Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.08.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 31 MINNINGAR ✝ Matthea K.Jónsdóttir Ped- ersen, fæddist á Baulhúsum í Auð- kúluhreppi í V-Ís. 25. maí 1904. Hún lést á dvalarheim- ilinu Sólvangi í Hafnarfirði 27. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmunda María Gísladóttir ljósmóð- ir og Jón Bjarni Matthíasson, bóndi og skipstjóri á Auð- kúlu í Arnarfirði. Systkini Matt- heu voru átta, og náðu fimm full- orðinsaldri. Eftirlifandi systkini eru: Guðrún húsmóðir, Hafnar- firði, og Páll Marinó trésmiður, Hafnarfirði. Matthea giftist Herbert Peder- sen matreiðslumanni 23. júní 1934, en hann lést 25. des. 1972. Þau eignuðust fjögur börn, tví- bura sem dóu í bernsku, Jón, f. 18. okt. 1935, kvæntur Arnheiði Guðfinnsdóttur frá Patreksfirði en þau eru bæði lát- in, þau voru barn- laus; og Poul Er- ling, f. 24. okt. 1939, kvæntur Mörtu Maríu Hálf- danardóttur. Barnabörnin eru þrjú og í aldursröð: Guðjón, f. 10. nóv. 1957, Herbert Er- ling, f. 5. maí 1969, og Hálfdan Lárus, f. 19. júlí 1972. Barnabarnabörnin eru fjögur og í ald- ursröð: Frank Fannar, f. 1. júlí 1990, Lára Kristín, f. 23. maí 1994, Andrea Rut, f. 27. apríl 1999, og Matthea Lára, f. 27. apr- íl 2000. Matthea fór ung að heiman og réðst í vist í Reykjavík, en lengst af starfaði hún við matreiðslu, meðal annast í tengslum við Hót- el Borg. Útför Mattheu verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Tímaglasið er tæmt. Allt líf, sem kviknar, á sér sitt upphaf og að lokum sinn endi. Eitt hundrað og tvö urðu árin. Tvenn aldamót næstum af- greidd. Elskuleg tengdamóðir mín hefur kvatt þennan heim með sömu hógværð og sömu hæversku, sem svo mjög einkenndu hana öll síðustu árin, sem hún setti hag sinn og framgang í annarra hendur. Morgunverður snæddur – litlu síðar augunum lokað – tímaglasið tæmt – langþráðum tímamótum náð. Tengdamóðir mín Matthea, eða Matta eða bara amma, eins og við öll kölluðum hana, var stór í sniðum. Það voru margir stórir og sterkir stafir í hennar stafrófi – styrk hennar var ekki síst að finna í allri þeirri hógværð, sem hún sýndi, þegar valið var ekki annað. Við þekktumst vel, ég og amma, tengdamóðir mín. Við bjuggum undir sama þaki í 12 ár. Tengdamóðir mín var ættuð úr Arn- arfirðinum – Auðkúla var bærinn hennar – bernskuheimilið. Þar – ásamt foreldrum sínum, einni systur og þremur bræðrum – eyddi hún glaðværri og ætla má áhyggjulítilli en vinnusamri æsku sinni. Margar sög- ur sagði hún okkur frá þessum glað- væru tímum og frá ýmsum skemmti- legum persónum úr firðinum, sem verulega settu svip sinn á umhverfið. Hún gæddi þær allar lífi með skemmtilegri frásögn sinni. Smá– sögur vaxa og stórsögur hjaðna eftir því hver á heldur, en tengdamóðir mín hélt skemmtilega vel utan um all- ar þessar frábæru frásagnir – góður hlátur fylgdi svo gjarnan í kjölfarið. Hún elskaði sveitina sína og bernsku- slóðir, og þangað hvarflaði hugurinn í sífellu, þegar árin fóru að færast yfir. En klukkan tifar. Undir tvítugt yf- irgaf hún sveitina sína og hélt út í heim – þ.e.a.s. til Reykjavíkur – þar réð hún sig í vist til ýmissa aðila. Það var partur af námi í þá daga. Hún réðst svo til starfa á Hótel Íslandi, sem var miðpunktur bæjarins og annað starfandi hótelið í Reykjavík á þeim tíma. Þar kynntist hún manni sínum Herbert Pedersen, dönskum matreiðslumanni, sem þar var að störfum. Þau giftu sig, eignuðust fjögur börn; tvíbura, sem dóu fljót- lega eftir fæðingu, svo synina Jón og Poul. Eftir að maður hennar lést og synirnir kvæntir og farnir að heiman bjó tengdamóðir mín ein í húsi sínu um alllangt skeið, uns hún flutti í litla íbúð, sem sonur hennar innréttaði undir sama þaki og við fjölskyldan bjuggum í á Markarflöt í Garðabæ. Já, við tengdamæðgurnar þekktumst vel og hún var mér sem besta móðir – en við áttum hvor sitt heimilið og virt- um þau landamæri. Tengdamóðir mín var stórbrotin kona, hún var skoðanaákveðin, en hlý, skemmtileg og gefandi. Bakdyr okkar beggja sneru að sama sólbaðspallinum – og þar mættumst við á morgnana, þegar tími vannst til – og veður leyfði. Þar upphófust gjarnan hressandi sam- ræður, samræður sem voru fyrir- hafnarlaust flæði, þær fóru um víðan völl – bæði veraldlegan og andlegan. Í flestu vorum við sammála. Þar bar hæst að stigið skyldi varlega til jarð- ar – aðgát skyldi höfð – og að betra væri að undirgera en yfirgera í vel- flestum málum. Við vorum vinkonur, aldur skipti okkur ekki máli. Þessar samræður voru okkur gott veganesti fyrir daginn. Amma var mikil stemmningskona. Í hartnær 30 ár eyddum við jólum saman og vil ég sérstaklega þakka henni þær sam- verustundir og þá miklu samkennd, sem á milli okkar ríkti. Þessar stund- ir voru mér mjög mikils virði. Son- arsonum sínum var amma góð amma. Hún talaði til þeirra og við þá á þeirra forsendu. Það var svo gott að skreppa yfir til ömmu með ýmis mál, og eins, þegar einhver flík var ekki eins og hún átti að vera. Einhvern veginn var það svo, að nálarnar hennar ömmu voru alltaf ofar í skúffunni en nálarn- ar hennar mömmu, hygg ég að þetta hafi komið öllum hlutaðeigandi vel. Þegar tengdamóðir mín var orðin 92 ára og líkamleg heilsa hennar farin að gefa sig kaus hún sjálf að gera breyt- ingu á sínum högum. Hún flutti á dvalarheimilið Sólvang í Hafnarfirði á 4. hæð. Þar naut hún þeirrar frá- bærustu þjónustu sem um getur. – Hún væri umvafin hlýju og hjarta- gæsku af öllum, sem þarna störfuðu, sagði hún okkur allt frá upphafi dval- ar. Eru öllu þessu góða fólki færðar alúðarþakkir frá fjölskyldunni allri. Það var svo á björtum morgni hinn 27. þ.m., að morgunverði loknum, sem tengdamóðir mín lokaði augun- um og hvarf á vit annarrar birtu. Tímaglasið var tæmt. Far í friði, elskulega tengdamóðir, og hafðu þökk fyrir allt. Marta María. Elsku amma mín. Þá ertu farin frá okkur. Mínar elstu minningar um þig eru frá því að ég gisti hjá þér og afa niðri á Ægisgrund. Ég svaf á milli ykkar í „stóra rúminu“ og man ég mjög vel eftir náttborðunum, því þar var alltaf hægt að finna einhverja nammimola. Jólahald fjölskyldunnar var reglu- lega haldið á Ægisgrundinni og á ég ótal skemmtilegar minningar um jól- in í húsinu þínu þar. Garðurinn þinn var mjög skógi vaxinn og að klifra í trjánum hjá þér er eitthvað sem ég seint gleymi. Þegar ég byrjaði í gagnfræðaskól- anum komst fljótt á sú venja hjá okk- ur að ég heimsótti þig í hádeginu til að fá að borða hjá þér. Við töluðum um heima og geima á þeim stundum okkar. Mér fannst gott að koma til þín, því ég fann það svo vel hvað ég var innilega velkominn í hvert sinn. Takk fyrir öll þau skipti og fyrir minningarnar. Þegar þú fluttist á Markarflötina, þá minnist ég margra stunda með þér, þar sem við töluðum um lífið og tilveruna. Öll áföll í lífinu eru til að læra af þeim, sagðir þú, og á einhvern hátt geta þau verið að færa manni skilaboð. Mér fannst það lærdóms- ríkt að heyra þig tala um þessa hluti. Ég heimsótti æskuslóðir þínar í Arnarfirði með pabba og bróður, sumarið 2003. Veðurblíðan í Arnarfirði og fegurð- in þar var einstök. Það var alveg spegilsléttur sjórinn allan daginn, sem við keyrðum þar um. Við keyrð- um að Auðkúlu og löbbuðum að Baul- húsum, þar sem þú fæddist. Ég veit að hugur þinn var mikið kominn á æskuslóðirnar, undir það síðasta. Mér fannst frábært að koma þangað og geta síðan spjallað við þig um ferð- ina eftir á. Ég mun alltaf minnast þín sem ein- staklega brosmildrar konu. Ég spurði þig á síðasta ári, þegar ég heimsótti þig á herbergið þitt á Sól- vangi, hver leyndardómurinn við há- an aldur væri. Þú sagðir að það væri bara að taka lífinu eins og það er. Við fórum alltaf með bænirnar saman þegar ég gisti hjá þér í æsku. Ég veit að þú ert komin á góðan stað núna, elsku amma mín. Takk fyrir frábæran tíma saman. Guð geymi þig. Herbert Pedersen. Elsku amma. Undanfarin ár áttum við ekki margar stundir saman. Ég heimsótti þig á Sólvang í mínum stuttu heimsóknum til Íslands en allt- af fannst mér sem við varla hefðum kvaðst. Tími og fjarlægð var okkur svo afstætt. Hlýja þín og einlægni átti sér engin takmörk. Ávallt varstu mér kær vinur. Seinni árin, þegar við hitt- umst, héldumst við oft í hendur og ræddum líf og leik, ást og tilfinning- ar. Þrátt fyrir þinn háa aldur var aldrei skortur á skilningi. Ráð þín og lífsviðhorf verða mér alltaf að leiðar- ljósi. Hvíl í friði, elsku amma. Hálfdan Lárus. Elsku systir, nú ertu horfin, blikn- uð sem elding björt. Þú varst alltaf með hugann við Auðkúlu, þar sem við sváfum saman í rúminu undir súðinni og deildum leyndarmálum. Drottinn blessi þig og varðveiti. Drottinn, hún lifir í ljósi hjá þér, fagnaðar geislinn hún vissulega er þótt að ég verði að þreyja um stund þá kem ég síðar að ná hennar fund, af hjarta ég henni þá fagna. Þín systir Guðrún. MATTHEA JÓNS- DÓTTIR PEDERSEN Elskulegur eiginmaður minn, BJÖRN BERGÞÓRSSON efnafræðingur, Digterparken 40, Ballerup, Kaupmannahöfn, andaðist á Herlevspítala mánudaginn 24. júlí sl. Útförin hefur farið fram. Anny Bergþórsson, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæri sambýlismaður og faðir, BENEDIKT B. BJÖRNSSON frá Þorbergsstöðum, Öldugranda 3, sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 26. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.00. F.h. afkomenda og annarra aðstandenda, Magnþóra Þórðardóttir, Birna Dís Benediktsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR FRIÐFINNSSON, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstu- daginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Þingeyrar- kirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 14.00. Rannveig Guðjónsdóttir, Borgný Gunnarsdóttir, Þórir Örn Guðmundsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Skúli Arnbjörn Elíasson, Þorbjörg Gunnarsdóttir, Sigmundur Fríðar Þórðarson, Óskar Gunnarsson, Sigríður Oddný Sigurbjartardóttir, Sævar Gunnarsson, Kristbjörg Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÓLAFUR BRIEM, Grundarlandi 22, sem lést föstudaginn 28. júlí, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 4. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélagið og minningarkort Lions. Edda Jónsdóttir Briem, Ólafur Briem, Sigrún Tryggvadóttir, Kristín Briem, Björn Malmquist, Ása Briem og barnabörn. Sonur minn, bróðir okkar og mágur, EYJÓLFUR GUÐNI SIGURÐSSON, Austurbergi 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Ljósið, endurhæfingarmiðstöð krabbameins- greindra, njóta þess. Unnur Þorgeirsdóttir, Þorgeir Sigurðsson, Þórunn J. Gunnarsdóttir, Sigurður Ingi Sigurðsson, Guðfinna Thordarson, Rósa Karlsdóttir Fenger, John Fenger. Ástkær systir okkar, SIGFRÍÐ SIGFINNSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað sunnudaginn 30. júlí. Jarðsungið verður frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 11.00. Systkinin frá Grænanesi og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.