Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásta Björg Þor-steinsdóttir,
Hjallalundi 14 á
Akureyri, fæddist í
Fagrabæ í Grýtu-
bakkahreppi 5. des-
ember 1937. Hún
lést á Landspítalan-
um í Reykjavík 9.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Þor-
steinn Sigurbjörns-
son, f. 1905, d. 1994
og Sigríður Guðna-
dóttir, f. 1904, d.
2001, bæði búsett á Akureyri.
Systkini Ástu Bjargar eru: Björg,
f. 1934 en dó skömmu eftir fæð-
ingu, Agnar, f. 1935 og Guð-
björn, f. 1943.
Ásta Björg var gift Jóni Dal-
manni Ármannssyni, f. 15. apríl
1929, d. 28. nóvember 2003. Þau
áttu tvær dætur: 1) Sigríður Dal-
mannsdóttir, f. 7. mars 1969. 2)
Drífa Björk Dalmannsdóttir, f.
13. janúar 1972, maki Zoran
Radiskovic, f. 18. ágúst 1967.
Börn þeirra eru Aleksandar, f.
30. maí 1999, Sara,
f. 10. desember
2001 og Davíð, f.
29. apríl 2005.
Ásta Björg gekk í
skóla á Akureyri og
lauk þar gagn-
fræðaprófi frá
Gagnfræðaskólan-
um á Akureyri
1954. Síðan fór hún
í Hússtjórnarskól-
ann á Ísafirði 1956–
1957. Að námi
loknu fór Ásta
Björg að starfa hjá
Landssímanum á Akureyri og
vann þar í 17 ár. Árið 1980 hóf
hún síðan störf í gestamót-
tökunni á Hótel KEA þar sem
hún starfaði í tæp 17 ár. Eftir
það vann hún nokkur ár á skipti-
borði Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri. Af og til vann hún
einnig að ýmiskonar saumastörf-
um auk húsmóðurstarfanna á
heimili sínu.
Ásta Björg verður jarðsungin
frá Akureyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Með söknuði kveðjum við góða
frænku okkar Ástu Þorsteinsdóttur
sem lést á Landspítalanum eftir
langvinn veikindi. Ásta missti eig-
inmann sinn Jón Dalmann Ár-
mannsson fyrir aðeins tveimur ár-
um. Við systurnar minnumst þeirra
hjóna fyrir einkar hlýtt viðmót og
gestrisni. Ásta og Dalli bjuggu alla
tíð á Akureyri og á heimili þeirra
voru ættingjar og vinir úr fjarlæg-
um landshlutum alltaf velkomnir. Á
unglingsárunum dvöldu tvær okkar
systranna sumarlangt hjá þeim
hjónum þegar við unnum í Nonna-
húsinu á Akureyri. Heimili þeirra
stóð okkur ætíð opið. Hið sama átti
við um aðra farfugla sem sóttu Ak-
ureyri heim. Hjá Ástu og Dalla nut-
um við unglingarnir frelsisins sem
fólst í því að dveljast fjarri foreldra-
húsum en jafnframt aðhalds sem
birtist best í þeim einlæga áhuga
sem Ásta og Dalli sýndu hugðarefn-
um okkar. Þau höfðu bæði mikinn
áhuga á útivist og þeim áhuga miðl-
uðu þau okkur systrunum. Allar göt-
ur síðan hefur fjölskylda Ástu og
Dalla átt sérstakan sess í hjörtum
okkar. Vinátta okkar og dætra
þeirra, Siggu og Drífu, er okkur öll-
um dýrmæt. Það er sárt að sjá eftir
þeim hjónum en kynnin við þau hafa
vissulega gert líf okkar ríkara. Við
vottum dætrum þeirra og öðrum að-
standendum samúð okkar.
Ólöf, Sigríður, Ingunn, Rúna
Björg og Steinunn
Garðarsdætur.
Það var bjart yfir Akureyri þegar
okkur barst andlátsfregn Ástu, sól
skein á heiðum himni og við minnt-
umst allra þeirra björtu og hlýju
stunda sem við höfðum átt með
henni í gegnum árin. Hún missti
mann sinn, Jón Dalmann Ármanns-
son, árið 2003 og átti sjálf við erfiðan
sjúkdóm að stríða hin síðari ár.
Við kynntumst í Norðurgötunni.
Eins og oft vill verða hófst vinátta
okkar í gegnum börnin. Jón Marinó,
sonur okkar og Sigga ,,vina“ voru á
sama reki og leikfélagar.
Ásta og Dalli þekktu landið sitt
vel og nutum við góðs af fróðleik
þeirra í þeim ferðum sem við fórum
saman. Askja og Drekagil eru sér-
staklega minnisstæð. Hver hóll og
hæð í fjallahringnum átti sitt nafn
og við fengum nýja sýn á landið okk-
ar.
Í sumarbústaðnum að Lækjar-
lundi í Öxarfirði áttu þau sér unaðs-
reit. Eftir að sá bústaður var seldur
var draumur þeirra að eignast ann-
an bústað sem rættist í landi Reykja
í Fnjóskadal. Nú átti að planta og
njóta efri áranna, tími sem því miður
reyndist allt of stuttur.
Oft var gaman í gegnum árin. Ek-
ið var um allar trissur á Lödu Sport
A-336 með tjaldvagn í eftirdragi og
landið skoðað. Sá tími er nú liðinn en
minningin lifir í hjörtum okkar.
Ástvinum öllum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Elsku Sigga
og Drífa, Guð styrki ykkur í sorg-
inni.
Að lokum vitnum við í Drauma-
landið eftir Jón Trausta sem sungið
var við lag Sigfúsar Einarssonar við
útför Jóns Dalmanns.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég,
þar aðeins við mig kann ég,
þar batt mig tryggða band,
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
(Jón Trausti.)
Þau hjón, sem nú hafa kvatt, unnu
landinu og nutu þeirra stunda sem
þau áttu saman.
Sævar Sigtýsson,
Sigríður G. Torfadóttir.
Dag einn í desember 1966 var að
venju mikið um að vera við undir-
búning jólahalds í gamla húsinu í
Innbænum á Akureyri hjá foreldr-
um og tengdaforeldrum okkar og
fyrir dyrum stóð laufabrauðsgerð.
Þá brá svo við að elsti sonurinn á
heimilinu, Jón Dalmann, þurfti að
bregða sér frá í miðjum laufa-
brauðsönnunum. Var ekki laust við
að sumum þætti hann ætla að koma
sér hjá sínum verkum við laufa-
brauðsgerðina. En þegar hann birt-
ist nokkru seinna með væntanlegt
konuefni sitt, hana Ástu Björgu, sér
við hlið, þá voru öll brotthlaup hans
fyrirgefin.
Okkur þótti mikill happafengur að
fá Ástu í fjölskylduna. Hún var
hress og skemmtileg og boðin og bú-
in að leggja lið þar sem þörf var
hvort sem það var við að gæta
barna, taka upp kartöflur eða að-
stoða við veisluhöld.
Þau Ásta og Dalli voru vel undir
það búin að stofna heimili og fjöl-
skyldu. Þau eignuðust tvær elsku-
legar dætur sem hafa verið þeim
gleðigjafar alla tíð. Ásta bjó að sinni
húsmæðramenntun og var að auki
einkar verklagin og skapandi kona.
Það kom sér vel fyrir þá sem var
ung og fákunnandi að njóta leið-
sagnar hennar og hvatningar. Þau
ferðuðust mikið með stelpurnar alla
tíð og þá kom sér vel að eiga litla,
hlýja svefnpoka, sem mamman hafði
auðvitað saumað.
Við hjónin nutum þeirrar ham-
ingju að alla tíð voru náin tengsl
milli fjölskyldna okkar.
Ásta var glaðvær kona sem skap-
aði stemningu í kringum sig og var
aldrei ánægðari en þegar heimili
hennar var fullt af gestum. Hún
bauð í vöfflukaffi í snjóskafli uppi í
Hlíðarfjalli. Grill, garðveislur og
gamlárskvöldin með höttum, leikj-
um og spilamennsku gleymast ekki.
Hún var drífandi og kom oft ótrú-
lega miklu í verk. En þegar allt virt-
ist leika í lyndi fór heilsa Ástu að
gefa sig. Það hallaði smátt og smátt
undan fæti og að lokum voru bæði
nýru hennar orðin óstarfhæf. Á
sama tíma veiktist Dalli einnig og
lést hann í nóvember 2003. Það var
átakanlegt en jafnframt hrífandi að
sjá hve vel Ásta studdi mann sinn
fárveikan þótt kraftar hennar færu
þverrandi. Á þeim tíma kom í ljós
hve þau áttu marga trygga vini sem
lögðu þeim lið.
Síðustu árin voru Ástu erfið. En
gamla framtakssemin var ekki langt
undan. Þó þrekið væri lítið þá dreif
hún sig í píanótíma, stofnaði göngu-
klúbb með gömlum vinkonum og
dreif sig í ferðalög til að hitta elsku-
legu barnabörnin þrjú meðan þess
var nokkur kostur. Hún naut aðstoð-
ar Heimahlynningar á Akureyri og
var þeim ágætu konum innilega
þakklát fyrir góða umönnun.
Þegar Ásta var á heimleið frá
Kaupmannahöfn eftir erfiða nýrna-
ígræðslu og sjúkrahúslegu í lok maí
sl., þá var hún ennþá bjartsýn og sá
fyrir sér betri tíma, þegar hún væri
nú laus við kviðskiljuna sem hún
hafði þurft að nota í 4 ár.
En baráttan við heilsuleysið und-
anfarin ár hafði tekið sinn toll þann-
ig að ekki varð við það ráðið þegar
enn komu upp ný vandamál.
Þessi erfiða sjúkdómsbarátta
þeirra Dalla og síðan Ástu var mjög
þungbær fyrir dætur þeirra og aðra
aðstandendur. Nú sendum við þeim
Sigríði, Drífu Björk og fjölskyldu
hennar og öðrum aðstandendum
okkur innilegustu samúðarkveðjur,
þegar við í sameiningu kveðjum
Ástu.
Hrefna og Ingólfur.
Ásta, Dalli, Sigga og Drífa bjuggu
í sömu götu og við, „ská á móti“ hús-
inu okkar eins og við kölluðum það.
Systurnar Sigga og Drífa á sama
aldri og við systur þannig að sam-
gangurinn var mikill.
Okkur systrunum fannst notalegt
að koma á heimili þeirra og vorum
alltaf hjartanlega velkomnar. Ásta
hafði alltaf tíma til að setjast niður
og spjalla við okkur stelpurnar og
sýndi mikinn áhuga á því sem var að
gerast í lífi okkar vinkvennanna.
Ásta var með skemmtilegri konum
sem við höfum kynnst, alltaf stutt í
húmorinn og dillandi hláturinn. Eig-
inlega var hún stríðinn grallari sem
alltaf var til í smá sprell, jafnvel enn
frekar en við sem yngri vorum.
Ásta var líka dugnaðarforkur,
ósérhlífin, ákveðin og drífandi. Þá lá
hún heldur ekki á liði sínu ef einhver
þurfti aðstoðar við.
Fjölskyldan var samheldin og þau
hjón, Ásta og Dalli, vildu allt fyrir
dætur sínar gera og hag þeirra sem
bestan.
Síðustu ár hafa verið erfið fyrir
fjölskylduna vegna veikinda Ástu og
Dalla sem lést í lok árs 2003. Aðdá-
unarvert hefur verið hvernig þær
systur, Sigga og Drífa, hafa staðið
eins og klettar við hlið foreldra sinna
í veikindum þeirra.
Við systur og fjölskyldur okkar
sendum Siggu, Drífu, Zoran, Alex-
ander, Söru og Davíð okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ástu Bjargar
Þorsteinsdóttur.
Kristjana og Þóra Guðný.
ÁSTA BJÖRG
ÞORSTEINSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Ástu
Björg Þorsteinsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Valgerður og
Baldur, Ármann, Auður og Ásgeir
Ingólfsbörn, Edda, Erla og Kolbrún.
Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og
langamma,
VALGERÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Sólvangsvegi 1,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 19. júlí kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Félag langveikra barna.
Hildur Eiðsdóttir, Jóhann Tryggvason,
Svala Eiðsdóttir, Rudolf Kristinsson,
Sif Eiðsdóttir, Rúnar Pálsson,
Eiður Eiðsson, Jónbjörg Sigurjónsdóttir,
Páll Arnar Árnason,
Anna Margrét Árnadóttir, Jóhann Einarsson,
Sigríður Árnadóttir, Skjöldur Stefánsson,
Ingólfur Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
AGNARS GUÐMANNS GUÐMUNDSSONAR
múrarameistara,
Haðalandi 15,
Reykjavík.
Guðrún Valdimarsdóttir,
Sigurbjörg Edda Agnarsdóttir, Benóný Eiríksson,
Svanhildur Agnarsdóttir, Hafliði Sigtryggur Magnússon,
Agnar Rúnar Agnarsson, Guðlaug Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN ST. HÓLMSTEINSSON
fyrrverandi útgerðarmaður frá Raufarhöfn,
síðast til heimilis á Grandavegi 47,
Reykjavík,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund þriðju-
daginn 11. júlí, verður jarðsunginn frá
Raufarhafnarkirkju föstudaginn 21. júlí kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag aðstandenda alzheimer-
sjúklinga.
Jónína Ósk Pétursdóttir,
Jóhanna Björnsdóttir,
Pétur Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Hólmsteinn Björnsson, Þorgerður Ása Tryggvadóttir,
Guðrún R. Björnsdóttir,
Lilja V. Björnsdóttir, Jón Ómar Finnsson,
Birna Björnsdóttir, Ríkharður Reynisson
og barnabörn.
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
BJÖRNS JÓHANNESSONAR
(BJÖSSA-ÓLÍNU)
frá Sauðárkróki.
Helgi Sævar Björnsson, Helen Sandra Róbertsdóttir,
Þorsteinn Úlfar Björnsson, Arndís Valgarðasdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför okkar ástkæra
BRAGA JÓNSSONAR
frá Brekku í Aðaldal,
síðast til heimilis í Akurgerði 39,
sem jarðsunginn var þriðjudaginn 11. júlí sl.
Guðrún Magnúsdóttir,
Ragnar Bragason, Kristín Ólafsdóttir,
Magnús Jón Bragason, Hildur Mary Thorarensen,
Ómar Geir Bragason, Jónína Vilborg Sigmundsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og systur.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800