Morgunblaðið - 17.08.2006, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.08.2006, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HP mælir með Windows XP Professional www.fartolvur.is Komdu og skoðaðuHP fartölvurá fartölvuhátíðinni í Kringlunni 18. - 20. ágúst Veiðimenn sem voru viðveiðar á silungasvæðiVatnsdalsár í vikunni, íárlegri ferð, undruðust hvað orðið hefði af sjóbleikjunni. Á þessu rómaða bleikjusvæði hefur lítið sést af henni síðustu árin. Veiðimenn á laxasvæðinu uppi á dal höfðu sett í nokkrar rígvænar dagana á undan, en á ósasvæðinu; við Geirastaðahólma og á Branda- nesi, sást varla bleikja og þær sem tóku voru smáar. Á móti kom hins vegar að veiðimenn settu víða í sjó- birting, sem virtist vera á fleygi- ferð um ána. Hann stökk og sýndi sig, og allt að fjögurra punda birt- ingar ruku á agn veiðimanna og bættu ágætlega upp bleikjuskort- inn. Þá var talsvert af laxi sem endranær á svæðinu. Hollið landað fimm og missti mun fleiri. Laxinn tók helst við Steinnes en einnig í Langahyl, Brúarhyl og við Geira- staðahólma. Holl sem veiddi á sil- ungasvæðinu í byrjun mánaðarins landaði 14 löxum, sem hlýtur að teljast ljómandi meðafli á sil- ungasvæði. Af laxasvæði Vatnsdalsár var það að frétta, að á annað hundrað færri laxar hafa veiðst en á sama tíma í fyrra. Lax er hins vegar dreifður um alla á og sýnilega mikið af hon- um, en á stundum gengur mjög illa að fá hann til að taka. Góðar göng- ur voru hins vegar í ána um helgina og komu þá allt að 14 laxar á land á vakt, mestallt lúsugur fisk- ur. Stórlaxar í Aðaldal Blaðamaður sem var við veiðar á svæðum Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal, sagði frekar rólegt yfir ánni og minna veiddist en í fyrra, en þó fékkst lax á öllum svæðum árinnar og allar stangir lönduðu fiski. Lúsugir litlir hængar voru viljugir við að taka fluguna og á milli veiddust frá 12 upp í 17 punda fiskar. Eftir frekar dauf aflabrögð á Nesveiðum í Laxá í sumar, hefur heldur betur glæðst síðustu vikur og hefur talsverður fjöldi stórlaxa verið veiddur, og sleppt síðan aftur í ána eins og vera ber. Greint var frá því að í síðustu viku hefðu verið sjö laxar tuttugu pund og yfir, af 45 fiskum sem veiddust. Úr Laxá hélt blaðamaðurinn í Svalbarðsá, og þar veiðist býsna vel. Fiskur er dreifður um alla á og lúsugir fiskar í efsta hyl sem þeim neðsta. Settu menn þar í stóra fiska og einn kubbaði 17 punda taum veiðimannsins, sem réð ekki við neitt. Hins vegar tókst honum að landa fjögurra punda hæng á stöng fyrir línu númer tvö og sagði það hafa verið hina bestu skemmt- an. Yfirborðsveiði að aukast Að sögn Ástþórs Jóhannssonar hefur veiðin í Straumfjarðará á Snæfellsnesi verið í góðu meðallagi fyrri hluta vertíðarinnar, en 15. ágúst voru um 320 laxar komnir á land. Er það aðeins betri veiði en á sama tíma fyrir tveimur árum þeg- ar áin gaf 480 laxa. „Við lifum því áfram í voninni um að þetta verði gott veiðisumar hér í ánni, þótt ekki verði metið frá í fyrra slegið, en það var besta ár síðan 1978. 2005 komu 672 laxar á land,“ segir Ástþór. Hann segir nýjan fisk ganga flesta daga, lax er á flestum veiðistöðum og víða í töluverðu magni. Hressilegar rigningar í síð- ustu viku virðast hafa hreyft við fiski og komið lífi í veiðina að nýju. „Frances í ýmsum litum hefur flætt yfir hægri síður veiðibók- arinnar þetta sumarið eins og oft áður, en yfirborðsveiði er að aukast mikið með Sun Ray Shadow og hitchflugum sem veiðimenn virðast í litlum mæli gera greinarmun á með mismunandi nöfnum. Stærstu laxarnir sem veiðst hafa í ánni í sumar eru um 15 pund. En mest ber á fimm til sex punda smálaxi“, sagði Ástþór. STANGVEIÐI Hvar er bleikjan? Morgunblaðið/Einar Falur Sveinn Sölvason glímir við maríulaxinn við Steinnes á silungasvæði Vatnsdalsár. Njörður Ludvigsson fylgist með. veidar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.