Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 8

Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ein vinsælasta ferða-helgi sumarsins erframundan, sjálf verslunarmannahelgin. Verslunarmannahelgin hefur sína kosti og galla en flestum Íslendingum þykir gott að fá þriggja daga frí sem nýta má til ferðalaga, útihátíða eða aðeins til að slaka á heima- fyrir. Þessi mikla ferða- helgi hefur svo sem ekki mikið breyst á undanförn- um árum. Helst að fleiri verslanir séu opnar á sjálf- an frídag verslunar- manna, en fátt er reyndar eftir sem bendir til að mánudagurinn sé tileinkaður verslunarmönnum, sem vinna vart meira en þessa helgi, alla vega á landsbyggðinni, enda ekki gott að missa tekjur af öllum þeim fjölda fólks sem legg- ur leið sína út á land til þess eins að njóta sín og lífsins – með til- heyrandi þörf fyrir allrahanda þjónustu. Vinsældir frídagsins, og helgar- innar, má rekja til þess að sjálfur frídagur verslunarmanna leggst við helgina og úr verður þriggja daga samfellt frí fyrir flesta. Við Íslendingar eigum ekki margar þannig helgar og oft heyrast radd- ir um að þeim ætti að fjölga yfir sumartímann. Eins hafa í gegnum árin heyrst hugmyndir um að færa ætti verslunarmannahelgina framar, svo t.a.m. minni hætta sé á rigningu og leiðindaveðri, sem oft fylgir fyrstu helginni í ágúst. Buðust til að gefa starfsfólki frídag til skemmtunar Hugmyndin að frídeginum var sótt til Danmerkur og var e.t.v. fyrsti vísir að orlofi launafólks á Íslandi en frídagur verslunar- manna var fyrst haldinn hátíðleg- ur hér á landi fimmtudaginn 13. september 1894. Þá hafði nýverið verið tilkynnt að allir kaupmenn og verslunar- stjórar stærri verslana í Reykja- vík hefðu boðist til að gefa starfs- mönnum sínum frídag til skemmtunar. Verzlunarmanna- félag Reykjavíkur (VR) sam- þykkti að skipuleggja daginn til þess að tryggja að hann yrði nýtt- ur eins og til hans var stofnað. Á vefsíðu VR má fræðast um sögu frídags verslunarmanna. Þar kemur fram að flestir verslunar- menn í Reykjavík hafi tekið þátt í hátíðahöldununum fyrstu árið 1894 en þá var safnast saman á Lækjartorgi fyrir hádegi og geng- ið fylktu liði undir fánum og lúðra- þyt að Ártúnum við Elliðaár. Þar voru haldnar ræður og unað við söng, lúðraspil og skemmtiatriði í skúraveðri. Deginum lauk síðan með göngu til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið, með stuttu stoppi á Lækjartorgi þar sem dagurinn var hylltur í þeirri von að menn sæjust aftur að ári. Um fimm þúsund manns á Þingvöllum Fyrstu árin fögnuðu verslunar- menn frídegi sínum í byrjun ágúst en árið 1931 var breytt til og fyrsti mánudagur í ágúst var valinn, en það tengdist breytingu á sam- þykkt um lokunartíma verslana. Hátíðahöldin fóru yfirleitt fram í Reykjavík en árið 1935 tók VR að halda samkomu sína hátíðlega á Þingvöllum og er talið að um fimm þúsund manns hafi komið þar við. Eftir síðari heimsstyrjöldina hélt VR dansiböll á Hótel Borg en árið 1947 hófust útisamkomur í tilefni frídags verslunarmanna aftur og þá í Tívolí. Smám saman fékk helgin á sig það snið sem enn ríkir, með skipulögðum útihátíð- um, og byrjuðu ferðafélög og ferðaskrifstofur að gangast fyrir löngum helgarferðum, til dæmis í Þórsmörk og Vaglaskóg. Í kjölfar- ið varð mánudagurinn í reynd al- mennur frídagur. Skipulagðar samkomur VR lögðust svo af árið 1957 en á und- anförnum árum hefur félagið hins vegar boðið félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra á hátíð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Síðasta hátíð VR í Laugardalnum var hins vegar haldin í fyrra en sá siður hefur verið lagður af með til- komu varasjóðs félagsins. Eins og hann er uppbyggður hefur verið ákveðið að hætta með skemmtanir en um leið ná til fleiri félagsmanna með því að leggja fjármunina inn á þeirra varasjóð. Snemma beygist krókurinn Mikið hefur verið fjallað um drykkju ungmenna á ýmsum bæj- arhátíðum í sumar og eins og flestir vita keyrir um þverbak í neyslu áfengis og vímuefna um helgina sem kemur. Áfengis- drykkja hefur oft á tíðum skugga- hliðar og fylgja ungmennum undir áhrifum gjarnan mikil drykkju- læti og sóðaskapur. Í bók Árna Björnssonar, Sögu daganna, kemur bersýnilega í ljós að mikil drykkja hefur fylgt ung- mennum í gegnum árin og marga verslunarmannahelgina. „Ungt fólk fór snemma að nýta sér hina löngu helgi til útilegu í nánd við dansleiki og þegar árið 1952 er kvartað yfir „óheyrilegri ölvun og skrílsmennsku“ um verslunarmannahelgi, einkum við Hreðavatnsskála þar sem „ölmóð- ur óspektalýður … framdi mikil spell“.“ Fréttaskýring | Frídagur verslunarmanna Vísir að orlofi launafólks Fátt eftir sem bendir til að frídagurinn sé tileinkaður verslunarmönnum landsins Hópur fólks um verslunarmannahelgi. Helgi ferðalaga og skemmtanahalds  Verslunarmannahelgin er kennd við frídag verslunar- manna, fyrsta mánudag í ágúst. Sú dagsetning hefur haldist óbreytt frá árinu 1934 en á rót að rekja til þjóðhátíðarinnar 2. ágúst 1874. Eftir síðari heims- styrjöld varð frídagur versl- unarmanna smám saman al- mennur frídagur. Var helgin mikið notuð til ferðalaga og skemmtanahalds, og á sjöunda áratugnum var farið að skipu- leggja útihátíðir víða um land. Eftir Andra Karl andri@mbl.is SIGMUND Jóhannsson, skopmynda- teiknari Morgunblaðsins, er farinn í sumarleyfi og því hverfa skopmynd- ir hans af síðum blaðsins næstu vik- ur. Myndir hans birtast aftur á síð- um Morgunblaðsins í september. Sigmund í sumarfrí ÞEIR SEM starfa við malbikun hafa ekki verið öfundaðir í rign- ingunum í sumar en nú þegar sól- in skín sem aldrei fyrr má gera ráð fyrir að útivinnan heilli ein- hverja. Líklega hefur hitinn í gær verið næsta óbærilegur fyrir þessa vösku menn sem hér sjást að störfum því þeir fækkuðu fötum til að kæla sig. Morgunblaðið/Golli Í tómri tjöru LIÐSMENN skákfélagsins Hróks- ins lentu í hrakningum þegar þeir sigldu frá Kulusuk til Tasiilaq á þriðjudaginn þegar borgarísjakar nánast lokuðu siglingaleiðinni inn í höfnina. Hópurinn náði þó með naumindum að komast í gegn en bát- ur sem sigldi í kjölfar þeirra þurfti frá að hverfa enda lokaðist sigl- ingaleiðin eftir að liðsmenn Hróksins náðu höfn. Það hefur eflaust haft sitt að segja að ísmaðurinn, Sigurður Pétursson, var við stjórnvölinn á bátnum sem var hinn nýi dráttarbátur hans, Þyt- ur, frá Ísafirði. Ísmaðurinn er, eins og nafnið gefur til kynna, ekki alls ókunnugur aðstæðum sem þessum og átti því ekki í miklum vandræðum með að stýra bátnum fimlega fram hjá hverjum borgarísjakanum á fæt- ur öðrum. Þannig þræddi hann fram hjá ísjökunum þar til hann að lokum fann smugu inn í höfnina. Kátu biskuparnir héldu þegar af stað þegar höfnin opnaðist aftur Ljósmyndari Morgunblaðsins var með í för en um borð í bátnum voru um 25 liðsmenn Hróksins. Að hans sögn var engin augljós hætta á ferð- um en mönnum þótti afar til- komumikið að sigla svo nærri ísnum með þessum hætti. Liðsmenn Hróksins eru nú í sinni fjórðu árlegu Grænlandsferð og munu þeir efna til margra viðburða á austurströnd Grænlands, bæði fyrir börn og fullorðna. Hrakningar þeirra á leið til Tasiilaq setja þar ekkert strik í reikninginn og hugaðir liðs- menn Kátu biskupanna frá Hafn- arfirði héldu þegar af stað frá Tasiil- aq til nærliggjandi þorpa þegar höfnin opnaðist aftur í gærmorgun. Þeir munu meðal annars halda þriggja daga hátíð í Kuummiit, 300 manna þorpi í grennd við Tasiilaq, og verða þrjú þorp til viðbótar heimsótt þar sem slegið verður upp hátíðum fyrir börn. Liðsmenn Hróksins lentu í hrakningum á leið sinni til Tasiilaq Borgarísjakar nánast lokuðu leiðinni inn í höfnina Morgunblaðið/Ómar Hróksmenn fylgjast spenntir með ísjökunum sem Sigurður ísmaður þræddi framhjá af miklu öryggi. Hópurinn náði með naumindum að komast í gegn. Sigurður Pétursson sigldi gegnum ísbreiðuna á dráttarbátnum Þyt sem hann er nýbúinn að sækja til Ísafjarðar. ALLT tiltækt slökkvilið var sent að Kársnesbraut í Kópavogi um átta- leytið í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um eld í húsi við götuna. Húsið sem um ræðir er fjölbýlishús með verslunum á neðri hæðum. Hluti hússins hafði þegar verið rýmdur er slökkvilið kom á staðinn en þá kom í ljós að eldurinn reyndist minni en talið var í fyrstu. Var rýmingu íbúða þá hætt. Um var að ræða eld í gluggakarmi í íbúð á efstu hæð húss- ins og urðu skemmdir á karminum en annars mun íbúðin að mestu vera óskemmd. Íbúðin stendur auð og er talið líklegt að um íkveikju hafi ver- ið að ræða, en málið er í rannsókn. Eldur í húsi á Kársnesbraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.