Morgunblaðið - 02.08.2006, Page 43
og litið er inn í hugarheim almúgamanns á
17. öld og fylgst með hvernig er hægt að
gera morgundaginn lítið eitt bærilegri en
gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31.
ágúst.
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og
misindismenn. Reykjavík í íslenskum
glæpasögum.
Ritað í Voðir er sýning Gerðar Guðmunds-
dóttur. Gerður safnar bókstöfum úr ís-
lenskum handritum svo og laufblöðum
haustsins, þrykkir á síður og býr til hand-
rit og bækur. Safnið er opið virka daga kl.
9–17, laugardaga kl. 10–14.
Sýning á teikningum Halldórs Bald-
urssonar byggðar á Vetrarborginni eftir
Arnald Indriðason. Teikningar Halldórs eru
til sölu. Opið mán.–fösd. kl. 9–17, laugard.
kl. 10–14.
Laufás | Kvöldvaka í Gamla bænum. Har-
aldur Þór Egilsson safnkennari Minja-
safnsins á Akureyri, flytur erindi 3. ágúst
kl. 20.30. Opið er til 22 í Gamla bænum
og veitingasalnum í Gamla prestshúsinu
þetta kvöld. Allir velkomnir.
Minjasafnið á Akureyri | Gönguferð með
leiðsögn um fornleifauppgröftinn á Gás-
um. Gengið frá bílastæðinu við Gáseyrina
3. ágúst kl. 20. Þátttaka í göngunni kostar
300 krónur. www.gasir.is og www.akmus.is
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef
þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef
þú giftist fjallar um brúðkaup og brúð-
kaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er
unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Ís-
lands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til
15. sept.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl.
10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum
fjölda leikmynda sem segja söguna frá
landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum
munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið
alla daga 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is
Víkin–Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“.
Sýningunni er ætlað að veita innsýn í sögu
togaraútgerðar og draga fram áhrif henn-
ar á samfélagið. „Úr ranni forfeðranna“ er
sýning á minjasafni Hinriks Bjarnasonar
og Kolfinnu Bjarnadóttur. Boðið upp á
kaffi.
Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönn-
un sýnir fjölbreytnina í tískugeiranum og Í
spegli Íslands, um skrif erlendra manna
um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk
þess helstu handrit þjóðarinnar á hand-
ritasýningunni og Fyrirheitna landið.
Skemmtanir
Hressó | Hljómsveitin Bermuda verður
með húkkaraball 3. ágúst kl. 22.
Uppákomur
Laufás | Markaðsstemming í þjóðlegu um-
hverfi 7. ágúst kl. 13.30–14. Handverk,
matvara og lifandi tónlist. Veitingar í
Gamla prestshúsinu opið kl. 9–18.
Minjasafnið á Akureyri | Gengið verður
frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, 5. ágúst
kl. 14. Gangan tekur um eina og hálfa
klukkustund. Þátttaka í göngunni er
ókeypis. Leiðsögumaður: Hörður Geirsson,
safnvörður á Minjasafninu á Akureyri.
Fyrirlestrar og fundir
Garðyrkjufélag Íslands | Garðaganga
verður í Garðabæ í kvöld. Gengið verður
undir leiðsögn Sigurðar Þórðarsonar verk-
fræðings og frv. varaformanns Garðyrkju-
félagsins. Mæting er við Fjölbrautaskóla
Garðabæjar kl 20.
Krabbameinsfélagið | Góðir hálsar, stuðn-
ingshópur um krabbamein í blöðruháls-
kirtli, verða með rabbfund í húsi Krabba-
meinsfélagsins í Skógarhlíð 8 í Reykjavík,
2. ágúst kl. 17.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | 15. ágúst
Fjallabaksleið syðri: Hvanngil – Emstrur –
Fljótshlíð 17. til 21 ágúst: Sprengisandur –
Hljóðaklettar – Raufarhöfn – Langanes –
Dettifoss – Kjölur: Allir eldri borgarar vel-
komnir. 16 ára reynsla. Upplýsingar hjá
Hannesi í síma 892 3011.
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti
matvælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 að Eskihlíð 2– 4 v/
Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið
fjárhagslega, geta lagt inn á reikning 101-
26-66090 kt. 660903-2590.
GA- fundir | Ef spilafíkn er að hrjá þig eða
þína aðstandendur er hægt að hringja í
síma: 698 3888 og fá hjálp.
Frístundir og námskeið
Árbæjarsafn | Boðið er upp á örnámskeið
tengd sýningunni „Diskó & pönk – ólíkir
straumar?“ Námskeiðin eru ætluð börnum
á aldrinum 7–12 ára. Hvert námskeið
stendur í 3 klukkustundir og verða nokkur
undirstöðuatriði í pönk–tónlist og diskó-
dansi kennd. Nánari upplýsingar og skrán-
ing í síma 411 6320.
Útivist og íþróttir
Grasagarður Reykjavíkur | Fræðsluganga
um garðtré og runna verður í Grasagarði
Reykjavíkur í Laugardal 3. ágúst kl. 20.
Vernharður Gunnarsson garðplöntufram-
leiðandi mun leiða gönguna.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 43
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Gullni hringurinn. 9.
ágúst verður ekið um Þingvöll að
Gullfossi, þaðan að Geysi og áfram að
Faxa í Tungufljót. Ekið til baka um
Grímsnesið. Leiðsögumaður er Eirík-
ur Einarsson. Brottför kl. 12.30. Verð:
kr. 3.000, skráning á Aflaganda 40
eða í s: 411 2700.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, spila-
dagur, dagblöðin liggja frammi.
Dalbraut 18–20 | Bridge mánudag
kl. 14. Félagsvist þriðjudag kl. 14. Bón-
us miðvikudag kl. 14. Hádegisverður
og síðdegiskaffi. Uppl. um sum-
arferðir í síma 588 9533.
Félag eldri borgara Kópavogi | Ferð
FEBK um Fjallabaksleið syðri 10.
ágúst. Brottför frá Gullsmára kl. 8 og
Gjábakka kl. 8.15. Leið: Keldur - Lauf-
afell - Álftavatn -Hvanngil - Mark-
arfljótsgljúfur - Emstrur - Fljótshlíð.
Kvöldmatur á Hótel Örk í Hveragerði.
Skráningarlistar í félagsmiðstöðv-
unum.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin. Félagsvist kl. 13,
bobb kl. 17.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna
sumarleyfa starfsfólks fellur starf-
semi og þjónusta niður til þriðjud. 15.
ágúst. Sund og leikfimiæfingar í
Breiðholtslaug, sími 557 5547, eru á
mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl.
9.30. Strætisvagnar S4, 12 og 17.
wwwgerduberg.is.
Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur fyrir
fólk sem glímir við félagsfælni kemur
saman öll miðvikudagskvöld í húsi
Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykjavík.
Hópurinn er öllum opinn. Sjá:
www.gedhjalp.is
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall,
dagblöðin. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13
brids. Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9,
pílukast kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há-
degi og hádegisverður kl. 11.30. Hár-
snyrting 517 3005/ 849 8029.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin.
Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil
miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga
kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu-
hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn
laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn.
Sumarferð 15. ágúst. Nánari upplýs-
ingar 568 3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9–12 aðstoð v/
böðun, kl. 10–12 sund, kl. 11.45–12.45
hádegisverður, kl. 12.15–14 versl-
unarferð í Bónus, Holtagörðum. Kl.
13–14 videó /spurt og spjallað, kl.
14.30-–15.45 kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, morgunstund 10–11, hand-
mennt alm. kl. 11–15.00, kóræfing kl.
13, söngur og dans kl. 14, hárgreiðslu-
og fótaaðgerðarstofur opnar.
Kirkjustarf
Bessastaðasókn | Foreldramorgnar í
Haukshúsum hefjast aftur í dag kl.
10–12. Allir foreldrar ungra barna á
Álftanesi velkomnir. Púttæfingar eldri
borgara á Álftanesi eru á púttvell-
inum við Haukshús kl. 13–15, kaffiveit-
ingar að loknum æfingum.
Dómkirkjan | Bænastund kl. 12.10
–12.30, hádegisverður á kirkjuloftinu
á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í
síma 520 9700 eða domkirkj-
an@domkirkjan.is
Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8
árdegis. Íhugun, altarisganga. Morg-
unverður í safnaðarsal eftir messuna.
Hjálpræðisherinn á Akureyri |
Bænasamvera kl. 12.
Kristniboðssalurinn | Samkoma í
Kristniboðssalnum 2. ágúst kl. 20.
Ræðumaður er Miriam Óskarsdóttir,
kaffiveitingar eftir samkomuna.
Neskirkja | Fyrirbænamessa kl. 12.15.
Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Beð-
ið fyrir sjúkum og hverjum þeim sem
þurfa á fyrirbæn að halda. Alt-
arisganga.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
MENNING
Í REYKHOLTI, þar sem Snorri
Sturluson bjó, er haldin alþjóðleg
kammerhátíð á hverju sumri. Há-
tíðin í ár er sú tíunda og voru upp-
hafstónleikarnir helgaðir Mozart.
Hópur strengjaleikara sem kalla
sig Virtuosi di Praga flutti fyrst
Divertimento í B-dúr KV 137 og
síðan Adagio & fúgu KV XXX.
Leikur sveitarinnar var hressileg-
ur og margt í verkunum var
skemmtilega spilað. Stundum var
flutningurinn þó heldur glanna-
legur; menúettinn í lok fyrri tón-
smíðarinnar hljómaði t.d. eins og
sveitin væri að flýta sér og virkaði
það ósannfærandi. Fúgan í lok
þeirrar síðari var ekki heldur
nægilega vel spiluð; neðri radd-
irnar voru óhreinar og skemmdi
það heildarhljóminn.
Sem betur fer lagaðist hljóð-
færaleikurinn er á leið tónleikana.
Næturserenaða KV 239, sem var
síðasta atriði tónleikanna, var yf-
irleitt spiluð af nákvæmni þótt
maður saknaði óneitanlega fág-
unarinnar og heiðríkjunnar sem
einkennir tónlist Mozarts. En
sjálfsagt er það að einhverju leyti
smekksatriði hvernig á að túlka
hana.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söng
konsertaríuna Exultate Jubilate
með Virtuosi di Praga og gerði
það ákaflega vel. Rödd hennar var
í senn silkimjúk, kraftmikil og
tær. Og sónata í e-moll KV 304 í
flutningi þeirrar Auðar Hafsteins-
dóttur fiðluleikara og Steinunnar
Birnu Ragnarsdóttur, píanóleikara
og listræns stjórnanda hátíð-
arinnar, var himnesk; túlkunin var
blæbrigðarík og tilfinningaþrung-
in. Tónlist Mozarts er vand-
meðfarin vegna þess hve „míní-
malísk“ hún er; hún segir
ótalmargt í fáum dráttum, sem
þýðir að feilnótur verða meira
áberandi en ella. Þær Auður og
Steinunn voru hinsvegar með allt
sitt á hreinu og var sérstakur un-
aður að hlýða á fókuseraðan fiðlu-
tóninn sem skilaði skáldskapnum í
tónlistinni fullkomlega til áheyr-
enda.
Sömu sögu er að segja um
strengjadúó í G-dúr KV 423 í túlk-
un þeirra Auðar og Þórunnar Ósk-
ar Marinósdóttur víóluleikara.
Hafi ég ekki sagt það áður þá geri
ég það núna: Þær Auður og Þór-
unn Ósk eru með bestu strengja-
leikurum sem við eigum. Leikur
þeirra var frábær, þetta viðkvæma
verk var sérlega fallegt í með-
förum þeirra og var útkoman ein-
staklega hrífandi. Bravó!
Himneskur Mozart
TÓNLIST
Reykholtskirkja
Tónlist eftir Mozart. Flytjendur: Virtuosi
di Praga, Steinunn Birna Ragnarsdóttir,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Auður Hafsteins-
dóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir.
Föstudagur 28. júlí.
Kammertónleikar
Jónas Sen
Morgunblaðið/Golli
„Þær Auður og Þórunn Ósk eru með bestu strengjaleikurum sem við eig-
um. Leikur þeirra var frábær,“ er meðal þess sem segir í gagnrýninni um
tónleika í Reykholtskirkju.
FIÐLUKONSERTARNIR fjórir
sem Antonio Vivaldi samdi ein-
hvern tíma á fyrsta fjórðungi 18.
aldar undir samheitinu Le Quattro
Stagioni hafa nú í nærri öld til-
heyrt vinsælustu klassísku verkum
heims. Síðan 1950 hafa mismunandi
plötuútgáfur skipt tugum ef ekki
hundruðum, og þykir dæmigert að
Árstíðirnar fyrirfinnast jafnvel á
heimilum þar sem annars má telja
klassískar plötur á fingrum ann-
arrar handar.
Það er því kannski skiljanlegt ef
lengra komnum tónlistarunnendum
þykir slíkar ofurvinsældir jaðra við
útjöskun ef ekki verra. Að ekki sé
minnzt á atvinnuflytjendur, er eftir
lauslegum heimildum að dæma
virðast aðeins hafa fært upp verkið
einu sinni eða tvisvar eftir fyrri
flutning Bachsveitarinnar í Skál-
holti 1990 undir forystu Ann
Wallström.
Furðusjaldan, skyldi maður ætla,
fyrir verk er nýtur meiri lýðhylli
en Fimmta sinfónía Beethovens.
Um ástæður dettur manni helzt í
hug að þegar jafnvíðþekkt verk á í
hlut, þyki varla duga minna en að
geta lagt eitthvað verulega nýtt til
málanna. Sem auðvitað útheimtir
dýpri heimildaþekkingu og jafn-
framt frumlegri nálgun en tími og
ráðrúm leyfa í okkar takmarkaða
tónlistarlífi þar sem kalla má
kraftaverk að kammerflytjendur
fáist yfirleitt til að æfa vikum sam-
an dagskrá undir aðeins eina fram-
komu.
Virtist sú tilgáta eiga vel við
fimmtudagstónleikana. Það var
nefnilega engin spurning, að þrátt
fyrir að hafa heyrt Árstíðirnar í
fjölmörgum ólíkum hljóm-
plötuútgáfum fékk ég hér að upp-
lifa konsertana í það ferskum og
persónulegum búningi að það var
nánast eins og að skreppa aftur um
40 ár og kynnast þeim í allra fyrsta
sinn.
Æra myndi óstöðugan að tíunda
í smáatriðum hið geysibreiða litróf
sem einkenndi túlkun Katiar De-
bretzeni og samleikara hennar á
þessum sem betur fór fjölsóttu tón-
leikum. Hugmyndaauðginni virtust
engin takmörk sett, og teygði hún
sig víða talsvert út fyrir stöðluð
mörk „sagnréttrar“ upphafshyggju,
jafnvel þótt almennt væri spilað
undir þeim formerkjum. Hvað
myndu HIP („historically informed
performance“) gúrúar t.a.m. segja
við smellandi Bartók-pizzicato skot-
hvellunum í dýraveiðilýsingum
Haustsins? Eða gætu sömu post-
ular ekki eins fett véfengjandi vísi-
fingur út í kaldglerjaðan sul ponti-
cello ísingarhéla Vetrarins – svo
aðeins tvö dæmi séu nefnd?
Mér stóð innilega á sama um
það. Öllu skipti að bráðheillandi
innlifunin var gegnmúsíkölsk og
sannfærandi fram í fingurgóma.
Ásamt eisufrussandi hrynskerpu og
ótrúlegri styrkvídd, sem sízt væri
ætlandi aðeins sex manna strengja-
sveit auk einleikara og sembals,
var auðheyrt að hér fór túlkun sem
sjaldan þessu vant sagði manni
eitthvað nýtt og viðkomandi um
þriggja alda gamla tónlist. Ýmist á
kampakátum Breughelskum þjóð-
lífsnótum, fínlega ljóðrænu svifi
eða við fítonsmagnaðan veðurofsa.
Enda var hefðbundið klappbann
Skálholtskirkju ósjálfrátt rofið að
leikslokum – og það af ærnu tilefni.
Vivaldi í nýju ljósi
TÓNLIST
Skálholtskirkja
Vivaldi: Árstíðirnar. Bachsveitin í Skál-
holti. Einleikari og leiðari: Kati De-
bretzeni. Fimmtudaginn 27. júlí.
Sumartónleikar í Skálholti
Bachsveitin í Skálholti leikur Árstíðirnar fjórar eftir Vivaldi.
Ríkarður Ö. Pálsson