Morgunblaðið - 02.08.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
www.lyfja.is
- Lifið heil
ÁHRIFARÍKT BÓLGUEYÐANDI GEL
VIÐ VÖÐVA- OG LIÐVERKJUM.
Voltaren Emulgel
FÆST ÁN LYFSEÐILS
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
Y
F
33
20
4
0
6/
20
06
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn
Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði
Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd
Selfossi - Laugarási
Voltaren Emulgel® er notað sem staðbundin útvortis meðferð við vöðva- og liðverkjum. Lyfið má ekki bera á
skrámur, opin sár eða á exem. Varist snertingu við augu og slímhúðir, notist einungis útvortis og má aldrei taka
inn. Á meðgöngu skal ávalt leita ráða læknis eða lyfjafræðings áður en lyfið er notað. Þó skal það ekki notað á
síðasta þriðjungi meðgöngu. Lítil hætta er á ofskömmtun vegna útvortis notkunar lyfsins. Lesa skal vandlega
leiðbeiningar á umbúðum og fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
LÍTIÐ virðist vera um ref fjarri
byggð enda sækir hann í auknum
mæli nær mannabyggðum. Þessi
breytta hegðan refsins stafar af því
að dregið hefur úr umferð manna um
heimalöndin og þar hefur refurinn
því meiri frið en áður til þess að leita
fanga. Þetta segir Snorri H. Jóhann-
esson, formaður Bjarmalands, félags
atvinnuveiðimanna í ref og mink.
Hann telur þó að ref hafi ekki fjölgað
heldur sé einfaldlega um það að
ræða að meira beri á honum á stöð-
um þar sem hann hafi ekki sést mik-
ið áður.
Snorri segir að fjöldi refa sé löngu
orðinn vandamál
sem þurfi að taka
á.
„Það hefur
enginn talað um
að útrýma tófunni
en það er mjög
æskilegt að okkar
mati að halda
stofninum í ein-
hverju ákveðnu
jafnvægi. Menn
greinir þó á um
það hve fjölmennur stofn það er sem
menn telja æskilegan. Það er hins
vegar ljóst að það er of mikið af tófu
– að minnsta kosti á ákveðnum
svæðum,“ segir Snorri og bendir
sérstaklega á Hornstrandir, hvar
fuglalíf eigi undir högg að sækja
vegna refsins.
Sum sveitarfélög sinna ekki
lögboðnum skyldum sínum
Hann segir að sums staðar hafi
sveitarfélög staðið vel að málum
hvað varðar fækkun refs en önnur
dregið lappirnar. Það bitni þá aftur á
þeim sveitarfélögum sem standi vel
að þessum málum enda færi refurinn
sig á milli.
„Það má segja að stjórnvöld hafi
ekki látið þá peninga fylgja sem þarf
til þess að framkvæma þessa hluti og
þegar þrengir að fjárhagslega leggja
sveitarfélögin meiri áherslu á önnur
málefni. Í okkar huga sem stundum
sauðfjárrækt og unnum íslenskri
náttúru og viljum hafa fugla í kring-
um okkur er þetta áhyggjuefni.“
Snorri tekur sem dæmi að ákveðin
sveitarfélög hafi hætt að borga skot-
veiðilaun. Þannig sé sá háttur hafður
á að hringja í grenjaskyttur ef sér-
stök vandræði koma upp.
„Það má segja að þetta sé rekið
eins og slökkvilið en það er ákveðin
lagaskylda á sveitarfélögum. Þeim
ber að láta leita að grenjum og láta
leita að mink en það er því miður
ekki alls staðar gert. Þá er það hitt
að það eru engin tvö sveitarfélög
með sama kerfi hvað varðar
greiðslur. Við viljum reyna að ganga
í lið með sveitarfélögunum með að
samræma aðgerðir.“
Ríkið leggur nánast ekki neitt
fé til málaflokksins
Snorri segir að hér sé ekki um
stórar upphæðir að ræða en fyrir
hvern mink fáist 3.000 krónur og
7.000 krónur fyrir hvern ref. Af
þessu borgi ríkið 40%. Þá séu vinnu-
launin samkvæmt viðmiðunartaxta,
sem veiðistjórnunarsvið Umhverf-
isstofnunar gefur út, ekki nokkrum
manni bjóðandi.
„Aðalbaráttumálið í mínum huga
er það að þegar ég fer með minn
reikning leggst ofan á hann virð-
isaukaskattur sem sveitarfélögin fá
ekki endurgreiddan. Þegar dæmið
er gert upp sést að ríkið leggur ekki
nema einhverja smáaura til mála-
flokksins vegna þess að þeir fá svo
mikið til baka í virðisaukaskatti. Það
þarf að breyta því en það gengur
ekki að ríkið telji sig vera að eyða
svo og svo miklu fé í þetta […] en
þegar dæmið er gert upp leggur rík-
ið nánast ekki neitt fé til málaflokks-
ins.“
Snorri segir að þessi málefni hafi
ítrekað verið rædd við stjórnvöld en
afskaplega lítið hafi áunnist. Þessu
þurfi þó að breyta og það sé eitt af
mikilvægustu verkefnum sveitarfé-
laganna að gera það sem fyrst.
„Ég sé engan mun á því að end-
urgreiða virðisaukaskatt af þessu og
að endurgreiða virðisaukaskatt af
sorphirðu og snjómokstri.“
Refurinn sækir í auknum mæli nær mannabyggðum og hefur meiri frið til þess
Fjöldi refa löngu orðinn
vandamál sem taka þarf á
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins
Ríkið leggur nánast ekki neitt fé til grenjaleitar því það leggur virðisaukaskatt á veiðilaun, sem ekki fæst endur-
greiddur, að sögn Snorra H. Jóhannessonar, formanns Bjarmalands, félags atvinnuveiðimanna í ref og mink.Snorri H.
Jóhannesson
Eftir Þóri Júlíusson
thorirj@mbl.is
ÞORFINNUR Ómarsson, talsmað-
ur norrænu eftirlitssveitanna
(SLMM) á Sri Lanka, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að sú
ákvörðun Svía að draga eftirlits-
menn sína frá landinu kynni að hafa
veruleg áhrif á starfsemi sveitanna.
„Miðað við núverandi mannafla er
ljóst að Norðmenn og Íslendingar
geta ekki haldið uppi lágmarkseftir-
liti haldi átökin milli tamílsku Tígr-
anna og hersins áfram,“ sagði Þor-
finnur.
Þorfinnur segir að dregið verði úr
eftirliti SLMM verði ekki fyllt í
skarð þeirra sem séu á heimleið.
„Við myndum þurfa að draga saman
seglin,“ sagði Þorfinnur. „Yfirmenn
SLMM þyrftu jafnvel að loka skrif-
stofum tímabundið á einhverjum
stöðum. Skv. vopnahléssamningn-
um frá 2002 eigum við að sinna eft-
irliti í tilteknum héruðum. Ef við
verðum svona fáliðuð verður það
ekki hægt.“
Þorfinnur segir ástandið hafa far-
ið versnandi eftir að a.m.k. 67
manns hafi fallið í átökum Tígranna
og hersins á síðustu dögum vegna
deilna um vatnsból í Muthur-héraði.
„Ástandið er mjög slæmt. Átökin
færast nær flóanum og Trincomal-
ee-svæðinu þar sem við erum. Við
höfum reynt allt til að stilla til friðar
og okkur grunar reyndar að þetta
snúist um allt annað en vatnsbólið.“
Alls hafa 57 eftirlitsmenn verið á
Sri Lanka á vegum SLMM og eru 15
frá Noregi, 5 frá Íslandi og 15 frá
Svíþjóð. Hinir koma frá ESB-ríkj-
unum Danmörku og Finnlandi, en
hafa nú verið kvaddir heim. Var það
gert í kjölfar þess að Tígrarnir sögð-
ust ekki geta ábyrgst öryggi eftir-
litsmanna þessara ESB-ríkja, auk
Svía, eftir að sambandið skilgreindi
þá sem hryðjuverkasamtök í maí.
„Þyrftu að loka
skrifstofum“
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
EKKI er hægt
að slá því föstu
hversu stór
refastofninn er
um þessar
mundir en Páll
Hersteinsson,
prófessor og
refasérfræð-
ingur, segir að
það séu engin
ný tíðindi að refastofninn fari
stækkandi. Stofninn sé nú um
það bil sex sinnum stærri en
hann var fyrir tæpum þrjátíu ár-
um. Þannig taldi hauststofninn
Ekki ný tíðindi að refa-
stofninn fari stækkandi
Páll Hersteinsson
árið 2003 um átta þúsund dýr.
Mælingin sem notast er við
verður nákvæmari eftir því sem
lengri tími líður og því óná-
kvæm fyrir daginn í dag að sögn
Páls.
„Þær raddir hafa heyrst á
hverju ári í mörg ár að refa-
stofninn sé að stækka og það að
hann skuli sjást í auknum mæli
nærri mannabyggðum bendir til
þess að svo sé,“ segir Páll. Hann
bendir á að ástand fuglastofna
hafi verið gott undanfarin ár og
því sé ástand refastofnsins al-
mennt gott.
EINHVERJIR launamenn ráku
upp stór augu er þeir fengu launa-
seðilinn sinn í hendur nú um mán-
aðamótin og höfðu ekki fengið
greiddan 15 þúsund króna taxtavið-
auka líkt og samið var um í viðbót-
arkjarasamningum í sumar. Ástæð-
an er hins vegar sú að ekki áttu allir
rétt á þessari hækkun, aðeins þeir
sem fá greidd laun samkvæmt taxta
kjarasamninga, en ekki þeir sem eru
yfirborgaðir hjá vinnuveitanda sín-
um, þ.e. eru á launum sem eru hærri
en umsamdir launataxtar.
Taxtaviðaukinn á rætur sínar að
rekja til meiri hækkana í kjarasamn-
ingum hjá hinu opinbera en í kjara-
samningum á almennum vinnumark-
aði.
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir að sér komi ekki á óvart að
einhverjir hafi búist við viðbótar-
greiðslunni en ekki fengið hana, en
þetta hafi þó verið alveg skýrt í
samningunum. Þeir hafi í raun geng-
ið út á að bæta laun þeirra sem fá
greitt samkvæmt töxtum. „Þetta var
eitt helsta viðfangsefnið í samning-
unum,“ segir Vilhjálmur. „Það er
fyrst og fremst verið að hækka laun
þeirra sem ekki hafa fengið yfirborg-
anir.“
Vilhjálmur segir að SA hafi fengið
fjölmargar fyrirspurnir varðandi
þennan lið kjarasamninganna allt frá
því þeir voru gerðir í júní sl. „Við eig-
um alveg von á því að fleiri mál komi
upp núna um mánaðamótin eins og
gengur.“
Á heimasíðu SA, www.sa.is, er að
finna ítarlegar upplýsingar um
kjarasamningana og fréttir þeim
tengdar.
Ekki allir
eiga rétt
á taxta-
aukanum
PÁLMI Ragnar Pálmason, sem láta
mun af störfum sem stjórnarnefnd-
arformaður Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss eftir næsta fund stjórn-
arinnar, segir að brotthvarf sitt úr
nefndinni hafi
ekkert með gagn-
rýni sína á fjár-
mögnun spítalans
að gera. Eðlilegt
sé að skipt sé
reglulega um for-
mann stjórnar-
nefndarinnar og
tímabært hafi
verið fyrir hann
að hætta. Pálmi
hafði áður gagn-
rýnt hvernig rekstur LSH væri fjár-
magnaður.
Pálmi hefur setið í stjórn sjúkra-
hússins síðan árið 2000 en hann til-
kynnti heilbrigðisráðherra í síðasta
mánuði um ákvörðun sína. Pálmi
sagði í samtali við Morgunblaðið að
ráðherra hefði ekki óskað þess að
hann léti af störfum né að hann teldi
að hans verk kölluðu á að hann léti af
störfum. „Það var bara kominn tími
á að fá nýtt blóð inn í stjórnina,“ seg-
ir Pálmi og bætir við að það sé hollt
hverri stofnun að enginn sitji of lengi
við stjórnvölinn. Pálmi segir einnig
að brotthvarf hans úr stjórninni hafi
ekkert með ummæli hans um fjár-
mögnun spítalans að gera og e.t.v.
hafi einhverjir mistúlkað þau orð
sem hann hafi látið falla. Hann
stendur þó við skoðanir sínar og seg-
ir að fjármögnun spítalans ætti að
miðast við fjölda sjúklinga sem leita
til stofnunarinnar en ekki fasta upp-
hæð á fjárlögum.
Vildi hleypa
nýju blóði í
stjórnar-
nefndina
Pálmi Ragnar
Pálmason
♦♦♦