Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 47
DAGBÓK
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn
| Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Ritað í Voðir.
Sýning Gerðar Guðmundsdóttur. Sýning á
teikningum Halldórs Baldurssonar byggðar
á Vetrarborginni eftir Arnald Indriðason.
Teikningar eru til sölu. Myrkraverk og mis-
indismenn. Reykjavík í íslenskum glæpa-
sögum.
Minjasafnið á Akureyri | Ef þú giftist?
Brúðkaupssiðir fyrr og nú fjallar um brúð-
kaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Op-
ið alla daga kl. 10–17, til 15. sept.
Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 10–
18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda
leikmynda sem segja söguna frá landnámi
til 1550. ww.sagamuseum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr ásamt veiðitengdum
munum, ísl. og erlend skotvopn o.fl. Opið
alla daga 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is
Víkin–Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár.“
Sýningunni er ætlað að veita innsýn í við-
burðaríka sögu togaraútgerðar og draga
fram fjölþætt áhrif hennar á samfélagið.
„Úr ranni forfeðranna“ er sýning á minja-
safni Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu
Bjarnadóttur.
Þjóðmenningarhúsið | Íslensk tískuhönnun
sem sýnir sköpunarkraftinn í tískugeiranum
og Í spegli Íslands, um skrif erlendra manna
um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk
þess helstu handrit þjóðarinnar á hand-
ritasýningunni og Fyrirheitna landið.
Skemmtanir
Players | Greifarnir leika á menningarnótt
eftir miðnætti. Einnig munu þeir taka lagið
órafmagnaðir á Salatbarnum Fákafeni í há-
deginu. WWW.greifarnir.is
Uppákomur
Þykkvibær | Listaveisla í Þykkvabæ 11.
ágúst. Sýnd verða verk 7 listamanna og kl.
18 verður boðið upp á súpu. Kl. 22 verða
tónleikar með Ragnheiði og Hauki Gröndal.
Opið: 11.8. kl. 16–22, 12. og 13.8. kl. 14–18, 17.
og 18.8. kl. 18–22 og 19. og 20. kl. 14–18.
Fyrirlestrar og fundir
Lögberg stofa 101 | Dr. Ilse Julkunen, pró-
fessor í félagsráðgjöf við Háskólann í Hels-
inki, flytur fyrirlestur um matsaðferðir og
þróun í starfi félagsráðgjafa í dag kl. 17, í
Lögbergi, stofu 101. Fyrirlesturinn er á veg-
um félagsráðgjafaskorar HÍ og Rann-
sóknaseturs um barna– og fjölskylduvernd.
Fréttir og tilkynningar
Ferðaklúbbur eldri borgara | 23. ágúst
verður dagsferð: Hvammstangi–Vatnsnes–
Borgarvirki–Kolugljúfur. Uppl. hjá Hannesi í
síma 892 3011.
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat-
vælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 að Eskihlíð 2– 4 v/
Miklatorg.
JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís-
lands stendur yfir. Sjá nánar www.jci.is.
Laufás | Kaffihlaðborð verður í Gamla bæn-
um í Laufási við Eyjafjörð, 20. ágúst kl. 14–
17. Laufás er opið daglega kl. 9–18, til 15.
september. Aðgangseyrir er 400 kr. og frítt
fyrir 16 ára og yngri.
Þjóðarbókhlaðan | Á NordDesign 2006
ráðstefnunni, sem er samstarfsverkefni
verkfræðideildar HÍ og Design Society,
munu fræðimenn og doktorsnemar frá
Norðurlöndunum og Evrópu fjalla um
tæknilega iðnhönnun, kynna rannsókn-
arniðurstöður og nýjustu aðferðir á sviði
vöruþróunar. www.hi.is/pub/nordde-
sign2006. Ráðstefnan til 18. ágúst.
Útivist og íþróttir
Minjasafnið á Akureyri | Gangan um
Djúpadal verður 19. ágúst kl. 13, lagt verður
af stað frá Litladal. Þetta er fjögurra tíma
ganga og þátttaka tilkynnist fyrir kl. 15 á
föstudag í síma 462 4161. Leiðsögumaður
er Þór Sigurðsson frá Minjasafninu á Ak-
13–17 og fimmtud. kl. 9–16. Leiðbein-
andi á staðnum.
Félagsstarf Gerðubergs | Opið kl. 9–
16.30. Helgistund fellur niður í dag en
verður 24. ágúst kl. 10.30. Veitingar í
Kaffi Bergi. Á morgun kl. 10.30 ganga
um nágrennið.
Geðhjálp | Sjálfshjálparhópur fyrir fólk
sem glímir við geðhvörf kemur saman
kl. 21–22.30 öll fimmtudagskvöld í húsi
Geðhjálpar á Túngötu 7 í Reykjavík.
Nánari uppl. á www.gedhjalp.is.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall og
dagblöðin, kl. 10 boccia, kl. 12 hádeg-
ismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há-
degi, hádegisverður kl. 11.30, fé-
lagsvist kl. 13.30.
Félagsstarf
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, hárgreiðsla, fótaaðgerð-
ir, 18 holu púttvöllur.
Dalbraut 18–20 | Skráning hafin í
hópa og námskeið. Handverksstofa á
Dalbraut 21–27 er opin virka daga kl.
8–16. Uppl. í s. 588 9533.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Dagsferð 26. ágúst: Syðra Fjalla-
bak og Emstrur. Kaffi í Hestheimum.
Uppl. og skráning í s. 588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Ramma-
vefnaður kl. 9.15, leikfimi kl. 10.15,
handavinnustofan opin.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Handavinnustofan er opin mánud. kl.
Hæðargarður 31 | Skráning hafin í
hópa og námskeið. S. 568 3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir, kl. 9–12 aðstoð við böð-
un, kl. 10.15 spænska, kl. 9.15 handa-
vinna, kl. 11.45 hádegisverður, kl. 14.30
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9,
morgunstund kl. 9.30, alm. hand-
mennt kl. 11, spilað kl. 13–16.30.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyr-
irbænastund kl. 12. Kvöldbænir kl.
21.30.
Garðasókn | Kyrrða- og fyrirbæna-
stund kl. 21. Tekið við bænarefnum af
prestum og djákna.
Hraunhamar fasteignasala hefur feng-
ið í einkasölu mjög gott 88 fm verslun-
arhúsnæði við Reykjavíkurveg í Hafn-
arfirði. Þar er í dag rekið bakarí sem
býður upp mikla möguleika varðandi
verslun og rekstur eigin fyrirtækis.
Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi
í síma 896 0058.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Reykjavíkurvegur, Hf.
Verslun/bakarí
Skráningarsími: 534 9090
Það er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um
kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum
söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur
og lengra komna.
Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur.
Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur
inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar
þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og
sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol.
Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í
Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu
misseri. Gestakennarar á þessu námskeiði verða söngorkubomban
Jónsi úr Svörtum fötum og söng/leikonan og dansarinn Halla
Vilhjálmsdóttir. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir
yngri kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá
Heiðu Ólafsdóttur.
Ein ástsælasta söngkona landsins,Andrea Gylfadóttir, verður í
annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið
er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað “söngur og
framkoma” eða samskonar námskeið, eða vilja gera
alvöru úr söngkunnáttu sinni.
Gítarleikarar njóta leiðsagnar frá Vigni Snæ Vigfússyni
(Írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum.
Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu
þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og
nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir.
SÖNG- OG GÍTARNÁM
Til að annast tónsmíðar, útsetningar, hljóðritun og eftirvinnu
þarf þekkingu, einbeitingu og útsjónarsemi. Á aðalnámsbraut
Tónvinnsluskóla Þorvaldar Bjarna er leitast við að gera nemendur
fullfæra um að semja eigið lag og koma því frá sér fullunnu.
Nemendur fá ítarlega leiðsögn á Pro Tools og Reason samhliða
lagasmíðum og er farið í kjölinn á því sem þarf að vera á hreinu
varðandi öll helstu tækniatriði hljóðversins. Að námsbrautinni
lokinni ætti hver og einn að þekkja upptökuferlið frá grunni.
Hljóðupptökuhluti námskeiðsins fer fram í einu glæsilegasta hljóðveri
landsins; Sýrlandi.
Samhliða greinargóðu hljóðupptökunámi eru lagasmíði og
upptökustjórn gerð rækileg skil. Nemendur fá nákvæmar leiðbeiningar
um helstu atriði þessa krefjandi sviðs frá nokkrum af fremstu
hljóðversmönnum landsins.
TÓNVINNSLUNÁM
SKRÁNING Á NÝJA NÁMSÖNN ER HAFIN
FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ