Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI „VIÐ erum mjög óhress og finnst með ólíkindum að við skulum ekki virt svars,“ segir Kristján Þór Júl- íusson, bæjarstjóri á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið, í fram- haldi bókunar sem samþykkt var í bæjarstjórn á þriðjudag en þar var undrun lýst á niðurstöðu nýlegrar skýrslu dómsmálaráðuneytisins um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlu- björgunarþjónustu hér á landi. Niðurstaða skýrsluhöfunda er sú að þjónustan verði í umsjá Land- helgisgæslunnar og allar björgunar- þyrlurnar skuli staðsettar í Reykja- vík. Kristján segir að í mars síðastliðn- um hafi bæjarstjórn Akureyrar ósk- að eftir viðræðum við ríkisvaldið um uppbyggingu björgunarstarfs þjóð- arinnar, „en við heyrðum svo ekkert fyrr en þessi makalausa skýrsla kom út,“ segir bæjarstjórinn. „Við erum að ítreka fyrri bókun okkar, frá því í mars; ítreka þær áherslur sem við lögðum fram þá. Það er furðulegt að þær skuli ekki einu sinni fást rædd- ar.“ Öryggi Í bókuninni, sem samþykkt var samhljóða í bæjarstjórn á þriðjudag segir meðal annars: „Bæjarstjórn leggur áherslu á að vandað sé til undirbúnings á yfirtöku Íslendinga á þessu mikilvæga verk- efni. Taka þarf tillit til öryggis allra landsmanna og sjófarenda á svæðinu kringum landið sem er skilgreint sem starfssvæði þyrlubjörgunar- sveitarinnar. Nauðsynlegt er að skipulag björgunarmála sé þannig að björgunar- og viðbragðstími sé sem stystur. Jafnframt er áríðandi að hafa í huga að siglingar flutninga- skipa um norðurskautssvæðið eru að aukast og krefjast frekari viðbúnað- ar á þessu viðkvæma svæði. Með vís- an til ofangreindra raka telur bæj- arstjórn bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að a.m.k. ein björgun- arþyrla verði staðsett á Akureyri.“ Bæjarstjórinn á Akureyri segir öryggi höfuðatriði að mati bæjaryf- irvalda. Miklu skipti að viðbragðs- tími sé sem skemmstur og það hljóti að liggja í augum uppi að betra sé að vélarnar séu ekki allar á sama stað. Engar röksemdir „Sjómenn eru allt í kringum landið og ferðamenn á öllu landinu, svo dæmi séu tekin, en þessi þáttur er einfaldlega afgreiddur í örfáum lín- um í skýrslunni og það er með al- gjörum endemum. Það eru engar röksemdir fyrir þessu; málið bara af- greitt með mjög einföldum hætti af rútíneruðum embættismönnum í stjórnarráðinu sem vilja láta stofn- anir sínar vaxa.“ Kristján Þór segir skýrsluna ef- laust mjög vel unna varðandi tækni- lega hluti eins og þyrlutegundir og annað slíkt, en bæjarstjórn Akureyr- ar hafi ekki óskað eftir því að ræða slíka hluti. „Við horfum líka til þess að hér á Akureyri er miðstöð sjúkraflugs í landinu, og hér er öflugt sjúkrahús. Í skýrslunni segir að meginhluti björgunarstarfs þyrlusveitarinnar felist í því að koma slösuðu fólki í sjúkrahús í Reykjavík og að veður- aðstæður séu hagstæðar fyrir sveit- ina í Reykjavík – og mér finnst með ólíkindum að staðarvalið skuli af- greitt með þeim hætti,“ sagði Krist- ján Þór Júlíusson. Bæjarstjórn undrandi á skýrslu dómsmálaráðherra um þyrlubjörgunarþjónustu „Með ólíkindum að við skulum ekki virt svars“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allir vilja þyrlu Fyrir kosningarnar í vor lögðu öll framboðin á Akureyri á það áherslu að unnið yrði að því að ein þyrla yrði á Akureyri – hér eru oddvitar þriggja flokka í sjónvarpsþætti kvöldið fyrir kjördag; Jóhannes Bjarna- son, Framsóknarflokki, Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokki, og Oddur Helgi Halldórsson, Lista fólksins. Öryggisverðir á FSA | Örygg- isverðir hafa verið á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri aðfaranótt laugardags og sunnudags í sumar, og hefur það gefið góða raun, að því er fram kemur á heimasíðu FSA. Ákvörðun um þetta var tekin í lok júní þegar upp kom atvik er ógnaði öryggi starfsfólks og sjúk- linga, og fyrirkomulagið verður hið sama það sem eftir lifir sum- ars. „Hefur þetta fyrirkomulag reynst vel og kom það sér- staklega í ljós um liðna versl- unarmannahelgi er tveir örygg- isverðir voru að störfum samtímis,“ segir á heimasíðu FSA.    Ljós og myrkur | Í árhundruð breyttust ljósfæri Íslendinga ekk- ert. Lýsið var ekki aðeins holl- ustudrykkur heldur ljósgjafi og tólg ekki aðeins fita. Af hverju lifðu Íslendingar í myrkri stóran hluta ársins? Í tengslum við endurútgáfu Ís- lenskra þjóðhátta eftir sr. Jónas Jónasson frá Hrafnagili stendur Minjasafnið á Akureyri fyrir kvöldvökum um íslenska þjóð- hætti í Gamla bænum í Laufási. og í kvöld flytur Haraldur Þór Egilsson, sagnfræðingur, erindi um ljósfæri í íslenska bænda- samfélaginu. Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30.    Djass í Deiglunni | Kvartett Andrésar Þórs, Nýr dagur, leikur í Deiglunni í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21.30. Andrés Þór Gunnlaugsson leikur á gítar, Sig- urður Flosason á saxófón, Þor- grímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Að- gangseyrir kr. 1000. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is AUGLÝSA þarf deiliskipulag að svokölluðum Ellingsenreit í Vest- urbæ Reykjavík að nýju, en úr- skurðarnefnd skipulags- og bygg- ingarmála hefur fellt skipulagið úr gildi. Óvíst er með framtíð Alliance- hússins sem stendur á reitnum á meðan ekkert deiliskipulag er í gildi. Vinna við auglýsingu og gerð nýs skipulags liggur nú fyrir hjá Reykjavíkurborg. „Í úrskurðinum eru gefnar þær ábendingar að reiturinn sé of lítill. Við þurfum því augljóslega að stækka reitinn og þeir mæla með að það verði gert alveg út að Æg- isgötu. Það verður unnið nýtt deili- skipulag sem nær þá yfir stærra svæði. Þetta mun væntanlega taka nokkra mánuði enda þarf að fara í auglýsingaferli og fleira,“ segir Sal- vör Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá skipu- lags- og byggingarsviði borg- arinnar. „Þessi sjónarmið úrskurðarnefnd- arinnar um jafnræði í nýtingarhlut- falli eru einnig athyglisverð, nýting- arhlutfallið fer eftir því hvað lóðin er stór, í tilfelli Mýrargötu 26 er hún mjög lítil og í raun ekkert stærri en húsið sjálft, og því verður nýtingarhlutfallið augljóslega hátt,“ bætir hún við. Salvör tekur undir að óvissa ríki um framtíð Alliance-hússins núna eftir að skipulagið hefur verið fellt úr gildi. „Þar sem ekki er í gildi skipulag á svæðinu erum við að ein- hverju leyti með autt blað. Reykja- víkurborg hafði gert ráð fyrir að húsið mætti hverfa og að þarna yrði uppbygging. Teórískt séð má því vel vera að halda megi í Alliance-húsið,“ segir Salvör og bætir við að húsa- friðun sé hinsvegar á könnu ríkisins. „Ef menntamálaráðherra friðar hús eftir tillögu húsafriðunarnefnd- ar höfum við ekki leyfi til að hrófla við því,“ segir Salvör og útskýrir að borgaryfirvöld gætu t.d. ekki upp á sitt eindæmi fyrirskipað niðurrif á Stjórnarráðinu eða öðrum friðuðum húsum. Skipulaginu ekki flýtt En skyldu borgaryfirvöld þurfa að taka afstöðu til þess að hrað- frystihúsið sem stóð á lóð Mýr- argötu 26 hafi þegar verið rifið sam- kvæmt skipulaginu sem nú er fallið úr gildi. „Eigandinn var búinn að fá bygg- ingarleyfi og húsið var rifið í takt við deiliskipulagið sem gilti þá,“ út- skýrir Salvör. „Eigandinn var tilbú- inn með verktaka og teikningar og allt, en nú lendir hann í því að geta ekki hreyft neitt fyrr en nýtt bygg- ingarleyfi hefur verið gefið út,“ seg- ir hún og telur ekki ólíklegt að eig- andi muni krefjast skaðabóta. En kemur þá til greina að flýta samþykkt nýs skipulags? „Nei, það getum við ekki gert því ferlið er bundið í lög. Almenningur getur gert athugasemdir og svo þarf að fá álit Skipulagsstofnunar og fleira og þetta tekur í heildina 14 vikur,“ Spurður um hugsanlega friðun á Alliance-húsinu telur Þorsteinn Gunnarsson, formaður húsafrið- unarnefndar, málið ekki enn vera á því stigi að rætt sé um friðun húss- ins. Athyglisverðar hugmyndir um nýtingu „Fyrir síðasta fund fór nefndin í vettvangsferð og skoðaði húsið hátt og lágt og staðfesti að ástand þess væri afar gott. Ýmislegt innandyra er ennþá með upphaflegum um- merkjum og lítið er búið að raska hlutum,“ segir Þorsteinn og bætir við að leigutaki sé að húsinu sem hafi athyglisverðar hugmyndir um notkun þess. „Í framhaldi af þessari vettvangs- skoðun fengum við inn á fund hjá okkur kynningu á rammaskipulag- inu og komumst á þá skoðun að hægt væri að varðveita húsið sam- kvæmt því skipulagi. Næsta skref hjá okkur er að ræða við borg- arstjóra og þar munum við leggja áherslu á að við teljum húsið hafa mikið varðveislugildi. Ef nefndin tekur svo ákvörðun um friðun húss- ins sendir hún tillögu um það til menntamálaráðherra,“ segir Þor- steinn en útskýrir að mikilvægt sé að vera í samráði við borgarstjóra um málið vegna afstöðu borgarinnar gagnvart hugsanlegum skaðabóta- kröfum. Vinna þarf nýtt deiliskipulag fyrir reitinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Nýtt byggingarleyfi Ellingsenreiturinn með lóð Mýrargötu 26 í forgrunni. Þar hefur nú verið tekinn grunnur að nýju íbúðarhúsi en áður stóð þar hrað- frystihús. Handan grunnsins sést í eystri gafl Alliance-hússins. Eigandi lóðarinnar Mýrargötu 26 þarf nýtt byggingarleyfi til að geta haldið áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.