Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/JúlíusLoka þurfti Vesturlandsvegi við Kjalarnes eftir að jeppi og jepplingur skullu saman. Lögreglan og Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsaka slysið. ÞRÍR eru látnir og tveir liggja alvarlega slasaðir eftir tvö slys í umferðinni í gær. Fyrra slysið varð kl. 12.40 á Vesturlandsvegi við Kjalarnes þegar tveir bílar sem komu hvor á móti öðrum skullu harkalega saman. Á áttunda tímanum í gærkvöld létust tveir eftir árekstur sem varð á Garðskagavegi rétt utan Sandgerðis. Í árekstrinum sem varð á Kjalarnesi lést stúlka sem var farþegi í öðrum bílnum, en ökumaðurinn, liðlega sextugur að aldri, slas- aðist alvarlega og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn læknis á gjörgæsludeild var hinn slasaði þar til rannsóknar í gær. Bíll hans og stúlkunnar var jepplingur og voru þau á suðurleið við Móa þegar árekstur varð við jeppa sem var á norðurleið. Í jepp- anum var ökumaður um sjötugt einn á ferð og slasaðist hann minna. Tildrög slyssins eru ókunn en eru til rann- sóknar hjá lögreglunni í Reykjavík auk þess sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur málið til skoðunar. Vesturlandsvegi var lokað meðan lögregla og sjúkralið unnu á vett- vangi. Tveir létust á Garðskagavegi Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi um al- varlegt umferðarslys á Garðskagavegi skammt utan við Sandgerði. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík skullu fólksbíll og sendi- ferðabíll saman og lést ökumaður sendiferða- bílsins, maður á fertugsaldri, á staðnum en tuttugu og tveggja ára farþegi hans og átján ára ökumaður fólksbílsins voru fluttir alvar- lega slasaðir á Landspítala – háskólasjúkra- hús í Reykjavík og lést farþeginn skömmu eftir komuna á slysadeild, að sögn læknis. Átján ára ökumaðurinn var fluttur á gjör- gæsludeild en er ekki í lífshættu. Ekki er vit- að að svo stöddu hvað olli slysinu en lög- reglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins. Ekki er hægt að birta nöfn hinna látnu að svo stöddu.Lögreglu- og sjúkraflutningamenn að störfum á slysstað á Garðskagavegi. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega í umferðinni í gær Sextán manns látnir eftir umferðarslys á árinu Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson og Örlyg Stein Sigurjónsson Morgunblaðið/Júlíus Klár í skólann! Opiðtil21 Hizbollah eða eðlilegt líf Viðtal Kristjáns Jónssonar við Fouad Ajami | Miðopna Viðskipti og Íþróttir í dag Viðskipti | Norðurlöndin geta lært hvert af öðru  Örari hjartsláttur hagkerfanna Íþróttir | Langþráður draumur Hattar frá Egilsstöðum rætist  Endurtaka Tiger og Garcia leikinn? FRAKKAR eru reiðubúnir til þess að fara fyrir friðargæsluliði Samein- uðu þjóðanna í Líbanon fram í febr- úar á næsta ári. Skilyrðið er að gæsluliðið fái skýrt umboð og vald til að sinna starfi sínu, að sögn varn- armálaráðherra Frakklands, Mic- hele Alliot-Marie. Enn eru innbyrðis deilur í Líbanonsstjórn um vopna- hléið og skilyrði þess og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, varaði í gær við því að hléið væri „afar brothætt“. Fulltrúar nokkurra ríkja sem hyggjast senda hermenn til friðar- gæslunnar í Líbanon munu koma saman til fundar í New York í dag. Æðsti embættismaður stjórnvalda í Suður-Líbanon hefur gefið í skyn að Hizbollah-liðar muni ekki láta vopnin af hendi heldur fela þau og hverfa inn í mannmergðina. Forsætisráðherra Líbanons, Fuad Siniora, sagði hins vegar í gær að þegar líbanski herinn tæki við í suð- urhéruðunum með aðstoð friðar- gæsluliðsins yrði bundinn endi á „smáríkjaveldið“ á svæðinu. Líb- anonsher yrði eini vopnaði aðilinn þar. „Takist ekki að hrinda þessu í framkvæmd mun það geta valdið því að landið verði vettvangur innan- landsátaka auk alþjóðlegra stríða,“ sagði Siniora. Virtist hann því boða að Hizbollah yrði afvopnað. Vopnahlé sagt brothætt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Hizbollah | Miðopna STOFNAÐ 1913 221. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.