Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 13 FRÉTTIR HP Compaq nx6325 • AMD Sempron 3500 örgjörvi • 15” XGA skjár1024x768 • 512MB vinnsluminni • 80GB harður diskur • DVD+/-RW geislaskrifari • ATI Mobility Radeon skjákort með allt að 128MB • Bíómetrískur fingrafaralesari verð kr. 129.900 Hámarksafköst – Hámarksframmistaða HP Pavilion dv1599 • Intel Pentium M 760, 2GHz örgjörvi • 14” skjár WXGA 1280x768 • 1024MB DDR vinnsluminni • 100GB harður diskur • DVD+/-RW geislaskrifari • Intel skjákort með allt að 128MB verð kr. 155.900 HP Compaq nc6320 • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • 15” TFT skjár 1400x1050 • 512MB DDR2 vinnsluminni • 80GB harður diskur SMART SATA • 16X LightScribe DVD+/-RW Double Layer geislaskrifari • Intel skjákort með allt að 128MB: • Engar áhyggjur ábyrgð verð kr. 199.900 HP Compaq nx9420 • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • Intel Core Duo T2400 örgjörvi • 17” TFT WSXGA breiðtjaldsskjár 1680x1050 • 1024MB vinnsluminni • 80GB harður diskur • DVD+/-RW SuperMulti Double Layer geislaskrifari • ATI skjákort með allt að 256M verð kr. 224.900 Verslaðu aðeins hjá viðurkenndum HP söluaðila: Office 1 Superstore um land allt Sími 550 4100 Oddi skrifstofuvörur um land allt Sími 515 5000 Samhæfni, Reykjanesbæ Sími 421 7755 TRS, Selfossi Sími 480 3300 Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðarkróki Sími 550 4100 Tölvuþjónustan, Akranesi Sími 575 9200 Netheimar, Ísafirði Sími 456 5006 Eyjatölvur, Vestmannaeyjar Sími 481 3930 Bókabúð Þórarins Stefánssonar, Húsavík Sími 464 1234 VIÐ Tjarnagíg á Lakasvæðinu í Skafta- fellsþjóðgarði hefur verið reistur útsýn- ispallur þar sem ferðamenn geta notið út- sýnis yfir gíginn og nánasta umhverfi. Bygging útsýnispallsins er liður í fram- kvæmdum Umhverfisstofnunar á Laka- svæðinu og hafa þar verið reistir trépallar og stígar. Með framkvæmdunum er ætl- unin að vernda viðkvæmt gróðurlendi og gjallgígana en hvort tveggja er viðkvæmt fyrir umferð. Í formlegri opnun sem haldin var vegna framkvæmdanna fræddi Ólafía Jak- obsdóttir, verkefnastjóri Kirkjubæj- arstofu, gesti um náttúrufar, örnefndi og nýtingu á svæðinu. Kári Kristjánsson landvörður upplýsti svo gesti um eldgos- asögu svæðisins og áhrif á nærliggjandi og fjarlæg svæði, en eins og menn vita loguðu Skaftáreldar, undanfari Móðu- harðindanna, í Lakagígum. Kári sagði einnig frá hugmyndum um uppbyggingu á svæðinu sem í senn á að vernda við- kvæma náttúru og að þjóna gestum sem þangað koma. Einnig fluttu ræður þau Jóna Sig- urbjartsdóttir, oddviti Skaftárhrepps, Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofn- unar og Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra, en ráðuneyti hennar styrkti Umhverfisstofnun um 10 milljónir vegna verkefnisins. Ljósmynd/Chas Goemans Umhverfisstofnun bauð til formlegrar opnunar á útsýnispallinum. Trépallar og stígar lagðir á Lakasvæðinu Rauði krossinn þakkar viðbótarframlag RAUÐI kross Íslands hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem ríkisstjórn Íslands er þakkað við- bótarframlag íslenskra stjórnvalda til hjálp- arstarfs Rauða krossins í Líbanon. Valgerður Sverrisdóttir tilkynnti í vikunni að ákveðið hefði verið að veita 14,2 milljóna vibótarframlag til mannúðar- og neyðaraðstoðar í Líbanon. Skiptist upphæðin jafnt milli Rauða krossins og Mat- vælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu Rauða kross Íslands kemur fram að með framlögum íslenskra stjórnvalda nemi framlag Rauða kross Íslands til hjálparstarfsins í Líbanon alls tæplega 12 milljónum króna en einnig kemur fram að líbanski Rauði krossinn hafi gegnt lykilhlutverki í hjálparstarfinu í Líb- anon undanfarnar vikur. Reka samtökin um 200 sjúkrabíla í landinu og hafa þau flutt um 886 særða á sjúkrahús og flutt á brott um 6.200 óbreytta borgara. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa einnig útvegað mat, vatn og hreinlæt- isvörur fyrir um 200 þúsund manns sem misst hafa heimili sín í og við Beirút. Hefur einn sjálf- boðaliði samtakanna látið lífið og tvær særst í átökunum. Öryggisgirðing í smíðum við Þríhnúkagíg UNDIRBÚNINGI að framkvæmdum við Þrí- hnúkagíg á Bláfjallafólkvangi miðar vel en sem kunnugt er telst Þríhnúkagígur næststærsta og dýpsta hraunhvelfing heims. Verið er að smíða öryggisgirðingu í kringum gígopið til að fyr- irbyggja slys á fólki en vinsælt er að gera sér ferð að hellinum til að skoða gígopið. Er reiknað með að girðingin verði tilbúin um miðjan sept- ember að sögn Árna B. Stefánssonar augnlæknis og hellakönnuðar sem fyrstur manna seig í hell- inn árið 1974. Ennfremur er unnið að því að af- marka göngustíg við opið og jafnframt beðið jarðfræðiskýrslu Kristjáns Sæmundssonar. Bæði opinberir aðilar og einkaaðilar hafa stutt fyrirætlanir Þríhnúka ehf. sem vilja m.a. fá því svarað með rannsóknum hvort fýsilegt sé að gera hellinn aðgengilegan almenningi. Hellirinn er um 1 þúsund ára gamall og 200 metra djúpur. BSRB mótmælir einkavæðingu öryggisþjónustu Öryggisgæsla víða í höndum einkaaðila BSRB mótmælir harðlega einkavæðingu öryggis- gæslu á Keflavíkurflugvelli og krefst þess að hún verði þegar í stað að nýju færð í hendur opinberra löggæsluyfirvalda. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu. Samkvæmt upplýsingum Securitas hafa einka- rekin öryggisfyrirtæki eða flugvallaryfirvöld sem eru rekin sem einkafyrirtæki, séð um framkvæmd öryggisgæslu á hinum Norðurlöndunum til margra ára. Á flest öllum flugvöllum í Evrópu og í flestum vestrænum lýðræðisríkjum, er öryggisþjónusta á flugvöllum framkvæmd af einkaaðilum sem annað hvort reka flugvellina sjálfir eða hafa ráðið til þess öryggisfyrirtæki. Í ályktun BSRS kemur fram stjórn öryggisgæslu við vopnaleit hljóti að falla undir starfsemi opin- berra löggæsluyfirvalda, sem hafi m.a. það hlutverk að halda uppi allsherjarreglu og tryggja öryggi ís- lenskra borgara á íslensku landssvæði. Þar er enn- fremur bent á að um opinbera stjórnsýslu gildi ákveðinn lagarammi til að tryggja almannahag og í samræmi við það séu gerðar strangar kröfur til op- inberra embættismanna á sviði löggæslu er varða fagmennsku, menntun og hæfni. „Þá má ekki gleyma því að meginmarkmið einka- rekinna fyrirtækja í samkeppnisrekstri er að skila hagnaði og er hætt við að slík sjónarmið ráði för við reksturinn. Það getur í þessu tilviki haft áhrif á öryggi þeirra borgara sem um Leifsstöð fara hverju sinni. Þegar um er að ræða öryggisvá af því tagi sem nú er uppi hlýtur öllum að vera það ljóst að slík öryggisverk- efni hljóta og eiga að vera á forræði opinberra að- ila.“ Í upplýsingum frá Securitas kemur fram að í júlí sl. hafi eftirlitsmaður frá Transport Security Ad- ministration (TSA) kannað gæti vopnaleitar á Keflavíkurflugvelli í samræmi við svonefndan Chi- cago sáttmála. Hafi eftirlitsmaðurinn farið jákvæð- um orðum um eftirlitið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.