra við framleiðslu lyfja sem eru minna notuð. Olgeir telur að með því að stækka það markaðssvæði sem Ís- land tilheyri megi leysa þennan vanda og þar með stuðla að lyfja- verðslækkun. Forsenda þess konar lausnar sé að efla Lyfjastofnun svo hún geti tekið við skráning- arumsóknum fyrir önnur markaðs- svæði líkt og gert hafi verið í Dan- mörku. Þetta geri stofnunin nú þegar fyrir Actavis. Samkvæmt upplýsingum frá Lyfju verður nýja samheitalyfið rúmlega helmingi ódýrara en frum- lyfið en rúmlega 10 prósent ódýr- ara en sambærilegt samheitalyf. Hyggjast flytja inn samheitalyf Markaður fyrir samheitalyf of lítill hér á landi Morgunblaðið/Golli Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lyfju, og Olgeir Olgeirs- son, framkvæmdastjóri Portfarma, kynntu nýja lyfið á fundi í gær. ÞAÐ er orðið lítið eftir af Íþróttahúsi Ármanns við Sóltún í Reykjavík. Íslenskir aðalverktakar ætla á næstunni að reisa fjölbýlishús á lóðinni og því varð íþróttahúsið að víkja. Húsið var reist í kringum 1960 og hefur gegnt hlutverki sínu með sóma. Ármann á sér þó miklu eldri sögu, en félagið er elsta starfandi íþróttafélag landsins, stofnað árið 1888. Tryggvi Þ. Gunnarsson, varaformaður Ármanns, sagði að Ármann fengi nýja aðstöðu í Laugar- dalnum, en hús félagins er áfast íþróttahúsi Þróttar. Hann sagði að félögin myndu hafa samstarf um ýmsa hluti, m.a. húsvörslu. Hann sagði þetta fyrst sinn sem íþróttafélög hér á landi færu í samstarf af þessu tagi. Morgunblaðið/Golli Íþróttahús Ármanns látið víkja GENGIÐ hefur frá skipan í kjararáð, en hlutverk þess er að ákveða laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráð- herra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum. Lögin tóku gildi 1. júlí sl. Jafnframt féllu úr gildi lög um Kjara- dóm og kjaranefnd. Í ráðinu sitja Jónas Þór Guðmundsson, lögmaður, Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur og Kristinn Hallgrímsson, lögmaður, kos- in af Alþingi, Jakob R. Möll- er, lögmaður, skipaður af Hæstarétti og Guðrún Zoëga, verkfræðingur, skipuð af fjár- málaráðherra. Varamenn eru Eva Dís Pálmadóttir, lögmað- ur, Svanhildur Kaaber, skrif- stofustjóri og Ása Ólafsdóttir, lögmaður, kosin af Alþingi, Kristinn Bjarnason, lögmað- ur, skipaður af Hæstarétti og Auður Finnbogadóttir, við- skiptafræðingur, skipuð af fjármálaráðherra. Búið er að skipa nýtt kjararáð RITHÖFUNDURINN og blaða- maðurinn Þorgrímur Gestsson sit- ur nú sveittur við að endurskrifa viðtalsbók sem hann var byrjaður á og þarf að skila handriti að hinn 20. ágúst nk. Ástæðan er sú að að- faranótt sunnudagsins síðasta var bæði borðtölvu og fartölvu Þor- gríms stolið af heimili hans í Hafn- arfirðinum. Aðspurður segist Þor- grímur ekki hafa orðið þjófanna var, en sjálfur svaf hann á efri hæð hússins þegar stuldurinn átti sér stað. Að sögn Þorgríms er stuldurinn afar bagalegur fyrir hann, þar sem í tölvunum tveimur sé að finna ým- is gögn sem hann megi alls ekki missa, þar á meðal drög að viðtals- bók við Guðrúnu J. Halldórsdóttur, fyrrverandi skólastjóra Náms- flokka Reykjavíkur, sem Þorgrím- ur vinnur að í samvinnu við Hildi Finnsdóttur, ættfræðirannsóknir í tengslum við bókina, öll tölvu- póstsamskipti hans síðustu ár og dagbókarskrif sl. fjögurra ára, sem afar sárt sé að missa. Reynir nú að finna aftur hinn eina sanna tón bókarinnar Hvað viðtalsbókina varðar segist Þorgrímur hafa uppgötvað sér til mikils léttis í gær að hann hafi tek- ið afrit af uppskrifuðum viðtölun- um við Guðrúnu á minniskubbi, en þar var að um að ræða 13,5 klst. af viðtalsefni sem Þorgrímur var bú- inn að skrifa inn og byrjaður að vinna. „Ég hélt fyrst að ég hefði misst meira efni bókarinnar en ég í raun missti. Góðu fréttirn- ar eru þær að ég reyndist eiga afrit af sjálfu hráefn- inu,“ segir Þor- grímur og tek- ur fram að hann hafi verið kominn vel á skrið með bók- ina, en ekki náð að taka afrit af þeirri handritavinnu. „Ég er því að byrja aftur að hugsa og endur- skrifa bókina og reyna að finna hinn eina sanna tón,“ segir Þor- grímur vongóður og tekur fram að hann muni alls ekki láta þessa óheppilegu uppákomu tefja útgáfu bókarinnar, en hún á að koma út fyrir næstu jól. Að sögn Þorgríms er lögreglan að vinna í málinu. „En samhliða því er ég að vinna í minni eigin eft- irgrennslan,“ segir Þorgrímur og bendir á að það sé ekki erfitt í svona litlu bæjarsamfélagi að hafa samband við fólk sem þekki fólk sem heyri hluti. „Ég bið menn á vissum stöðum í þjóðfélaginu, sem ég veit um og þekki til, að hafa augu og eyru hjá sér,“ segir Þor- grímur og bendir á að hann hafi eftir lögreglunni að þjófarnir hljóti sennilegast að vera einhverjir við- vaningar, því engum alvöruþjófum dytti í hug að stela borðtölvu sök- um þess hve erfitt sé að koma slík- um tölvum í verð. Ef einhver þekkir til málsins og vill koma ábendingum eða gögnum til Þorgríms þá er hann með net- fangið torg@vortex.is. Drög að nýrri viðtalsbók í tveimur tölvum sem stolið var af Þorgrími Gestssyni Strax byrjaður að endur- skrifa viðtalsbókina Þorgrímur Gestsson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is FYRSTU kartöflur sumarsins voru teknar upp í Þykkvabænum í gærmorgun og voru kartöflurnar komnar í verslanir á höf- uðborgarsvæðinu fyrir hádegi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Sölufélagi garðyrkjumanna má vænta nýrrar sendingar daglega í verslanir næstu vikurnar eða þar til hefðbundin kartöflu- uppskera hefst um miðj- an ágúst. Það var Birkir Ár- mannsson, bóndi í Vest- urholti í Þykkvabæ, sem reið á vaðið og tók upp eitt og hálft tonn af premier-kartöflum og voru þær strax sendar í verslanir. Á næstu dögum munu fleiri bændur byrja að taka upp kartöflur og senda í verslanir samdægurs. Bryddað var upp á þessari nýbreytni í fyrra og seldust kart- öflurnar upp dag eftir dag. Nýjar kartöflur komnar á markað Kartöflurnar voru teknar upp í gær. LÖGREGLAN í Keflavík handtók sex aðila og gerði upptækar 415 e-töflur, 15 grömm af amfetamíni auk lítilræðis af kókaíni við húsleit í Reykjanesbæ á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lágu fyrir ákveðnar upplýsingar um að fíkni- efnamisferli ætti sér stað í húsinu og var því ráðist í leit. Þetta er mesta magn af e-töflum sem lögreglan í Keflavík hefur gert upptækt í einu máli en karlmaður á þrítugsaldri hef- ur viðurkennt að eiga töflurnar, og aðrir aðilar amfetamínið og kókaínið. Mega þeir búast við ákærum í kjölfarið en málið telst upplýst og var öllum aðilum sleppt úr haldi af loknum yfirheyrslum. E-töflur fundust við húsleit í Reykjanesbæ STURLA Böðvarsson, samgönguráðherra, hyggst ekki verða við þeirri áskorun flug- umferðarstjóra að beita sér fyrir því að vaktafyrirkomulagið sem gildi tók 16. mars sl. verði fellt úr gildi. Aðspurður segist Sturla hvetja samningsaðila til þess að leita sátta um breytt vaktafyrir- komulag. Bendir hann á að samningsaðilar hafi undirgengist það að hlíta niðurstöðu Fé- lagsdóms, en hann kvað upp úrskurð sinn 6. júlí sl. þar sem hann sýknaði ríkið af kröfu Fé- lags íslenskra flugumferðarstjóra. Segir Sturla að ekki þýði að deila við dómarann í þessum efnum, enda sé dómur Félagsdóms endanlegur. Hvetur samningsaðila til þess að ná sáttum Sturla Böðvarsson BORGARFULLTRÚAR í svartfellsku borginni Cetinje hafa lagt fram formlega ósk til héraðsþings svæðisins um að breyta nafni á götu í borginni úr Smederevska- stræti í Íslandsstræti. Að því er kemur fram á fréttavefnum b92.net er ástæðan sú, að bæjarfull- trúarnir vilja með þessu sýna Íslandi þakklæti fyrir að verða fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands í maí á þessu ári. Frumkvæði Íslands í þessu máli vakti mikla athygli í Svartfjallalandi og var fjallað um það á forsíðum dagblaða í landinu. Gata í Svartfjallalandi nefnd Íslandsstræti LÖGREGLAN í Keflavík þurfti að hand- járna átján ára gamla stúlku og færa til fangaklefa eftir ólæti í lögreglubifreið á sunnudagsmorgun. Stúlkan sem grunuð er um ölvun við akstur var stöðvuð af lög- reglu í Grindavík. Var hún afar ósátt við afskipti lögreglunnar og reyndi m.a. að sparka út rúðu í bifreiðinni. Þegar lög- reglumaður reyndi að hemja hana beit stúlkan þéttingsfast vinstra megin við hægra hné hans. Var stúlkan í kjölfarið handjárnuð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsli mannsins lítil. Réðist á lögregluþjón við skyldustörf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.