Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er á svona augnablikum sem maður áttar sig á því hversu mikilvægt er að vera samvistum við fólk sem maður getur litið upp til. Orðaforði, metnaður og al- mennt yfirbragð þeirra sem eru í kring- um þig hafa áhrif á ákvarðanir þínar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið eykur peningalegt bolmagn sitt með því að standast þá freistingu að eyða út í loftið, en það svarar samt sem áður ekki milljón dollara spurningunni: Áttu að endurnýja tölvuna þína núna eða ekki? Finndu út úr því síðar í vikunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur það sem til þarf til að lifa af í mesta samkeppnisumhverfi sem þú hefur vogað þér í. Það er skynsamlegt að nýta sér þá þjálfun og endurþjálfun sem þér stendur til boða á kostnað fyrirtækisins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ekki svo slæmt að tapa sjálfs- aganum í bili. Líklega þarftu á hvíld að halda. Vogaðu þér að gera eitthvað alger- lega út úr kortinu, eins og til dæmis að leggja þig um miðjan dag! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið lendir í heillandi baráttu við ein- hvern sem er með skapgerð á við teketil. Það augljósasta væri að slökkva á hellunni og láta trekkja í smástund og njóta þess svo að fá sér sopa saman. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan slakar yfirleitt aldrei nægilega vel á til að byrja að láta sér leiðast. Það á heldur ekki eftir að gerast í dag, en er kannski eitthvað til þess að stefna að í framtíðinni. Gerðu það sem þú getur til að létta á þér. Þú færð ótrúlegustu hug- myndir þegar streitan er ekki að hrella þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fólk sem blæs stærstu mistök upp úr öllu valdi og gerir stórmál úr þeim er yfirleitt frekar þreytandi. Þú gerir hið gagnstæða og það fer þér vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft ekki að berjast af alefli til þess að halda í það sem þú hefur, það mun fylgja þér. Temdu þér meira styrkjandi hugsanaferli. Það sem þú hefur er ekki þitt af tilviljun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn fer líklega ekki á fundinn sem hann hafði hugsað sér að fara á og erfitt verður að ná tali af öllum sem voru á listanum. Hver þarf á samræðum að halda ef hægt er að tjá sig með meira af- gerandi hætti – gerðum sínum? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástæðan fyrir því að það er enginn fjár- sjóður þar sem regnboginn endar er sú að gullið er í miðjunni – einmitt þar sem þú ert í dag. Meðtaktu þennan áhugaverða miðpunkt í verkefni sem þú ert að vinna að og eyddu líka dálitlu af herfanginu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn gerir sér grein fyrir því að áskorunin sem blasir við honum í dag er meira eins og lexía. Ef þú gerir það verð- ur þú frekar reiðubúinn til þess að láta hana móta þig. Lærdómur dagsins er uppgjöf. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn þarfnast lausna. Þó að hann sé umkringdur vísum einstaklingum er eng- inn betur til þess fallinn að leysa vanda- málin en hann sjálfur. Ef meðvitandi hug- ur þinn veit ekki hvað hann á taka til bragðs veit undirmeðvitundin það. Spurðu bara. Stjörnuspá Holiday Mathis Sambandið á milli Merk- úrs og Júpíters minnir helst á atriðið úr Ólíver Twist þar sem hann réttir fram tóma hafragrautarskál í áttina að illgjarna skólameistaranum og spyr brjóstumkenn- anlegur og hjáróma, gæti ég fengið meira, herra? Reyndar fékk hann „meira“ á endanum og svo gæti farið um þig, ef þú heldur staðfastlega áfram að spyrja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 klettur, 4 fávís, 7 ginna, 8 líkindi, 9 ham- ingjusöm, 11 aga, 13 venja, 14 hæð, 15 mjótt, 17 ferming, 20 siða, 22 halar, 23 smávægileg, 24 ákvarða, 25 fiskar. Lóðrétt | 1 híðis, 2 stækk- að, 3 smáflaska, 4 fjall, 5 svigna, 6 fífl, 10 þjálfun, 12 rödd, 13 skynsemi, 15 fyrirtæki, 16 við- arbörkur, 18 kirtil, 19 heldur, 20 rykkornið, 21 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tólfæring, 8 græða, 9 feyra, 10 kýs, 11 uxana, 13 afans, 15 svaðs, 18 ósatt, 21 tóm, 22 kuðla, 23 Ingvi, 24 lausungin. Lóðrétt: 2 ógæfa, 3 flaka, 4 refsa, 5 neyta, 6 uglu, 7 laus, 12 nið, 14 fas, 15 sekk, 16 auðna, 17 stans, 18 óminn, 19 angri, 20 táin.  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Paris | Dj Lucky spilar Soul Funk og Reggae frá kl. 21.30–1. Hamrar, Ísafirði | Kammersveitin Ísafold spilar verk eftir öndverðartónskáld 20. ald- ar, þ.á m. Schönberg, Webern og Takemitsu. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, verðlaunahafa Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs. Tónleikarnir eru kl. 20. Salur Borgarhólsskóla á Húsavík | Tónlist- arveislan 2006 verður dagana 17., 18. og 19. ágúst, kl. 21. Leikin verða dægurlög frá ár- unum 1965–1985. Skriðuklaustur | Teneritas-hópurinn heldur barokktónleika á Skriðuklaustri, í kvöld kl. 20. Teneritas–hópinn skipa þau Ólöf Sig- ursveinsdóttir barokkselló, Hanna Lofts- dóttir gamba og Fredrik Bock lúta. Flutt verða verk eftir m.a. Marin Marais, Johann S. Triemer, Gaspar Sanz o.fl. Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se- ven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug. kl. 14–17. Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art-Iceland.com. Listamennirnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýningin er í Versluninni Mublunni, Nýbýla- vegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reynir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. Stendur til 1. sept. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk. Til 26. ágúst. Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ing- ólfsdóttir) sýnir akríl-,vatnslita-, olíu- og pastelmyndir, eingöngu eftir íslenskum fyr- irmyndum. Til 28. ágúst. Energia | Sölusýning á landslagsmyndum eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Stendur út ágústmánuð. Nánari upplýsingar á http://www.myrmann.tk Gallerí BOX | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir textaverk inn í BOXinu og skilti í Listagilinu. Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaverk til sýnis eftir sjö listamenn Ragnar Axelsson, Helgu Skúladóttur, Elías Hjörleifsson, Hel- enu Weihe, Katrínu Óskarsdóttur, Karl Jó- hann Jónsson og Hildi Ársælsdóttur Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og með henni er sjónum beint að hrauninu í Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútímahönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlut- ir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Stendur til 27. ágúst. Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir af- strakt málverk. Sýningin ber titilinn Himinn & jörð. Stendur til 1. sept. Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir sýnir veggskúlptúra úr leir. Sýning fram- lengd til 19. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf op- inn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur. Sýningin rekur allan listamannsferil Louisu í sex ára- tugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag- an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp- hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Tím- inn tvinnaður stendur til 20. ágúst. Al- þjóðlegi listhópurinn Distill; Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka– verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Til 20. ágúst. Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Til 31. des. Málþing kl. 15 – Staða málverksins í sam- tímanum Frummælendur Gunnar J. Árna- son, Jón Proppé og Halldór Björn Runólfs- son. Stjórnandi Fríða Björk Ingvarsdóttir. Leiðsagnir: kl. 16.30 Jón Óskar Haf- steinsson og Jón Proppé, kl. 17 Steingrímur Eyfjörð og Gunnar J. Árnason, kl. 17.30 Finnbogi Pétursson og Sjón. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót- unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Tónleikar á þriðjudags- kvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Out of Office – Listakon- urnar Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knútsdóttir í sýningarsal til 30. september. Gjörningar alla laugardaga og sunnudaga kl. 15–17. Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljós- myndir frá Austur Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Suðsuðvestur | Hreinn Friðfinnsson sýnir innsetninguna Sögubrot og myndir. Sýn- ingin stendur til 20. ágúst. www.sudsud- vestur.is Sögusetrið á Hvolsvelli | Einkasýning Hel- enu Hansdóttur samanstendur af víd- eógjörningi, innsetningu og ljósmyndum. Sýningin heitir „Éta“. Til 3. sept. Thorvaldsen bar | Málverkasýning Arnars Gylfasonar stendur til 8. sept. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13– 17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari uppl. á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og lit- ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.