Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 19
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Grundarfjörður | Helgi Berg Frið-
þjófsson sigraði í fjallahjóla-
brunkeppni sem fram fór í Grund-
arfirði um helgina. Helgi er einnig
Danmerkurmeistari í fjallabruni.
Fjallahjólabrunkeppnin sem
fram fór í fyrsta sinn á síðasta
sumri á Jökulhálsi sem sérstakt
norðurslóðaverkefni með tilstyrk
Evrópusambandsins, var áformuð
öðru sinni sl. laugardag en þegar til
átti að taka voru forsvarsmenn
Hjólreiðafélags Reykjavíkur ekki
ánægðir með brautina og var því
ákveðið að flytja hana í brekkurnar
ofan við Grundarfjörð og þar sem
leið þeirra lá fram hjá vatnstanki
Grundfirðinga flaug einum kepp-
enda í hug að kalla þetta Tankat-
rylli.
Þar fór hún svo fram kl. 14. sl
laugardag með þátttöku 6 hjól-
reiðakappa úr Hjólreiðafélagi
Reykjavíkur sem sýndu snilld-
artakta á hjólum sínum. Teymdu
þeir hjól sín upp en brunuðu síðan
niður tvær ferðir hver. Að sögn for-
svarsmanna HSH, sem annaðist
framkvæmd keppninnar í samvinnu
við Hjólreiðafélagið og Héraðs-
nefnd Snæfellinga, voru þátttak-
endur ánægðir með brautina og var
haft á orði að hafa hana á þessum
slóðum árlega. Verðlaunaafhend-
ing fór síðan fram á hátíðarsvæði
niðri við höfn en þar stóð sem hæst
bæjarhátíð Grundfirðinga „Á góðri
stundu“.
Milli ferða Keppendur þurftu
að teyma hjól sín upp, áður en
þeir brunuðu niður hlíðina.
Danmerkurmeistarinn sigraði í fjalla-
hjólabrunkeppni í Grundarfirði
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Selfoss | Sumarslátrun sauðfjár
hófst í sláturhúsi Sláturfélags Suð-
urlands á Selfossi í gær. Slátrað er
700 til 800 lömbum í þessari viku og
fer kjötið beint á grillin hjá lands-
mönnum um verslunarmannahelg-
ina.
Sumarslátrun hefst heldur fyrr en
venjulega hjá sláturhúsi SS á Sel-
fossi, að sögn Hermanns Árnasonar
stöðvarstjóra. Er þetta eina slátur-
húsið sem hefur slátrun þetta
snemma, eins og venjulega. Slátrað
verður í hverri viku, einn til tvo daga
í senn, eftir því hvað býðst af lömb-
um fram á haust.
Hermann segir að óvenjumikill
áhugi virðist hjá bændum fyrir sum-
arslátrun og er bjartsýnn á verkefn-
ið. Segir hann að það verð sem greitt
er fyrir innleggið skipti þar mestu
máli. Í þessari fyrstu viku eru
greiddar 2300 kr. aukalega fyrir
hvert 13 kílóa lamb. Sjálft grundvall-
arverðið hefur ekki verið ákveðið.
Mikil eftirspurn
Á gær var verið að stilla vélarnar í
sláturhúsinu og fyrstu lömbunum
slátrað en aðalslátrunardagurinn er í
dag. Hermanni sýndist í gær að
lömbin væru ágætlega væn og hon-
um fannst vera gott hljóð í bændum
þrátt fyrir kuldatíð fyrr í sumar.
Segir Hermann að það hafi bjargað
að ekki hafi gert nein hrakveður.
Lömbin koma frá bændum á öllu
suðvesturhorninu, frá Borgarfirði og
austur til Mýrdals.
Þá segir Hermann að mikil eftir-
spurn sé eftir kjötinu hjá verslunum.
Telur hann að litlar birgðir lamba-
kjöts kunni að skipta þar máli en þó
öllu heldur hvað fyrsta slátrun komi
á góðum tíma, rétt fyrir verslunar-
mannahelgi. Lambakjötið fer til sölu
í verslunum Nóatúns og Samkaupa-
úrvals. Það verður komið í búðirnar
fyrir hádegi á fimmtudag og bætir
Hermann því við að ekki sé hægt að
fá öllu betra kjöt á grillið.
Nýtt
lambakjöt
á grillið
fyrir helgi
Morgunblaðið/Ásdís
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA