Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HP mælir með Windows XP Professional www.fartolvur.is Komdu og skoðaðuHP fartölvurá fartölvuhátíðinni í Kringlunni 18. - 20. ágúst Veiðimenn sem voru viðveiðar á silungasvæðiVatnsdalsár í vikunni, íárlegri ferð, undruðust hvað orðið hefði af sjóbleikjunni. Á þessu rómaða bleikjusvæði hefur lítið sést af henni síðustu árin. Veiðimenn á laxasvæðinu uppi á dal höfðu sett í nokkrar rígvænar dagana á undan, en á ósasvæðinu; við Geirastaðahólma og á Branda- nesi, sást varla bleikja og þær sem tóku voru smáar. Á móti kom hins vegar að veiðimenn settu víða í sjó- birting, sem virtist vera á fleygi- ferð um ána. Hann stökk og sýndi sig, og allt að fjögurra punda birt- ingar ruku á agn veiðimanna og bættu ágætlega upp bleikjuskort- inn. Þá var talsvert af laxi sem endranær á svæðinu. Hollið landað fimm og missti mun fleiri. Laxinn tók helst við Steinnes en einnig í Langahyl, Brúarhyl og við Geira- staðahólma. Holl sem veiddi á sil- ungasvæðinu í byrjun mánaðarins landaði 14 löxum, sem hlýtur að teljast ljómandi meðafli á sil- ungasvæði. Af laxasvæði Vatnsdalsár var það að frétta, að á annað hundrað færri laxar hafa veiðst en á sama tíma í fyrra. Lax er hins vegar dreifður um alla á og sýnilega mikið af hon- um, en á stundum gengur mjög illa að fá hann til að taka. Góðar göng- ur voru hins vegar í ána um helgina og komu þá allt að 14 laxar á land á vakt, mestallt lúsugur fisk- ur. Stórlaxar í Aðaldal Blaðamaður sem var við veiðar á svæðum Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal, sagði frekar rólegt yfir ánni og minna veiddist en í fyrra, en þó fékkst lax á öllum svæðum árinnar og allar stangir lönduðu fiski. Lúsugir litlir hængar voru viljugir við að taka fluguna og á milli veiddust frá 12 upp í 17 punda fiskar. Eftir frekar dauf aflabrögð á Nesveiðum í Laxá í sumar, hefur heldur betur glæðst síðustu vikur og hefur talsverður fjöldi stórlaxa verið veiddur, og sleppt síðan aftur í ána eins og vera ber. Greint var frá því að í síðustu viku hefðu verið sjö laxar tuttugu pund og yfir, af 45 fiskum sem veiddust. Úr Laxá hélt blaðamaðurinn í Svalbarðsá, og þar veiðist býsna vel. Fiskur er dreifður um alla á og lúsugir fiskar í efsta hyl sem þeim neðsta. Settu menn þar í stóra fiska og einn kubbaði 17 punda taum veiðimannsins, sem réð ekki við neitt. Hins vegar tókst honum að landa fjögurra punda hæng á stöng fyrir línu númer tvö og sagði það hafa verið hina bestu skemmt- an. Yfirborðsveiði að aukast Að sögn Ástþórs Jóhannssonar hefur veiðin í Straumfjarðará á Snæfellsnesi verið í góðu meðallagi fyrri hluta vertíðarinnar, en 15. ágúst voru um 320 laxar komnir á land. Er það aðeins betri veiði en á sama tíma fyrir tveimur árum þeg- ar áin gaf 480 laxa. „Við lifum því áfram í voninni um að þetta verði gott veiðisumar hér í ánni, þótt ekki verði metið frá í fyrra slegið, en það var besta ár síðan 1978. 2005 komu 672 laxar á land,“ segir Ástþór. Hann segir nýjan fisk ganga flesta daga, lax er á flestum veiðistöðum og víða í töluverðu magni. Hressilegar rigningar í síð- ustu viku virðast hafa hreyft við fiski og komið lífi í veiðina að nýju. „Frances í ýmsum litum hefur flætt yfir hægri síður veiðibók- arinnar þetta sumarið eins og oft áður, en yfirborðsveiði er að aukast mikið með Sun Ray Shadow og hitchflugum sem veiðimenn virðast í litlum mæli gera greinarmun á með mismunandi nöfnum. Stærstu laxarnir sem veiðst hafa í ánni í sumar eru um 15 pund. En mest ber á fimm til sex punda smálaxi“, sagði Ástþór. STANGVEIÐI Hvar er bleikjan? Morgunblaðið/Einar Falur Sveinn Sölvason glímir við maríulaxinn við Steinnes á silungasvæði Vatnsdalsár. Njörður Ludvigsson fylgist með. veidar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.