Morgunblaðið - 17.08.2006, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.08.2006, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ F undum okkar Guðna Ágústssonar ber saman í bjartri skrifstofu landbún- aðarráðherrans. „Afsakaðu hvað ég kem seint, fluginu seinkaði“ segir Guðni um leið og hann kemur aðvíf- andi. Hann er svo sann- arlega á ferð og flugi í erilsömu starfi ráð- herra. Talið berst að ættfræði og blaðakona leyfir sér að forvitnast um bakgrunn Guðna. „Ég er Flóamaður og Sunnlendingur í allar ættir. Fæddur í Flóanum í sextán systkina hópi, alinn þar upp og hef búið á Selfossi í 33 ár. Ungur gaf ég Framsóknarflokknum og þeirri hugsjónabaráttu sem ég stend fyrir mitt hálfa líf og hef náttúrlega verið í pólitík lengi. Ég trúi á það sem mér finnst dýrmætast, að Framsóknarflokkurinn sé kjölfestuflokkur. Hann er flokkur þjóðarsáttar og hefur sýnt það í gegnum tíðina að hann vill leiða menn að einu marki og hafa frið og samstöðu.“ Nú lagðir þú á það áherslu þegar þú ákvaðst að gefa ekki kost á þér til formanns Fram- sóknarflokksins heldur sóttist eftir áframhald- andi varaformannssetu að þú vildir með því skapa frið og sátt innan flokksins. Finnst þér það hafa tekist? „Það er lífsnauðsynlegt fyrir Framsókn- arflokkinn að það takist, en þetta eru auðvitað ný tímamót í flokknum núna með nýrri for- rystu. Flokksmenn þekkja mín störf sem og þjóðin og ég hef nokkuð víða komið við og starfað með mörgum. Ég hef átt mjög gott með að starfa með fólki og gert það af vinskap. Þannig að ég trúi því að þeir sem mig þekkja viti að ég er maður friðar og vil vinna með fólki að samstöðu.“ Sjaldan ríkt jafn mikil bjartsýni og trú á framtíðina í sveitum landsins og nú Nú hefur þú gengt starfi landbún- aðarráðherra á umliðnum árum. Hvernig met- ur þú stöðu bænda í þjóðfélaginu í dag? „Að mínu viti hefur ekki í áratugi ríkt jafn mikil bjartsýni og trú á framtíðina í íslenskum sveitum. Bændur hafa verið að endur- skipuleggja sín bú, orðið að stækka þau til þess að mæta framtíðinni og þróa þau tækni- lega. Og íslenskir neytendur hafa verið mjög ánægðir með sinn landbúnað og þær frábæru vörur sem verið er að framleiða. Þannig að ég hygg að það sé almennt viðurkennt að land- búnaðurinn hefur ekki verið í meiri framför í áratugi og er miklu líklegri en fyrr til að geta mætt þeirri framtíð sem óhjákvæmilega er talin framundan, að hér verði opnað meira fyr- ir innflutning og samkeppni á þessu sviði. Ég hef auðvitað viljað gefa landbúnaðinum tíma og hægfara þróun eins og GATT- samningurinn og WTO-samningurin býður upp á. Þetta er ekkert einfalt kerfi, því þessir erlendu samningar gera líka miklar kröfur um breyttan innanlandsstuðning. Það er ekki rétt sem komið hefur fram að það sé einfalt að fella bara tolla í burtu og gefa allt frjáls og bera bara peninga á bændur. Við megum það ekki samkvæmt samningunum, en auk þess er ég þeirrar skoðunar að bændur séu ekki að biðja um það. Ég teldi það afar óheppilegt fyrir landbúnaðinn að auka ríkisstuðning með þess- um hætti sem við megum ekki einu sinni gera samkvæmt alþjóðaskuldbindingum okkar. Miklu vænlegra er að gera hann það sterkan að hann standist samkeppni og geti þess vegna sótt á erlend mið með sínar afurðir eins og núna er að gerast, því hann vekur athygli jafnt í Bandaríkjunum og alla Evrópu, sem úr- valslandbúnaður, hvort heldur um er að ræða lambið okkar eða mjólkina, svo ég tali nú ekki um auðlindina og þá þróun sem orðið hefur á síðustu árum í kringum íslenska hestinn og hrossabúgarðana sem rísa nú nánast um allt land. Hesturinn er gríðarlega dýrmæt auðlind fyrir Íslendinga og ein mesta sérstaða þess- arar þjóðar og sveitin hefur aldrei verið jafn- vinsæl og í dag. Við sjáum það á áhuga al- mennings á að eignast sér helgireit með einum eða öðrum hætti.“ Ljóst má vera af umræðunni að margir líta á Framsóknarflokkinn sem helsta málsvara virkjanastefnu hérlendis. Hvernig vilt þú haga stefnu flokksins í þeim málum í framtíðinni? „Mér sárnar það að Framsóknarflokkurinn standi úti í horni í einhverri vörn í svo stóru máli. Við ætlum ekki að sökkva öllu landi eins og borið er á okkur. Við erum miklir nátt- úruverndarsinnar, elskum okkar land og erum einn fyrsti náttúruverndarflokkur Íslands með Eystein Jónsson í broddi fylkingar, sem baráttumann fyrir fjölskyldunni, útivist og náttúru. Þarna þurfum við að setja okkur mjög skýra víglínu, ekki síst gagnvart ungu fólki sem á auðvitað að vilja flokk sem leggur jafn mikla áherslu á atvinnuna og það að skapa ný störf og við gerum, ekki bara í stór- iðju heldur einnig hátæknistörf.“ Nú hefur Framsóknarflokkurinn setið í rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum síðan 1995. Telur þú að þetta langa samstarf hafi skaðað Framsóknarflokkinn á einhvern hátt? „Það hefur náttúrlega verið mikill áróður um það að þessi stjórn sé hægri stjórn, en ég vil þó leyfa mér að minna á það að í stjórnartíð þessara tveggja flokka hafa aldrei verið settir meiri peningar í málaflokk heilbrigðismála, fé- lagsmála og menntamála. Aldrei hafa fleiri setið í skólum landsins en í dag. Samt hefur verið þessi áróður um hægrisvip og það hefur haft áhrif á marga Framsóknarmenn, sem eru að grunni til félagshyggjufólk, samvinnumenn og miklir lýðræðissinnar og lýðveldisinnar. Þannig hefur því miður töluverður hópur Framsóknarmanna setið dálítið daufur með veginn síðustu árin. Við eigum auðvitað að kalla þá til okkar. Þeir eiga ekkert að gera inni í forstofunni hjá Vinstri-grænum eða Samfylk- ingunni.“ Hvernig sér þú fyrir þér að best sé að virkja þennan hóp Framsóknarmanna til starfa í þágu flokksins? „Við þurfum t.d. að setja okkur skýrar víg- línur hvað t.d. náttúruverndina varðar til að sýna alveg ljóst hvar við erum í þeim efnum og sitja ekki undir þessum áróðri. Við þurfum líka að sýna að við höfum aðrar víglínur en Sjálfstæðisflokkurinn í einkavæðingu. Lands- virkjun er fyrirtæki sem Framsóknarflokk- urinn mun ekki selja. Við teljum Íbúðalána- sjóð fólksins mjög mikilvægan þrátt fyrir hið öfluga starf bankanna. Við teljum að Rík- isútvarpið sé mikilvæg þjóðareign og um það er komin pólitísk samstaða í dag.“ Umræðan um Evrópusambandsaðild má ekki kljúfa flokkinn Nú er tæpt ár í næstu alþingiskosningar. Þú segir að þið viljið skýra ykkar línur og undir- strika ykkar sérstöðu í ýmsum málaflokkum. Eruð þið þá frekar að horfa til vinstri heldur en hægri? „Ég held að við horfum beint áfram. Við eig- um að marka okkur mjög skýra og sterka stöðu á miðju íslenskra stjórnmála. Hægri hönd okkar er hönd atvinnulífsins og vinstri höndin er hönd félagshyggjunnar. Við höfum sýnt það að báðar þessar hendur hafa verið að skila miklu í þessu samstarfi, en við þurfum auðvitað að sýna það að við erum mjög sterkur flokkur á miðjunni með félagsleg sjónarmið.“ Hver er afstaða þín til hugsanlegrar Evr- ópusambandsaðilar Íslands? „Við höfum innan flokksins talsvert verið að deila um aðildina, en ég tel það vera ástæðu- laust. Við eigum EES-samninginn og hann er að reynast okkur mjög vel. Núverandi rík- isstjórn hefur Evrópusambandsaðild ekki á stefnuskrá sinni og ég tel að þetta sé almennt ekki mikið á dagskrá í íslenskri pólitík í dag. Norðmenn eru mjög rólegir næstu 5-8 árin ró- legir segja þeir mér og vilja rækta EES- samninginn með okkur. Hérlendis einkennist allt af meiri uppgangi heldur en í Evrópusam- bandinu og við eigum hér góða daga utan þess. Við tökum kosti þess inn í okkar samfélag á margan hátt en losnum við gallanna eins og t.d. að hleypa þeim inn í sjávarútvegsauð- lindina, sem ég held að Íslendingar myndu illa þola. Ég tel því ekki að menn eigi að kljúfa flokkinn um þetta átakamál. Framsókn- armenn og ríkisstjórnin hefur þó vissulega haft opna glugga og fylgist grannt með þróun mála í nágrannalöndum, enda verðum við allt- af að vera undirbúnir undir breytingar. En það verður auðvitað þjóðin sem gerir þetta mál upp fyrir rest.“ Hvað þá með kosti þess að geta tekið upp evru með inngöngu í Evrópusambandið? „Upptaka evrunnar hefur sjálfsagt bæði sína kosti og galla. En það vita það allir Ís- lendingar að upptaka evrunnar er ekkert lausnarefni um erfiðleika í verðbólgu og öðru sem við erum að glíma við. Það er ekki víst, miðað við okkar atvinnulíf, að evran hefði hentað síðustu árin. Á evrusvæðinu glíma menn hins vegar við versta böl mannlífsins sem er atvinnuleysi, ekki síst hjá ungu fólki. Það er miklu mikilvægara fyrir stjórn- málaflokkanna og Íslendinga að leggja áherslu á það að leggja verðbólguna að velli á nýjan leik og vinna á þennsluni. Við þurfum að stíga á bremsur og hægja á ferðinni í sam- vinnu við sveitarfélög, atvinnulífið og verka- lýðshreyfinguna.“ Ungur lagði ég flokknum lið og hef gefið honum mitt hálfa líf En snúum okkur aftur að komandi varafor- mannskosningu. Myndir þú segja að það sé einhver málefnaágreiningur milli þín og Jón- ínu Bjartmarz sem býður sig fram á móti þér? „Nú skal ég ekki segja um það. Ég man ekki til þess að við Jónína Bjartmarz höfum verið að takast hart á um stefnu flokksins. Mun- urinn á okkur er auðvitað sá að ég er starfandi varaformaður og hef notið fylgis til þess. Það er eitt að sækjast eftir embætti og fá góða kosningu, annað að falla í slíku vali frá því embætti sem maður hefur haft og þeirri stöðu. Ég þakka fyrir það að ég hef haft góða stöðu innan míns flokks og mikil samstaða verið um mín störf í samfélaginu síðustu árin og ég hef átt velgengni að fagna. Þannig að ég hef talið að sú sérstaða sem ég bý við sé auðvitað mik- ilvæg fyrir hugsjónir Framsóknarflokksins.“ Til hvers ertu að vísa þegar þú segir sér- staða? Ertu þar kannski að vísa til þess að þú hafir góð tengsl við landsbyggðina og gömlu ræturnar innan flokksins? „Og þessar gömlu rætur landsbyggðarinnar liggja ekkert síður hér í höfuðborginni. Ég finn það mjög vel hvort heldur ég kem á mannamót í borginni eða geng um götur að skoðanir mínar eiga hér líka mikinn stuðning á þessu svæði. Ég er að vísa til þess að ungur lagði ég flokknum lið og hef gefið honum mitt hálfa líf og tel mig eiga mjög mikið af vinum. Þannig að þetta er mín staða sem ég treysti á og finn að margir vilja styðja mig áfram.“ Að lokum hvernig leggst varaformannsslag- urinn í þig? „Ég er bjartsýnn. Ég tel að ég eigi mjög mikið af vinum og stuðningsmönnum í flokkn- um, þannig að ég er bjartsýnn á að ég nái þokkalegri kosningu og um mig verði töluverð samstaða. Ég trúi því og mínir draumar segja mér það að allir muni koma standandi út úr þessum kosningum og að flokkurinn muni eiga framundan sterkari stöðu og sóknarmögu- leika.“ Þú ert ekkert hræddur um að það geti unnið gegn þér þau orð þín að náir þú ekki kjöri þá munir þú draga þig út úr pólitík? „Ég hef sagt sem svo að það yrði auðvitað mikið áfall fyrir mig og raunar mjög marga Framsóknarmenn ef ég félli í þessum kosn- ingum. En ég er ekkert að leiða hugann að því núna. Ég hef sagt sem svo að það yrði mikið áfall fyrir mig en ég er bjartsýnn og er ráð- herra og þingmaður flokksins og mun að sjálf- sögðu taka þeirri niðurstöður, en vanur því í mínu lífi. Tapi ég mun ég auðvitað áfram standa með mínum flokki og vera Framsókn- armaður og ötull baráttumaður þessa flokks. En ég verð auðvitað að gera það upp ef mínum störfum er hafnað. Þá geri ég það bara í róleg- heitum og ég auðvitað tek bara þeim úrslit- um.“ Hver verða þín helstu áherslumál náir þú áframhaldandi kjöri sem varaformaður Fram- sóknarflokksins? „Ég mun leggja mikla áherslu á að Fram- sóknarflokkurinn nái mikilli einingu, fari af bjartsýni og trú um landið á grænu ljósi og boði þá sáttagjörð sem ég tel mikilvægasta. Að hann setji sér þessar víglínur sem ég hef verið að tala um og að hann setji sér sterka kosn- ingastefnuskrá fyrir næsta vor og geri sig mjög gildandi. Ég hef enga minnimáttarkennd fyrir Sjálfstæðisflokknum. Við höfum verið jafn sterkir í þessu samstarfi og okkar ráð- herrar hafa verið mjög öflugir hver í sinu ráðuneyti og látið verkin tala. Þannig að við þurfum bara að vera stolt af okkar verkum um leið og við hlustum af athygli og umhyggju á okkar grasrót og flokksfólk og köllum það heim í flokkinn okkar. Þetta tel ég vera lang- stærstu verkefni nýrrar stjórnar Framsókn- arflokksins sem og þingflokksins, sveit- arstjórnarmanna og þingmanna flokksins í heild.“ Skerpa þarf víglínur Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra og núverandi varaformaður Framsókn- arflokksins gefur kost á sér til áframhaldandi setu í embætti varaformanns á komandi flokksþingi. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Guðna um flokkinn og framtíðina. silja@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti „Ég mun leggja áherslu á að Framsóknarflokkurinn nái mikilli einingu, fari af bjartsýni og trú um landið á grænu ljósi og boði þá sáttagjörð sem ég tel mikilvægasta. Að hann setji sér þessar ákveðnu víglínur og geri sig gildandi,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.