Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 15

Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 15 ERLENT Poppsöngleikur í flutningi okkar bestu söngvara Regína Ósk Bergsveinn Arilíusson Heiða Ólafsdóttir Hreimur Örn Heimisson Friðrik Ómar Fæst í öl lum betri plötubúðum! Ný plata sem byggir á Bárðarsögu Snæfellsáss Dreifing: www.music.is Regína Ósk Bergsveinn Arilíusson Heiða Ólafsdóttir Hreimur Örn Heimisson Friðrik Ómar Útgefandi: Pöpull ehf Upphaf Förum á fund Söknuður Vitrun Bárðar Minn hvíti knörr Ákall til Ása Þórs Draumar Sæl væri ég Þýtur í þekju Endurfundir Endir Hljómsveitin Möl: Guðmundur Pétursson: gítarar og röddun Gunnlaugur Briem: trommur, slagverk og röddun Jóhann Ásmundsson: bassi Þórir Úlfarsson: orgel, píanó og röddun AÐ MINNSTA kosti 58 menn biðu bana í röð sprengjuárása víðs vegar um Írak í gær, þegar uppreisn- armenn héldu blóðugri herferð sinni gegn öryggissveitum írösku stjórnarinnar áfram. Þá féll einn bandarískur hermaður og annar særðist í árás á bílalest suður af Bagdad. Þótt róstusamt hafi verið í land- inu að undanförnu þykja árásirnar til marks um að innlendar örygg- issveitir fremur en bandarískir her- menn séu nú aðalskotmörk upp- reisnarmanna. Mannskæðasta árásin var gerð á farþegarútu með sprengju sem var komið fyrir við vegkant. Rútan var að flytja hermenn frá Bagdad til borgarinnar Mósúl þegar sprengjan sprakk norður af borginni Beiji með þeim afleiðingum að a.m.k. 23 biðu bana og 20 særðust. Skömmu áður höfðu 14 fallið og 37 særst þegar sjálfsmorðsárásar- maður ók bíl hlöðnum sprengiefni inn í þvögu lögreglumanna, her- manna og gangandi vegfarenda sem stóðu við banka í Karrada-borgar- hverfinu í austurhluta Bagdad. Flest bendir til að árásarstaður- inn hafi ekki verið valinn af handa- hófi. Þannig sagði lögreglumaður- inn Abbas Mohammed Salman í samtali við AP-fréttastofuna, að árásarmennirnir hefðu valið bank- ann sem skotmark vegna þess að þar sæktu liðsmenn öryggissveit- anna launin sín. Svipuð árás var gerð í borginni Muqdadiya, um 100 km norðaustur af Bagdad, þar sem a.m.k. sjö létust og 10 særðust þegar bílasprengja sprakk á fjölförnum stað. Þá voru ýmsar smærri árásir gerðar víðar um landið, auk þess sem að breskur hermaður féll í árás í Basra. Ástandið slæmt í hverfi sjíta Öryggisgæsla í landinu hefur í auknum mæli smátt og smátt færst í hendur öryggissveita á vegum írösku stjórnarinnar sem hafa á undanförnum vikum orðið fyrir fjöl- mörgum árásum uppreisnarmanna. Á sama tíma hefur dregið úr dauðs- föllum í liði Bandaríkjahers, þótt 44 hermenn hafi fallið í júlí. Meðal þeirra svæða þar sem ástandið hefur verið hvað verst er Karrada-borgarhverfið í Bagdad, en þar er öryggisgæsla alfarið í hönd- um Íraka. Þar búa einkum sjítar sem hafa á síðustu vikum upplifað röð árása og mannrána. Þar af féllu 31 í sprengjuárás á fimmtudag, auk þess sem 26 mönnum var rænt það- an um hábjartan dag á mánudag. AP Særðir Írakar eru fluttir til aðhlynningar eftir að bíl fullum af sprengiefni var ekið á banka í Bagdad. Árásir beinast gegn hermönnum stjórnarinnar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hátt í 60 féllu í árásum í Írak Shanghai. AP | Stjórnvöld í Mouding-sýslu í Yunnan-héraði í suðvesturhluta Kína hafa fyr- irskipað að allir hundar í hér- aðinu, 55.546 talsins, skuli drepnir eftir að þrjár mann- eskjur dóu úr hundaæði. Yfirvöld segjast hafa drepið allt að fimmtíu þúsund hunda á fimm dögum en sumir voru barðir til dauða úti á götu fyrir framan eigendur sína. Sumir hundaeigendur tóku málin í sínar hendur og eitruðu fyrir dýrunum sínum áður en sveitir yfirvalda mættu á staðinn en þeir sem drápu dýrin sjálfir fengu sem samsvarar 44 krón- um í bætur. Í Kína eru engin lög sem banna grimmdarlega meðferð á dýrum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. 360 manns bitnir Þrír íbúar sýslunnar, þar á meðal fjögurra ára gömul stúlka, hafa dáið úr hundaæði og 360 eru sagðir hafa verið bitnir af hundum. Meira að segja 4.000 hundar sem höfðu verið bólusettir gegn sjúkdómnum voru drepnir í ör- yggisskyni ef bóluefnið skyldi ekki virka. Vegatálmar hafa verið settir upp til að gæta þess að enginn hundur sleppi. Ein- ungis hundar lögreglu og hers- ins fá að halda lífi. Yfirvöld létu drepa yfir 50 þúsund hunda DR. PAMELA Cuevas tannlæknir hreinsar tennur Pacino, tveggja ára gamals karlljóns frá dýra- verndarstofnun í Mebane í Norður- Karólínu í Bandaríkjunum. Pacino var fluttur á dýraspítala vegna sýk- ingar í tönn en eftir röntgen- myndatöku var ákveðið að hann þyrfti ekki skurðaðgerð. Hins veg- ar notaði læknirinn tækifærið og hreinsaði tennurnar vel og vand- lega. AP Hjá tann- lækninum mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.