Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 33 MINNINGAR ✝ Baldur Stefáns-son fæddist á Búðum í Fáskrúðs- firði 22. ágúst 1920. Hann andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 26. júlí sl. Baldur var sonur hjónanna Stefáns P. Jakobssonar, kaup- manns og útgerðar- manns á Fáskrúðs- firði, f. 8.maí 1880, d. 1. júlí 1940, og Þorgerðar Sigurð- ardóttur, húsfreyju og síðar hótelstýru á Hjalteyri, f. 18. júlí 1893, d. 23. október 1982. Systkini Baldurs eru: Ásta, f. 1916, d. 2002, maki Sveinn L. Bjarnason, látinn; Laufey, f. 1922, maki Karl Sig- urðsson; Sigurður Bragi, f. 1925, d. 1999, maki Sigurveig Jónsdótt- ir; Birgir f. 1928, maki Erla Júl- íusdóttir, og Halla, f. 1932, d. 2003, maki Páll Þorvaldsson. Baldur kvæntist 27. júní 1942 eftirlifandi eiginkonu sinni, Mar- gréti Stefánsdóttur, f. 18. ágúst 1917. Foreldrar Margrétar voru Stefán Sigurjónsson, bóndi í Hall- fríðarstaðarkoti í Hörgárdal, f. 26. apríl 1892, d. 21. mars 1971, og kona hans Ella Sigurðardóttir frá Hjalteyri, f. 1. júní 1898, d. 13. júlí 1937. Börn Baldurs og Margrétar eru: 1) Stefán leikstjóri, f. 18. júní 1944, kvæntur Þórunni Sigurðar- dóttur, f. 29. september 1944. Börn þeirra eru: a) Baldur, f. 2. apríl 1971, kvæntur Þóru Björk Ólafsdóttur, f. 17. júní 1973. Son- ur þeirra er Stefán Logi, f. 1999, og sonur hennar úr fyrri sambúð er Fáfnir, f. 1995; b) Unnur Ösp, f. 6. apríl 1976, sambýlismaður Björn Thors, f. 1978. 2) Þorgeir verslunarstjóri , f. 17. júlí 1952, kvænt- ur Regínu G. Arn- grímsdóttur, f. 11. apríl 1955. Börn þeirra eru: a) Guð- munda, f. 19. júlí 1972, gift Kristni Brynjólfssyni, f. 1959. Börn þeirra eru Kristófer Andri, f. 1993, og Sara, f. 1997; b) Margrét, f. 9. ágúst 1975, sam- býlismaður Gísli Dan Gíslason, f. 1980, börn hennar eru Leonharð Þorgeir, f. 1986, og Natan Elí, f. 2003; c) Ólafur Jakob, f. 12. maí 1983, í sambúð með Söndru Ell- ertsdóttur, f. 1986. 3) Vignir versl- unarmaður, f. 26. september 1956, kvæntur Þóreyju Birnu Ásgeirs- dóttur, f. 30. apríl 1958. Börn þeirra eru: a) Björg Ragnheiður, f. 11. mars 1980, í sambúð með Ágústi Steinarssyni, f. 1980, b) Arna, f. 12. mars 1984, í sambúð með Sveini Baldvinssyni, f. 1982, c) Katrín, f. 2. júlí 1990, og d) Mar- grét, f. 12. október 1993. Baldur ólst upp á Fáskrúðsfirði til 18 ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum til Hjalteyrar við Eyjafjörð. Hann var starfsmaður í Síldarverksmiðjunni á Hjalteyri í tæpan áratug til 1947 en fluttist þá til Reykjavíkur. Árið 1950 fluttu þau hjónin í Kópavog þar sem þau bjuggu eftir það. Baldur starfaði allan sinn starfsaldur syðra hjá Áfengisverslun ríkisins, síðar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, fyrst sem bifreiðastjóri, en sem yfirverkstjóri frá 1966. Útför Baldurs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Takk pabbi. Takk fyrir páfa- gaukana, kisurnar, hjólin, fótbolt- ana, bíltúrana, ferðalögin, skelli- nöðruna, bílana og konuna mína (þú sagðir henni hvar hún gæti fundið mig, annars hefði hún ef- laust aldrei haft upp á mér). Kær- ar þakkir fyrir að hafa átt mömmu sem eiginkonu. Ómetanlegar þakk- ir fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig á lífsleiðinni. Þú varst einstakur. Elsku mamma, megi góður guð styrkja þig og vernda um ókomna tíð. Þorgeir. Mig langar að minnast Baldurs tengdaföður míns og þakka honum með nokkrum orðum. Fyrstu kynni mín af Baldri voru árið 1973, með símtali sem ég átti við hann, og er- indið var að fá upplýsingar hjá honum um hvar ég gæti haft upp á Þorgeiri syni hans. Ég man að það var ljúfur maður sem talaði við mig í símann og leysti hann greið- lega úr erindi mínu þá sem ætíð síðan. Sonurinn fannst og stuttu síðar var ég flutt í kjallarann hjá Baldri og Margréti í Hófgerðinu ásamt dóttur minni Guðmundu, þá eins árs gamalli, en þar bjuggum við hjónin fyrstu tvö sambýlisárin. Sá tími var ógleymanlegur fyrir það helst hversu vel var tekið á móti okkur og gaman er að minn- ast þess þegar sú litla skreið upp stigann til ömmu og afa og oftar en ekki bættist við máltíðirnar hjá henni. Sú viðbót var þannig að hún settist á hné afa síns og tók þar á móti ólíklegustu fæðu, því Baldur hafði gaman af að borða og þá stundum ekki alveg algengustu fæðu þess tíma og vitnar þar best um þegar sú litla hámaði í sig bæði skerpukjöt og kálfasvið af bestu lyst. Þá var nú ekki síður eftirsótt að fara með honum í kompuna góðu í kjallaranum, en þar var gnægð allskyns góðgætis. Bræðraborg á Hjalteyri var að- alsælustaður Baldurs og Mar- grétar á sumrin, á meðan heilsan leyfði. Ég og mín fjölskylda feng- um að njóta þess, bæði ein og sér, ásamt því að dvelja með þeim hjónum þar og þaðan á ég mínar kærustu minningar. Hvert sinn sem mér líður illa þá þarf ég ekki annað en að loka augunum og láta hugann reika til Hjalteyrar og fjallanna þar í kring til að létta mína lund. Sú venja skapaðist strax fyrstu jól okkar hjóna að borða á að- fangadagskvöld hjá Baldri og Mar- gréti og hélst sá siður einnig eftir að við fluttum til Vestmannaeyja, en þá var siglt með Herjólfi að morgni aðfangadags til að komast í hlýjuna í Hófgerðinu, annars voru engin jól í okkar huga. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og mína. Elsku Margrét, megi góður guð gefa þér styrk og vera með þér á þessari stundu. Regína. Látinn er eftir langvarandi veik- indi Baldur Stefánsson, fyrrum yf- irverkstjóri hjá Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins. Baldur var tengdafaðir minn og ég kynntist honum lítillega áður en ég kom inn í fjölskylduna. Ég var send sem blaðamaður upp í ÁTVR að skoða hjá honum einhverja nýja tegund af brennivíni sem var verið að gera tilraun með að brugga. Ég minnist þess hvað hann var áhuga- samur og skemmtilegur, ræðinn og fróður. Baldur var mikill gæfumaður, þótt síðustu áratugina ætti hann við afar erfið veikindi að stríða. Raunar var hann ekki nema um sextugt þegar hann mátti sætta sig við ólæknandi sjúkdóm, sem tak- markaði mjög alla hans möguleika í lífi og starfi. Þó naut hann sín býsna vel, ók norður á Hjalteyri á hverju sumri og fór meira að segja út á kænu og veiddi í soðið löngu eftir að hann var orðinn alvarlega veikur og hreyfingar hans skertar. Á síðustu árunum var hann á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi og naut þar góðrar umönnunar aðeins nokkra metra frá heimili þeirra Margrétar og hann gat farið yfir um helgar og notið sín í faðmi fjölskyldunnar. Baldur var kominn af miklu myndarfólki austur á Fáskrúðsfirði og bar það nokkuð með sér, faðir hans var kaupmaður og útgerð- armaður og móðir hans síðar hót- elstýra á Hjalteyri, hvort tveggja fólk sem bar með sér framsýni og dugnað og heimilið var víðfrægt. Margar heimsóknir okkar Stefáns þangað austur og einnig á Borg- arfjörð eystri, þar sem hann átti einnig stóran frændgarð, sýndu vel hversu sterk ítök þetta fólk átti í sinni heimabyggð og hversu vel það var liðið. Baldur var vinsæll og hjálplegur maður eins og hann átti kyn til og vildi öllum vel. Ekki voru þau Margrét sammála í póli- tík frekar en ýmsu öðru, en þau voru þó ætíð samtaka í lífi sínu og sinntu okkur tengdadætrunum og barnabörnum af mikilli ástúð og áhuga. Mér þótti sérstaklega vænt um að Baldur náði að heimsækja okk- ur í sumarhúsið í Svínadal fyrir nokkrum árum og gaman hefði verið ef hans heilsa hefði leyft fleiri slíkar heimsóknir. Það er vissulega mikil ógæfa að verða að lúta í lægra haldi fyrir alvarlegum sjúkdómi sem tekur þriðjung full- orðinsáranna, eins og raunin var með Baldur. Gæfan er hins vegar meiri þegar fjölskyldan nýtur vel- sældar og hamingju og börn og barnabörn vaxa úr grasi ömmu og afa til ánægju og gleði eins og raunin var með Baldur. Ég hygg að það hafi vegið þungt á móti erf- iðleikunum sem hann mátti sætta sig við. Ég vil þakka Baldri fyrir hlýhug og margar góðar stundir á löngum tíma. Blessuð sé minning hans. Þórunn Sigurðardóttir. Elsku afi minn er farinn. Hann hafði átt við áralöng og erfið veik- indi að stríða og því er það viss blessun að hann hafi nú fengið friðinn. Ég man alltaf eftir árunum í Hófgerði hjá afa Baldri og ömmu Margréti. Þar átti ég ófáar ynd- islegar stundir. Ég man eftir öllum jólunum sem við eyddum þar og öllum leikjunum sem við frænk- urnar gleymdum okkur í þar – dúkkuleikjum og búðarleikjum. Við vorum búnar að kaupa og selja nánast alla hluti heimilisins. Það ríkti alltaf hlýja og umhyggjusemi í kringum afa og ömmu og sam- band þeirra var einstakt. Ég sá þau aldrei fella styggðaryrði til hvort annars og alltaf voru þau einstaklega samrýmd. Afi var dá- lítill nautnaseggur, hann sat gjarn- an eftir mat í ruggustólnum, reykti vindil og maulaði súkkulaði. Ég elskaði vindlalyktina í kringum hann. Löngu eftir að hann var orð- inn veikur leyfði hann sér ennþá þá nautn að reykja vindilinn sinn. Ég man líka eftir sumrunum okkar saman á Hjalteyri. Þá fórum við stundum saman út á bát og renndum fyrir fisk. Sátum, spjöll- uðum og hlustuðum á þögnina. Svo þegar fiskur beit á hjá mér þá leyfði afi mér að sleppa honum þar sem ég hafði það ekki í mér að drepa hann en fann ómælda ánægju í því að leyfa honum að lifa. Amma og afi voru ástfangin alla tíð. Það reyndist ömmu sérlega erfitt að horfa upp á afa veikjast og þegar hann var fluttur á hjúkr- unarheimilið í húsinu á móti íbúð- inni hennar þá fór hún oft fram á gang og horfði á hann yfir götuna í gegnum gluggana. Þessa mynd geymi ég alltaf í huga mér. Amma og afi að horfast í augu í gegnum gluggana og regnið. Þetta er eitt- hvað það rómantískasta sem ég hef heyrt um. Ástin er yfirsterkari öllu og ég vona að ég muni njóta þeirra gæfu að elska og verða elskuð eins og amma og afi elskuðu hvort ann- að. Elsku amma mín, við erum öll hérna hjá þér og ég hlakka alltaf til að koma til þín og spjalla við svona klára og yndislega mann- eskju eins og þig. Ef þú ferð á undan mér yfir í sælli veröld taktu þá á móti mér með þín sálarkeröld. En ef ég fer á undan þér yfir í sælu straff- ið mun ég taka á móti þér. Manga gefur kaffið. (Þórbergur Þórðarson) Unnur Ösp. Elsku afi okkar. Nú ertu farinn frá okkur, það er svo sárt að hugsa til þess en við vitum að nú líður þér betur og ert kominn á betri stað þar sem við munum hittast aftur. Minningarnar eru margar og dýrmætar, sérstaklega allar stund- irnar okkar á Hjalteyri með þér og ömmu. Einnig er okkur minnis- stætt þegar amma eldaði handa okkur uppáhaldsmatinn okkar, kjötsúpu og fiskibollur, þá ljómaðir þú alltaf afi. Við munum líka eftir fallega brosinu þínu, sem mætti okkur í hvert sinn sem við komum til þín í Sunnuhlíð. Þú varst alltaf svo ánægður að sjá okkur afi, og alltaf svo sterkur þótt þú værir veikur. Það er okkur ómetanlegt að hafa fengið að hafa þig hjá okkur svona lengi, elsku afi okkar. Við eigum ótalmargar góðar minningar um þig afi, sem við munum alltaf geyma í hjörtum okkar, takk fyrir allt. Þínar stelpur, Björg, Arna, Katrín og Mar- grét. BALDUR STEFÁNSSON Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÓSKARSSON, Laufskálum 6, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, laugar- daginn 12. ágúst. Útförin fer fram frá Oddakirkju á Rangárvöllum föstudaginn 18. ágúst kl. 14.00. Áslaug Jónasdóttir, Óskar Jónsson, Dóra Sjöfn Stefánsdóttir, Ágústa J. Jónsdóttir, Hreiðar Hermannsson, Anna Jónsdóttir, Bjarni Diðrik Sigurðsson og barnabörn. Okkar kæri BÓAS GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, Bleiksárhíð 10, Eskifirði, andaðist miðvikudaginn 9. ágúst. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 19. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Svæðis- skrifstofu Austurlands, Landsbanki 175-15-370117. Edda Kristinsdóttir, Bóas K. Bóasson, Sigrún Gunnlaugsdóttir, G. Karl Bóasson, Árdís G. Aðalsteinsdóttir, Kristján Þ. Bóasson, Sigríður H. Aðalsteinsdóttir, Dilja Rannveig Bóasdóttir, barnabörn og langafabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LOGI SIGURÐSSON, Sólbrekku 2, Húsavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðju- daginn 15. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin verður tilkynnt síðar. Guðrún Sigurðardóttir, Jón Aðalgeir Logason, Jóhanna Sigríður Logadóttir, Guðmundur Vilhjálmsson, Eygló Logadóttir, Eggert Hákonarson, Birgir Hólm Logason, Steinunn Sif Skúladóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, GUÐLAUG JÓHANNSDÓTTIR, Fróðengi 20, sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 7. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 18. ágúst kl. 15.00. Jóhann Stefánsson, Edda J. Hámundardóttir, Ebba Stefánsdóttir, Aðalsteinn Hallsson, Róshildur Stefánsdóttir, Birkir Þór Gunnarsson, Sigríður Stefánsdóttir, Sveinn Þórir Jónsson, Gautur Stefánsson, Guðbjörg Vilmundardóttir, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.