Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 46

Morgunblaðið - 17.08.2006, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það er á svona augnablikum sem maður áttar sig á því hversu mikilvægt er að vera samvistum við fólk sem maður getur litið upp til. Orðaforði, metnaður og al- mennt yfirbragð þeirra sem eru í kring- um þig hafa áhrif á ákvarðanir þínar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið eykur peningalegt bolmagn sitt með því að standast þá freistingu að eyða út í loftið, en það svarar samt sem áður ekki milljón dollara spurningunni: Áttu að endurnýja tölvuna þína núna eða ekki? Finndu út úr því síðar í vikunni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú hefur það sem til þarf til að lifa af í mesta samkeppnisumhverfi sem þú hefur vogað þér í. Það er skynsamlegt að nýta sér þá þjálfun og endurþjálfun sem þér stendur til boða á kostnað fyrirtækisins. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ekki svo slæmt að tapa sjálfs- aganum í bili. Líklega þarftu á hvíld að halda. Vogaðu þér að gera eitthvað alger- lega út úr kortinu, eins og til dæmis að leggja þig um miðjan dag! Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið lendir í heillandi baráttu við ein- hvern sem er með skapgerð á við teketil. Það augljósasta væri að slökkva á hellunni og láta trekkja í smástund og njóta þess svo að fá sér sopa saman. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan slakar yfirleitt aldrei nægilega vel á til að byrja að láta sér leiðast. Það á heldur ekki eftir að gerast í dag, en er kannski eitthvað til þess að stefna að í framtíðinni. Gerðu það sem þú getur til að létta á þér. Þú færð ótrúlegustu hug- myndir þegar streitan er ekki að hrella þig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Fólk sem blæs stærstu mistök upp úr öllu valdi og gerir stórmál úr þeim er yfirleitt frekar þreytandi. Þú gerir hið gagnstæða og það fer þér vel. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú þarft ekki að berjast af alefli til þess að halda í það sem þú hefur, það mun fylgja þér. Temdu þér meira styrkjandi hugsanaferli. Það sem þú hefur er ekki þitt af tilviljun. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn fer líklega ekki á fundinn sem hann hafði hugsað sér að fara á og erfitt verður að ná tali af öllum sem voru á listanum. Hver þarf á samræðum að halda ef hægt er að tjá sig með meira af- gerandi hætti – gerðum sínum? Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ástæðan fyrir því að það er enginn fjár- sjóður þar sem regnboginn endar er sú að gullið er í miðjunni – einmitt þar sem þú ert í dag. Meðtaktu þennan áhugaverða miðpunkt í verkefni sem þú ert að vinna að og eyddu líka dálitlu af herfanginu. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn gerir sér grein fyrir því að áskorunin sem blasir við honum í dag er meira eins og lexía. Ef þú gerir það verð- ur þú frekar reiðubúinn til þess að láta hana móta þig. Lærdómur dagsins er uppgjöf. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn þarfnast lausna. Þó að hann sé umkringdur vísum einstaklingum er eng- inn betur til þess fallinn að leysa vanda- málin en hann sjálfur. Ef meðvitandi hug- ur þinn veit ekki hvað hann á taka til bragðs veit undirmeðvitundin það. Spurðu bara. Stjörnuspá Holiday Mathis Sambandið á milli Merk- úrs og Júpíters minnir helst á atriðið úr Ólíver Twist þar sem hann réttir fram tóma hafragrautarskál í áttina að illgjarna skólameistaranum og spyr brjóstumkenn- anlegur og hjáróma, gæti ég fengið meira, herra? Reyndar fékk hann „meira“ á endanum og svo gæti farið um þig, ef þú heldur staðfastlega áfram að spyrja. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 klettur, 4 fávís, 7 ginna, 8 líkindi, 9 ham- ingjusöm, 11 aga, 13 venja, 14 hæð, 15 mjótt, 17 ferming, 20 siða, 22 halar, 23 smávægileg, 24 ákvarða, 25 fiskar. Lóðrétt | 1 híðis, 2 stækk- að, 3 smáflaska, 4 fjall, 5 svigna, 6 fífl, 10 þjálfun, 12 rödd, 13 skynsemi, 15 fyrirtæki, 16 við- arbörkur, 18 kirtil, 19 heldur, 20 rykkornið, 21 bára. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 tólfæring, 8 græða, 9 feyra, 10 kýs, 11 uxana, 13 afans, 15 svaðs, 18 ósatt, 21 tóm, 22 kuðla, 23 Ingvi, 24 lausungin. Lóðrétt: 2 ógæfa, 3 flaka, 4 refsa, 5 neyta, 6 uglu, 7 laus, 12 nið, 14 fas, 15 sekk, 16 auðna, 17 stans, 18 óminn, 19 angri, 20 táin.  Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist Café Paris | Dj Lucky spilar Soul Funk og Reggae frá kl. 21.30–1. Hamrar, Ísafirði | Kammersveitin Ísafold spilar verk eftir öndverðartónskáld 20. ald- ar, þ.á m. Schönberg, Webern og Takemitsu. Einnig verður frumflutt nýtt verk eftir Hauk Tómasson, verðlaunahafa Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs. Tónleikarnir eru kl. 20. Salur Borgarhólsskóla á Húsavík | Tónlist- arveislan 2006 verður dagana 17., 18. og 19. ágúst, kl. 21. Leikin verða dægurlög frá ár- unum 1965–1985. Skriðuklaustur | Teneritas-hópurinn heldur barokktónleika á Skriðuklaustri, í kvöld kl. 20. Teneritas–hópinn skipa þau Ólöf Sig- ursveinsdóttir barokkselló, Hanna Lofts- dóttir gamba og Fredrik Bock lúta. Flutt verða verk eftir m.a. Marin Marais, Johann S. Triemer, Gaspar Sanz o.fl. Myndlist 101 gallery | Serge Comte – sjö systur – se- ven sisters. Til 2. sept. Opið fim.–laug. kl. 14–17. Art-Iceland Mublan | Fyrsta samsýning gallerísins Art-Iceland.com. Listamennirnir sem sýna eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Sýningin er í Versluninni Mublunni, Nýbýla- vegi 18, Kópavogi. Byggðasafn Garðskaga | Samsýning: Reynir Þorgrímsson, Reynomaticmyndir sem eru litríkar nærmyndir af náttúrunni. Björn Björnsson tréskúlptúr. Café Karólína | Karin Leening sýnir en hún málar, teiknar, býr til teiknimyndir og kennir börnum myndlist. Stendur til 1. sept. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk. Til 26. ágúst. Eden, Hveragerði | Vaddý (Valgerður Ing- ólfsdóttir) sýnir akríl-,vatnslita-, olíu- og pastelmyndir, eingöngu eftir íslenskum fyr- irmyndum. Til 28. ágúst. Energia | Sölusýning á landslagsmyndum eftir myndlistarmanninn Mýrmann. Stendur út ágústmánuð. Nánari upplýsingar á http://www.myrmann.tk Gallerí BOX | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir textaverk inn í BOXinu og skilti í Listagilinu. Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaverk til sýnis eftir sjö listamenn Ragnar Axelsson, Helgu Skúladóttur, Elías Hjörleifsson, Hel- enu Weihe, Katrínu Óskarsdóttur, Karl Jó- hann Jónsson og Hildi Ársælsdóttur Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval og með henni er sjónum beint að hrauninu í Hafnarfirði. Tólf listamenn sýna. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning á verkum Ásgerðar Búadóttur veflistakonu stendur til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Til sýnis íslenskur listiðnaður og nútímahönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Á sýningunni eru hlut- ir úr leir, gleri, pappír, tré, roði, ull og silfri. Stendur til 27. ágúst. Kaffi Sólon | Kolbrún Róberts sýnir af- strakt málverk. Sýningin ber titilinn Himinn & jörð. Stendur til 1. sept. Ketilhúsið Listagili | Hrefna Harðardóttir sýnir veggskúlptúra úr leir. Sýning fram- lengd til 19. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Högg- myndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf op- inn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdóttur. Sýningin rekur allan listamannsferil Louisu í sex ára- tugi. Til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Landslagið og þjóðsag- an, sýning á íslenskri landslagslist frá upp- hafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýningin Tím- inn tvinnaður stendur til 20. ágúst. Al- þjóðlegi listhópurinn Distill; Amy Barillaro, Ann Chuchvara, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jaeha Yoo, Julie Poitras Santos, Patricia Tinajero Baker, Tsehai Johnson. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka– verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Til 20. ágúst. Erro – Grafík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá síð- astliðnu ári. Til 31. des. Málþing kl. 15 – Staða málverksins í sam- tímanum Frummælendur Gunnar J. Árna- son, Jón Proppé og Halldór Björn Runólfs- son. Stjórnandi Fríða Björk Ingvarsdóttir. Leiðsagnir: kl. 16.30 Jón Óskar Haf- steinsson og Jón Proppé, kl. 17 Steingrímur Eyfjörð og Gunnar J. Árnason, kl. 17.30 Finnbogi Pétursson og Sjón. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins. Margir af helstu málurum þjóðarinar eiga verk á sýn- ingunni sem spannar tímabilið frá aldamót- unum 1900 til upphafs 21. aldarinnar. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portrettum Sig- urjóns Ólafssonar. Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Tónleikar á þriðjudags- kvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Out of Office – Listakon- urnar Ilmur Stefánsdóttir og Steinunn Knútsdóttir í sýningarsal til 30. september. Gjörningar alla laugardaga og sunnudaga kl. 15–17. Sumarsýning í anddyri til 27. ágúst. Ljós- myndir frá Austur Grænlandi eftir danska ljósmyndarann Ole G. Jensen. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til 28. ágúst. Suðsuðvestur | Hreinn Friðfinnsson sýnir innsetninguna Sögubrot og myndir. Sýn- ingin stendur til 20. ágúst. www.sudsud- vestur.is Sögusetrið á Hvolsvelli | Einkasýning Hel- enu Hansdóttur samanstendur af víd- eógjörningi, innsetningu og ljósmyndum. Sýningin heitir „Éta“. Til 3. sept. Thorvaldsen bar | Málverkasýning Arnars Gylfasonar stendur til 8. sept. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla stendur yfir á Reykjavíkurtorgi, Tryggvagötu 15, 1. hæð. Opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13– 17. Ókeypis aðgangur. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veitingar í Gamla Presthúsinu. Opið kl. 9–18, fimmtud. 9–22. 500 kr. inn, frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á ís- lensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðl- unarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari uppl. á www.gljufrasteinn.is og í 586 8066. Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og lit- ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik um landnámstímabilið er miðlað með margmiðlunartækni. Opið alla daga kl. 10–17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.