Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 26

Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 26
Ingibjörg Þórðardóttir, stríðsfréttamaðurhjá breska ríkisútvarpinu, BBC, í Líb-anon, sagði í samtali við Morgunblaðið ígærkvöldi að neyðarástand hefði skapast í höfuðborginni Beirút vegna átaka Ísraelshers og liðsmanna Hizbollah-hreyfingarinnar. „Þeir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem við höfum rætt við segja að algert neyðarástand ríki í borginni,“ sagði Ingibjörg. „Þeir búast við hinu versta. Þótt ennþá sé til drykkjarvatn er ekkert rennandi vatn sem fólkið getur notað til að þvo sér.“ Ingibjörg segir hundruð þúsunda flóttamanna hafast við í Beirút. „Hjálparstarfsmenn hafa miklar áhyggjur af því að sjúkdómar kunni að brjótast út þegar svona mikið af fólki safnast saman á einum stað. Börn eru farin að veikjast og aðeins hægt að veita fyrstu hjálp. Ég ræddi til dæmis við Mona Hammam, sem stjórnar neyðaraðstoð SÞ í Líbanon, og hún sagði ekki hægt að nota of sterk orð til að lýsa því hversu alvarlegt ástandið væri. Hún sagði það algert brot á öllum mannrétt- indum að láta óbreytta borgara þjást með þess- um hætti. Hún sagði jafnframt grun leika á því að Ísraelsher hefði gert árás á sjúkrahúsið í bænum Bent Jbail.“ Ræddi við lækni í borginni Aðspurð um umfang hjálparstarfsemi í borg- inni sagðist Ingibjörg hafa rætt við lækni hjá Am- erican University Medical Clinic sem hefði kvart- að undan skorti á eldsneyti. „Læknirinn, sem vildi ekki láta nafns síns get- ið, sagði sjúkrastofu þeirra hafa eldsneyti til að framleiða orku í þrjár vikur til viðbótar. Hann sagði þegar búið að slökkva á loftræstingunni til að spara orku sem myndi í besta falli duga í þenn- an tíma. Þegar eldsneytið verður búið verður ekki hægt að dæla vatni, svo að ástandið er mjög alvarlegt.“ Ingibjörg sagði von á meira eldsneyti til borg- arinnar. „Tvö olíuskip á vegum SÞ eru á leiðinni til Líb- anons. Annað fer til Tripoli, hitt til borgarinnar Zouk. Talsmenn samtakanna segja hins vegar að eldsneytið muni aðeins endast í nokkra daga. Að auki liggja flutningar landleiðina víða niðri, enda öll landamæri sunnan borgarinnar Tripoli lokuð. Það er eins til eins og hálfs tíma bið eftir elds- neyti á bensínstöðvum í höfuðborginni, þar sem það er til.“ Eins og komið hefur fram í fyrri viðtölum Morgunblaðsins við Ingibjörgu hafa skólar í Bei- rút tekið á móti flóttafólki. Ingibjörg segir nú Líbönsk kona mótmælir hernaði Ísraela í Líbanon fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Beirú „Algjört brot á öllum mannréttindum“ I f m a a h v g s þ k a f h a b S l l v b e a s m h t v t þ h s B I á þ H v þ i s l Hjálparstofnanir segja neyðarástand hafa skapast í Beirút, höfuðborg Líbanons, vegna átaka Ísraelshers og Hizbollah- hreyfingarinnar. Baldur Arnarson ræddi við Ingibjörgu Þórðardóttur um hjálparstarf í borginni. hins vegar ljóst að skólarnir geti ekki tekið við fleira fólki. „Við ræddum við talsmenn hjálparstofnunar- innar Rafik Hariri, stofnunar sem aðstoðar flótta- fólk. Þeir sögðu alla skóla yfirfulla. Í einum skól- anum eru 950 manns en aðeins sex baðherbergi og engar sturtur. Þetta er í takt við fullyrðingar hjálparstofnana um að Beirút sé yfirfull og að fólk sé byrjað að fara til Tripoli til að fá húsaskjól. Samt er talið að 30.000 manns séu á leiðinni til Beirút, vegna þess að borgin sé öruggari en svæði sunnan við hana. Þrátt fyrir allt er borgin tiltölulega örugg, enda hafa engar árásir verið gerðar í henni frá því á þriðjudag í síðustu viku. Við hjá BBC erum því örugg hér. Við heyrum að- eins í ísraelskum herþotum. Ég veit þó ekki hvort það endist.“ Bílalestir með hjálpargögn tefjast vegna pappírsvinnu Að sögn Ingibjargar fullyrða talsmenn hjálp- arstofnana að sex bílalestir með hjálpargögn hafi tafist vegna þeirrar kröfu Ísraelshers að fá skýrslur um ferðir þeirra 72 klukkustundum fyrir brottför. b 26 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÍBANON er að sögn Ingibjargar Þórð- ardóttur blaðamanns algjörlega háð inn- flutningi á erlendu eldsneyti og því hafi það haft gríðarleg áhrif á samgöngur í landinu að lokað skuli hafa verið fyrir all- ar helstu aðflutningsleiðir til landsins. Hún segir einn viðmælanda sinn í gær hafa tekið það dæmi af skortinum, að 20 lítrar af eldsneyti seldust nú á 75 Banda- ríkjadali í Beirút, eða á sem svarar 5.440 íslenskum krónum (272 krónur líterinn). Ingibjörg segir ástandið í borginni Tý- rus mun verra. Þar kosti far með leigubíl til Beirút allt að þúsund Bandaríkjadali, eða um 73.000 krónur. Að hennar sögn er því mjög erfitt fyrir venjulegt fólk að flýja frá suðurhluta landsins. Hún segir jafnframt hjálparstofnanir farnar að óttast að spítalar í landinu muni senn skorta eldsneyti til að halda uppi eðlilegri rafmagnsframleiðslu, þótt þeir njóti forgangs fram yfir almenning. Farið í leigubíl á 73.000 kr. MIKILVÆGI STOFNFRUMURANNSÓKNA Eins og fram kom í frétt í Morg-unblaðinu í gær verður heim-ilt „að einrækta fósturvísa til stofnfrumurannsókna verði drög að frumvarpi um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun samþykkt, auk þess sem heimilt verður að nota til stofn- frumurannsókna fósturvísa sem bún- ir eru til með glasafrjóvgun í æxlun- arskyni en nýtast ekki í þeim tilgangi“. Hér er verið að rýmka nokkuð þær heimildir sem þegar hafa verið fyrir hendi við öflun stofnfrumna í rann- sóknaskyni. Morgunblaðið hefur áð- ur lýst þeirri skoðun að erfitt sé að „færa siðferðisleg rök fyrir því að í samfélögum þar sem fóstureyðingar og glasafrjóvganir eru leyfðar sé staðið gegn rannsóknum á stofnfrum- um“, eins og sagði í leiðara í byrjun ágúst 2001. Þar var þó jafnframt ítrekað að „tryggja verður með öllum tiltækum ráðum að rétt sé staðið að öflun og meðhöndlun fósturvísanna og strangar reglur settar til að fyr- irbyggja misnotkun á þessu rann- sóknarsviði sem vissulega snertir viðkvæma þætti mannlegrar tilvist- ar“. Þrátt fyrir að hér sé verið að rýmka heimildir eru þær ótvírætt innan þeirra marka sem réttlætan- legar eru, enda segir í hagsmunamati sem ákvæði frumvarpsins eru grund- völluð á, að einungis sé verið að nýta umframfósturvísa; fósturvísa sem verða til við glasafrjóvgunarmeðferð- ir, en nýtast ekki þar. Einræktunin er einungis heimil í fjórtán daga, eða fram að þeim tíma sem fer að móta fyrir svonefndri frumrák. Einræktun er miðar að því að skapa nýja ein- staklinga er hins vegar alfarið bönn- uð. Stofnfrumurannsóknir hafa orðið tilefni mikilla umræðna og einnig deilna á undanförnum árum, þrátt fyrir að niðurstöður rannsókna sýni ótvírætt að hægt er að lina eða lækna ýmsa sjúkdóma fyrir þeirra tilstilli. Miklar vonir eru því bundnar við auknar rannsóknir á þessu sviði. Ef líkn og jafnvel lækningu fyrir fjölda alvarlega sjúkra manna er hægt að finna með því að nýta lífsýni – eða „hráefni“ – sem annars hefði verið eytt, þá hlýtur að vera bæði siðferð- islega rétt og mannúðlegt að gera það. Ef frumvarp þetta verður að lög- um, þá mun það gefa mörgum von um betra líf eða lengra líf jafnvel þótt eðli málsins samkvæmt þurfi stjórn- völd að vera vakandi fyrir því að þessi siðferðislega viðkvæmi efniviður sé meðhöndlaður af tilhlýðilegri virð- ingu. SRI LANKA OG FRIÐARGÆSLA Átökin á milli tamílsku tígranna(LTTE) og stjórnarhersins á Sri Lanka harðna frá degi til dags og hafa kostað fjölda manns lífið. Þetta er mikið áhyggjuefni, því fátt ef nokkuð bendir til þess, að draga muni úr átökum á næstunni. Vopnahléssáttmáli á milli stríðandi fylkinga hefur verið við lýði í landinu frá því í febrúar 2002, en þar til sá sáttmáli öðlaðist gildi, fyrir milli- göngu Norðmanna, hafði borgara- styrjöld ríkt í landinu í 19 ár, eða allt frá því í júlímánuði 1983, og kostað yfir 65 þúsund manns lífið. Við Íslendingar höfum lagt okkar af mörkum við friðargæslu á Sri Lanka með því að senda friðargæslu- liða til landsins, sem taka þátt í starfi norrænu eftirlitssveitarinnar, Sri Lanka Monitoring Mission (SLMM), sem hefur eftirlit með því að deiluað- ilar brjóti ekki sáttmálann um vopna- hlé. Brotin á þeim rúmu fjórum árum sem sáttmálinn hefur verið í gildi eru fjölmörg á báða bóga, en þó hafa tam- ílsku tígrarnir framið mikinn meiri- hluta brotanna, samkvæmt niður- stöðum yfirmanns SLMM. Það er rétt hjá Ulf Ericsson, yf- irmanni SLMM, að það myndi hafa í för með sér hörmulegar afleiðingar fyrir alla íbúa Sri Lanka ef allsherj- arstríð brytist út í landinu á nýjan leik. En engu að síður virðist sú hætta blasa við, að slíkt geti gerst. Í því ljósi þurfum við Íslendingar að endur- skoða afstöðu okkar til þátttöku í friðargæslu á þessu fjarlæga átaka- svæði. Það hafa Danir, Finnar og nú síðast Svíar þegar gert og hafa ákveðið að kalla fulltrúa sína í SLMM heim. Stjórnvöld þessara landa hafa tekið ákvörðun um heimkvaðningu friðargæsluliðanna vegna hótana tamílsku tígranna, um að öryggi full- trúa frá Evrópusambandslöndum verði ekki lengur tryggt af hálfu tígranna. Þessi harðnandi afstaða LTTE í garð friðargæsluliða frá Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð er af- leiðing þess að Evrópusambandið hefur skilgreint Liberation Tigers of Tamil Eelam (LTTE) sem hryðju- verkasamtök. Sú skilgreining hleypti friðarviðræðum á milli deiluaðila í bál og brand og viðbrögð þessara þjóða eru að sjálfsögðu þau, að kalla full- trúa sína heim. Það er afar hæpið að hægt sé að réttlæta að Íslendingar fjölgi sínum fulltrúum í friðargæslusveitinni, eins og Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, sagði í samtali við Morgun- blaðið á laugardag, að líklegt væri að gert yrði. Vandséð er raunar í hvers umboði talsmaður eftirlitssveitarinn- ar slær fram slíkum staðhæfingum. Það er íslenskra stjórnvalda og þá ut- anríkisráðherra að taka slíka ákvörð- un, ef hún á annað borð er tekin. Þátt- taka okkar Íslendinga í þessu friðargæsluverkefni byggðist í upp- hafi ekki síst á því, að samkvæmt vopnahléssáttmálanum skyldi komið á samnorrænni friðargæslusveit und- ir forystu Norðmanna sem hefði eft- irlit með því að deiluaðilar héldu sátt- málann. Við brotthvarf þriggja Norðurlandaþjóða hafa forsendur verkefnisins gjörbreyst. Að því þarf Valgerður Sverrisdóttir utanríkis- ráðherra að huga, þegar hún tekur ákvörðun um frekari þátttöku Íslend- inga í verkefninu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.