Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 208. TBL. 94. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GLITNIS
19. ÁGÚST
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skráðu þig núna
á www.glitnir.is
Fiskur í
tvo mánuði
Plokkari og hrefnukjöt í Tjöru-
húsinu á Ísafirði | Daglegt líf
Ballett og
dýralækningar
Ung Njarðvíkurmær í Konung-
lega sænska ballettskólann | 18
Fyrsti tapleikur Vals
Einnig ný nöfn á holubikarinn?
FH leikur í Póllandi í kvöld
Ríga. AFP. | Lettneskir foreldrar,
sem greiða ekki meðlag með börn-
um sínum eftir skilnað, eiga á
hættu að verða sviptir ökurétt-
indum samkvæmt tillögum sem
embættismenn kynntu í gær.
Tillögurnar koma frá stofnun
sem innheimtir meðlögin. Yfir
11.000 foreldrar hafa ekki staðið í
skilum við stofnunina.
Stofnunin hyggst einnig láta
bönkum í té nöfn foreldranna og
láta bankana um að ákveða hvort
þeir vilji veita slíkum vanskila-
mönnum lán. Ainars Bastiks, ráð-
herra barna- og fjölskyldumála,
sagði að meðlagsskuldarar ættu
ekki að fá að kaupa nýja bíla.
Meðlagsskuldarar
missi ökuleyfið
Haag. AFP. | Dómstóll í Hollandi úr-
skurðaði í gær að skóli hollensku
siðbótarkirkjunnar gæti hafnað
umsókn sextán ára pilts um skóla-
vist á þeirri forsendu að foreldrar
hans ættu sjónvarp og hefðu net-
tengingu.
Héraðsdómstóll í Utrecht komst
að þeirri niðurstöðu að skólinn
hefði rétt til að hafna umsókninni
vegna þess að viðhorf foreldranna
samræmdust ekki reglum skólans.
Skólinn hefur bannað nemend-
unum að horfa á sjónvarp og nota
netið á þeirri forsendu að þar sé
alltof mikið af „guðlasti“. Skólinn
setti það einnig fyrir sig að for-
eldrar piltsins leyfa systur hans að
klæðast gallabuxum.
Má banna
sjónvarp og netið
ÞÚSUNDIR skelfingu lostinna
flóttamanna forðuðu sér frá hafn-
arborginni Týrus í Líbanon í gær
þegar Ísraelsher herti sókn sína inn
í landið til að ganga milli bols og
höfuðs á liðsmönnum Hizbollah-
hreyfingarinnar.
Ingibjörg Þórðardóttir, stríðs-
fréttamaður hjá breska ríkisútvarp-
inu, BBC, segir að neyðarástand
hafi skapast í höfuðborginni Beirút
vegna átakanna.
„Þeir starfsmenn Sameinuðu
þjóðanna sem við höfum rætt við
segja að algert neyðarástand ríki í
borginni,“ sagði Ingibjörg í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Þeir
búast við hinu versta. Þótt ennþá sé
til drykkjarvatn er ekkert rennandi
vatn sem fólkið getur notað til að
þvo sér.“
Um 30.000 flýja norður
Hundruð þúsunda flóttamanna
hafast við í Beirút, að sögn Ingi-
bjargar. „Hjálparstarfsmenn hafa
miklar áhyggjur af því að sjúkdóm-
ar kunni að brjótast út þegar svona
margt fólk safnast saman á einum
stað. Börn eru farin að veikjast og
aðeins er hægt að veita fyrstu
hjálp.“
Þótt ástandið sé slæmt í Beirút
er borgin tiltölulega örugg og neyð-
in er enn meiri sunnar í Líbanon.
Talið er að 30.000 flóttamenn séu á
leiðinni til höfuðborgarinnar.
Ingibjörg segir að talsmenn
hjálparstofnana í Líbanon fullyrði
að sex bílalestir með hjálpargögn
hafi tafist vegna þeirrar kröfu Ísr-
aelshers að fá ýtarlegar skýrslur
um ferðir þeirra síðustu þrjá daga.
Þúsundir innrásarmanna
Harðir bardagar geisuðu í sunn-
anverðu Líbanon í gær og fjöl-
miðlar í Ísrael sögðu að allt að
20.000 hermenn streymdu yfir
landamærin. Að sögn fjölmiðlanna
hefur verið ákveðið að hersveitirnar
fari að Litani-ánni, sem er allt að 30
km frá landamærunum að Ísrael.
Herinn dreifði miðum þar sem Líb-
anar voru einnig varaðir við árásum
norðan við ána.
Ísraelsher hóf í gærkvöldi mikla
sókn í Bekaa-dal, einu af höfuðvígj-
um Hizbollah í norðaustanverðu
Líbanon, nálægt landamærunum að
Sýrlandi.
Neyðarástand í Beirút
Reuters
Starfsmaður líbanska Rauða krossins horfir út um gat á þaki sjúkrabíls
sem varð fyrir sprengju í loftárásum Ísraelshers í vikunni sem leið.
Óttast farsóttir meðal hundraða
þúsunda flóttamanna í borginni
Eftir Baldur Arnarson
og Boga Þór Arason
Algjört brot | 26
LÍFEYRISGREIÐSLUR til 20%
allra örorkulífeyrisþega munu að
óbreyttu skerðast eða verða algjör-
lega felldar niður frá og með 1. nóv-
ember næstkomandi. Kemur þetta til
vegna þess að viðkomandi öryrkjar
hafa haft hærri tekjur en þeir höfðu
áður en þeir urðu fyrir orkutapi en
framkvæmdastjóri Landsambands líf-
eyrissjóða segir að samkvæmt sam-
þykktum lífeyrissjóðanna beri þeim
ekki að greiða út örorkulífeyri í slíkum
tilfellum.
Greiðslustofa lífeyrissjóða hefur
staðið fyrir umfangsmikilli athugun á
tekjum öryrkja til að kanna hverjar
þær voru áður en örorkan kom til og
bera saman við núverandi tekjur.
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri
Landsambands lífeyrissjóða, segir að
heildartekjur örorkulífeyrisþega hjá
lífeyrissjóðum séu í allmörgum tilvik-
um umfram þau viðmiðunarmörk sem
kveðið sé á um í samþykktum og
reglum lífeyrissjóðanna. Til mats á því
hvort tekjuskerðing hafi orðið skuli
miðað við tekjur sjóðfélagans síðustu
árin fyrir orkutapið. Hafi heildar-
tekjur öryrkja í raun hækkað eftir
orkutap eigi hann ekki rétt á örorkulíf-
eyri frá lífeyrissjóðunum. „Samkvæmt
samþykktum lífeyrissjóðanna eiga
sjóðirnir að greiða þeim bótaþegum
sem verða fyrir tekjuskerðingu eftir
örorkuna. Markmiðið með örorkulíf-
eyrisgreiðslum frá lífeyrissjóðum hef-
ur aldrei verið að viðkomandi örorku-
lífeyrisþegar geti fengið hærri tekjur
eftir orkutap heldur en þeir höfðu fyr-
ir orkutapið,“ sagði Hrafn í samtali við
Morgunblaðið í gær. Þeir öryrkjar
sem nú hafi fengið tilkynningu frá líf-
eyrissjóði sínum um að örorkulífeyr-
irinn verði skertur eða felldur niður
hafi hækkað í tekjum vegna greiðsln-
anna, sé miðað við árin fyrir orku-
skerðingu.
14 lífeyrissjóðir munu breyta
örorkulífeyrisgreiðslum
Um er að ræða 14 lífeyrissjóði sem
breyta munu örorkulífeyrisgreiðslum
með þessum hætti en þeir vilja sam-
ræma hvernig örorkulífeyririnn er
greiddur út. Á undanförnum árum
hefur hlutfall örorkubóta af greiðslum
lífeyrissjóðanna farið vaxandi og er ör-
orkulífeyrir nú allt að 44% af heildar-
greiðslum einstakra sjóða. Hrafn seg-
ir að sjóðirnir fari fyllilega eftir þeim
reglum sem settar hafi verið um starf-
semi þeirra og þeir hafi ekki óskað eft-
ir endurgreiðslum á þeim lífeyri sem
ofgreiddur hafi verið. „Fólk hefur tíma
til 1. nóvember til að koma með leið-
réttingar sem skýrt geta hvers vegna
það hafði svo lág laun á viðmiðunar-
tímabilinu fyrir orkutapið,“ segir
Hrafn. Hann segir að reynt hafi verið
að hafa samráð við Öryrkjabandalagið
vegna breytinganna en án árangurs.
Lífeyrisgreiðslur um
2.500 öryrkja skerðast
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson
gunnarpall@mbl.is
Íþróttir í dag
SIGURSTEINN Másson, formaður
Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ),
gagnrýnir með hvaða hætti ráð-
stöfun lífeyrissjóðanna 14 kemur til
og segir ekkert samráð hafa verið
haft við ÖBÍ um þessar breytingar.
Það sé bagalegt enda verði afar stór
hópur öryrkja fyrir tekjuskerðingu.
Um sé að ræða í kringum 2.500
manns eða 20% örorkulífeyrisþega
en meirihluti þeirra muni missa all-
an örorkulífeyri. „Það er ljóst að í
sumum tilfellum er um að ræða um-
talsverðan hluta heildartekna fólks.
Ég furða mig á að þessi bréf séu
send út án samráðs við ÖBÍ þegar
um svo stóra ákvörðun er að ræða,“
segir Sigursteinn. Hryggilegt sé að
þetta berist ör-
yrkjum nú þegar
langþráðum
áfanga sé náð
varðandi einföld-
un á almanna-
tryggingakerfinu
og hækkun á
greiðslum til
bótaþega al-
mannatrygginga.
„Það er afar kald-
hæðnislegt að við séum að fást við
þessar alræmdu tekjutengingar, nú
þegar loksins er þverpólitískur
skilningur á því að einn versti óvinur
öryrkja og aldraðra er einmitt þess-
ar tekjutengingar.“
„Afar kaldhæðnislegt“
Sigursteinn
Másson
Greiðslustofa lífeyrissjóða hefur gert umfangsmikla athugun á tekjum öryrkja