Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 11
FRÉTTIR
SAMNINGAR Hveragerðisbæjar
og byggingarfélagsins Eyktar ehf.
standa og verða ekki felldir úr
gildi að því er fram kemur í úr-
skurði félagsmálaráðuneytisins um
kæru sem fyrrverandi minnihluti
bæjarstjórnar lagði fram.
Í samningunum, sem bæjar-
stjórn Hveragerðisbæjar sam-
þykkti í febrúar, var Eykt ehf.
veitt heimild til að byggja 800–900
íbúðir á um 80 hektara svæði aust-
an Varmár en svæðið er í eigu
Hveragerðisbæjar.
Á svæðinu á að rísa nýtt hverfi á
árunum 2006–2018 með íbúðum og
atvinnuhúsnæði og er áætlað að
hið nýja hverfi muni tvöfalda íbúa-
fjölda bæjarins.
Í kærunni sem lögð var fram í
mars var þess krafist að samning-
urinn yrði ógiltur þar sem hann
bryti í bága við rannsóknarreglu
og jafnræðisreglu stjórnsýslulaga
auk þess sem hann gengi gegn 65.
grein sveitarstjórnarlaga, þar sem
kveðið er á um að álit sérfróðs að-
ila verði að liggja fyrir áður en
sveitarstjórn staðfesti langtíma-
samninga um framkvæmdir. Þetta
álit var unnið af Orra Hlöðvers-
syni, þáverandi bæjarstjóra
Hveragerðisbæjar. Sjálfstæðis-
menn töldu ennfremur að ómál-
efnalegt hefði verið af fyrrverandi
minnihluta að líta framhjá hag-
stæðari tilboðum sem bárust.
Í niðurstöðu ráðuneytisins segir
að heimildir sveitastjórna til samn-
inga sem þessara séu rúmar og að-
eins bein brot gegn reglum stjórn-
sýsluréttarins geti réttlætt
ógildingu þeirra. Þá var tekið fram
að samningarnir hefðu ekki verið
útboðsskyldir en að í ýmsum til-
fellum gæti það þó verið eðlilegra
og til marks um vandaða stjórn-
sýsluhætti að láta fara fram útboð
til að fá hagstæðari kjör. Það hafi
þó ekki verið skylt í þessu tilviki.
Varðandi meint brot á rannsókn-
arreglu stjórnsýslulaganna sagði
ráðuneytið að mat sveitarstjórnar
á því að Eykt ehf. væri traust og
burðugt fyrirtæki sem hefði tök á
að vinna verkið yrði ekki véfengt
enda væri um málefnalegt sjón-
armið að ræða.
Gífurlega viðamikill
samningur
Þá segir ráðuneytið í úrskurði
sínum að þess verði að gæta að
samningurinn við Eykt sé óvenju-
legur að ýmsu leyti, hann sé bæði
gífurlega viðamikill og flókinn þar
sem gera hafi mátt ráð fyrir löngu
og kostnaðarsömu samningaferli
auk þess sem nauðsynlegt geti ver-
ið að gæta trúnaðar um efni við-
ræðna. „Í ljósi þessara aðstæðna
verður að ætla sveitarfélaginu um-
talsvert svigrúm við val á samn-
ingsaðila,“ segir í úrskurðinum.
Ráðuneytið fellst á það sjónar-
mið fyrrverandi meirihlutans að
Orri Hlöðversson, fyrrverandi
bæjarstjóri Hveragerðis, geti
flokkast sem sérfróður aðili í skiln-
ingi sveitarstjórnarlaganna. Meg-
intilgang slíks álits telur ráðuneyt-
ið vera að auðvelda kjörnum
fulltrúum ákvarðanatöku í flóknum
málum og því þurfi álitið að inni-
halda upplýsingar um áhrif hinna
umdeildu samninga fyrir sveitarfé-
lagið. Telur ráðuneytið að þessi
skilyrði hafi verið uppfyllt með
áliti Orra.
Félagsmálaráðuneytið úrskurðar um kæru sjálfstæðismanna í Hveragerði vegna umdeildra samninga
Samningar
bæjarins við
Eykt standa
Morgunblaðið/Margrét
Í úrskurði félagsmálaráðuneytisins kemur fram að samningaferlið hafi
verið flókið og viðamikið og veita þurfi sveitarfélaginu nokkuð svigrúm.
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Um 800–900 íbúðir verða reistar á
12 árum og fjöldi íbúa mun tvöfaldast
ALDÍS Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar, er afar óhress
með úrskurð ráðuneytisins og segir
að í honum felist að sveitarfélög
geti í raun farið með fjármuni borg-
aranna að vild og eftirlitsákvæði
sveitarstjórnarlaganna séu næsta
gagnslaus.
„Það sem aðrir sveitarstjórn-
armenn geta lært af þessu er að það
er engin eftirlitsskylda með sveit-
arfélögum í landinu. Sveitarstjórn-
arlögin eru götótt og gagnslaus til
að gegna eftirliti með sveitarstjórn-
armönnum,“ segir Aldís og bætir
við að ráðuneytið túlki mjög rúmt
heimildir sveitarstjórnarmanna til
pólitískrar ákvarðanatöku.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu mjög
túlkun á 65. grein sveitarstjórn-
arlaga en þar
segir að afla skuli
álits sérfróðs að-
ila áður en sveit-
arfélag staðfesti
samninga um
framkvæmdir
eða þjónustu við
íbúa sveitarfé-
lagsins sem gilda
eigi til langs tíma
og hafi í för með
sér verulegar skuldbindingar fyrir
sveitarsjóð. Þetta álit segir Aldís að
bæjarstjórinn sjálfur hafi lagt fram
og það telji ráðuneytið vera full-
nægjandi framkvæmd á ákvæðinu.
Hún segir það nánast óþekkt að
sveitarfélög geri samning af þessari
stærðargráðu og bendir á að bær-
inn þurfi að leggja fram sjálfur á
bilinu 1–2 milljarða vegna gatna-
gerðar og uppbyggingar skóla og
íþróttamannvirkja. Aldrei hafi legið
fyrir mat á því hve verðmætt landið
sé og þrátt fyrir að aðrir aðilar hafi
stigið fram og gert betra tilboð hafi
ekki verið orðið við því.
Aðspurð um framhaldið segir Al-
dís að bæjarstjórnin eigi eftir að
fara yfir það. „Ein leiðin sem við
höfum er að höfða ógildingarmál
fyrir dómstólum en það er mjög
dýrt og stórt skref að stíga þannig
að það á eftir að setjast betur yfir
það. Hin leiðin er að setjast niður
með Eyktarmönnum og ræða við
þá. Hitt er alveg ljóst að stjórnsýsl-
an er búin að klára þetta fyrir sitt
leyti.“
„Lögin eru götótt og gagnslaus“
Aldís
Hafsteinsdóttir
ÞORSTEINN
Hjartarson, odd-
viti minnihlutans
í Hveragerði,
segist fagna úr-
skurði félags-
málaráðuneyt-
isins um
samninga bæj-
arfélagsins við
Eykt ehf. og líta
svo á að um mik-
inn sigur sé að ræða í þessu stóra
máli.
Þorsteinn var í meirihluta á síð-
asta kjörtímabili þegar samning-
arnir voru samþykktir og segir hann
að framtíðarhagsmunir Hveragerðis
og íbúa bæjarins hafi verið hafðir að
leiðarljósi. „Enda kemur fram að
þessir samningar við Eykt ehf. séu
álitnir vænlegur kostur fyrir bæj-
arfélagið,“ segir Þorsteinn.
Hann segist ekki vita hvort meiri-
hlutinn hafi í hyggju að láta á málið
reyna fyrir dómstólum en kveðst
vona að hann einbeiti sér frekar að
uppbyggingu bæjarfélagsins.
„Ég vona svo sannarlega að nú-
verandi meirihluti vinni í anda þessa
samnings og haldi áfram að byggja
upp Hveragerði til framtíðar. Við
munum styðja þetta mál áfram eins
og við höfum gert og vonandi munu
sjálfstæðismenn vinna áfram með
okkur að því að byggja upp þetta
skemmtilega landsvæði,“ segir Þor-
steinn.
Mikill sigur
Þorsteinn
Hjartarson
Eftir Jóhann Magnús Jóhannsson
johaj@mbl.is
LANGSTÆRSTUR hluti þeirra
unglinga sem höfð voru afskipti af
vegna neyslu áfengis eða vímuefna
á útihátíðum í Galtalæk um versl-
unarmannahelgi sl. tvö ár var ekki í
fylgd með foreldrum, heldur í um-
sjón annarra. Um 5% þeirra sem
höfð voru afskipti af voru í fylgd
með foreldrum en 95% í fylgd með
öðrum.
Þetta er niðurstaða skýrslu um
útkomu útihátíðar í Galtalæk sl.
þrjú ár. Skýrslan var unnin af Sig-
urði Erlingssyni og Bjarna Jóns-
syni, gæslustjórum á hátíðunum ár-
in 2004 og 2005.
Einstaklingum undir 16 ára aldri,
sem ekki voru í fylgd með for-
eldrum, var ekki hleypt inn á svæð-
ið nema í fylgd með ábyrgð-
armanni. Algengt var að
ábyrgðarmenn kæmu úr hópi eldri
vina, vina foreldra eða venslafólks.
Þrátt fyrir að algengt sé að for-
eldrar feli umsjón barna sinna í
hendur annarra á útihátíðum segir
Sigurður að fleiri séu í fylgd með
foreldrum en ábyrgðarmönnum, í
það minnsta í Galtalæk.
„Það verður að stíga fram og
taka á þessum málum. Það verður
að vera framþróun á þessu sviði
eins og öðrum, ekki má bara stinga
höfðinu í sandinn og vona það
besta,“ segir í skýrslunni.
Hægt að halda útihátíð
Í skýrslunni segir að mikil um-
ræða sé í gangi um útihátíðir á
þessum tíma árs og hún sé oftar en
ekki á neikvæðum nótum. Við jaðri
að ástandið sé einfaldlega við-
urkennt, vegna þess að ógerlegt sé
að lagfæra það. Skýrsluhöfundar
eru ekki sammála því.
„Við höfum sýnt fram á að hægt
er að fá svona hluti til að virka.
Þetta er bara nákvæmlega eins og
annað, ef þú keyrir það eftir
ákveðnu formi og fyrirframskil-
greindum reglum eru meiri líkur á
að þú fáir góða niðurstöðu,“ segir
Sigurður, en þeir Bjarni gerðu
verkefnahandbók þar sem umgjörð
um mótahald er skilgreind og tekið
á verkferlum sem nauðsynlegt er
að séu í lagi.
Unnu þeir eftir kerfinu í verk-
efnahandbókinni undanfarin tvö ár
og í skýrslunni er að finna sam-
anburð við árið 2003, árið áður en
kerfið var tekið í notkun. Öll árin
var fjöldi mótsgesta mjög svipaður,
um 3.500 manns, og því sam-
anburður milli áranna hægur.
Til að mynda voru skoðaðar
heimsóknir í sjúkragæslu, í flestum
tilfellum mjög smávægileg erindi,
en að mati skýrsluhöfunda gæti það
gefið nokkra vísbendingu um
ástand mótsgesta.
Árið 2003 voru heimsóknir í
sjúkratjald 760, árið eftir voru þær
480 og í fyrra voru þær 115 talsins.
Magn áfengis sem gert var upptækt
á svæðinu jókst á milli ára á sama
tímabili og skýrsluhöfundar gera
því skóna að minna áfengismagn
inni á svæðinu hafi haft áhrif í þá
átt að minna væri um slys og önnur
vandamál.
Samkvæmt bókinni
Sigurður og Bjarni hafa að baki
fjórtán ára reynslu af gæslustarfi
en hyggjast að þessu sinni taka sér
frí frá gæslustjórnun í Galtalæk og
að sögn Sigurðar verður gæslu á
svæðinu um verslunarmannahelg-
ina stjórnað af björgunarsveitinni
Ársæli. Björgunarsveitin vinnur
samkvæmt verkefnahandbókinni
og því er vonandi, að sögn Sig-
urðar, að framhald verði á þróun
undanfarinna ára.
Börn og unglingar í fylgd með foreldrum á útihátíðum byrja síður að neyta áfengis eða vímuefna
„Ekki hægt að stinga höfðinu í sandinn“
Morgunblaðið/Kristinn
Um 3.500 manns hafa ár hvert sótt útihátíð í Galtalæk um verslunarmannahelgina sl. 3 ár. Frá hátíðinni árið 2003.
* +$
!$
, -$ " .
%