Morgunblaðið - 18.07.2006, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Benidorm
17. eða 24. ágúst
frá kr. 39.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr.49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi /
stúdíó / íbúð í viku. Flug, gisting, skattar
og íslensk fararstjórn.
Verð kr.39.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn,
2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, gisting,
skattar og íslensk fararstjórn.
Síðustu sætin
Nú bjóðum við frábært tilboð til
Benidorm. Njóttu lífsins á þessum
vinsæla áfangastað í viku.
Þú bókar og tryggir þér síðustu
sætin og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
„ÞÓTT ótrúlegt sé hefur samfelld
saga biskupsstólanna tveggja,
Skálholts og Hóla, aldrei verið
skrifuð. Þetta er tilraun til þess að
gera það loksins,“ segir dr. Gunnar
Kristjánsson um ritið Saga bisk-
upsstólanna sem kom út í gær en
hann er aðalritstjóri þess. Að sögn
Gunnars kom hugmyndin að verk-
inu fyrst upp í samtali hans og dr.
Jóns Þ. Þór og undirbjuggu þeir
verkefnið óformlega, áður en
Gunnar lagði loks fram tillögu að
ritinu á kirkjuþingi árið 1999. Í
framhaldi var skipuð undirbúnings-
nefnd. „Eftir það hef ég fylgt þessu
eftir og stýrt þessu verki fram á
þennan dag. Mér fannst að það
þyrfti að gera eitthvað í tilefni af
aðsteðjandi stórafmælum bisk-
upsstólanna, 950 ára afmæli Skál-
holts og 900 ára afmæli Hóla,“ seg-
ir Gunnar.
Tveir meginkaflar
og kafað dýpra
Eftir vinnu undirbúningsnefndar
varð niðurstaðan sú að bókinni yrði
skipt í tvo meginkafla, einn um
Skálholt og annan um Hóla. Þeir
kaflar eru um helmingur verksins
en Guðrún Ása Grímsdóttir mið-
aldafræðingur ritaði kaflann um
Skálholtsstól og Jón Þ. Þór um
Hólastól. „Síðan var ákveðið að
hinn hluti verksins væri kaflar eftir
ýmsa sérfræðinga sem fjölluðu um
einstaka þætti í þessari sögu, og
má þar t.d. nefna hina efnahags-
legu undirstöðu, jarðaeign stól-
anna, bókagerð og svo er fjallað um
ýmislegt annað. Í þessum köflum
er farið mun dýpra ofan í ýmis at-
riði,“ segir Gunnar og nefnir að sér
finnist þrír þættir afar áhugaverð-
ir. Í fyrsta lagi að fá góða og tæm-
andi lýsingu á hinni efnahagslegu
undirstöðu stólanna, í öðru lagi að
skoða hvernig samskiptum var
háttað við hinar dreifðu byggðir og
í þriðja lagi að sjá hversu virkir
biskupsstólarnir voru í félagslegri
þjónustu, t.d. í fátækraframfærslu.
Upphafið á frekari rannsókn?
„Þetta tók mikinn tíma, það voru
margir fundir, menn voru ekki
endilega alltaf sammála en það
náðist alltaf gott samkomulag,“
segir Gunnar en fjöldi fólks kom að
verkinu á einn eða annan hátt. Í
ritnefnd sátu dr. Gunnar Krist-
jánsson og vígslubiskuparnir Jón
A. Baldvinsson og Sigurður Sig-
urðsson. Undir lokin var Óskar
Guðmundsson ráðinn fram-
kvæmdastjóri verksins og dr.
Hjalti Hugason var til ráðuneytis
við fyrstu hluta vinnunnar. Ritið er
alls 862 blaðsíður, prýtt myndum
og kortum og segir Gunnar að
stefnan hafi verið sú að skrifa læsi-
lega bók fyrir hinn almenna les-
anda og telur hann að það hafi tek-
ist að mestu leyti og vill að
framhald verði á. „Saga bisk-
upsstólanna er það umfangsmikil
að hún verður aldrei skrifuð end-
anlega og það þarf alltaf að stunda
frekari rannsóknir á ýmsum þátt-
um í sögu stólanna og þetta gæti
því verið upphaf á slíkri rannsókn.“
Gríðarlega mikill fróðleikur
Geir H. Haarde forsætisráðherra
tók við fyrsta eintaki bókarinnar í
Þjóðmenningarhúsinu í gær en
bókin er gefin út með stuðningi
Kristnihátíðarsjóðs en hann heyrir
undir forsætisráðuneytið. Heild-
arkostnaður við útgáfuna nemur
um 20 milljónum króna. Vinnan við
ritið var að mestu fjármögnuð með
styrknum frá Kristnihátíðarsjóði,
fyrir utan 10% sem komu úr
Kristnisjóði. Bókaútgáfan Hólar
hefur svo séð um útgáfu.
Björn Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, og Karl Sig-
urbjörnsson, biskup Íslands, fengu
einnig afhentar bækur í gær.
„Mér líst ágætlega á bókina og
þetta virðist vera mikið þrekvirki,“
segir Karl Sigurbjörnsson og telur
að bókin sé þýðingarmikil. „Hún
safnar saman gríðarlega miklum
fróðleik um biskupsstólana sem
skipa stóran sess í íslenskri sögu,
ekki bara í trúar- og kirkjusögu,
heldur líka í menningu þjóðarinnar
og atvinnusögu þannig að ég er
ekki í vafa um það að það sem hér
kemur fram er mikilvægt fyrir okk-
ur öll að vita.“
Ekki bara trúarsaga
Morgunblaðið/Golli
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra, Geir H. Haarde forsætisráðherra og Karl Sigurbjörnsson, biskup
Íslands, með fyrstu eintök af bókinni í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Með þeim á myndinni er Gunnar Kristjánsson,
aðalritstjóri hennar. Gunnar segir sögu biskupsstólanna svo umfangsmikla að hún verði aldrei fullskrifuð.
Eftir Jón Gunnar Ólafsson
jongunnar@mbl.is
Bókmenntir | Samfelld saga biskupsstólanna er komin út í
fyrsta sinn með stuðningi Kristnihátíðarsjóðs og Kristnisjóðs
Vinir Íslendinga eru þeimhjartfólgnir, lifandi semlátnir. Mark Watson varmikill Íslandsvinur, í dag
hefði hann orðið 100 ára. Hilmar Foss
endurskoðandi kynntist Richard Mark
Watson, eins og hann hét fullu nafni, í
London árið 1940.
„Hann notaði sárasjaldan fyrra nafn
sitt og aðalstitil,“ segir Hilmar í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins.
„Nú í september eru liðin 66 ár síðan
danskur sendiráðsmaður bar skilaboð
til okkar Péturs Benediktssonar um að
koma á heimili Marks Watsons, sem
við ekki þekktum. Í þá daga var svona
„blind date“ óvenjulegt. Við vorum
boðnir til Watsons til að skoða myndir
sem hann hafði tekið á Íslandi og sem
einmitt nú eru til sýnis á Þjóðminja-
safninu. Sú sýning mun standa áfram
eitthvað fram eftir sumri,“ segir Hilm-
ar.
„Síðan sneri þessi ágæti maður sér
ítrekað til okkar í sambandi við áhuga
sinn á Íslandi, og þá sérstaklega hvað
snerti lista- og menningarefni.
Mark var ákaflega virðulegur maður
í viðkynningu en jafnframt alþýðlegur
– hann var þannig að maður vildi sjálf-
krafa aðstoða við hans áhugamál. Með
þessu hófst okkar 40 ára náin vinátta.“
Hilmar kveður Mark Watson sér
eftirminnilegan mann.
„Hann fæddist Yorkshire 18. júlí
1906 og var fjórði sonur Mantons lá-
varðar og konu hans lafði Frances
Claire. Hann fékk menntun sína í hin-
um þekkta Eton-skóla og síðar í skóla á
meginlandi Evrópu. Að námi loknu var
Watson aðstoðarmaður í sendiráði
Breta í Washington 1930 til 1932. Í
París var hann við störf næstu tvö árin
en flugliðsforingi var hann styrjald-
arárin 1940–1945.
Hann bjó í Bandaríkjunum 1947 til
1958, verslaði með gömul húsgögn í
New York og rak síðan búgarð nærri
San Francisco, þar hafði hann nokkra
íslenska hesta og hreinræktaði ís-
lenska fjárhundakynið.
Síðustu tvo áratugina bjó Mark í
Bretlandi, hann ræktaði um tíma ís-
lenska fjárhunda á búgarði í Devons-
hire og rak verslun í Lundúnum. Síð-
ustu ár sín gaf hann sig eingöngu að
líknar- og menningarmálum.
Hinn gjöfuli aðalsmaður
Þegar við Pétur fórum til að skoða
Íslandsmyndirnar haustið 1940 bjó
Mark Watson ásamt móður sinni við
Lowndes Place, nærri Belgrave
Square. Þetta voru stækkaðar lands-
lagsmyndir frá fyrstu Íslandsferðum
þessa göfuga og gjöfula aðalsmanns
sem hann hafði tekið sumrin 1937 og
1938. Einnig sýndi hann okkur og öðr-
um gestum í þessu boði litmynd frá Ís-
landi, eflaust eina þá fyrstu, hann lán-
aði hana síðar íslenskum manni og kom
hún aldrei til skila.
Við Pétur fengum mikinn áhuga á
landkynningarstarfi Marks sem að eig-
in sögn rakst á lesefni um Ísland 9 ára
gamall og fékk þá brennandi áhuga á
þessu fjarlæga ævintýralandi. Hann
skrifaði Sigurði Briem póstmeistara á
Íslandi og bað hann um myndir frá Ís-
landi. Póstmeistarinn sendi honum af
og til póstkort og gaf hann þau hálfri
öld síðar Þjóðminjasafninu.
Gjafmildi Watsons í garð Íslendinga
kom fyrst í ljós þegar hann gaf ríflega
upphæð til þess að torfbæjum að
Glaumbæ í Skagafirði yrði viðhaldið í
upprunalegum stíl. Hann var kjörinn
heiðursfélagi Hins íslenska fornleifa-
félags í viðurkenningarskyni fyrir
frumkvæði þetta.
Uppúr 1950 hófust Íslandsferðir
Marks á ný. Jafnan kom hann með eða
sendi hingað fágætar bækur og lista-
verk sem hann gaf bókasöfnum og
ýmsum stofnunum. Kristján Eldjárn,
fyrrum forseti Íslands, lét þau orð falla
þegar hann var þjóðminjavörður að
myndasafn fornleifa- og fagurfræð-
ingsins Williams Gershoms Coll-
ingwoods, sem Watson gaf Þjóðminja-
safni Íslands, yrði aldrei metið til fjár.
Myndasafn Collingwoods fékk hann
fyrir tilstilli dótturdóttur Coll-
ingwoods, en þær höfðu þá legið
gleymdar í geymslu áratugum saman.
Watson lét setja 134 þeirra á karton og
innramma, lánaði flestar þeirra síðan
Þjóðminjasafninu á sýningu en gaf
þær síðan allar safninu ásamt mörgum
öðrum dýrgripum.
Gaf fullbúinn dýraspítala
Þegar Watson fluttist til Bandaríkj-
anna á fimmta áratugnum sótti hann
hingað íslenska hunda og fór að rækta
þá upp á vísindalegan hátt. Jafnframt
fór hann víða um til að afla vitneskju
um allt sem ritað hefði verið um fjár-
hundakynið íslenska og gaf út bók um
að efni „The Icelandic Dog 874–1956“.
Hann sparaði hvorki fé né fyrirhöfn
þegar hann starfaði að dýravernd-
unarmálum og gaf hérlendum sam-
tökum margar góðar gjafir. Hina síð-
ustu 1973, hinn veglega dýraspítala
búinn fullkomnum tækjum.
Bókasöfnun hóf Watson eftir að
hann flutti til Lundúna. Þá lét hann
innrétta sérstakt herbergi fyrir bækur
sínar um Ísland við Brompton Square.
Hann einskorðaði safn sitt við bækur
um Ísland á öðrum tungumálum en ís-
lensku. Safn hans taldi 1310 verk og
hafði hann lagt svo fyrir áður en hann
dó að 24 binda verk William Morris og
allt bókasafn hans um Ísland og Fær-
eyjar færu til Íslands. Þessar bækur
eru nú í Landsbókasafni Íslands.
Fjölskylda Marks Watsons var á
sínum tíma mjög vel efnum búin en
hann var þó uppalinn við ýtrasta
sparnað. Þetta fylgdi honum alla ævi
þótt hann byggi rausnarlega og ætti
lengst af tvö heimili, annað í sveit og
hitt í borg. Eyðsla hans var aðallega
fólgin í örlæti við aðra. Hann sendi t.d
álitlega fjárhæð morguninn þegar
fregnir bárust af eldgosinu á Heimaey
og símskeyti þess efnis að hann vildi
einnig greiða kostnað sem leiddi af
brottflutningi dýra frá Vest-
mannaeyjum á örugga staði.
Mark Watson var hár maður vexti
og fríður sýnum. Allt hans fas bar vott
um prúðmennsku, áræðni og dugnað
og mönnum leið vel í návist hans.
Hann var löngum heilsugóður nema
hvað hann fékk tvö hjartaáföll eftir
miðjan aldur sem hann náði sér þó
furðanlega af. En aðfaranótt hins 12.
mars 1979 fékk hann þriðja hjarta-
áfallið og það dró þennan ágæta og ör-
láta Íslandsvin til dauða á heimili sínu
að 14 Eaton Place í Belgravia.
Íslandsvinurinn
Mark Watson
Um þessar mundir stendur yfir sýn-
ing á ljósmyndum Richards Marks
Watsons í Þjóðminjasafninu.
Í dag hefði hinn þekkti
Íslandsvinur Mark Wat-
son orðið 100 ára. Hilm-
ar Foss endurskoðandi
var náinn vinur hans í
40 ár. Guðrún Guð-
laugsdóttir ræddi við
Hilmar um kynni hans
af Watson og um gjafir
hans til Íslendinga.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
Þriðjudagstónleikar
í kvöld kl. 20.30
Söngvar og aríur fyrir
baritón og píanó.
Þorbjörn Björnsson og
Jan Czajkowski
flytja söngva og aríur eftir
Henry Purcell,
Charles Ives, Gabriel Fauré,
Franz Schubert, W.A. Mozart og
Benjamin Britten.