Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 40

Morgunblaðið - 18.07.2006, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ 15.07.2006 7 3 9 5 7 5 5 5 7 3 2 16 24 29 33 38 12.07.2006 2 4 21 44 46 48 4816 40 Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON TAKTU AFSTÖÐU. GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR HREINLEGA Á KOSTUM. FRÁ LEIKSTJÓRA "TROY" OG "PERFECT STORM" HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA. VINCE VAUGHN JENNIFER ANISTON TAKTU AFSTÖÐU. GRÁTBROSLEGASTA GAMANMYND SUMARSINS ÞAR SEM JENNIFER ANISTON OG VINCE VAUGHN VAR HREINLEGA Á KOSTUM. EINA LEIÐIN TIL AÐ VINNA ER AÐ MISSA STJÓRNINA SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK SUPERMAN kl. 5:50 - 9 - 10:40 B.I. 10.ÁRA. THE BREAK UP kl. 6 - 8:15 - 10:40 THE LAKE HOUSE kl. 6 - 8:15 - 10:30 BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 5:50 CARS M/- ENSKU TAL. kl. 8:15 KEEPING MUM kl. 6 - 8:15 B.I. 12.ÁRA. THE POSEIDON ADVENTURE kl. 10:30 B.I. 14.ÁRA. EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS. BRYAN SINGER KOMIN Í HÓP ÞEIRRA FREMSTU MESTA OFURMENNI HEIMS HEFUR SNÚIÐ AFTUR. OFURMÖGNUÐ STÓRMYND OG SÚPERSKEMMTUN FYRIR ALLA. S.U.S. XFM 91,9 „...EINHVER BESTA AFÞREYING SUMARSINS...“ TOMMI KVIKMYNDIR.IS SÚPERMAN ER SANNARLEGA KOMINN AFTUR. M.M.J. KVIKMYNDIR.COM SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA FERSK, HUGLJÚF OG RÓMANTÍSK ÞAR SEM STÓRSTJÖRNURNAR KEANU REEVES OG SANDRA BULLOCK FARA Á KOSTUM.EKKI MISSA AF ÞESSARI PERLU. ALGJÖRT AUGNAKONFEKT. eeee V.J.V, Topp5.is SUPERMAN kl. 6 - 9 THE BREAK UP kl. 8 - 10.10 BÍLAR ÍSL TAL. kl. 5:40 SUPERMAN RETURNS kl. 7 - 10 B.I. 10 ÁRA THE LAKE HOUSE kl. 8 - 10:10 B.I. 12 ÁRA eeee SUPERMAN RETURNS SKAPAR SÉR SESS MEÐAL BESTU MYNDASÖGU-KVIKMYNDUM SEM GERÐAR HAFA VERIÐ V.J.V. Topp5.is H.J. MBL. eee FRÁBÆR SUMARMYND HLAÐIN SPENNU OG MÖGNUÐUM ATRIÐUM. Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ NÝTT lag af væntanlegum hljóm- diski Baggalúts er farið að hljóma á útvarpsstöðum landsins. Um er að ræða kántrílag sem ber heitið „Allt fyrir mig“ og er sungið af Björgvini Halldórssyni en lagið er eftir Braga Valdimar Skúlason. Að sögn Braga er lagið í svolítið öðrum stíl en hin lögin á plötunni en upphaflega ætl- un sveitarinnar var að platan inn- héldi einungis Hawaii-tónlist. Hin fullkomna kona „Við ákváðum að hressa aðeins upp á plötuna með nokkrum „kántrí“- og „bluegrass“-lögum,“ segir Bragi og bætir við að það hefði legið beint við að fá Björgvin Hall- dórsson til að syngja lagið. „Okkur langaði sérstaklega að heyra hann fara með þennan texta, leggja hon- um svolítið svöl orð í munn. Textinn er um hina „fullkomnu konu“ sem birtist söngvaranum þar sem hann er aðframkominn í eyðimörkinni upp á hálendi Íslands og þessi kona vill allt fyrir hann gera. Hún er ekki beinlínis pólitískt rétthugsandi og sinnir öllum húsverkum með bros á vör. Og Björgvin söng þetta af glimrandi snilld enda listamaður sem nær yfir fleiri áttundir á radd- sviði en nokkur annar núlifandi Ís- lendingur, hugsanlega að Diddú undanskilinni.“ Lagið var tekið upp í fjórum mis- munandi hljóðverum en þess má geta að lúðrablásturinn í laginu var tekinn upp í hljóðveri Nashville í þeirri meiningu að ná hinum sanna eyðimerkurhljóm. „Við vildum ná dálítið gamaldags hljómi við gerð plötunnar og reynd- um að fara helst ekki fram yfir 1940 í hljóðheiminum. Allt er tekið upp á ævaforna míkrafóna og þar fram eftir götunum. Ætli við þurfum ekki að bíða eitthvað lengur eftir að við förum að gera iðnaðarkántrí á borð við Shaniu Twain.“ Sem fyrr segir inniheldur platan að miklu leyti Hawaii-tónlist sem er í sérstöku uppáhaldi meðlima sveit- arinnar. Töluvert af þjóðþekktu tón- listarfólki kemur að plötunni en auk Björgvins má nefna KK, Valgeir Guðjónsson og Borgardætur. Engir apar í Eden „Við byrjuðum að hlusta á Hawa- ii-tónlistarmenn sem voru uppi í kringum 1920 en þeir eru með mjög furðulegar stillingar í gíturunum þar sem strengirnir eru mjög lausir. Í þessum lögum er gítarleikarinn aðalhetjan en söngvararnir detta kannski inn í þriðja hvert erindi. Á þessa tónlist hlustuðum við mikið og við reyndum að ná fram sama stíl á okkar plötu. Við ákváðum að leggja upp með Hawaii-plötu en eins og með fyrri plötuna okkar endaði þessi í eins konar samsulli. Það myndi enginn alvöru Hawaii- tónlistarmaður gefa út svona sam- suðu.“ Væntanlega platan ber titilinn Aparnir í Eden en ekki er ennþá bú- ið að negla niður útgáfudaginn. Tit- illinn er til kominn vegna óljósra æskuminninga meðlima hljómsveit- arinnar um apa í Eden í Hveragerði. „Ég heyrði fyrir skömmu í út- varpinu viðtal við mann sem rak Eden á þessum árum og hann vildi meina að það hefðu aldrei verið apar þar. Þeir voru í versluninni við hlið- ina en hins vegar var Eden með tal- andi kráku sem hét Margrét sem þessum manni fannst miklu merki- legri en þessi apakvikindi. Og hann var frekar sár og pirraður yfir því að það skyldi alltaf vera talað um apana í Eden.“ Tónlist | Hljómsveitin Baggalútur sendir frá sér lagið „Allt fyrir mig“ Bó og Baggalútur Guðmundur Freyr Vigfússon Liðsmenn Baggalúts hafa mikið dálæti á öpum, og líka á kántrítónlist. Morgunblaðið/Árni Torfason Björgvin Halldórsson er ekki með öllu óvanur kántrí og brást ekki bogalistin með Baggalúti. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is ÞAÐ ánægjulegasta við Stick It er kraftmikill og trúverðugur leikur Jeff Bridges í hlutverki fimleikaþjálfarans Vickermans, hann sannar enn eina ferðina að skapgerðarleikarar gerast ekki betri í kvikmyndaborginni. Stick It kemur að öðru leyti lítið á óvart: Að- alpersónan, Haley Graham (Peregrym), er ung og efnileg íþróttastjarna sem virðist í mynd- arbyrjun vera búin að klúðra ferlinum. Þessa sögufléttu þekkja bíógestir úr aragrúa mynda eftir að Rocky og eftirlíkingar tröllriðu kvik- myndahúsunum á síðasta fjórðungi 20. ald- arinnar. Graham var komin í fimleikalandslið Banda- ríkjanna þegar hún yfirgaf félaga sína í miðri keppni (af ástæðum sem hún á með sjálfri sér), og í myndarbyrjun er hún í fremur ógæfulegum félagsskap unglingsdrengja sem leika listir sínar á reiðhjólum. Hún veldur umtalsverðum spjöll- um með hjólhestinum og má velja á milli her- skóla, fimleikaskóla Vickermans og fangels- isvistar. Graham velur fimleikaskólann, þó hún finni þar fyrir óvini sína eftir brotthlaupið úr landsliðinu. Handritshöfundurinn og leikstjórinn Bendinger (Bring It On) hressir upp á klisj- urnar með líflegri tónlist og ómældu háði að vel kunnum uppákomum: uppreisn Graham, sáttum hennar við sjálfa sig, félaga sína og fortíðina og sætri hefnd til handa þeim sem misboðið hafa stúlkunni. Ekki ýkja frumlegt. Stick It nærist á skörugleika Bridges og Peregrym fer mikinn á slám, gólfi og í hringjum fimleikasalanna. Hún er heldur ekki sem verstur leikari þó fátt sé í myndinni um dramatísk til- þrif fyrir utan uppsteyt og kvikindishátt. Bend- inger er furðufundvís á nýjar og oft skoplegar leiðir og hliðar á langþvældri keppnismynda- greininni. Útkoman er afþreying í vænu með- allagi sem höfðar til táninga og fimleikadellu- fólks, ef það er á annað borð mælanlegt í hópi kvikmyndahúsgesta. Það skapar Stick It nokkra sérstöðu að myndin fjallar á sannfærandi hátt um fyrirsjáanlegan og ótrúverðugan efnisþráð og er óvenjuleg og jákvæð skoðun á bar- áttuheimi ungra stúlkna þar sem hæfileikar og refsiháttur, hroki og vinátta togast á með já- kvæðum árangri. Áfram stelpur! Jeff Bridges þjálfar fimleika í myndinni Stick It. KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn. Leikstjóri: Jessica Bendinger. Aðalleikarar: Jeff Bridges, Missy Peregrym, Vanessa Lengies, Nikki Sooh, Maddy Curley, Kellan Lutz, John Patrick Amedori, Jon Gries. 100 mín. Bandaríkin 2006. Stick It  Sæbjörn Valdimarsson Í DAG verður nafni íþrótta- stöðvarinnar Enska boltans breytt í Skjársport. Málið er enn hulið nokkurri leynd og ekki er vitað hvort nafna- breytingin muni hafa áhrif á efni stöðvarinnar eða ekki. Það er aftur á móti öruggt að hin nýja sjónvarpsstöð, Skjársport, mun halda áfram að sýna alla leiki ensku úrvalsdeild- arinnar í beinni útsendingu á fimm stöðvum samtímis. Þannig gefst aðdá- endum enska boltans tækifæri til að fylgjast með uppáhalds- liðum sínum þegar þau byrja að spila 19. ágúst næstkom- andi. Áskriftarverðið á að sama skapi að haldast óbreytt. Sparkfíklar ættu líka að taka gleði sína með haustinu þegar Meistaradeildin fer í gang. Leikur vikunnar í Meistaradeildinni verður nefnilega í opinni dagskrá á Sýn næsta vetur. Þetta ákváðu forráðamenn UEFA, sem eiga sýningarrétt á leikj- um í Meistaradeildinni, að sjónvarpsstöðvar yrðu að gera til að fá að sýna úr deild- inni. Markmiðið er að styrkja fótboltann sem íþróttagrein enn frekar með því að mark- aðssetja hana betur og gefa öllum færi á að njóta hennar. Enski bolt- inn verður Skjársport

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.