Morgunblaðið - 02.08.2006, Síða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BRUNATJÓN sem hlutfall af fast-
eignamati allra fasteigna í landinu var
lægra í fyrra en það hefur verið und-
anfarin tíu ár og sýnir samanburður við
brunabótamat svipaða þróun. Kemur
þetta fram í ársskýrslu Brunamálastofn-
unar fyrir árið 2005. Brunatjónið í fyrra
nam 0,05 prósentum af fasteignamati en
hefur á undanförnum áratug oftast verið
um og yfir 0,10 prósent.
Bætt brunatjón nam alls 1.640 millj-
ónum króna á síðasta ári miðað við verð-
lag í júlí 2005. Er það nokkuð yfir með-
allagi, en brunatjón á árunum 1981 til
2005 nam að meðaltali 1.090 milljónum
króna á sama verðlagi. Tjón af völdum
brunans í fiskimjölsverksmiðju Samherja í
Grindavík í febrúar á síðasta ári vegur
þungt og nam um helmingi alls eignatjóns
vegna bruna á síðasta ári.
Samsvarar brunatjón í fyrra 0,18 pró-
sentum af þjóðarframleiðslu sem er hærra
hlutfall en á árunum 2003 og 2004, en ná-
lægt meðallagi sé litið til lengra tímabils.
Brunatjón í fyrra
hlutfallslega það
lægsta í áratug
Holdgervingur
ameríska
draumsins
á morgun
UMHVERFISRÁÐHERRA hef-
ur ákveðið að leggjast ekki gegn
því að byggingarleyfi verði veitt
fyrir tveimur frístundahúsum
skammt austan Jökulsár á Fjöllum
í Öxarfirði. Allt útlit er því fyrir að
húsin rísi en Umhverfisstofnun og
Skipulagsstofnun höfðu áður hafn-
að byggingu þeirra þar sem talið
var að þau myndu lenda innan
þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum
þegar hann verður stækkaður. Því
er ráðherra ósammála. Samtök um
náttúruvernd á Norðurlandi hafa
harmað ákvörðun umhverfisráð-
herra, Jónínu Bjartmarz.
Húsin tvö munu standa í óskiptu
landi Austara-Lands og Sigtúna
við Landsárgil, skammt frá tveim-
ur öðrum frístundahúsum sem
reist voru á síðasta áratug, en
Náttúruverndarráð, forveri Um-
hverfisstofnunar, lagðist einnig
gegn byggingu þeirra. Húsin eru á
austurbakkanum en þjóðgarður-
inn í sinni núverandi mynd er ein-
göngu á vesturbakkanum. Í sam-
ræmi við ákvörðun Alþingis er
unnið að því að stækka þjóðgarð-
inn til austurs.
Þar sem ekkert skipulag er í
gildi á því svæði sem bústaðirnir
munu rísa þurfti Öxarfjarðar-
hreppur, sem nú er runninn inn í
Norðurþing, að óska eftir með-
mælum frá Skipulagsstofnun til að
hægt væri að auglýsa deiliskipu-
lag. Leitað var umsagnar Um-
hverfisstofnunar en stofnunin taldi
að sumarhúsin myndu lenda innan
stækkaðs þjóðgarðs í Jökulsár-
gljúfrum enda væri kveðið á um
það í náttúruverndaráætlun 2004–
2008 að hann myndaði samfellda
heild um gljúfrin. Vegna staðsetn-
ingar húsanna, verndargildis
svæðisins og gildis þess sem úti-
vistarsvæðis ásamt áhrifum á
birkiskóg lagðist Umhverfisstofn-
un gegn byggingu frístundahús-
anna. Skipulagsstofnun tók undir
álit Umhverfisstofnunar og féllst
ekki heldur á framkvæmdina.
Umhverfisráðuneytið hóf af-
skipti af málinu um miðjan júní og í
kjölfarið fór hið nýja sveitarfélag
Norðurþing fram á það við Skipu-
lagsstofnun að hún endurskoðaði
afstöðu sína en því hafði stofnunin
áður hafnað. Nú féllst stofnunin á
að taka málið aftur upp og óskaði
eftir umsögn ráðuneytisins.
Í umsögn umhverfisráðuneytis-
ins, sem er undirrituð fyrir hönd
ráðherra, er sérstaklega tekið
fram að ráðuneytið sjálft annist
framkvæmd þess hluta náttúru-
verndaráætlunar sem varðar
stækkun þjóðgarðanna í Skafta-
felli og Jökulsárgljúfrum og að það
hafi verið tekið sérstaklega fram
við Umhverfisstofnun með bréfi í
byrjun júní sl.
Bent er á að í náttúruverndar-
áætlun 2004–2008 séu mörk
stækkaðs þjóðgarðs sett með fyr-
irvara og líta beri á þau sem til-
lögur. Þá hafi umhverfisnefnd Al-
þingis lagt á það ríka áherslu að
við friðlýsingarferlið yrði haft náið
samráð við þá sem friðlýsing varð-
ar, þ.m.t. landeigendur. Málið
skyldi unnið í sátt og ekki væri
gert ráð fyrir að land í einkaeign
yrði innan þjóðgarðsins nema um
það næðist samkomulag við eig-
endur. Ráðuneytið hafi þegar hafið
viðræður við landeigendur á þeim
svæðum við Jökulsá á Fjöllum sem
talið væri áhugavert, með hliðsjón
af náttúrufari, að friðlýsa sem
þjóðgarð. Á grundvelli þeirra við-
ræðna og umræðna og tillagna í
ráðgjafarnefnd um Vatnajökuls-
þjóðgarð hafi ráðuneytið ákveðið
að reyna að ná því markmiði að Jök-
ulsá á Fjöllum ásamt Kreppu og
báðir bakkar árinnar, a.m.k. 100–
150 metra spilda, frá upphafi til ósa
verði innan þjóðgarðs frá stofnun.
Ekki sé gert ráð fyrir að mörkin
verði dregin fjær ánni nema nátt-
úrufarslegir þættir mæli sérstak-
lega með því og að samkomulag ná-
ist við eigendur. Með vísan til þessa
og til viðræðna við landeigendur
liggi það fyrir að fyrirhuguð frí-
stundahús verði ekki innan stækk-
aðs þjóðgarðs.
Ekkert stendur nú í vegi fyrir að
deiliskipulagið verði auglýst og því
næsta víst að húsin muni rísa.
Leggst ekki gegn nýjum
sumarhúsum við Jökulsá
Morgunblaðið/RAX
Stefnt er að því að stækka þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum til austurs á næstu árum.
Umhverfisstofnun og umhverfisráðherra greinir á um stækkun þjóðgarðsins
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SAMTÖK um náttúruvernd á Norðurlandi harma niðurstöðu umhverf-
isráðherra og telja að bygging húsa á þessum stað rýri gildi núverandi
þjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum og ekki síður væntanlegs Vatnajökuls-
þjóðgarðs. Auk þess sé fordæmi gefið fyrir annarri frístundabyggð á
umræddu landsvæði, innan landslagsheildar gljúfranna. Í þessu tilviki
mæli náttúrufarslegir þættir sterklega með friðlýsingu og haga verði
skipulagi og byggingarleyfum þannig að í framtíðinni geti stærð þjóð-
garðsins miðast við landslagsheild gljúfranna.
Í minnispunktum sem Sigrún Helgadóttir, líffræðingur og sérfræð-
ingur í þjóðgörðum, tók saman vegna málsins segir m.a. að nútímanátt-
úruvernd geri ráð fyrir friðlýsingu landslagsheilda og því ekki hálfra
árdala. Það sé fjarri lagi að viðunandi þjóðgarðsmörk með Jökulsá í Öx-
arfirði séu 100–150 metrar, líkt og umhverfisráðuneytið stefni að. Sig-
rún minnir einnig á að togstreita um bústaði á þessum stað hafi staðið
allt frá 1990 þegar Silfurstjarnan sótti um leyfi til að byggja tvö smá-
hýsi á svæðinu. Þau hús hafi síðan verið reist í óleyfi og farið sístækk-
andi síðan þá. Bústaðirnir tveir, sem fyrir eru, séu ekki aðeins þyrnir í
augum landeiganda Austara-lands heldur einnig ferðamanna.
Gamaldags náttúruvernd
UNGATALNINGAR á rjúpum standa yfir
um þessar mundir á vegum Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands (NÍ). Tilgang-
urinn með talningunum er að meta við-
komuna eða árangur varpsins.
Þessi gögn má einnig nota samhliða ald-
urshlutföllum frá veiðitíma og vori til að
rannsaka afföll ungfugla en tíu ára stofn-
sveifla rjúpunnar ræðst af kerfisbundnum
breytingum á afkomu þessa aldurshóps.
Viðkoman skiptir jafnframt miklu máli um
hversu stór veiðistofninn er á hausti
hverju og niðurstöður ungatalninganna
veita því mikilvæg gögn fyrir veiðiráðgjöf.
Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá NÍ,
segir að stofnunin muni standa fyrir taln-
ingum á NA-landi en mikilvægt sé að fá
upplýsingar um viðkomuna sem víðast af
landinu. Því sé ætlunin að fá veiðimenn og
aðra áhugamenn til aðstoðar við taln-
inguna. „Þetta er ekki heildartalning á
einhverju svæði heldur snýst þetta um að
fá aldurshlutföll eða hlutföll á milli ungra
og fullorðinna,“ segir Ólafur en niðurstöð-
urnar munu liggja fyrir um miðjan ágúst.
Frekari upplýsingar og leiðbeiningar er
hægt að nálgast á heimasíðu Skotveiði-
félags Íslands.
Áhugamenn aðstoði
við að telja rjúpur
TENGLAR
.......................................................
www.skotvis.is
TÍU VAGNSTJÓRAR hafa sagt upp störf-
um hjá Strætó bs. frá áramótum sem er
ívið meira en alla jafna, að sögn Harðar
Gíslasonar, aðstoðarframkvæmdastjóra
Strætós bs. Á sama tímabili hætta tveir
vagnstjórar fyrir aldurs sakir.
Hörður segir ávallt ákveðið gegn-
umstreymi starfsmanna og ekki hafi verið
brugðist við uppsögnum með öðrum hætti
en að nýir starfsmenn hafi komið í stað
þeirra sem hætt hafa.
„Við vitum út af fyrir sig ekkert af
hverju þessir menn hætta, menn fara auð-
vitað bara á milli í vinnu og annað,“ segir
Hörður. Hjá Strætó bs. starfa um 185
vagnstjórar og í sumar reyndist óvenju-
lega erfitt að manna í afleysingar.
Aukin starfsmanna-
velta hjá Strætó
FIMM karlmenn voru handteknir á nekt-
ardansstaðnum Bóhem við Grensásveg í
fyrrinótt og færðir til yfirheyrslu hjá lög-
reglunni í Reykjavík, að sögn Harðar Jó-
hannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykja-
vík. Hann segir tildrög málsins þau að
starfsfólk á Bóhem hafi kallað til lögreglu
þegar mennirnir birtust á staðnum.
„Þeir lokuðu staðnum og gestirnir fóru
og svo læstu þeir staðnum,“ segir Hörður.
Einn úr hópnum telur sig vera eiganda hús-
næðisins og sá ber því við að húsaleiga hafi
ekki verið greidd.
Lögreglan fékk ekki annað séð en rekstr-
araðilar Bóhems væru með sína pappíra í
lagi en það skal tekið fram að engin um-
merki um ofbeldi voru sjáanleg vegna þess-
arar uppákomu. Mennirnir eru lausir úr
haldi en rannsókn málsins heldur áfram.
Deilt um húsaleigu
á nektardansstað
)!%
"
!