Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 10

Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 10
Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÁSGEIR Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir það sína persónulegu skoðun að lenging afgreiðslutíma skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur kalli á aukna notkun fólks á örvandi efnum. Í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði Ás- geir að fólk sem einungis notaði áfengi væri ekki líklegt til að geta haldið sér vakandi lengi og margir fengju sér því örvandi efni til að geta haldið sér lengur á fótum. „Mín skoð- un er að þessi langi afgreiðslutími sé ekki af hinu góða. Bæði er fólk orðið þreytt og erfitt í skapi eftir mikla áfengis- og vímuefnaneyslu en síðan Telur misráðið að hafa lengur opið getur verið að þetta fólk blandist sam- an við venjulegt fólk sem fer á stjá snemma á morgnana, með slæmum afleiðingum.“ Neysla örvandi efna færst í vöxt Upphaflega var markmiðið með hinum lengda afgreiðslutíma að dreifa álaginu, sem skapast þegar fólk kemur út af skemmtistöðunum, yfir lengra tímabil. Ásgeir segist ekki viss um að það hafi tekist. „Mér þykir líklegt að neysla örvandi efna hafi færst í vöxt við lengingu afgreiðslu- tíma skemmtistaða og eins færist of- beldi í vöxt eftir því sem fólk er búið að vera lengur að og missir ráð og rænu.“ Bendir hann á að svo virðist sem ofbeldi fari vaxandi og að fréttir berist frá sjúkrahúsum um meira álag en áður. Í Morgunblaðinu í gær var haft eft- ir Sigfúsi Helgasyni, formanni íþróttafélagsins Þórs, að nokkuð hefði verið um fólk undir áhrifum fíkniefna, jafnvel með hnífa á sér. Sagðist Sigfús hafa sagt starfsmönnum sínum að forðast að eiga samskipti við eða hafa afskipti af slíkum einstaklingum. Ás- geir segir að fólk sem lifi í fíkniefna- heiminum gangi oft með hnífa eða einhvers konar vopn og þá einkum til sjálfsvarnar og meira hafi borið á slíku í seinni tíð. Hjá sumum sé það hluti af skemmtanamynstrinu að nota fíkniefni og það gerist ætíð þegar mikið af fólki komi saman að meira komi upp af fíkniefnamálum. Ásgeir Karlsson um lengdan afgreiðslutíma skemmtistaða GEIR Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn boðar aukið eftirlit af hálfu lögreglu á Menningarnótt í ár frá því sem verið hefur. Lögreglumenn á vakt um kvöldið verða nú 70 en voru um 50 í fyrra. Því til viðbótar munu 20 björgunarsveitarmenn tryggja starfsvettvang lögreglu ef þurfa þykir. Að sögn Geirs eru dæmi þess að stórir hópar ungs fólks safnist saman í miðborginni á Menning- arnótt eftir að dagskrá lýkur, enda síðasta fríhelgi hjá skólafólki. Í fyrra var hópamyndun ungs fólks í miðborginni áberandi að skipu- lagðri dagskrá lokinni, m.a. vegna þess að rigna tók eftir að flug- eldasýningu lauk. Lögregla átti erfitt um vik með að tvístra hópum og koma í veg fyrir átök innan þeirra og mikil slagsmál brutust út í Hafnarstræti sem enduðu með hnífstungu. „Það er ljóst að þessi mikla hópamyndun sem átti sér stað á Lækjartorgi varð okkur of- viða á tímabili og nú ætlum við að grípa inn í fyrr, vera komnir fyrr á torgið til að taka á móti fólki sem þar safnast saman,“ segir Geir Jón. Hann segir að lítil þúfa hafi velt þungu hlassi og óuppgerðar sakir nokkurra einstaklinga verið uppspretta fjöldaslagsmála. „Stærsti hluti hópsins vissi ekkert út á hvað deilurnar gengu en tók þátt í þessari sefjun og sparkaði í liggjandi mann að ástæðulausu,“ segir Geir. Unglingadrykkja upprætt Geir segir að í ár, líkt og und- anfarin ár, verði mikil áhersla lögð á að uppræta unglingadrykkju. Gönguhópar fulltrúa lögreglu og starfsmanna Reykjavíkurborgar mun ganga í bænum og senda börn sem fara á skjön við útivistarregl- ur í Foreldrahúsið. Þar verður opið frá miðnætti og tekið á móti börn- um yngri en 16 ára sem eru á ferli eftir lögboðinn útivistartíma auk þess sem börn undir 18 ára aldri sem eru undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa verða flutt í Foreldrahúsið. Börnin verða í hús- inu í umsjá fagfólks þar til for- eldrar þeirra sækja þau. Geir kveður mikilvægt að for- eldrar og aðrir uppeldisaðilar átti sig á því að það sé ekki hlutverk lögreglu einnar að koma í veg fyrir að ofurölvi unglingar séu í mið- bænum til þess að uppræta vand- ann þurfi samstöðu allra sem koma að uppeldi barnsins, og þar sé hluti foreldra stærstur. Aukinn viðbúnaður verður jafn- framt á slysadeild LSH í Fossvogi og skipulagið svipað og tíðkast á gamlárskvöldi. Reykjavíkurdeild Rauða krossins verður á rölti í miðbænum fram yfir flugeldasýn- ingu, auk þess sem hún stendur vaktina í athvarfi fyrir týnd börn við Amtmannsstíg 5, þar sem reynt verður að leiða saman börn og for- eldra sem orðið hafa viðskila í mið- bænum. Sæbrautin lokuð að mestu Árni Friðleifsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar, segir að Sæbraut að Kringlumýrarbraut verði lokuð frá klukkan þrjú að mestu leyti. „Við getum einfaldlega ekki tekið þá áhættu að fá mikla umferð á Sæbrautina að kvöld- lagi,“ segir Árni en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær verður flugeldum skotið upp af sjó svo að gestir geti séð þá allt frá höfninni í vestri og austur undir Laugarnes. Aukinn viðbúnaður á Menningarnótt Morgunblaðið/ Jim Smart Lögregla hvetur foreldra til að axla ábyrgð á Menningarnótt. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is 10 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR     Glæsilegur 52 síðna blaðauki um menntun fylgir Morgunblaðinu á morgun stað með greiningu á nýtingarmögu- leikum Miklatúns og Hljóm- skálagarðsins,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður ráðsins. Hann segir að nýr meirihluti sé samstiga í þessu máli og rætt verði um það á næstu fundum umhverf- isráðs. Spurður hvers konar starf- semi muni verða í garðinum segir Gísli að hugmyndavinna sé ekki al- mennilega farin af stað en sjálfsagt verði litið til fyrirmynda á borð við Kaffi Flóru í Grasagarðinum. „Á næstu fundum munum við fá til okk- ar menn eins og Bolla Kristinsson með spennandi og stærri hug- myndir um garðinn, en einnig mun Marentza Poulsen, sem rekur Kaffi Flóru í Grasagarðinum, greina okk- ur frá reynslu sinni af rekstrinum,“ segir Gísli. Hann segir að ef af verði sé lík- legast að kaffihúsið verði einungis starfrækt á sumrin og svæðið þann- ig látið þjóna tilgangi griðastaðar fjölskyldufólks á góðviðrisdegi. Spurður um hugmyndir Hrafns Gunnlaugssonar og fleiri um flutn- ing hluta Árbæjarsafns í garðinn, segir Gísli að eitt sé að flytja safnið og annað að nota aðflutt gömul hús sem þjónustumiðstöðvar í garðinum. „Við viljum að garðurinn verði áfram garður,“ segir Gísli. „Við úti- lokum hins vegar alls ekki að nýta gömul flutningshús sem Árbæj- arsafn getur ekki tekið á móti undir starfsemina,“ segir Gísli. UMHVERFISRÁÐ Reykjavíkur hefur látið Þórólf Jónsson garð- yrkjustjóra útbúa minnisblað um kaffihús í Hljómskálagarðinum. Þar reifar Þórólfur sjónarmið sín um uppbyggingu kaffihúss í garðinum, hugmyndir um staðsetningu og áhrif uppbyggingarinnar á garðinn. Í máli hans kemur fram að Hljóm- skálagarðurinn hafi mikla sérstöðu sökum staðsetningar sinnar en bjóði ekki upp á nógu fjölbreytilega starf- semi fyrir borgarbúa. Hann segir að þótt hið friðsæla yfirbragð garðsins sé vissulega eftirsóknarvert, megi gera ýmislegt til að auka líf í garð- inum án þess að glata rónni sem ein- kennir hann. Þetta mætti til að mynda gera með því að koma upp sviði fyrir tónleika og uppákomur auk kaffihúss. Hvað staðsetningu kaffihússins varðar, nefnir Þórólfur að standi það við suðausturenda Tjarnarinnar, við Þorfinnstjörn, muni það tengja þjónustuna við leik- svæðið og sé því ákjósanlegur kost- ur, þótt tæknilegar forsendur vegna lagnatenginga og jarðvegsaðstæðna geti sett strik í reikninginn. Gömlu húsi mögulega fundinn staður í garðinum „Við í umhverfisráði viljum nýta okkar yndislegu grænu svæði betur og þess vegna höfum við farið af Morgunblaðið/Kristinn Kaffihús rísi í Hljómskálagarði Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.