Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 23
Það er skrítið að lesa frásagn-ir geðsjúkra sem hafa látiðað sér kveða í réttindabar-áttu erlendis. Þeir segja
margir að þeim hafi tekist að lifa af
geðheilbrigðiskerfið. Engin sérgrein
innan læknisfræðinnar hefur verið
gagnrýnd jafn harðlega af notendum
og geðlæknisfræðin. Æ
fleiri bæði innan not-
endahreyfinga og eins
meðal fagmanna hafa
velt því upp hvort ofurtrú
á lyfjalausnum og auka-
verkanir þeirra muni
enda sem hluti vanda-
mála framtíðarinnar.
Lyfin eru kröftug hjálp-
artæki og geta slegið
fljótt á sum einkenni en
þau aðstoða ekki skjól-
stæðinga við að koma
jafnvægi á líf sitt og sjá
það í samhengi við
reynslu. Lyfin taka ekki
á draumum fólks né
markmiðum þess í lífinu.
Sjúkrahúsþjónustan
er takmörkuð og nær
ekki nema að sinna
ákveðnum þörfum geð-
sjúkra. Mörg lönd hafa
sýnt í verki að til eru
betri lausnir en sjúkra-
húsinnlagnir. Lítil at-
hvörf hafa víða verið sett
upp í stað sjúkra-
húsrýma og allt sem
tengist geðrækt og
sjálfshjálparstarfsemi
hefur verið eflt. Æ al-
gengara er að þjónustan
sé rekin af fyrrverandi
skjólstæðingum og hefur
náðst betri árangur á
mörgum slíkum stöðum
en þar sem hefðbundin
þjónusta er veitt. Það
vekur furðu að þjónusta sem rekin er
af fyrrverandi skjólstæðingum skuli
geta náð meiri árangri en þjónusta
rekin af hámenntuðum sérfræð-
ingum. Geðsjúkir leggja áherslu á
sjálfshjálp, að uppræta fordóma, taka
stjórn á lífi sínu og viðhalda voninni.
Fyrrverandi „snarbrjálaður“ heim-
ilislaus maður, að nafni Joseph Ro-
gers, stjórnar nú þjónustu fyrir geð-
sjúka á 30 stöðum í Philadelphia þar
sem vinna 326 starfmenn sem flestir
eiga sögu um geðsjúkdóma. Sami
maður og hafði staðið fyrir utan geð-
læknaráðstefnur, mótmælt og verið
fjarlægður með valdi, er nú heiðraður
fyrir framtak sitt í nýsköpun í þjón-
ustu við geðsjúka.
Notenda- og batarannsóknir hafa
sýnt að bati geti náðst án tilstuðlanar
fagfólks. Bati getur náðst óháð hug-
myndafræði manna um orsaka-
samhengi. Að hafa valkost í bataferl-
inu skiptir meira máli en sú leið sem
valin er. Sjúkdómsgreining getur haft
alvarlegri áhrif en upphaflega vanda-
málið, þar sem greiningin getur alið
af sé fordóma, mismunun, fátækt, ein-
angrun, valdbeitingu og mannrétt-
indabrot.
Á áttunda áratugnum setti Loren
Mosher, þáverandi yfirlæknir í geð-
klofarannsóknum í Bandaríkjunum,
(NIMH) af stað tilraunaverkefni sem
hann kallaði Sorteria House. Hann
vildi rannsaka hvort hægt væri að að-
stoða geðklofasjúklinga í geðrofs-
ástandi í heimilislegu umhverfi, þar
sem forsendur væru nærvera og
tengsl auk stuðnings, úthalds og þols
nærstaddra fyrir skrítinni hegðun.
Sérstaklega var valið starfsfólk sem
hafði trú á mikilvægi góðra tengsla í
bataferlinu. Án lyfja náðu flestir
skjólstæðingar sér innan sex vikna.
Að tveimur árum liðnum leiddi eft-
irgrennslan í ljós að þeir sem höfðu
notið aðferða Sorteria House plum-
uðu sig betur en þeir sem höfðu feng-
ið hefðbundna meðferð (lyf og sjúkra-
húsvist). Á þessum tíma var mikill
uppgangur á geðlyfjamarkaðinum og
miklar vonir bundnar við lyfin. Þessar
niðurstöður voru ekki í takt við það
sem menn væntu, svo niðurstöðurnar
um Sorteria House voru gerðar ótrú-
verðugar og fjárstyrkjum til verkefn-
isins hætt. Seinna kom m.a.s. í ljós að
árangur þessarar nálgunar var jafnvel
enn betri en upphaflegu niðurstöð-
urnar höfðu bent til.
Dan Fisher, greindist með geð-
klofasjúkdóm, nú starfandi geðlæknir,
líkir geðklofaeinkennum við slæma
flensu sem gangi yfir.
Hans mat er að best sé
hafa sem fæst inngrip í
náttúrulegt ferli. En í
svæsinni flensu geta
menn ekki sinnt grunn-
þörfum sínum og þurfa
aðhlynningu og um-
hyggju. Fisher hefur
ásamt samstarfs-
mönnum búið til nám-
skrá sem nýta má við
uppbyggingu sam-
félagsþjónustu. Þjón-
ustan byggist á
tengslum við þá sem
viðkomandi treystir og í
gegnum þessi tengsl
geti skjólstæðingar náð
að koma lífi sínu á rétt-
an kjöl.
Marius Romme, hol-
lenskur geðlæknir og
rannsakandi, hefur
unnið með einstaklinga
sem heyra raddir. Hans
niðurstaða er sú að það
að heyra raddir eigi yf-
irleitt rætur að rekja í
einhvers konar áfall.
Viðbrögð einstaklings-
ins við röddunum geta
valdið svokölluðum já-
kvæðum og/eða nei-
kvæðum sjúkdóms-
einkennum, sem oftast
eru tengd geðklofa-
sjúkdómsgreiningunni.
Hvort viðkomandi þrói
með sér sjúkdóm eða
ekki ræðst bæði af einstaklingsþáttum
og umhverfisþáttum Hans tilgáta er
sú að það sé ekki heilastarfsemin sem
framkalli sjúkdóminn heldur sé hann
afleiðing þess að ráða illa við radd-
irnar. Margir sem heyra raddir tengj-
ast aldrei geðheilbrigðisþjónustu, því
þeir ná að höndla þær.
Jaakko Seikkula, finnskur sálfræð-
ingur, hefur nýtt sér svokallaðar opn-
ar samræður í meðhöndlun á geðrof-
um. Bráðateymi hittir skjólstæðinginn
og aðstandendur innan 24 tíma frá því
að beiðni um aðstoð berst og með sam-
tölum fæst nýr skilningur á að-
stæðum. Fólki í nærumhverfi eins og
vinum, vandamönnum eða vinnu-
félögum býðst einnig að koma á fund-
ina. Litið er á alla í nærumhverfinu
sem áhrifavalda á bata og að frá þeim
komi oft bestu lausnirnar. Ábyrgðin
liggur hjá sama teymi á meðan við-
komandi er hjálparþurfi, sama hvaða
þjónusta er nýtt. Litið er á raunveru-
leikabrest/geðrof sem leið til að ráða
við reynslu sem er svo ógnandi að ekki
finnast orð yfir. Ofskynjanir; ofsjónir
og ofheyrnir, hafa komið í stað orða en
í samvinnu eru fundin orð og sameig-
inlegur skilningur á upplifuninni. Í
finnska hlut Lapplands hafa þessar
aðferðir verið nýttar og á 10 ára tíma-
bili hefur nýgengi geðklofasjúkdóma
fækkað, langtímageðklofasjúklingar
eru færri og minni þörf er fyrir bráð-
arúm og geðrofslyf.
Með þessum örfáu dæmum reyni ég
að sýna fram á að það eru til íhlut-
unarleiðir sem vert er að skoða m.t.t.
geðheilbrigðisþjónustunnar.
Til eru leiðir sem oft bera meiri ár-
angur en hefðbundnar lausnir. Stjórn-
völd þurfa að veita fleiri nálgunum
brautargengi og kunna skil á því í
hvaða aðgerðir mestu fjármagni er
veitt. Líka verður að endurskoða nið-
urgreiðslur, hvort lausnir og úrræði
sem greitt er fyrir úr sameiginlegum
sjóðum séu í takt við nýja geðheil-
brigðisstefnu WHO.
Fleiri leiðir
færar í þjónustu
við geðsjúka
Eftir Elínu Ebbu
Ásmundsdóttur
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
’Til eru leiðirsem oft bera
meiri árangur en
hefðbundnar
lausnir. Stjórn-
völd þurfa að
veita fleiri nálg-
unum brautar-
gengi og kunna
skil á því í hvaða
aðgerðir mest
fjármagn er
veitt.‘
Höfundur er meðlimur Hugarafls
og lektor við HA.
upphafi
nda með
sjaldan
ryggi í
Nú segja
gi sam-
sé rétt-
tta veld-
eita nú
em ná til
íklegast
Íran sé
ríkisút-
ar Kat-
í mesta
n Haifa,
Ísraels,
unum og
almenn-
ðlagt að
yrgjum.
ð skjóta
a á ísr-
arð ekki
rðu Ísr-
og hætta
ahaginn
ín. Sum-
álíta að
sem geti
aels, Tel
á vopna-
hud Ol-
els, sem
og Sýr-
ðingum“
rði ekki
ir gíslar
einskis
tríði við
ðina og
ðum.
nn hóg-
nar Hiz-
ði í gær
ahlé eins
til. „Við
íbanon],
ði sviðin
Mano-
mt í gær
sad Sýr-
g fanga-
ana hóf-
því að
uðu ísr-
ah neita
ska her-
ófest.
ur beðið
izbollah.
um það
hvort menn hafi sofnað á verðinum,
hvort lélegri agi í varaliði hersins
hafi valdið því að Hizbollah-liðum
hafi tekist að læðast yfir landamær-
in frá Líbanon og bæði handsama
þar hermenn og fella nokkra að
auki. En hvað vakir fyrir Ísraelum
þegar til langs tíma er litið?
Þeir hafa oft gert harðar árásir á
meintar stöðvar Hizbollah í Líb-
anon síðustu áratugina en ekki er
gott að sjá fyrir hve langt þeir
ganga núna. Vandi þeirra er að
fjandmaðurinn er svo fyrirferðarlít-
ill að val á skotmörkum flugmann-
anna byggist að miklu leyti á ágisk-
unum og ljóst að fjöldi saklausra
borgara lætur því lífið. Pólitísku
áhrifin af aðgerðum Ísraela gætu
orðið þau að stuðningur við Hizbol-
lah í Líbanon efldist enn, öfugt við
það sem stefnt er að. Fátt bendir
enn til þess að verið sé að undirbúa
raunverulega innrás eins og 1982,
ekki hefur neitt varalið verið kallað
út. Olmert telur sig þó verða að
bregðast hart við, bæði vegna þess
að Hizbollah-menn eru nú betur
vopnum búnir en áður en einnig vill
Olmert koma í veg fyrir að keppi-
nautar hans saki hann um linkind.
Sennilega ætla Ísraelar að gera
enn eina tilraunina til að knýja
stjórnvöld í Líbanon til að afvopna
vígasveitir Hizbollah en öryggisráð
SÞ samþykkti kröfur þess efnis
2004. Ísraelar hernámu frá 1982 til
2000 landræmu í syðsta hluta Líb-
anons. Þeir töldu sig árið 2000 geta
dregið vígtennurnar úr Hizbollah
með því að fjarlægja aðalástæðuna
fyrir vinsældum þeirra meðal kjós-
enda í Líbanon og yfirgefa svæðið.
Haukarnir og túlkun þeirra
Það tókst ekki og nú segja haukar
í ísraelskum stjórnmálum að um
mistök hafi verið að ræða. Lexían sé
að aldrei megi gefa eftir í deilum við
Araba, þeir telji allan undanslátt
vera veikleikamerki og gangi síðan
á lagið í von um sigur. Hizbollah hafi
eignað sér heiðurinn að brottför ísr-
aelska herliðsins og njóti nú aukins
álits meðal almennings í Líbanon og
víðar í Arabalöndum. En Hizbollah
stendur líka fyrir margvíslegu fé-
lagslegu starfi meðal fátækra Líb-
ana, eins og Hamas-menn á svæð-
um Palestínumanna, og fengu 14
þingsæti af 128 í kosningunum í
Líbanon í fyrra. Samtökin geta
treyst á stuðning allt að fimm af
fimmtán ráðherrum í þjóðstjórninni
í Beirút sem verður því að stunda
mikla jafnvægislist.
Öllum er ljóst að stjórnin getur
ekki til eilífðarnóns sætt sig við að í
landinu starfi einkaherir stjórn-
málaflokka. Vandinn er að aðrir ráð-
herrar vilja ekki ögra Hizbollah um
of vegna óttans við nýtt borgara-
stríð. Líbanska hernum er varlegt
að treysta, þar eru stuðningsmenn
Sýrlands enn við völd og yrði hern-
um beitt gegn Hizbollah gæti hann
klofnað í marga parta eins og gerð-
ist á áttunda áratugnum. Mála-
myndaskýringin sem notast er við í
Beirút á því að Hizbollah heldur enn
vopnum sínum er að Ísraelar her-
nemi enn Shebaa, örlítið svæði við
Gólanhæðir með nokkrum bænda-
býlum. En öryggisráð SÞ hefur
samþykkt að ekki sé um líbanskt
land að ræða heldur hluta af Gólan.
Spurningin er nú hvort almenn-
ingur í Líbanon, sem var farinn að
gera sér vonir um betri tíð og
traustan frið, sætti sig við þær fórn-
ir sem aðgerðir Hizbollah kosta.
Reuters
Reykjarbólstrar stíga upp frá borginni Týrus í Líbanon en ísraelskar flugvélar gerðu árásir á borgina í gær.
Stúlka sem særðist í loftárás Ísr-
aela á borgina Týrus í Líbanon.
kjon@mbl.is
Þátttakendur í mótmælagöngu í Sýrlandi í gær vegna loftárása Ísraela
á Líbanon með mynd af leiðtoga Hizbollah, Hassan Nasrallah.
na að
að for-
röðum
roníta,
nní-
sjía-
étu því
ka í deil-
ar sem
meiningu
að beita
m
ðnum
mi við
rinnar.
kiptingu
krána
1945
nna
ímar
mann-
kka.
am. Í
stjórnarskrána frá 1990 var sett
ákvæði um að kristnir menn og
múslímar hefðu jafnmörg þingsæti,
drúsar eru þar taldir með múslím-
um. Alls eru 128 fulltrúar á þingi.
En hlutfall kristinna er nú vafa-
laust mun lægra en 1945, múslímar
eru samanlagt í meirihluta. Þess
má geta að alls búa um 15 milljónir
manna af líbönskum rótum í heim-
inum. Margir þeirra eru búsettir í
Brasilíu, Mexíkó, Bandaríkjunum,
Vestur-Afríkulöndum og víðar.
Þorri Líbananna utan heimalands-
ins er úr röðum kristinna og hafa
þeir ekki síst haslað sér völl í kaup-
sýslu og eru margir vel efnaðir.
Loks má ekki gleyma að í Líbanon
búa á að giska 300.000 palestínskir
flóttamenn, margir þeirra afkom-
endur fólks sem flúði Palestínu við
stofnun Ísraels árið 1948.
Líbanon var fyrir innanlands-
átökin sem hófust 1975, reyndar
með þátttöku ýmissa erlendra að-
ila, vestrænna að yfirbragði en
nokkurt annað arabaland, lífskjör
voru þar mun betri en í Sýrlandi og
öðrum grannríkjum að Ísrael und-
anskildu. Fjölmiðlar voru og eru
enn frjálsari en í öðrum arabalönd-
um og lítið um að trúarofstæk-
ismenn reyni að þvinga almenning
til að fylgja ströngustu túlkunum
íslams.
Bankarnir í Beirút voru mið-
stöðvar fjármálalífs Mið-Austur-
landa og menningar- og skemmt-
analífið í borginni svo líflegt að hún
var kölluð París þessa heimssvæðis
enda prýdd breiðgötum og glæsi-
legum mannvirkjum. Og Líbanar
eru margir tvítyngdir, tala frönsku
auk arabískunnar, enskukunnátta
hefur líka aukist mjög á síðari ár-
um og nokkrir virtir háskólar
starfa í landinu. Þessi glæsta fortíð
virtist vera að lifna við en nú gæti
hún hrunið á ný.
rabaríki kaupsýslunnar
8(0(#9#
:(
;!
!
>'
.<=2>:
;S
(00(?
@<2>#(6<0