Morgunblaðið - 02.08.2006, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Alþjóðlegt
orgelsumar í
Hallgrímskirkju
3. ágúst kl. 12.00:
Pamela De Sensi, þverflauta, og
Steingrímur Þórhallsson, orgel.
5. ágúst kl. 12.00:
Christoph Schoener, orgel.
6. ágúst kl. 20.00:
Christoph Schoener, organisti
frá Hamborg, leikur verk m.a. eftir
Mendelssohn, Bach, Mozart og
Schumann.
Á FYRRI tónleikum laugardagsins í Reykholti
söng Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, við meðleik
Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara ís-
lensk lög á borð við „Það kom söngfugl að sunn-
an“ eftir Atla Heimi Sveinsson, „Sofnar lóa“ eftir
Sigfús Einarsson og „Hjá lygnri móðu“ eftir Jón
Ásgeirsson.
Maður hefur svo sem heyrt þessi lög hundrað
sinnum, en engu að síður var sérstök ánægja að
heyra Diddú syngja á tónleikunum því í með-
förum hennar voru lögin óvanalega falleg. Ég t.d.
man ekki eftir að hafa upplifað lag Jóns á þennan
hátt; það var svo tilfinningaþrungið og styrkleika-
jafnvægið á milli raddar og píanós svo vel ígrund-
að að unaður var á að hlýða.
Diddú er skemmtikraftur af Guðs náð. Lagið
eftir Atla Heimi inniheldur langan píanóeinleiks-
kafla og þóttist Diddú aldrei hafa heyrt hann áður
og lét eins og hún vissi ekki hvar hún ætti að koma
inn í laginu. Hér hljómar það eins og lélegur
brandari, en á tónleikunum skelltu áheyrendur
upp úr oftar en einu sinni, enda
voru vandræðalegir tilburðir söng-
konunnar skondnir.
Eftir hlé voru nokkrar aríur og
lög eftir þekkt óperutónskáld á
dagskránni. Þar á meðal var „La
Danza“ eftir Rossini og „La Barc-
heta“ eftir Buratti. „La Barcheta“,
sem er gondólasöngur, er reyndar
hugsaður fyrir karlmann, og er
sömu sögu að segja um „La
Danza“, en Diddú fór þó ákaflega
vel með lögin og söng af viðeigandi
ástríðu. Steinunn spilaði líka fyrr-
nefnda lagið af skáldlegri dýpt, en
ég saknaði skaphitans og snerp-
unnar í því síðarnefnda.
Arían „Una voce poco fa“ úr
Rakaranum í Sevilla eftir Rossini
hefði sömuleiðis komið betur út ef
hún hefði verið studd öfgafyllri pí-
anóleik, en annað var hins vegar
frábært, bæði hjá Steinunni og Diddú. „Casta
Diva“ úr Normu eftir Bellini var t.d. einstaklega
fögur og lokaatriði tónleikanna, arían fræga úr La
Traviata eftir Verdi, sem Diddú hefur sungið við
ýmis tækifæri í gegnum tíðina, var sérlega gríp-
andi, enda spruttu áheyrendur á fætur og æptu af
hrifningu. Óneitanlega var það glæstur endir á líf-
legri dagskrá.
Skemmti-
kraftur af
Guðs náð
TÓNLIST
Reykholtskirkja
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
fluttu lög og aríur eftir Rossini, Bellini, Mozart, Verdi,
Sigfús Einarsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Sigvalda
Kaldalóns, Jón Ásgeirsson o.fl. Laugardagur 29. júlí.
Söngtónleikar
Morgunblaðið/Jim Smart
Gagnrýnandi minnist þess ekki að hafa upplifað „Hjá lygnri
móðu“ á sama hátt og í flutningi Diddúar og Steinunnar Birnu.
Jónas Sen
ÞAU leiðu mistök urðu í gagnrýni
um myndlistarsýningu í Morg-
unblaðinu í gær að rangt var farið
með föðurnafn Dagrúnar Matthías-
dóttur, en hún er annar eigenda
DaLí-gallerísins á Akureyri. Beðist
er velvirðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Rangt farið með nafn
SÝNINGIN „Sýn úr norðri“ er sum-
arsýning listasafnsins í Uppsölum
en það hefur í nokkur ár verið starf-
rækt í sölum gömlu konungshall-
arinnar þar í borg. Sýningin hófst í
Norræna húsinu fyrir tveimur árum
og er nú orðin farandsýning styrkt
af Norræna menningarsjóðnum en í
fyrra var hún í Alvar Aalto-safninu í
Finnlandi. Nafnið „Sýn úr norðri“
undirstrikar það að listamennirnir
sem standa að henni eiga sama bak-
grunn frá norðurslóðum, en þeir
skoða og túlka þrátt fyrir það heim-
inn hver á sinn hátt.
Listamennirnir eru allir með
mikla reynslu af myndlistarstörfum
og hafa tekið þátt í fjölmörgum
listasýningum víðs vegar um heim-
inn. Hinar íslensku Jóhanna Boga-
dóttir og Valgerður Hauksdóttir
eru með verk á sýningunni en aðrir
þátttakendur eru Ulla Fries og
Helmtrud Nyström frá Svíþjóð,
Sonja Krohn frá Noregi ásamt Ullu
Virta og Outi Heiskanen frá Finn-
landi. Verkin á sýningunni eru unn-
in með fjölbreyttri tækni og byggj-
ast á persónulegri þróun hvers
listamanns. Þar má finna málverk,
innsetningar, skúlptúra og grafíkl-
ist.
Viku eftir opnun sýningarinnar í
Svíþjóð opnuðu sömu listamenn sýn-
ingu í Galleri Nordatlantens
Brygge í Christianshavn í Kaup-
mannahöfn. Hún er þar á 1. hæð í
gömlu pakkhúsbyggingunni sem
gerð hefur verið upp og hýsir meðal
annars sendiráð Íslands. Sýningin
var opnuð 17. júní og stendur til 17.
júlí. Verk Jóhönnu og Valgerðar á
„Sýn í norðri“ hafa fengið jákvæða
umfjöllun í fjölmiðlum og í Uppsala
Nya Tidning segir Cristian Karl-
stamt t.d. „að innsetning með graf-
íkverkum Valgerðar Hauksdóttur
skapi heillandi heim þar sem grás-
kalinn sé svo ríkur að maður sjái
þar veröld í öllum litaskalanum“.
Um verk Jóhönnu segir Karlstamt
að „þar séu á ferð hin stóru málverk
unnin með yfirþyrmandi öruggum
kolórisma og djörfum vinnubrögð-
um og að hið stóra form gefi henni
tækifæri til að ná fram sterkri tján-
ingu“. Sýningin í Uppsölum stendur
til 27. ágúst.
Myndlist | Íslenskir myndlistarmenn sýna verk unnin með fjölbreyttri tækni í Svíþjóð og Danmörku
Frá norðri og
túlka heiminn ólíkt
Valgerður Hauksdóttir og Jóhanna Bogadóttir innan um verkin á sýningunni í Kaupmannahöfn.
„MÉR finnst það mikill fengur fyrir
skólann að Hreinn Friðfinnsson sé
að vinna verk fyrir hann. Bæði feng-
ur fyrir skólann og fyrir staðinn. Og
ég vona, og á allt eins von á því, að
þegar þetta verk verður komið hér
upp þá muni fólk leggja leið sína
hingað til að sjá þetta. Hreinn er vax-
andi listamaður, hefur verið það
lengi, hann er vel þekktur erlendis
og hefur gert ýmsa merkilega hluti,“
segir Ólína Þorvarðardóttir, fyrrv.
skólameistari Menntaskólans á Ísa-
firði. 28. júlí sl. undirrituðu hún og
myndlistarmaðurinn Hreinn Frið-
finnsson samkomulag um kaup skól-
ans á útilistaverk-
inu „Ljós“ eftir
Hrein, eins og
fram hefur komið
í fréttum, en
samningurinn var
síðasta embætt-
isverk Ólínu í
starfi skólameist-
ara. Hún lét af
störfum 31. júlí.
Verkið er sett upp
í minningu Jóns Sigurðssonar og
verður það afhent 1. desember nk.
Ákaflega falleg tillaga
Forsaga málsins er sú að fyrir
nokkrum árum stofnuðu hjónin
Marías Þ. Guðmundsson og Mál-
fríður Finnsdóttir Minnisvarðasjóð
Jóns Sigurðssonar og lögðu í sjóðinn
eina milljón króna til þess að koma
upp listaverki í minningu Jóns á lóð
menntaskólans. Sjóðurinn var svo af-
hentur skólanum til varðveislu.
„Listskreytingasjóður ríkisins ákvað
svo að styrkja verkið og samkvæmt
hefð sjóðsins er mynduð ákveðin val-
nefnd. Í þeirri nefnd var Ragnhildur
Stefánsdóttir myndlistarmaður, en
hún var formaður, Finnur Arnar
Arnarson myndlistarmaður og ég,“
segir Ólína en þrír listamenn sendu
inn tillögur að verkinu í lokuðu út-
boði. „Tillagan hans Hreins varð svo
fyrir valinu. Hún þótti ákaflega fal-
leg. Til stendur að verkið verði
þriggja og hálfs metra há ljóssúla.
Inni í súlunni eru flúorlampar sem
lýsa og svo er ljósinu endurvarpað,
svona regnbogaljósi. Þessi súla mun
standa á skólalóðinni og síðan verða
einkunnarorð Jóns Sigurðssonar:
Sómi Íslands, sverð þess og skjöldur,
meitluð í stein á jörðinni í kringum
súluna.“
Framfarahugur og framsýni
Ólína segir að sér hafi strax fund-
ist einhver galdur vera í tillögu
Hreins. „Þetta heitir bara einfald-
lega ljós. Það er ekkert meira sagt.
Mér finnst þetta svo fallegt. Ljósið
úr perunum er svokallað dagsljós eða
heilsuljós, en þannig ljós hefur
heilsufræðilega eiginleika, varnar
gegn þunglyndi og veitir dagsbirtu
yfir vetrartímann. Sú hugsun er líka
til staðar í þessu.“ Og Ólínu finnst að
það sé svo sannarlega við hæfi að
reisa fallegan minnisvarða um Vest-
firðinginn Jón Sigurðsson á lóð
Menntaskólans á Ísafirði. „Hann
skrifaði merka grein í „Ný félagsrit“
á sínum tíma þar sem hann talar í
raun fyrir sömu hugmynd og fjöl-
brautakerfið er kennt við þannig að
hann tengist skólamálum á Íslandi.
Hann er táknmynd fyrir framfara-
hug og framsýni.“
Myndlist | Útilistaverk í minningu Jóns Sigurðssonar á Ísafirði eftir Hrein Friðfinnsson
Ljóssúla og
meitluð ein-
kunnarorð
Eftir Jón Gunnar Ólafsson
jongunnar@mbl.is
Hér má sjá nýlega innsetningu Hreins, Án titils (Diver) 2002.
Ólína
Þorvarðardóttir