Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 27

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 27 MENNING STRADIVARIUSARNIR eru ómetanlegir og þar af leiðandi erf- itt að setja í fragtina eða gegn- umlýsingartækin, og sellóin þurfa auka sæti í vélinni. Suma hluta málmblásturshljóðfæranna mætti jafnvel flokka sem morðvopn. Það hefur aldrei verið auðvelt að ferðast með hljóðfæri. En hertar reglur vegna meintra tilrauna til hryðjuverka um borð í flugvélum milli Englands og Bandaríkjanna hafa síður en svo gert stöðuna auðveldari, eins og fram kemur í grein New York Times nú í vikunni. Hætt við ferð Í greininni segir að þó nokkrar sinfóníuhljómsveitir og kamm- ersveitir frá Bandaríkjunum hafi lent í vandræðum vegna hins herta eftirlits. Þannig hafi klass- ísku hljómsveitirnar í Fíladelfíu, Pittsburgh, Minnesota og St. Luke þurft að breyta ferðaáætl- unum sínum vegna ástandsins, en sú síðastnefnda átti til að mynda að leika á Edinborgarhátíðinni og BBC Proms í Royal Albert Hall um síðustu helgi; ferð sem hafði verið í undirbúningi um margra mánaða skeið. Ekkert varð af för- inni, að endingu vegna þess að hætt var við flugið sjálft, en ýmis ljón voru á veginum fram að því, meðal annars að hljómsveitin á ekki sérstaka flutningsgáma fyrir hljóðfæri, eins og margar stærri hljómsveitir eiga. Slíkir gámar eru þó fyrst og fremst ætlaðir stærstu hljóð- færunum sem ekki verða auð- veldlega flutt með öðrum hætti; hörpu og slagverki svo tekið sé dæmi, en margir hljóðfæraleikarar sem leika á minni hljóðfæri vilja síður setja þau í gámana. Helst vilja þeir taka hljóðfærin með sér í handfarangur, en vegna þeirra reglna sem komust á í tengslum við hryðjuverkaáætlanirnar í síðustu viku má lítið sem ekkert af handfarangri taka með sér um borð í flugvélar. Þær reglur komust einnig á hér á landi, fyrir farþega til Bandaríkjanna. Beðinn að fjarlægja strengina Í tilefni af umfjöllun sinni um vandræði hljómsveitanna hafði New York Times samband við nokkra klassíska tónlistarmenn og höfðu margir þeirra hinar skrautlegustu sögur að segja af ferðalögum sínum með hljóðfærin. Þannig greindi fiðluleikarinn Pinchas Zukerman frá því hvernig flugvallarstarfsmenn hefðu eitt sinn beðið hann að fjarlægja strengina úr fiðlunni sinni, sem var smíðuð árið 1742 af Guarneri del Gèsu. „Ég hef átt í ótrúlegustu við- ræðum á nokkrum flugvöllum,“ sagði hann í samtali við blaðið, meðan hann beið eftir flugi ásamt eiginkonu sinni, sellóleikaranum Amöndu Forsyth. „Þeir vilja stinga höndunum inn í hljóðfærið mitt og segja það vera hluta af vinnu sinni.“ Eiginkona hans tók í sama streng, en sagði sellóleikara þó hafa það langverst. „Við kaupum flugsæti með sellóinu, og samt er komið fram við mann eins og glæpamann.“ Hið sama gildir ef ferðast er með selló í flugvélum Icelandair, þá þarf að panta sér sæti fyrir hljóðfærið, að því er fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins. Mega ekki skilja hljóðfærin við sig Margir tónlistarmenn vilja ekki skilja hljóðfæri sín við sig í fragtina, en aðrir einfaldlega mega það ekki samningum sam- kvæmt. Þannig neyddist hljóm- sveit rússneska Bolshoi-leikhúss- ins til að senda bæði hljóðfæraleikara og hljóðfæri eftir öðrum leiðum frá Rússlandi til Englands í síðustu viku, lestum, skipum og rútum, vegna þess að samningum samkvæmt mega hljóðfæraleikararnir ekki skilja verðmæt hljóðfærin við sig. Ferðalög | Hert hryðjuverkaeftirlit í flugvélum hefur áhrif Erfitt að ferðast með hljóðfærin Reuters Fæstir vildu setja Stradivarius-fiðluna sína í flugfragt. Á myndinni sést franski fiðlusmiðurinn Etienne Vatelot með tvær slíkar. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is „VIÐ reynum að vera mjög fersk í efnisskrárvali og það er markmiðið að bjóða upp á eitthvað sem er virki- lega forvitnilegt og vandað. Það er mest lagt upp úr því. Og að það efni sem við erum með sé aðgengilegt. Við viljum að almenningur geti kom- ið og heyrt eitthvað við sitt hæfi án þess þó að við séum nokkuð að slá af kröfum,“ segir Örn Magnússon, skipuleggjandi Berjadaga, Tónlist- arhátíðar í Ólafsfirði. Hátíðin hefst annað kvöld og er þetta í áttunda sinn sem hún er haldin. Mozart, þjóðlög og miðaldir Berjadagar standa yfir alla helgina og að sögn Arnar er ramm- inn utan um hátíðina orðinn nokkuð fastmótaður. Inn í hann sé svo sífellt verið að setja nýja og ferska hluti. „Þessir föstu punktar eru upphafs- tónleikar, svo eru tónleikar í sveit- inni á Kvíabekk, einnig í kirkjunni hér í Ólafsfirði og svo lokatónleikar. Tónleikarnir eru mjög fjölbreyttir frá ári til árs. Við reynum að láta hverja tónleika hafa sinn andblæ. Reyndar eru fyrstu tónleikarnir allt- af mjög metnaðarfullir kamm- ertónleikar, það breytist ekkert og lokatónleikarnir eru alltaf afar skemmtilegir.“ Upphafstónleikarnir verða í Tjarnarborg annað kvöld kl. 20:30. Þeir eru helgaðir afmælisbarninu W.A. Mozart en í ár eru 250 ár frá fæðingu hans. „Þar ætlum við að flytja píanókvartett, aríu og klarin- ettkvintettinn fræga. Tónleikarnir fara fram við kertaljós eftir að Her- dís Egilsdóttir hefur sett hátíðina,“ segir Örn. Flytjendur á tónleikunum eru fjölmargir, þar með talinn hann sjálfur en hann er píanóleikari. Sér- stakur gestur þetta kvöld er klarin- ettleikarinn Albert Osterhammer en hann er alinn upp á heimaslóðum tónskáldsins. Á laugardaginn verða tvennir tón- leikar. Þeir fyrri hefjast kl. 15 og eru í Kvíabekkjarkirkju. „Á forna höf- uðbólinu okkar hérna í Ólafsfirði. Þar erum við með tónlist frá miðöld- um auk þjóðlaga. Það verður leikið á forn hljóðfæri, langspil, lýru og lýru- kassa, eða sinfón. Það er eiginlega vonlaust að útskýra það hljóðfæri al- mennilega. Fólk verður bara að koma og hlusta. Þetta eru þau hljóð- færi sem notuð voru þegar verið var að leika þessa tónlist fyrr á öldum.“ Strengleikar og finnskt þema Um kvöldið, kl. 20:30 verða svo svokallaðir „Strengleikar“ í Ólafs- fjarðarkirkju. Strengjakvartettinn sem mætir á Berjadaga sér um þá tónleika en kvartettinn skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Pálína Árnadóttir fiðluleikari og Unnur Sveinbjarnardóttir víóluleikari. „Þau munu leika listir sínar og það verður mjög gaman. Það er mikill fengur að fá þau Gunnar og Guðnýju á Berjadaga, en andi þeirra hefur þó svifið yfir vötnum hér frá upphafi þar sem þau hafa kennt flestum fiðlu- og sellóleikurum sem hér hafa komið fram. Síðan er finnskt harm- ónikuþema á sunnudaginn kl. 15 í Ólafsfjarðarkirkju,“ segir Örn en þá verður Tatu Kantomaa með sína sólótónleika og leikur finnska músík að hluta til auk tónlistar frá Rúss- landi og löndunum þar í kring. „Svo er það lokakvöldið, Berja- blátt lokakvöld í Tjarnarborg kl. 20:30, þar sem þátttakendur hátíð- arinnar verða á léttu nótunum. Þar verður finnskur tangó í stóru hlut- verki. Fyrir hlé er fjölbreytt dag- skrá þar sem m.a. annars munu heyrast lög frá alpalöndunum, en seinni hluti tónleikanna er helgaður tangó, mest finnskum tangó sem Tatu Kantomaa hefur útsett fyrir Salonsveit Berjadaga og Guð- mundur Ólafsson leikari syngur. Þetta eru nýjar þýðingar bæði eftir Guðmund sjálfan og Böðvar Guð- mundsson. Svo endar þetta allt sam- an auðvitað með mikilli gleði.“ Mikil berjamenning Örn segir að brottfluttir Ólafsfirð- ingar hafi verið, og séu nú, þátttak- endur í dagskrá Berjadaga. Leik- arinn Guðmundur Ólafsson sé til dæmis frá Ólafsfirði. „Baldvin Tryggvason var hér heiðursgestur fimmta árið sem við héldum hátíð- ina. Við leggjum ekkert upp með það að vera hér með brottflutta Ólafs- firðinga en það er alltaf eitthvað um það. Ég er nú sjálfur Ólafsfirðingur þó svo að ég búi í Reykjavík. Auðvit- að er töluvert um það að fólk sé ætt- að héðan og sæki hingað. En tónlist- arhátíðin Berjadagar er fyrir alla landsmenn og unnendur fagurra lista,“ segir Örn og útskýrir að lok- um hvers vegna sé við hæfi að hátíð- in heiti Berjadagar. „Okkur datt í hug fyrir níu árum að setja á stofn tónlistarhátíð hér og okkur langaði að tengja þetta eitthvað árstíðinni. Þeim tíma sem við myndum velja fyrir hátíðina. Þegar ágúst kom til tals þá er það mánuður hér sem er mikið til helgaður berjunum. Hér er mikil berjamenning og okkur lang- aði til að viðburðurinn væri skipu- lagður þannig að fólk gæti notið náttúrunnar og listarinnar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá æfingu Salonsveitar Berjadaga fyrir lokakvöld tónlistarhátíðarinnar. Tónlist | Berjadagar í Ólafsfirði Forn hljóðfæri, finnskur tangó og fleira Eftir Jón Gunnar Ólafsson jongunnar@mbl.is Allar nánari upplýsingar um Berja- daga má nálgast á www.olafs- fjordur.is/berjadagar. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Til sölu eða leigu bjart og opið 302 fm verslunarhús- næði á götuhæð í hjarta Hafnarfjarðar. Húsið er laust hinn 1. september 2006. Hentar fyrir verslun, einnig tilvalið fyrir veitingastað. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali STRANDGATA 24 - HAFNARFIRÐI Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. ÚT ER KOMIN hjá Bókaútgáfunni Hólum bókin Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal. Bókin er gefin út til minningar um hjónin Aðalstein Jónsson og Ingi- björgu Jóns- dóttur en þau bjuggu á Vað- brekku í Hrafn- kelsdal frá vori 1922 til hausts 1971. Í bókinni, sem er 357 blað- síður að stærð, eru margvíslegir textar, bæði frumsamdir og end- urbirtir. Rakin er byggðasaga Vað- brekku og birtir allmargir textar frá fyrri tíð. Þá er rakin búskaparsaga Aðalsteins og Ingibjargar. Birtir eru ýmsir textar eftir Aðalstein; frá- sagnaþættir, blaða- og tímarits- greinar auk einnar fræðigreinar, og eftir Ingibjörgu birtist einn frá- söguþáttur. Ritinu fylgir nafnaskrá og heimildaskrá yfir þau rit sem vitnað er til eða textar teknir úr. Fimmtíu sumur í Hrafnkelsdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.