Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ streyma ekki bara jákvæðir
straumar til landsins með al-
þjóðavæðingu. Hörð samkeppni
þýðir að það eru einhverjir sem
verða undir. Lífið er
tími sem við verjum til
athafna. Það hvaða at-
hafnir það eru er háð
þeim tækifærum sem
bjóðast í einkalífi og á
vinnumarkaði. Því
miður velja sumir ein-
staklingar að athafna
sig í fíkniefnaheim-
inum, hvort sem það
er vegna fárra tæki-
færa til að athafna sig
á öðrum sviðum sam-
félagsins eða vegna
gróðavonar. Ég vona
að þessir aðilar hætti
að selja börnum fíkni-
efni, láti þau vera.
Sumir vilja halda
því fram að árangur
hafi náðst í því að
draga úr neyslu fíkni-
efna en aðrir telja að
sá árangur sé ekki
sýnilegur. Mér finnst
mikilvægt að við áttum
okkur á því að þegar
verið er að tala um að
10% í tilteknum ár-
gangi hafi neytt fíkni-
efna þá er verið að tala
um 400 unglinga, sé
miðað við að um 4.000
börn fæðist að jafnaði
á ári. Breiðist út sýk-
ingar, aukin neysla
eða eitthvað slíkt af
völdum þessara fíkni-
efna þarf ekki að hafa mikið hug-
myndaflug til að sjá hve vandinn
gæti orðið mikill og óviðráðanlegur
fyrir litla þjóð.
Ég er sammála því sem Njörður
P. Njarðvík (sjá greinar sem birtust
í Morgunblaðinu 14.–16. júní sl.)
bendir á, að fíkniefnavandinn getur
hent hvern sem er. Kirkjan ætti þó
að koma með öflugri hætti en hún
hefur gert að því að styðja við börn
þegar skilnaðir eru. Það er alltaf
hætta á því að það foreldri sem hef-
ur ekki forsjá með barninu sinni
uppeldinu ekki af sömu ábyrgð og
það annars mundi gera. Barnið
missir þá eitt af aðalakkerum lífs-
ins, sem er annað foreldrið.
Um 62% fólks fætt
árið 1984 til 1986 hafa
verið boðin fíkniefni
hér á landi, flestum í
partíum, í miðbænum
eða á skemmtistöðum.
Sumum hafa verið boð-
in fíkniefni í grunn-
eða framhaldsskóla og
erfitt er að benda á
staði þar sem ung-
menni eru óhult gagn-
vart fíkniefnum. Margt
bendir til þess að
minni líkur séu á því
að ungu fólki séu boðin
fíkniefni þar sem líkur
eru á að fullorðið fólk
hafi eftirlit með þeim.
Það að unglingi hafi
verið boðið fíkniefni
eykur líkur á fíkniefna-
neyslu (sjá nýlega
rannsókn á hug-
myndum ungs fólks
um forvarnir). Það get-
ur verið erfitt að
spyrja ungling hvort
hann hafi neytt fíkni-
efna, en það er hægt
að spyrja hann hvort
honum hafi verið boðin
fíkniefni.
Fíkniefni virðist því
vera hægt að nálgast
nokkuð auðveldlega.
Markaðssetning er at-
vinnugrein, ekki ein-
göngu fyrir súpur eða
hamborgara heldur einnig fyrir
fíkniefni.
Ég er sammála því sem Njörður
segir um mistök dómskerfisins.
Fíkniefnaneytandinn er handtekinn,
yfirheyrður og síðan sleppt. Dómur
kemur kannski mun seinna þegar
sakborningur er kannski kominn vel
á veg að vinna í sínum málum. Á
þessu stigi er einmitt tækifæri til að
taka á vandanum og þá er mik-
Fíkniefnavandinn
á Íslandi
Jóhanna Rósa Arnardóttir
fjallar um fíkniefnavandann
’Einstaklings-meðferð er dýr
og því er hag-
kvæmast að
hópa þeim sam-
an sem gerir það
að verkum að
meiri líkur eru
á því að þau sem
skár eru stödd
leiðist út í meiri
vandræði
en ella.‘
Jóhanna Rósa
Arnardóttir
vegna þess að Íslendingar teldu sig
betri en aðra – heldur vegna þess
að þeir trúðu því að þeir gætu stað-
ið öðrum jafnfætis. Þeim sem hafa
lesið Draumalandið dylst ekki að
höfundurinn er föðurlandsvinur. Í
bókinni er hins vegar ekkert að
finna sem tengja má þjóðern-
ishyggju eins og Óskar notar það
hugtak.
Náttúran og gildismatið
Það þarf ekki að
fjölyrða um að Íslend-
ingar hafa líkt og
margar aðrar þjóðir
gengið illa um auðlind-
ir sínar. Ástæðan er
fyrst og fremst sú að
græðgi hefur ráðið
meiru en aðgát og
virðing fyrir nátt-
úrunni. Líffræðingar
og jarðvísindamenn
hafa hvað eftir annað
varað við háskalegum
afleiðingum stór-
iðjustefnu stjórnvalda
fyrir lífríki og gróð-
urfar. Náttúruvernd-
arfólk hefur hvað eftir
annað beðið landinu
griða. Enn hafa stjórn-
völd ekki látið svo lítið
að gefa viðhlítandi svör
við því hvernig eða
hvort standi til að hlífa
helstu náttúruperlum
landsins. Enn hafa
stjórnvöld ekki svarað
spurningunni um það
hvort orkuloforð þeirra
sem gefin eru í bækl-
ingnum „Lowest
energy prices“ standi
enn. Loforð þessi virð-
ast gera ráð fyrir að
enginn virkjunarmöguleiki verði
útilokaður ef einhver sýnir áhuga á
að kaupa orkuna – á lægsta verði.
Hér er ekki um áratugagamlar hug-
myndir að ræða sem settar voru
fram meðan almenn viðhorf til land-
nýtingar og náttúruverndar voru
allt önnur en í dag eins og Óskar
lætur liggja að. Bæklingurinn „Lo-
west energy prices“ kom út 1995 og
stefna stjórnvalda virðist ekki hafa
breyst svo nokkru nemi síðan.
Verðmæti náttúrunnar og lífríkisins
er þungamiðja skrifa Andra Snæs
Magnasonar. Hvað viljum við?
Hvert stefnum við? Hversu langt
erum við tilbúin að ganga?
Lýðræði eða ofríki
Staðhæfing Óskars um að Íslend-
ingar hafi á lýðræðislegan hátt lagt
blessun sína yfir virkjanafram-
kvæmdir eða atvinnustefnu stjórn-
valda er ekki rétt. Mergur málsins
er sá að andstöðu við virkj-
unarframkvæmdir og stóriðjustefnu
er að finna innan hvers einasta
stjórnmálaflokks. Í ljósi þess ætti
að vera sjálfsagt að efna til at-
kvæðagreiðslu til að kanna vilja
þjóðarinnar í þessu efni. Það er
rangt að halda því fram að þjóðin
hafi þegar tekið afstöðu. Það er
hvorki ógerlegt, óþarft eða of
kostnaðarsamt að spyrja fólkið í
landinu um afstöðu þess til jafn
mikilvægra mála og hér er um að
ræða. Við hvað eru stjórnvöld
hrædd? Af hverju má þjóðin ekki
segja skoðun sína? Hvers konar
stjórnarfar er það sem leyfir það
ekki?
Að lokum
Það er forkastanlegt að leggja
ættjarðarást og nasisma að jöfnu og
það er rangt að halda því fram að
þjóðin hafi tjáð afstöðu sína til stór-
iðjustefnu stjórnvalda í alþing-
iskosningum. Það er ekkert í skrif-
um Andra Snæs Magnasonar sem
gefur tilefni til að ætla að hann sé á
nornaveiðum eða telji Íslendinga
öðrum þjóðum fremri. Skrif hans
sýna á hinn bóginn að hann telur að
Íslendingar geti staðið öðrum þjóð-
um jafnfætis á hvaða sviði sem er
án þess að fórna náttúru landsins á
altari Mammons. Við náttúruunn-
endur teljum að þjóðin eigi tilkall til
landsins og náttúrunnar. Fyrir okk-
ur eru steinarnir, gróðurinn, fugl-
arnir og dýrin heilög og verðmæt í
sjálfu sér. Kannski eitthvað í ætt
við Andann mikla sem indíánar
Norður-Ameríku kölluðu svo – en
næsta ólíkt þeim „meistara
McCarthy“ sem Óskar nefnir til úr
sömu sveit. Þeim sem stendur ógn
af þessum andpeninglegu við-
horfum er bent á að íhuga sér til
hugarhægðar auglýsingatexta frá
þekktu alþjóðlegu peningafyrirtæki
– hvorki meira né minna! – sem
hefst á þessum orðum: „Sumt verð-
ur ekki metið til fjár …“
Í LESBÓK Morgunblaðsins 22.
júlí er löng og undarleg grein eftir
Óskar H. Valtýsson, fjarskipta-
stjóra Landsvirkjunar, um bókina
Draumalandið eftir Andra Snæ
Magnason. Greinin nefnist Máttur
martraða. Vonandi eru skrif hans
ekki að undirlagi forráðamanna
Landsvirkjunar, það væri sann-
arlega áhyggjuefni ef
greinin lýsti almenn-
um viðhorfum þar á
bæ.
Þjóðernishyggja og
ættjarðarást
Öllum sem hafa les-
ið Draumalandið hlýt-
ur að blöskra umfjöll-
un Óskars og tilraunir
hans til að tengja mál-
flutning Andra Snæs
hugmyndafræði nas-
ista og McCarthyista.
Óskar ræðir í grein
sinni um þjóðern-
ishyggju og ættjarð-
arást en gerir ekki
greinarmun á þessu
tvennu. Þjóðern-
ishyggja eða kannski
öllu heldur þjóðern-
isdramb gengur í
stórum dráttum út á
það að einhverjir
ímyndaðir þættir séu
til marks um yfirburði
þjóðar eða jafnvel
kynstofns og þessa
þætti beri að varð-
veita með öllum til-
tækum ráðum. Þjóð-
ernisdramb nærist á
rangindum og of-
stæki. Hugtakið ættjarðarást er
annars eðlis, það vísar til ástar á
landinu, náttúru þess og sérkenn-
um. Ættjarðarást birtist t.d. skýrt í
skrifum Jónasar Hallgrímssonar og
annarra Fjölnismanna. Jónas átti
manna stærstan þátt í að end-
urvekja sjálfsvirðingu þjóðarinnar.
Það voru einstaklingar eins og Jón-
as Hallgrímsson sem gerðu Íslend-
ingum kleift að komast undan ný-
lendustjórn og koma á sjálfstæðu
ríki. Ísland varð ekki sjálfstætt ríki
Ráðið í draum
Sigríði Björnsdóttur blöskrar
umfjöllun um Draumalandið
’StaðhæfingÓskars um að Ís-
lendingar hafi á
lýðræðislegan
hátt lagt blessun
sína yfir virkj-
anaframkvæmd-
ir eða atvinnu-
stefnu
stjórnvalda er
ekki rétt.‘
Sigríður Björnsdóttir
Höfundur er náttúruunnandi.
ALÞÝÐUSAMBANDIÐ samdi
við atvinnurekendur um 15 þúsund
króna launahækkun á mánuði fyrir
verkafólk frá 1. júlí sl. Samið var um
mörg fleiri atriði og ríkisstjórnin
kom að samkomulagi aðila vinnu-
markaðarins m.a. með ákvörðun um
hækkun skattleysismarka frá næstu
áramótum upp í 90 þúsund krónur á
mánuði en aðilar vinnumarkaðarins
lögðu mikla áherslu á
skattalækkanir.
Ákveðið var, að aldr-
aðir og öryrkjar fengju
sömu hækkun og
verkafólk en í sam-
komulaginu sagði, að
greiðslur til aldraðra
og öryrkja skyldu
ákveðnar til samræmis
við samkomulag aðila
vinnumarkaðarins.
Þetta ákvæði var eðli-
legt, þar eð áskilið er
að laun aldraðra skuli
taka mið af lágmarks-
launum verkafólks.
Hvað gerði Ásmundarnefndin?
Ríkisstjórnin og fulltrúar Lands-
sambands eldri borgara tilkynntu
með miklum lúðrablæstri, að aldr-
aðir fengju 15 þúsund króna hækk-
un á mánuði frá 1. júlí! Hvers vegna
voru þetta svona miklar fréttir, þeg-
ar búið var að ákveða þetta í júní-
samkomulagi aðila vinnumarkaðar-
ins og ríkisstjórnarinnar? Var það
vegna þess, að fyrst var ráðgert að
draga eldri borgara á þessari leið-
réttingu? Og hvað gerði Ásmund-
arnefndin í þessu efni? Jú, hún tak-
markaði þann hóp eldri borgara,
sem fengi þessa uppbót. Ákveðið
var, að aðeins þeir eldri borgarar,
sem væru á „strípuðum bótum“, þ.e.
fengju ekkert annað en bætur al-
mannatrygginga, fengju þessar 15
þúsund krónur en það eru innan við
400 manns. Þetta eru að vísu þeir
eldri borgarar, sem eru í mestri þörf
fyrir leiðréttingu en
þeir áttu rétt á henni
lögum samkvæmt. Það
þurfti ekki að semja
um hana. En stærsti
hópur eldri borgara,
sem býr við bág kjör,
þ.e. um 10.000 manns
sem fá fulla tekju-
tryggingu auk grunn-
lífeyris, fær aðeins um
13 þúsund krónur á
mánuði samkvæmt
samkomulagi rík-
isstjórnar og LEB.
Inni í þessari fjárhæð
er 1,7% hækkun lífeyris sem koma
átti til framkvæmda um áramót
samkvæmt fjárlögum. Ekki er nú
mikill stórhugur hjá ríkisstjórninni.
(Hafa ber í huga, að það er verið að
bæta launafólki og öldruðum kjara-
skerðingu vegna verðbólgunnar.
Hækkunin til eldri borgara rétt
dugar til að bæta kjaraskerðingu
vegna verðbólgunnar.) Aðrir eldri
borgarar fá mikið minna. Sumir fá
enga uppbót. Ekkert er fjallað um
að skila aftur þeim 40 milljörðum,
sem hafðir voru af eldri borgurum á
11 ára valdatímabili stjórnarflokk-
anna. Það á í engu að bæta þá skerð-
ingu, sem orðið hefur á lífeyri aldr-
aðra og öryrkja í tíð
stjórnarflokkanna.
Þorsteinn Pálsson
gagnrýnir tillögurnar
Aðrar breytingar í lífeyrismálum
eru litlar þó þær séu spor í rétta átt.
Skerðingarmörk vegna tekjutrygg-
ingar lækka úr 45% í 38,35%. Draga
á úr skerðingu vegna tekna maka
einhvern tímann en flestum slíkum
breytingum er vísað inn í framtíð-
ina. Þorsteinn Pálsson ritstjóri
Fréttablaðsins og fyrrverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins gagn-
rýnir ríkisstjórnina fyrir að ganga of
skammt í þessu efni. Hann telur að
fella eigi niður skerðingar vegna
tekna maka. Ég tek undir það.
Veigamestu atriðin í samkomulagi
ríkisstjórnarinnar og LEB eru varð-
andi hjúkrunar- og vistunarmál
aldraðra. Svo var einnig fyrir 4 ár-
um, þegar eldri borgarar skrifuðu
undir smánarsamninga, sem Ólafur
Ólafsson formaður sá eftir að hafa
gert. Það gekk illa með framkvæmd
á þessum hluta samkomulagsins frá
2002. Vonandi gengur það betur nú
en loforðin um aðgerðir í hjúkrunar-
og vistunarmálum eru fyrst og
fremst ávísun á framtíðina. Það á
eftir að tryggja fjármuni til þeirra
framkvæmda, sem þar er fjallað um.
Alþingi á eftir að fjalla um þau mál.
Eldri borgarar
eiga þennan rétt
Ólafur Ólafsson formaður LEB
sagði við kynningu á þessum til-
lögum, að þetta væri áfangi. Barátt-
unni væri ekki lokið. Eldri borgarar
hefðu viljað fá meira en þeir hefðu
ekki verkfallsrétt eins og ASÍ. Það
er rétt. En hvers vegna eru samtök
eldri borgara að líta á sig sem
„verkalýðsfélag“? Hvers vegna er
LEB að skrifa undir eitthvað, sem
ríkisstjórnin vill rétta að eldri borg-
urum og er hvergi nærri það, sem
farið er fram á? LEB getur tekið
sæti í nefnd á vegum ríkisstjórn-
arinnar en LEB þarf ekki að sam-
þykkja neitt sem samtökin eru ekki
sátt við. Ég varaði við því á fundi
með LEB að skrifað yrði undir lé-
lega samninga. En ekki var tekið til-
lit til varnaðarorða minna. Eldri
borgarar eiga sinn rétt samkvæmt
stjórnarskrá og lögum. Og þeir eiga
ekki að semja þann rétt af sér.
Nýju samningarnir eru ekki alveg
eins lélegir og fyrri samningar. En
þeir eru mjög lélegir
Lélegir samningar fyrir eldri borgara
Björgvin Guðmundsson segir
nýja samninga mjög lélega ’Hvers vegna er LEB aðskrifa undir eitthvað, sem
ríkisstjórnin vill rétta að
eldri borgurum og er
hvergi nærri það, sem
farið er fram á? ‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700
BLIKKÁS –