Morgunblaðið - 02.08.2006, Side 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
PÁLI Stefánssyni hefur verið boðið
að vera meðal tuttugu ljósmyndara
sem á næstu fjórum árum munu
festa á filmu þá
staði sem eru á
heimsminjaskrá
Menningar-
málastofnunar
Sameinuðu þjóð-
anna, UNESCO.
Fljótlega ætti að
skýrast hvaða
verkefni falla
Páli í skaut en
ljóst er að starf-
inn er ærinn enda hefur heims-
minjaskráin að geyma 850 staði
sem dreifast vítt og breitt um heim-
inn. Þeirra á meðal eru Þingvellir
en meðal annarra má nefna
egypsku píramíðana, Machu Pichu-
minjarnar í Perú, Stonehenge á
Bretlandi, óbyggðir Tasmaníu og
Vatíkanið. | 45
Myndar
heimsminjar
UNESCO
Páll Stefánsson
STUNDUM er sagt að fólk fari eitthvað í loftköstum þegar það er að flýta
sér. Gestir Laugardalslaugarinnar voru fæstir að flýta sér í gær, enda
veðrið með allra besta móti. Orðatiltækið að fara eitthvað í loftköstum
kemur þó upp í hugann þegar horft er á þetta brosandi barn sem fékk flug-
ferð í boði pabba í lauginni í gær.
Veðurstofa Íslands spáir því að í dag verði hægviðri og bjart um mestallt
landið, en það er von á lægðum sem gætu lagt leið sína um landið um versl-
unarmannahelgina. „Þær eru að leika sér núna, lægðirnar, og vita ekkert
hvar þær ætla að vera um helgina,“ sagði Kristín Hermannsdóttir, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands, í gær.
Morgunblaðið/Golli
Í loftköstum í lauginni
♦♦♦
UMHVERFISRÁÐHERRA hefur
fyrir sitt leyti fallist á að veitt verði
byggingarleyfi fyrir tveimur nýjum
sumarhúsum skammt frá austur-
bakka Jökulsár á Fjöllum. Þar með
sneri ráðuneytið við ákvörðunum
tveggja undirstofnana sinna en bæði
Umhverfisstofnun og Skipulagsstofn-
un höfðu lagst gegn framkvæmdun-
um.
Húsin sem um ræðir verða byggð í
óskiptu landi Austara-Lands og Sig-
túns. Þau eru utan núverandi marka
þjóðgarðsins í Jökulsárgljúfrum en
Umhverfisstofnun taldi að þau
myndu lenda innan garðsins þegar
hann hefði verið stækkaður í sam-
ræmi við ákvæði í náttúruverndar-
áætlun. Undir það tók Skipulags-
stofnun. Í byrjun sumars stefndi því
allt í að húsin fengju ekki að rísa. Um
miðjan júní greip umhverfisráðuneyt-
ið inn í málið og í kjölfarið féllst
Skipulagsstofnun á að leita eftir áliti
ráðuneytisins. Í álitinu segir að gert
sé ráð fyrir að þjóðgarðurinn teygi sig
100–150 metra út frá ánni og þar sem
bústaðirnir standi fjær leggist ráðu-
neytið ekki gegn byggingu þeirra. Við
það skipti Skipulagsstofnun um skoð-
un og stefnir því allt í að bústaðirnir
rísi.
Samtök um náttúruvernd á Norð-
urlandi hafa mótmælt þessari ákvörð-
un og hvetja Jónínu Bjartmarz um-
hverfisráðherra til að endurskoða
hana. Skora samtökin á ráðherra að
beita sér fyrir því að við friðlýsingu
verði miðað við landslagsheildir eins
og almennt sé lögð áhersla á í dag.
Greinir á um ný mörk
í Jökulsárgljúfrum
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Leggst ekki gegn | 10
SAMANLAGÐUR hagnaður bank-
anna fjögurra, Glitnis, Kaupþings
banka, Landsbankans og Straums-
Burðaráss fjárfestingabanka, eftir
skatt nam rúmum 91,7 milljörðum
króna á fyrstu sex mánuðum ársins
og hefur aukist um tæp 70% sé mið-
að við sama tímabil í fyrra, en þá
nam hagnaður bankanna rúmum 54
milljörðum.
Hagnaður Straums-Burðaráss
jókst hvað mest milli tímabila eða
sem nemur 155% en hagnaður KB
banka jókst um rúm 28% og er það
minnsta aukning hagnaðar hjá bönk-
unum.
Methagnaður hjá Glitni
Þá námu hreinar vaxtatekjur
bankanna fjögurra 68,7 milljörðum
króna á fyrri helmingi ársins sam-
anborið við 33,1 milljarð króna á
sama tímabili í fyrra. Glitnir skilaði
sex mánaða uppgjöri sínu í gær og
nam hagnaður bankans á öðrum árs-
fjórðungi 11 milljörðum króna en
það er mesti hagnaður á ársfjórð-
ungi í sögu bankans. | 12
!
"
#
"
$"
%
&
&'
!
#
()!
Stóraukinn
hagnaður
bankanna
SAMNINGAR Hveragerðisbæjar
og Eyktar ehf. um byggingu 800–
900 íbúða austan Varmár eru gildir,
segir í úrskurði félagsmálaráðu-
neytisins, en minnihluti sjálfstæðis-
manna á síðasta kjörtímabili kærði
ákvörðun bæjarstjórnar um að sam-
þykkja samningana. Ráðuneytið
féllst ekki á sjónarmið sjálfstæð-
ismanna sem töldu m.a. að samning-
arnir brytu gegn rannsóknar- og
jafnræðisreglu stjórnsýslulaga.
Áætlað er að bygging hins nýja
hverfis taki í það heila tólf ár og
íbúafjöldi Hveragerðis tvöfaldist.
Í samningunum við Eykt ehf. felst
að fyrirtækið kaupir landið af
Hveragerðisbæ með því að greiða
fyrir byggingu fyrsta áfanga leik-
skóla á svæðinu og er verðmæti þess
talið vera um 80 milljónir kr. Þá
mun fyrirtækið byggja brú yfir
Varmá, annast gerð holræsa, vatns-
veitu og opinna svæða á skipulags-
svæðinu.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu
samningana á sínum tíma og bentu
m.a. á að endurgjald Eyktar ehf.
fyrir landið hefði verið alltof lágt. Í
lok maí urðu þær breytingar að
sjálfstæðismenn komust í meirihluta
og segir Aldís Hafsteinsdóttir bæj-
arstjóri óvíst um framhald málsins.
Til greina komi að fara með málið
fyrir dómstóla eða taka upp við-
ræður við forsvarsmenn Eyktar ehf.
Þorsteinn Hjartarson, oddviti
minnihlutans, fagnar úrskurðinum
og vonar að bæjarstjórnin geti stað-
ið saman í því að byggja upp bæinn.
Samningar Hveragerðis-
bæjar og Eyktar ehf. standa
&'()*
+(),-
%$#
Samningar bæjarins | 11
ÓLAFUR Ólafsson, formaður
Landssambands eldri borgara
(LEB), segir að forsvarsmenn fé-
lagsins hafi fengið skilaboð þess
efnis að skrifuðu þeir ekki undir yf-
irlýsingu ásamt fulltrúum rík-
isstjórnarinnar sem undirrituð var í
síðasta mánuði, þá fengist engin
trygging fyrir því að fjármagn yrði
sett í aukna heimaþjónustu og
rekstraraðstaða hjúkrunarheimila
bætt.
„Ein meginástæðan fyrir því að
við skrifuðum undir þessa yfir-
lýsingu er sú að við sáum ákveðnar
bætur og meiri úrbætur en við
höfum séð áður og við viljum breyta
núverandi ástandi. Við viljum búa
öldruðum viðunandi dvalarrými og
hverfa frá þeirri stofnanavæðingu
sem hér hefur ríkt,“ segir Ólaf-
ur. | Miðopna
Fjármagn
ekki tryggt án
undirskriftar
BROTIST var inn í sprengiefna-
geymslu verktakafyrirtækisins Arn-
arfells við Kárahnjúka í fyrrinótt og
unnar skemmdir á hráefni og lása-
búnaði. Starfsmenn fyrirtækisins
hafa reglulegt eftirlit með geymsl-
unni en þessa nótt var svartaþoka á
svæðinu svo þeir sem brutust inn
náðu að athafna sig án þess að vera
ónáðaðir. Að sögn Sigurbergs Kon-
ráðssonar, verkstjóra Arnarfells á
svæðinu, hafa þeir sem þarna áttu í
hlut klippt gat á girðingu og skriðið
þar í gegn. Skorið var á tíu poka með
efni sem notað er til að búa til
sprengiefni en efnið skemmdist síð-
an þegar rigndi ofan í það. Einnig
hefur verið reynt að brjóta upp eða
skemma lása geymslunnar og þurfti
að skipta um þá í gær. Sigurbergi
þykir ljóst að þarna hafi mótmæl-
endur Kárahnjúkavirkjunar verið á
ferð en þeir hafi truflað starfsemi
Arnarfells nokkuð síðustu daga.
Brotist inn í
sprengiefna-
geymslu við
Kárahnjúka
♦♦♦