Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 35
sem sögur fara af. Það var líka alltaf
svo gaman að koma til ykkar afa því
þið tókuð svo vel á móti manni og þú
varst alltaf tilbúin að hlusta og gefa
góð ráð þegar mér lá eitthvað á
hjarta. Mér þykir afskaplega leitt að
Katrín og Anna Steina litla skyldu
ekki fá tækifæri til að kynnast þér
betur, en þær verða bara að fá að
gera það í gegnum afa. Ég finn svo
mikið til með honum afa að vera
orðinn einn, hann á samt marga
góða að sem munu hjálpa honum að
ganga í gegnum þessa sorg. Þó svo
að þetta sé allt hluti af lífinu, þá er
bara svo erfitt að missa þig, en ég er
samt þakklátur fyrir það að þú
þurftir ekki að þjást. Þú varst alltaf
svo falleg og skemmtileg og full af
lífi og þannig munum við minnast
þín, elsku amma mín.
Blessuð sé minning þín.
Þorsteinn Stefánsson.
Elsku amma. Í dag er jarðsungin
amma mín, Helga Kristinsdóttir.
Vegna aðstæðna var samgangur
ekki mikill okkar á milli, en eitt var
það sem aldrei brást, þú hringdir
alltaf í mig á afmælisdaginn minn og
óskaðir mér til hamingju með dag-
inn. Ávallt var gaman að koma til
ykkar afa í Háholtið og var ég í góðu
yfirlæti hjá ykkur þann tíma er ég
stundaði sjó frá Sandgerði sumarið
1995. Að mínu viti var amma vel gef-
in og fróð kona. Hún sagði oft inni-
haldsríkar sögur sem fengu mann til
þess að hugsa, oftar en ekki frá sín-
um uppvaxtarárum sem ég tel að
hafi mótað hana og haft áhrif á allt
hennar líf. Heimilið og öll umgjörð
þar í kring bar glögglega merki þess
hversu vinnusöm og þrifaleg hún
var.
Hin síðustu ár voru samvistir
okkar oftar en ekki í afmælis- og
fjölskylduboðum og var sérstaklega
gaman að því þegar þið afi komuð
óvænt í eitt slíkt 7. júlí síðastliðinn.
Ekki er hægt að ljúka þessum skrif-
um án þess að minnast á það sér-
staklega góða samband sem var á
milli afa og ömmu sem stóð í um 60
ár.
Með þökk fyrir þann tíma sem
okkur var gefinn saman. Hvíl þú í
friði.
Þitt barnabarn
Brynjar Atli.
Takk elsku amma mín fyrir allar
stundirnar. Takk fyrir kaffið og
meðlætið. Takk fyrir spjallið á
kvöldin og kvöldkaffið (og afi fyrir
koníakið). Takk fyrir öll ráðin. Takk
fyrir umhyggjuna. Takk fyrir að
hengja upp úr vélinni þegar ég
gleymdi því og brjóta saman þegar
ég gleymdi því. Takk fyrir allar sög-
urnar. Takk fyrir jólaboðin. Takk
fyrir þolinmæðina. Takk fyrir minn-
ingarnar. Takk, elsku amma mín.
Við Egill knúsum hann afa fyrir þig.
Jóhann og Egill Máni.
Mig langar að minnast minnar
elskulegu frænku Helgu Kristins-
dóttur sem nú hefur kvatt okkur.
Helga var mér miklu meira en
frænka, ég leit alla tíð á hana sem
systur mína þar sem við ólumst upp
saman mín fyrstu æviár þar sem
Guðríður móðir hennar tók mig ný-
fæddan í fóstur, en móðir mín lést
þegar ég fæddist. Foreldrar mínir
hófu búskap á loftinu í Akri um svip-
að leyti og eldri bróðir minn, Vignir,
fæddist 1931. Þá höfðu foreldrar
mínir tekið í fóstur móðursystur
mína Halldóru sem hafði brennst
illa á heitri feiti, og litu þær Helga
alla tíð á okkur sem bræður sína. Á
síðari árum höfum við Helga oft rifj-
að upp sagnir úr Innri-Njarðvík frá
fyrri hluta sl. aldar en þá voru
Innri-Njarðvíkur lítið samfélag.
Fyrir fimm mánuðum fluttu
Helga og eiginmaður hennar Björn
til Innri-Njarðvíkur, nánast í túnfót-
inn heima í Akri eins og hún oft
nefndi. Þarna þekkti Helga hverja
þúfu og kennileiti en Helga var fróð-
ust þeirra sem ég þekki til um allt
sem viðkom Innri-Njarðvík. Mörg-
um gönguferðunum tók Helga þátt í
um æskuslóðirnar þar sem hún
miðlaði af fróðleik sínum sem
ánægjulegt hefði verið að eiga á
prenti en Helga var bæði ritfær vel
og minnug.
Helga var hæfileikarík kona og
nutu hæfileikar hennar sín vel í
hannyrðunum. Hún var snilldar-
saumakona og saumaði ósjaldan föt
á elstu dætur mínar og bar hver flík
vandvirkni og smekkvísi Helgu
glöggt vitni. Dætur mínar minnast
m.a. rauðu „leðurkápanna“ og
glæsilegu samfestinganna sem
Helga saumaði á þær og alltaf var
jafnspennandi að koma til Helgu og
máta og sjá sig í vængjaspeglinum
sem virkaði eins og í speglasalnum í
Tívolí, þar sem þær gátu séð enda-
laust inn úr speglinum og hreyft
vængina til og frá og leyft huganum
að fara á flug.
Sú hefð myndaðist að fjölskyldan
heimsótti Helgu og Bjössa í Háholt-
ið um miðjan daginn á aðfangadag.
Sjaldnast var Harpa með mér þar
sem hún stóð í ströngu við að und-
irbúa kvöldið en börnin komu með
og þáðu góðgæti hjá Helgu og
Bjössa og glöddu yngsta soninn og
afmælisbarnið Höskuld.
Helga naut sín í eldhúsinu sínu og
var snillingur að baka allar tegundir
af meðlæti með kaffinu og var af
gamla skólanum þar sem heima-
tilbúið meðlæti þótti sjálfsagður
hlutur, kleinurnar hennar og hjóna-
bandssælan voru lostæti.
Helgu var annt um fjölskyldu
mína og vil ég þakka henni rækt-
arsemi við mig og mína alla tíð.
Fjölskyldan minnist Helgu með
hlýju, söknuði og þakklæti. Við biðj-
um guð að styrkja Bjössa sem hefur
misst lífsförunaut sinn og börnin
þeirra og fjölskyldur sem sjá á eftir
móður, tengdamóður og ömmu.
Megi allar góðu minningarnar ylja
þeim um ókomin ár.
Birgir Guðnason og fjölskylda.
Á einum besta degi sumarins, 21.
júlí sl., fór hún Helga í ferðalagið
langa er liggur fyrir okkur öllum
Þegar ég lít til baka er Helga ein
af þeim er alltaf hafa verið í nálægð.
Fyrst man ég eftir henni á Vall-
argötu 17 er fjölskylda mín bjó á
Vallargötu 19 en þá var Vallargatan
full af lífi. Þar voru margar stórar
fjölskyldur búsettar við götuna.
Á þessum árum voru konurnar yf-
irleitt heimavinnandi og myndaðist
góð vinátta á milli þessa fólks er
hefur haldist alla tíð. Börnin í göt-
unni voru úti að leika sér í þá daga
og ekki var setið yfir tölvum eða
sjónvörpum alla daga eins og geng-
ur og gerist í dag.
Í 15 ár bjuggum við í húsum hvor
á móti annarri í Háholtinu og þá var
aftur farið að skjótast á milli bæja
líkt og á árum áður á Vallargötunni.
Við störfuðum líka saman við
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en
þar starfaði Helga sem ræstinga-
stjóri til margra ára. Helga og hóp-
ur kvenna undir hennar stjórn héldu
Heilbrigðisstofnunni svo glansandi
hreinni að athygli vakti á landsvísu.
Síðast heimsótti ég Helgu og
Björn á nýtt heimili þeirra í Njarð-
vík en þar voru þau eins og ungir
krakkar nýbyrjaðir búskap er þau
sýndu mér nýja húsið.
Við Birgir vottum Birni og allri
fjölskyldunni innilega samúð. Bless-
uð sé minning Helgu Kristinsdóttur.
Stella Olsen.
Ein af bestu konum sem ég hef
þekkt hefur kvatt þetta líf. Við vor-
um æskuvinkonur, unnum saman
hjá KRON í Keflavík, seinna Kaup-
félag Suðurnesja, til margra ára.
Það voru 27 „stelpur“ sem stofn-
uðu 3. sveit í skátafélaginu Heið-
arbúum í Keflavík hinn 2. júlí 1943
og var Helga fyrsti sveitarforingi 3.
sveitar, en þetta var fyrsta skátafé-
lag landsins og já heimsins, sem
hafði bæði drengi og stúlkur í sama
félagi. Helga var frábær foringi,
hvort sem hún stjórnaði fundum,
gönguæfingum eða útilegum og bár-
um við allar virðingu fyrir henni og
hlýddum henni í einu og öllu.
Þegar Helga giftist sínum góða
manni Birni Stefánssyni bættist
hann við í vinahópinn, svo og börn
þeirra fimm.
Helgu var margt til lista lagt, hún
var frábær hannyrða- og sauma-
kona og marga flíkina saumaði hún
fyrir mig.
Ég vil þakka Helgu áralanga vin-
áttu sem aldrei féll skuggi á, alla
hjálp hennar við mig og fjölskyldu
mína sem aldrei gleymist.
Ég bið algóðan Guð að gefa Birni,
börnum, tengdabörnum, ömmu- og
langömmubörnum styrk á sorgar-
stundu.
Hanna.
Okkur langar með nokkrum fá-
tæklegum orðum að minnast okkar
kæru vinkonu Helgu Kristinsdóttur
sem kvaddi þennan heim 21. júlí eft-
ir stutta en óvægna baráttu.
Við erum þó meðvituð um að
Helgu var mærð lítt að skapi. Við
áttum því láni að fagna að vera
næstu nágrannar þeirra hjóna
Helgu og Björns í Háholtinu í 30 ár
og vorum við nokkuð samstiga í að
koma yfir okkur eigin þaki þó vissu-
lega fylgdumst við stundum með
þeirra framandi verklagi, með undr-
un og kannski pínulítilli öfund.
Okkur tókst þó að komast fram úr
á endasprettinum og gátum flutt
inn, árinu á undan. En kannski var
þetta allt með ráðum gert hjá þeim,
því í hönd fór einn harðasti vetur
um árabil. Háholtið var þá ekki til
nema á teikniborðinu og engin veg-
tenging upp holtið í þessa fyrirhug-
uðu götu sem í fyllingu tímans var
moldartroðningur næstu 20 árin.
Að eignast vini eins og þau hjón
verður seint þakkað, vináttu sem
aldrei hefur borið skugga á í öll
þessi ár. Síðasti samfundur okkar
var 6. júlí sl. þegar þau heimsóttu
okkur í sumarbústaðinn og verður
sú heimsókn okkur ætíð dýrmæt, þó
síst af öllu dytti okkur í hug að við
værum að kveðja Helgu í hinsta
sinn.
Elskulegri og samhentari hjón
eru vandfundin, bæði fagurkerar og
smekkleg, og ber heimili þeirra vott
um það. Helga var bráðflink í öllu
húshaldi, en vann sín verk af hóg-
værð. Alltaf var sjálfsagt að aðstoða,
ef eitthvað stóð til hjá okkur. Þau
hjón áttu það sameiginlegt að vera
miklir sagnabrunnar, minnug og
sögðu svo skemmtilega frá um menn
og málefni að unun var á að hlýða.
Góð og mikilhæf kona er gengin
og eru henni færðar þakkir fyrir
samfylgdina í gegnum árin. Hennar
verður sárt saknað.
Góður vinur gleymist aldrei.
Ljósin lifa í minningunni.
Kæri Björn, börn og aðrir að-
standendur, hugheilar samúðar-
kveðjur til ykkar allra.
Rósa, Hörður og dætur.
Kveðja frá St.
Georgsgildinu í Keflavík
Kær skátavinkona er „farin heim“
eins og skátar segja.
Helga var stofnfélagi í Gildinu
okkar, ein af okkar bestu félögum
„ávallt viðbúin“ við hvaða verk sem
henni var falið.
Frábær ferðafélagi í mörgum
ógleymanlegum ferðum en upp úr
standa kannski tvær ferðir er farnar
voru, önnur á Gildisþing sem haldið
var á Þelamörk í Noregi 1972 og síð-
an heimsreisan til Nýja Sjálands
1982. Sú ferð verður okkur ógleym-
anleg á allan hátt, sex vikna ferða-
lag, alls voru 650 gildisskátar sem
tóku þátt í þessu heimsþingi.
Þegar við vorum að innrétta skál-
ann okkar Tjarnarsel, suður á
Hvalsnesi var Helga potturinn og
pannan við gardínusaum og við að
yfirdekkja sæti í stóran sófa, þá
voru basarkvöld hjá stelpunum og
safnað fyrir búsáhöldum í skálann,
en skálinn var hlýlegt félagsheimili
fyrir Gildið. Þar héldum við flesta
okkar fundi.
Já, við eru öll þakklát fyrir að
hafa notið vináttu og starfa Helgu í
öll þessi ár.
Við sendum Birni og fjölskyld-
unni allri, innilegar samúðarkveðjur
og biðjum Guð að blessa minningu
Helgu Kristinsdóttur.
Sofnar drótt, nálgast nótt
sveipar kvöldroða himin og sæ.
Allt er hljótt, nú er nótt
Guð er nær.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 35
MINNINGAR
Örn H. Bjarnason
var föðurbróðir minn
og vinur. Nú er hann
þar sem honum líður
vel og skrifar bestu sögu sína í
friðsælu umhverfi. Ég bjó með
honum hjá ömmu Ástu þegar ég
þóttist vera að læra við Mennta-
skólann við Hamrahlíð. Okkur kom
vel saman, tefldum og sögðum sög-
ur. Töluðum um stelpur og fram-
tíðina. Örn var frábær sögumaður
og hjálpaði mér oft þegar ég var
að skila ritgerð í skólanum. Amma
Ásta sá um okkur Örn. Passaði
upp á okkur með einstökum hlý-
hug og áreynsluleysi. Hún var
perlan okkar sem gerði okkur án
efa að betri mönnum.
Þegar við bjuggum saman í
Álftamýrinni sýndi hann mér eitt
sinn kassa sem var falinn í efstu
hillu í fataskáp í forrýminu. Þar
voru smásögur sem hann hafði
skrifað. Ég sökkti mér í að lesa
þær og fannst þær skemmtilegar
enda hann góður sögumaður. Nú
velti ég því fyrir mér hvar þær
séu. Það væri gaman að lesa þær
aftur núna 25 árum seinna og lesa
á milli línanna. Ég er viss um að
ég myndi finna þar mikið af hans
lífssýn og stríðnishugmyndum.
Ég gat því miður ekki verið við
útför Arnar og stutt þar mann sem
ég elska út af lífinu, sem er faðir
minn, og verið huggun bræðra
hans og fjölskyldu en ég fékk þó
þann heiður að signa yfir hann við
kistulagningu og kvaddi hann
þannig. Ég veit að Erni líður vel
núna, hann er að spá og spekúlera
og kannski sendir hann mér hug-
skeyti um sig og ömmu Ástu þar
sem þau sitja og spjalla áreynslu-
laust og án fordóma um lífið og til-
veruna.
Örn minn, hafðu það æði og
knúsaðu ömmu Ástu frá mér. Þið
ÖRN H.
BJARNASON
✝ Örn HelgiBjarnason fædd-
ist í Danmörku 13.
nóvember 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 7. júlí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Dómkirkjunni 18.
júlí.
gáfuð mér þá gjöf að
vera sáttur við það
sem maður hefur
með lítillæti og skiln-
ingi.
Pabbi – ég elska
þig og láttu sorg þína
sameina enn betur
frábæra fjölskyldu í
lambalæri og knús-
um.
Lárus Hall-
dórsson.
Fyrstu kynni mín
af Erni var er ég
byrjaði fyrir allmörg-
um árum í hestamennsku. Örn
vakti eftirtekt. Vel klæddur og
hafði fágaða framkomu, falleg
brún augu og fallegt bros. Bar
með sér heimsborgaralegt yfir-
bragð. Hann var rólegur í fasi,
fylgdist vel með en sagði fátt,
kímdi og fékk sér í nefið og sopa
af diet coke. Hann var hinn virki
hlustandi. Fólk á öllum aldri lað-
aðist að honum.
Það fór ekki fram hjá neinum
hversu skarpgreindur hann var.
Hann var mikill húmoristi en bak
við húmorinn var viðkvæm sál.
Örn hafði orðið fyrir ýmsu mót-
læti í lífinu sem setti svip á allt
hans líf. Meðal annars missti Örn
föður sinn á viðkvæmum aldri. Það
var þungbært. Faðirinn sem alltaf
gat huggað litla drenginn sinn.
Ég á vini mínum mikið að
þakka. Hann gaf mér nýja sýn á
lífið. Og studdi mig og hvatti á all-
an hátt. Örn veiktist hastarlega
fyrir nokkrum árum, að vísu var
farið að bera á sjúkdómseinkenn-
um miklu fyrr. Fékk þokkalegan
bata en þá tók annar sjúkdómur
við. Örn var orðinn þreyttur, vildi
ekki afskipti lækna. Sagðist ekki
eiga afturkvæmt ef hann færi á
sjúkrahús.
Örn var mikill kunnáttumaður í
öllu er varðaði tölvur. En þegar
heilsan fór að gefa sig var sorglegt
að sjá að það sem hann kunni svo
leikandi var nú horfið. Hann veikt-
ist aftur en þurfti ekki að kveljast
lengi. Guð er líknsamur og mis-
kunnsamur. Takk fyrir allt sem þú
gafst mér, elsku Örn minn, og Guð
blessi þig.
Þín
Guðrún.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
VALGARÐS STEFÁNSSONAR.
Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir,
Ásdís Ingibjargardóttir,
Guðlaugur Valgarðsson, Guðrún Helga Stefánsdóttir,
Lárus Valgarðsson,
Valgerður R. Valgarðsdóttir
og afabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓHANN MAGNÚS GUÐMUNDSSON
vélvirki,
(frá Suðureyri við Súgandafjörð),
Hjarðarhaga 30,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landakotsspítala sunnudag-
inn 30. júlí, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 8. ágúst
kl. 13.00.
Björg Sigurðardóttir,
Kristjana Jóhannsdóttir,
Elín G. Jóhannsdóttir, Gylfi Björgvinsson,
Inga Jóhannsdóttir, Hendricus Bjarnason,
Magnús J. Jóhannsson, Birna Davíðsdóttir,
afabörn og langafabörn.