Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 13
ÚR VERINU
Vökvadælur
Vökvamótorar
Stjórnbúnaður
Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf
Fagmennska í fFagmennska í fyrirrúmi
VEL hefur gengið á aflakvóta al-
gengustu fiskveiðitegunda og er út-
litið nokkuð bjart, nú þegar tæpur
mánuður er eftir af fiskveiðiárinu.
Aðeins 8% þorskkvótans eru óveidd
og útlit fyrir að stóru skipin nái að
nýta sér heimildir sínar til hins ýtr-
asta.
Krókabátarnir eiga þó talsvert
eftir óveitt af þorski, eða um 2000
tonn. Vilhjálmur Ólafsson, sölumað-
ur aflaheimilda hjá Viðskiptahúsinu,
segir áhyggjurnar einna mestar
varðandi þorskinn í litla kerfinu,
enda sé ágústmánuður oft og tíðum
ekki jafndrjúgur og aðrir mánuðir
sökum sumarfría í tengslum við
verslunarmannahelgina. Hann segir
að hundruð tonna geti „brunnið inni“
ef veiði verði slæm og menn haldi
ekki rétt á spilunum.
Ýsan á góðu róli
Vilhjálmur segir að ýsan, sem oft
hafi verið ansi „krítísk“ á þessum
tíma árs, sé nú á mjög góðu róli. Um
5000 tonn eru óveidd af ýsu í stóra
kerfinu og útlit fyrir að menn nái að
nýta allan kvóta. Vilhjálmur telur að
trilluveiðimenn hafi dregið skipin í
stóra kerfinu á land að því er ýsuna
varðar þar sem þau hafi leigt mikinn
kvóta af þeim stóru. Að mati Vil-
hjálms ætti að íhuga alvarlega að
opna leiðina í hina áttina, þ.e. að eig-
endum stærri skipa verði gert kleift
að leigja kvóta frá minni skipum.
Með þessu mætti auka jafnvægi
kerfisins og koma í veg fyrir að
krókabátaeigendur brenni inni með
kvótann, líkt og gerðist með steinbít-
inn fyrir ekki alls svo löngu.
Saxast á skötusel og humar-
vertíðin gríðarlega góð
Hvað varðar aðrar tegundir telur
Vilhjálmur útlitið gott. Veiðar á
skötusel hafi gengið vel að
undanförnu og því ekki útlit fyrir að
menn brenni inni með kvóta þar eins
og útlit hafi verið fyrir á tímabili.
„Þeir sem gera út á skötusel hafa
verið að demba miklu magni af net-
um í sjóinn og það er að saxast mjög
hressilega á skötuselinn. Ég hef eng-
ar áhyggjur af vandamálum þar,
enda hörkukarlar sem stunda veiðar
á skötusel,“ segir Vilhjálmur.
Ýmislegt annað merkilegt kemur
fram í heildaraflamarksstöðutölum
Fiskistofu. Þar ber sennilega hæst
hversu vel humarveiðar hafa gengið.
Slegist er um hvert kíló af humri og
sárálítið er eftir af kvótanum. „Þetta
er þrusuvertíð hjá þeim sem stunda
humarveiðar,“ segir Vilhjálmur að
lokum.
Kvótinn að klárast þegar mánuður er eftir af kvótaárinu
Þorskkvóti gæti „brunn-
ið inni“ í litla kerfinu
2.
! 3
$%+
4
6
"# % '(%)
% /
"# % '(%)
% $
& !
"# % '(%)
% $
$
"# % '(%)
% 7
$
"# % '(%)
% ,
!"
"# % '(%)
% 1
"# % '(%)
% 8 !
"# % '(%)
% $
"# % '(%)
% 9
"# % '(%)
% $(
"# % '(%)
% :
-$
"# % '(%)
%
*
#
"#$
% '(% % 7 $$% !
"# % '(%)
% „VERÐIÐ sem Grímseyingarnir fá
fyrir kvóta sinn við söluna til Sand-
gerðis virðist vera um 200 krónum á
kíló yfir markaðsvirði í litla kerfinu.
Það virðist vera nánast það sama og í
því stóra. Mér finnst einkennilegt að
bankarnir séu tilbúnir til að fjár-
magna kvótakaup á svo háu verði, en
óska Grímseyingunum jafnframt til
hamingju með hátt verð, verði þessi
viðskipti að raunveruleika,“ segir
Vilhjálmur Ólafsson, kvótamiðlari á
Viðskiptahúsinu.
Vilhjálmur segir, að sér komi það
á óvart fáist fjármögnun vegna
kaupa á svo háu verði, einkanlega í
ljósi þess að að undanförnu hafi
bankarnir haldið að sér höndum í
viðskiptum af þessu tagi, sérstaklega
þegar um svona miklar upphæðir sé
að ræða. Þeir hafi verið að hafna við-
skiptum þar sem verðið sé í kringum
1.550 krónur á kílóið. Því virðist sér
vanta samræmi hjá bönkunum, verði
þessi viðskipti að veruleika.
„Kannski er verið að selja eitthvað
meira en fjóra báta og kvóta þeirra.
Það á þá eftir að koma í ljós, en gangi
þessi sala eftir á um 1.950 krónur
kílóið, er það stórt mál, sem mun
hafa mikil áhrif og vera fordæmis-
gefandi í framtíðinni,“ segir Vil-
hjálmur.
Miðlara finnst verðið á
Grímseyjarkvótanum hátt
!
"
# $ %
&
'
(
#
& "
%
)
"
"
*
!
+
,
,
-.
/ 0
$
*!
#
*$
"
,%
"
1
%
!
!
"
!
#
($
"
"
1%
"
/ "
"
" "
"
"
",
%
"
"2
,
%
3
%
"
$ %% %!% %* +%
.4 &
M 35 &
.3
" &
)11 &
)$ &
* & &
&
"
"
"
"
"
"
"
;&
NO"5 &
+ 1 "
!3"
* ( !& '4
!
"
%&%
&
* ,% "%-
" %.
/0
7!1 E="$3& &
!!
"
FISKISTOFA svipti átta báta veiði-
leyfi í júnímánuði. Fimm þeirra
voru sviptir leyfinu vegna afla um-
fram heimildir og gilti sviptingin
þar til aflamarksstaða þeirra hafði
verið lagfærð. Þetta voru Núpur
BA, Gulltoppur ÁR, Sindri ÞH,
Björgvin ÍS og Guðrún Jakobsdóttir
EA.
Sæberg SH var svipt leyfi í fjórar
vikur þar sem afli var ranglega til-
greindur til tegundar við vigtun á
hafnarvog. Þórsnes II SH var svipt
leyfi í tvær vikur þar sem undirmáls
afli var yfir stærðarmörkum og
Hafborg KE var svipt leyfi í sex
vikur þar sem afli var ekki færður
til vigtunar á hafnarvog við löndun.
Átta bátar sviptir leyfi
Með afla umfram heimildir í júní