Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 4

Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Viltu gerast ferðaráðgjafi? Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn hér á landi sem býður upp á alþjóðlegt nám frá IATA/UFTAA, sem eru alþjóðleg samtök flugfélaga og ferðaskrifstofa, og útskrifar skólinn á hverju ári „ferðaráðgjafa“ til starfa hjá flugfélögum, ferðaskrifstofum og við aðra ferðaþjónustu. Með aukningu ferðamanna hefur þörfin eftir fólki með slíka menntun aldrei verið meiri. Flestir, sem útskrifuðust í vor, fengu starf innan ferðaþjónustunnar að loknu námi. www.menntun.is JÓNAS Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), segist mjög ósáttur við úrskurð kæru- nefndar vegna ákvarðana FME en á mánudag felldi hún úr gildi ákvörðun FME um að hópur stofnfjáreiganda fari sameiginlega ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH). Jónas segir að úrskurður nefndarinnar beri keim af því að búið sé að ákveða að leggja þessa kærunefnd niður, þetta séu fjörbrot nefndarinnar. „Mér finnst niðurstaðan illa rökstudd og nefndin reynir að koma sér hjá því að taka efnislega á mál- inu. Ég hvet alla til að lesa úrskurðina því þar er hægt að sjá hvernig peningaslóðin liggur á milli að- ila að málinu,“ segir hann. Jónas bendir á að í úrskurðinum sé byggt á því að FME hafi ekki tekist að sanna samstarf milli að- ila sem voru til rannsóknar vegna viðskipta með stofnfjárhluti í SPH. Nefndin geri að þessu leyti geysiháar kröfur um sönnunarbyrði. „Sérstaklega í ljósi þess að allir aðilar sem tengdust málinu neit- uðu samstarfi við Fjármálaeftirlitið á öllum stigum málsins. Þeir neituðu meðal annars ítrekað að svara fyrirspurnum. Þessi sama kærunefnd hafði áður komist að því að Fjármálaeftirlitið mætti spyrja þessa aðila en að þeir þyrftu ekki að svara.“ Jónas segir að þrátt fyrir þetta hafi FME getað sýnt fram á peningaslóð á milli þessara aðila og þar hafi verið um verulegar fjárhæðir að tefla. Í ljósi þessa sé sérstaklega ósanngjarnt af nefndinni að segja að ákvörðun FME hafi byggst á sögusögn- um, það sé einfaldlega rangt. „Það var þagnarmúr sem var reistur um þessi viðskipti en hann brast loksins og upplýsingar komu upp á yfirborðið. En það var ekki það sem réð úrslitum heldur var það peningaslóðin sem lá á milli manna. Það var þessi slóð sem við töldum að sýndi fram á að menn væru í samstarfi. Nefndin hafði ekki mikinn áhuga á að skoða þetta eða kalla eftir frekari gögn- um.“ Jónas gerir sömuleiðis at- hugasemd við það álit nefndarinnar að FME hafi ekki gefið þeim aðilum sem rannsóknin beindist að næg tækifæri til að koma að andmælum. „Að mínu mati fengu þeir fullt svigrúm til andmæla, ef þeir hefðu kært sig um það,“ segir Jónas. Þá hafi kæru- nefndin ekkert fjallað um hvaða andmælum þeir vildu koma á framfæri eða hvort það hefði haft ein- hverja þýðingu fyrir niðurstöðu málsins. „Þar með er nefndin í raun og veru að bregðast hlutverki sínu því það liggja fyrir hæstaréttardómar um að sjálf- stæðar úrskurðarnefndir geti, ef þær telja að and- mælaréttar hafi ekki verið gætt, bætt úr þeim galla við meðferð sína á málinu.“ Nefndin hafi enga til- raun gert til þess. Önnur úrræði lögreglu Það sem sé þó alvarlegast varði þá niðurstöðu nefndarinnar að eftir að FME vakti athygli rík- islögreglustjóra á að hugsanlega hefðu verið fram- in refsiverð brot í viðskiptum með stofnhluti í spari- sjóðnum, hafi FME brostið vald til að fjalla frekar um málið. „Þetta er í fyrsta lagi þvert gegn nið- urstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í olíu- samráðsmálinu sem þó var miklu stærra mál að öllu leyti. Í öðru lagi gengur þetta gegn þeirri hugs- un sem er í löggjöfinni. Það væri mjög alvarlegt fyrir möguleika okkar til að sinna eftirliti almennt og réttargæslu á fjármálamarkaði ef þessi túlkun stæðist,“ sagði hann. Rannsókn lögreglu væri allt annars eðlis en rannsókn FME, lögregla beitti öðr- um aðferðum og hefði önnur úrræði. Markmiðin væru sömuleiðis önnur. Lögregla kanni hvort ein- staklingar séu sekir um refsiverða háttsemi en FME fylgist með heilbrigði markaðarins og heil- brigði viðkomandi fyrirtækis. Þá geti lögregla farið í refsimál en FME geti hugsanlega takmarkað at- kvæðarétt hluthafa í fyrirtækjum. Jónas segir að verið sé að íhuga hvort úrskurð- inum verði skotið til dómstóla og minnir jafnframt á að þegar nefndin hafi verið aflögð muni menn þurfa að leita til dómstóla vegna ákvarðana FME. Það sé mun betri kostur en núverandi fyrirkomu- lag, enda verði þá öll málsatvik og sönnunarfærsla fyrir opnum tjöldum. „Almennt séð þá held ég að þetta kalli enn og aft- ur á vangaveltur um hvort löggjöfin verndi nægi- lega séreðli sparisjóðanna og verji þá gegn yfirtöku eins og stefnt er að í lögunum. Sérstaklega á þetta við þegar um er að ræða fjársterka og útsjónar- sama aðila. Hins vegar hef ég áhyggjur af því að þessi úrskurður geti vakið spurningar meðal er- lendra aðila um það hvort hér séu nægileg úrræði til að fylgjast með eignarhaldi fjármálafyrirtækja. Ég hlakka að minnsta kosti ekki til þess ef erlend greiningardeild spyrst fyrir um úrræði okkar til að hafa eftirlit með eignarhaldi í ljósi þessarar nið- urstöðu,“ segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjár- málaeftirlitsins. Segir úrskurð um ákvarðanir FME órökstuddan og illa unninn Til marks um fjörbrot kærunefndarinnar Eftir Rúnar Pálmason nunarp@mbl.is Jónas Fr. Jónsson FORSÆTISRÁÐHERRA, Geir H. Haarde, hefur þegið boð Ómars Ragnarssonar um að skoða Kára- hnjúkasvæðið með leiðsögn hans. Ómar bauð Geir og Þorgerði Katr- ínu Gunnarsdóttur, mennta- málaráðherra, í ferð með sér en sagði í samtali við Morgunblaðið að Geir hafi hringt í sig í gærkvöldi og þegið boðið fyrir alla ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. Ómar var hinn kátasti með þessa lyktan mála og bjóst við að ferðin yrði farin næstkomandi laugardag. Hann var ekki fullviss um að allir ráðherrar flokksins myndu koma með en bjóst ekki við öðru en að það væri lítið mál að leysa ef upp kæmi. Auk ráðherranna hafa þrír yf- irmenn fjölmiðla þegið boð Ómars um að skoða Kárahnjúkasvæðið og verður einnig farið með þá á næstu dögum, að sögn Ómars. Þetta eru þeir Páll Magnússon útvarpsstjóri, Sigurjón M. Egilsson ritstjóri Blaðsins og Sigmundur Ernir Rún- arsson fréttastjóri NFS. Að sögn Ómars hafa allt að 50 manns farið með honum í ferðir um Kárahnjúkasvæðið í sumar en hann hefur eins og kunnugt er staðið fyr- ir skipulögðum ferðum með almenn- ing í viðleitni sinni til að kynna svæðið, hvort heldur er á flugvél eða jeppa. Einnig hefur hann farið í gönguferðir með fólk um svæðið. „Öllum þykir mikið til koma, því fólk fær á skömmum tíma gott tæki- færi til að sjá hvað um er að ræða,“ segir hann. Ómar líkir sér við bíó- stjóra með því að sýna svæðið og segir hann suma gesti sína hafa orð- ið svo djúpt snortna að þeir gátu ekki haldið aftur af tárunum. Fólk verður hissa á því sem það sér Ómar segist líka hafa verið á svæðinu í fyrra en þá hafi enginn haft áhuga á að fljúga með honum yfir svæðið. „En nú vilja allir fljúga – þetta er mjög sérkennilegt. Fólk sagðist í fyrra ekki vilja eyða pen- ingum í að skoða grjót og urð. En nú er þetta allt öðruvísi og fólk sér allt annað en það átti von á. Það hefur t.d. ekki sést mynd af hinum stóra og langa upphleypta vegi, varnargarðinum svokallaða, í nein- um fjölmiðli nema þegar ég sýndi hann í Sjónvarpinu í fyrra. Fólk verður óskaplega hissa að sjá þetta mikla mannvirki og fræðast um hvaða hlutverki hann eigi að gegna.“ Ómar notar tvær flugvélar fyrir útsýnisflugið auk jeppa sem hann hefur á svæðinu. Sjálfstæðismenn þiggja boð Ómars Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Andra Karl Morgunblaðið/RAX Ómar Ragnarsson hefur í sumar, eins og í fyrrasumar, verið með flugferðir um Kárahnjúkasvæðið. „ÚRSKURÐIRNIR þrír eru allir á þá leið að Fjármálaeftirlitið (FME) hafi ekki farið að stjórnsýslulögum við þessar ákvarðanir þegar verið var að svipta menn atkvæðisrétti á aðal- fundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Það er hlutur sem við höfum haldið fram, að FME hafi farið offari í rannsóknum á valdaskiptunum í SPH og það er til dæmis vikið að því í úrskurðunum að hlaupið hafi verið eftir sögusögnum og kjaftasögum sem einhverjir sem betri aðgang hafa að FME en aðrir hafi komið á framfæri við þá,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstarétt- arlögmaður og stofnfjáreigandi í SPH. „Ég er mjög ánægður með það að kærunefndin skuli hafa tekið á þessu máli og snúið þessu við en líka dapur og vonsvikinn yfir því að lög- gjafinn hafi að beiðni FME látið hafa sig út í það að afmá kærunefndina með nýjum lögum. Þannig að þeir sem starfa á fjármálamarkaði í dag geti ekki kært ákvarðanir FME án þess að þurfa að reka málið fyrir dómstólum. Sem er mjög sérstakt. Ég er mjög dapur yfir því að kæru- leið innan stjórnsýslunnar skuli hafa verið afnumin með lögum í sumar, þegar það hafi sýnt sig að hún hafi verið að standa vörð um að það hafi verið farið að réttum stjórnsýslu- reglum á sviði fjármálasviðs rétt eins og á sviði samkeppniseftirlits. Menn gætu rétt ímyndað sér það að áfrýjunarnefnd í samkeppnismálum yrði einfaldlega tekin burt.“ Ánægður en vonsvikinn Sigurður G. Guðjónsson ÞEIR létu verkin tala Kristján Loftsson, eigandi Hvals, og fé- lagar þegar verið var að undirbúa Hval 9 fyrir að fara í slipp í gær- dag. Kristján áætlaði að Hvalur 9 færi upp í slipp stálsmiðjunnar á föstudag en að sögn hans fór skip- ið síðast í slipp árið 1989. Skipið verður yfirfarið og gert klárt til veiða á hval ef til þess kemur að stjórnvöld gefi leyfi til hvalveiða. Kristján segir að góður markaður sé fyrir hvalkjöt í Noregi og Jap- an en aðeins vanti að fá að veiða á nýjan leik. „En við verðum klárir þegar það verður leyft,“ sagði Kristján að lokum. Tilbúnir til hvalveiða ef kallið kemur Ljósmynd/Alfons Finsson TVÍTUGUR karlmaður játaði í gær að hafa ráðist á og reynt að nauðga ungri konu á óupp- lýstum stíg í Breiðholti í síð- ustu viku. Hann ógnaði kon- unni með hnífi og fletti klæðum hennar að hluta en hún komst undan eftir að hafa barist á móti og fengið sig lausa. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var maðurinn hand- samaður á vinnustað sínum og mun hann hafa játað við yf- irheyrslur. Óskað hefur verið eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum. Játaði til- raun til nauðgunar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.