Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is SÍÐASTLIÐINN laugardag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu frá „Samvinnuhópi kristinna trú- félaga“ undir fyrirsögninni „Frjáls úr viðjum samkynhneigðar“, þar sem nokkrir sértrúarsöfnuðir benda á leiðir til að lækna samkynhneigð. Samkynhneigð er ekki sjúkdómur, samkynhneigð er ekki heilaþvottur eins og sá sem fram fer í söfnuðum sumra trúfélaga, sem margir hafa komið stórskaðaðir frá. Í Biblíunni segir að við séum öll jöfn fyrir guði, guð gerir ekki upp á milli manna. Það á engu að skipta hvern þú elsk- ar og gengur lífsins veg með, það á ekki að skipta máli hver kynhneigð eða kynþáttur manneskjunnar er. Það getur enginn farið með það dómsvald og sagt að svona líðist ekki. Við búum í frjálsu landi þar sem ríkir lýðræði. Menning okkar hefur breyst, þjóðfélagið er opnara. Sem betur fer. Hversu lengi ætla trúfélögin að halda áfram á þessari braut? Hversu marga ætla þau að meiða? Því miður hefur það verið lítið í umræðunni en margir hafa fallið fyrir sjálfs sín hendi vegna þess um- tals og stefnu sem trúfélögin hafa í garð samkynhneigðra. Ekki alls fyrir löngu svipti sig lífi náinn frændi minn sem hafði verið hátt- settur hjá Hvítasunnuhreyfingunni. Hann hafði loksins fundið sig, kom- inn á sextugsaldur. Hann var ham- ingjusamur og búinn að kynnast góðum manni. En því miður höndl- aði hann ekki það mótlæti sem hann varð fyrir er trúbræður hans sneru við honum baki, ásamt öðrum mót- byr sem hann varð fyrir. Hversu margir þurfa að fara á þennan hátt vegna ykkar? Ykkur kemur ekki við við hliðina á hverjum manneskjan sefur. Umburðarlyndi kostar ekkert en mannslíf er dýrt. Það eru miklir fjötrar að þurfa að fara gegnum lífið ósáttur við sjálfan sig. Við getum ekki farið eftir meira en 2000 ára gamalli uppskrift um það að karlmaður og kona eigi að vera saman, það væri eins og að taka það upp að við ættum að brenna sakamenn á báli. Mig langar svo að lokun að spyrja þá, sem stóðu að umræddri auglýs- ingu, um það sem haft var eftir for- stöðumanni Hvítasunnukirkjunnar í Keflavík hvort allir kristnir menn væru á bak við þessa auglýsingu. Mér er þá spurn, hverrar trúar eru þau 50.000 manns sem hafa far- ið í gleðigönguna undanfarin ár? Það væri forvitnilegt að fá svar við því. JÓSEF SMÁRI GUNNARSSON, formaður Betra lífs – hagsmunafélags. Allir eru jafnir fyrir guði Frá Jósef Smára Gunnarssyni: ENN einu sinni heyrum við af hinum svokölluðu hinsegin dögum. Og ennþá sjá fjölmiðlar ástæðu til að gera þessu efni rækileg skil. Margir teldu gott að fá aðra eins auglýsingu á sínum mál- stað og samkynhneigðir fá þarna. Meira að segja stóð Borgarbókasafnið fyrir sérstakri dagskrá af þessu tilefni. Jæja, tilefnið hlýtur að vera ærið. En mér er spurn: Hvernig fara samtök samkynhneigðra að því að kosta eins dýra „skrúðgöngu“ og þessa, niður all- an Laugaveg, og tilheyrandi auglýs- ingar? Mér hefur verið sagt að borg- arsjóður hafi á liðnum árum stutt fyrirbærið með milljónum króna. Þarna er að margra mati verið að greiða vafasama skemmtun og að margra mati siðleysi fárra með al- mannafé. Er það siðferðilega verjandi að greiða fúlgur fjár úr borgarsjóði til þess sem er eins siðferðilega umdeilt mál og hvatning til að lifa samkyn- hneigðu líferni? Mér finnst fréttaflutn- ingur af hinsegin dögum kominn úr böndunum. Ég held að þetta sé í átt- unda sinn sem þeir eru haldnir en svo virðist á fjölmiðlum að fyrirbærið sé alveg sérstök nýjung og mjög frétt- næmt efni. Mér og mörgum öðrum finnst meira en nóg komið af þessari áróðurskenndu fréttamennsku. Eru kannski einhverjir á fréttastofunum sem vilja ítrekað halda þessu efni að okkur almenningi? Mér er sagt að í göngunni leggi sumir sig fram við að striplast og ögra með erótískum tilburðum og klæðnaði, en við hlið þeirra gangi prúðbúnir stjórnmálamenn og aðrir broddborg- arar og láti velþóknun sína í ljós með brosi og hrósyrðum … Var einhver að tala um nýju fötin keisarans? FRIÐRIK SCHRAM, prestur. Er ekki komið nóg? Frá Friðriki Schram: ÞAÐ er margt sem þarf að athuga þegar orð Biblíunnar eru skoðuð í nútímaljósi. Nauðsynlegt er að lesa orð hennar í samhengi, bæði sagn- fræðilegu og menningarlegu. Þetta ætti guðfræðimenntaði presturinn Hjörtur Magni að vita. Vitnar hann í orð Páls postula um þræla og konur í fréttum Sjónvarps á sunnudags- kvöld. Í guðfræðigeiranum er al- mennt talið að þessi orð Páls séu rit- uð inn í sérstakar kringumstæður og ætti því að draga hinn algilda sannleik úr þeim (sérstakt er versið í Kólossubréfi 3:22, ættum öll að taka til okkar). Svo sannarlega hef- ur þetta verið misnotað og er það miður. Það er verk guðfræðinga og guðsmanna að túlka hvað þetta þýð- ir fyrir samtímann. Niðurstaðan úr slíkum pælingum er gjarnan kær- leikur. Við þurfum að sýna hvert öðru kærleik. Undirmenn sýni yf- irmönnum kær- leik og öfugt, ekki að und- irmenn (þrælar) láti allt vaða yfir sig. Eiginmenn sýni eiginkonum og öfugt, ekki að eiginmenn eigi konuna og fari með hana að vild. Í tilfelli okkar í dag; Gagnkynhneigðir sýni samkyn- hneigðum kærleik og öfugt. Kær- leikurinn sem kristnir menn eiga að lifa í felst ekki í því að vera alveg sama um náungann, heldur að þykja vænt um og gera allt til þess að hjálpa, styrkja og oft beina inn á rétta braut. Samvinnuhópur kristinna trú- félaga á Íslandi stóð að auglýsingu í Morgunblaðinu sem ætluð var sam- kynhneigðum. Þetta var eitt af svör- um kristinna manna til þessa hóps fólks. Besta svarið er að sýna kær- leik. Þeir sem Hjörtur Magni kallar bókstafstrúarmenn eru flestallir sannir bókstafstrúarmenn. Það þýð- ir að þeir vilja ekki fara gegn orðum Biblíunnar og brjóta. Það þýðir líka að þeir vilja auðsýna öllum mönnum kærleika, án allra fordóma. Það ætti að vera eitthvað til að vera stoltur af. Þessir bókstafstrúarmenn Hjart- ar Magna vilja konum allt gott, flestir giftir einni, og hafa óbeit á þrældómi. Það gleður mig að samkyn- hneigðir skuli vera jafnáhugasamir um trúmál og raun ber vitni. En trú er ekki bara trú. Kristnir menn trúa því að Jesús Kristur sé vegurinn, sannleikurinn og lífið. Það er trúin á hann sem að gefur okkur hamingj- una í þessu lífi og líf eftir dauðann. Allir geta deilt þeirri trú. DANÍEL STEINGRÍMSSON, guðfræðinemi. Upp með þrælahald Frá Daníel Steingrímssyni: Daníel Steingrímsson SAMVINNUHÓPUR kristinna trú- félaga birti auglýsingu sem bar yf- irskriftina,, Frjáls úr viðjum sam- kynhneigðar“ hér í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. Í henni boðar hópurinn ,,fagnaðarerindi“ sitt um að menn geti „frelsast“ frá eigin kynhneigð með hjálp Jesú Krists. Í augum samvinnuhóps kristinna trúfélaga virðist samkynhneigð telj- ast til samfélagsmeina eins og t.d. eiturlyfjaneysla, klámvæðing eða ofsaakstur. Hin þrjú síðarnefndu teljast til vandamála því þau geta stofnað lífi manna og heilsu í hættu og vega að mannlegri reisn á einn eða annan hátt. Kynhneigð er aftur á móti ekki vandamál því hún er einkamál hvers og eins og skaðar ekki aðra heldur er aftur á móti ein grunnforsenda hamingjuríks lífs. Kynhneigð verður fyrst ,,vanda- mál“ þegar þröngsýnir hópar finna sig knúna til að vega að virðingu og mannfrelsi samkynhneigðra. Mér er til efs að samvinnuhópur kristinna trúfélaga átti sig á því að hann er að tala um ástarsam- bönd annarra sem eru mjög persónulegt at- riði og eitthvað það mikilvægasta í lífi hvers ein- staklings. Auðvit- að kemur trúin alltaf inn í einka- lífið en virðing fyrir hverjum og einum er grunnatriði. Hvað fyndist okkur um auglýsingar um einkalíf okkar eins og: ,,Hættu að elska konuna þína því samband ykkar er ekki þóknanlegt Guði“ eða „Biddu Jesú um lækningu því það er sjúk- dómur að elska manninn þinn.“ Við myndum fyrtast við og krefjast þess að fá að vera látin í friði. Eflaust eru til margir samkyn- hneigðir sem fagna því að ,,frels- ast“ og ég virði þá ákvörðun líka. Ég get samt ekki komist hjá óþæg- indum við tilhugsunina um að enn geti fólk ekki vandræðalaust – í sátt við sjálft sig – lifað eins og Guð skapaði það heldur finni sig knúið af samfélaginu til að breytast á einhvern hátt. Erum við ekki öll dýrmæt eins og við erum? Guð hef- ur gefið okkur allt. Fagnaðarerindi Jesú felst ekki í því að reyna breyta gjöf Guðs til okkar mann- anna, heldur að finna gjöfina í okk- ur sjálfum og annast hana hvert og eitt. Auglýsing samstarfshóps krist- inna trúfélaga er ekki viðhorf til vandamáls, heldur skapar hún vandamál. Ég get ekki bent á sér- staka vefslóð þar sem hægt er að fá aðstoð til að ,,frelsast úr viðjum haturs á samkynhneigðum“, en vil mæla með því að fólk lesi Biblíuna með ,,öllu hjarta sínu, allri sálu sinni, öllum mætti sínum og öllum huga sínum“ í stað þess að klippa út hluta eftir hentugleikum og að- hyllast bókstafstrú (raunar ,,hluta- textatrú“). Biblían segir og gefur okkur allt sem við þurfum að en við verðum að muna að merkinguna er ekki bara að finna í textanum. TOSHIKI TOMA, prestur innflytjenda. Athugasemd við auglýsingu frá Samvinnuhópi kristinna trúfélaga Frá Toshiki Toma: Toshiki Toma GETA tveir karlmenn viðhaldið mannkyninu eða geta tvær konur gert það? Getur verið að þessi spurning sé í raun grundvallarspurningin um „rétt“ samkynhneigðra einstaklinga „gegn“ gagnkynhneigðum ein- staklingum eða öfugt? Ég segi já. Þetta er spurningin sem við þurf- um að kljást við og svara með ein- földu jái eða neii og komast þá að nið- urstöðu. Þetta er í raun grundvallarspurn- ingin um sjálft mannkynið, réttindi mannsins, og í raun allt mannlegt samskiptaferli sem viðvíkur þjóðfé- lagið, fjölskyldur og skyldur manna til hvers annars. Þetta er ekki spurningin um að vera með eða á móti, heldur hvað er- um við og afhverju erum við svona eins og við erum. Það er afar einfalt og jafnvel ein- feldningslegt fyrir samkynhneigða að benda á þá sem gagnrýna hið nei- kvæða við samkynhneigð að það sé sprottið af því að einhver sé á móti viðkomandi einstaklingi, eða að sam- kynhneigðir eigi sama „rétt“ og gagnkynhneigðir. Því einfaldlega er það þannig að gagnkynhneigðir hafa skapað það þjóðfélag, það munstur og þau fjöl- skyldutengsl sem verða að vera til ef manneskjan á að vera til. Það að berjast eða að vera á móti ákveðnum kröfum samkynhneigðara þýðir ekki að einhver sé á móti ein- staklingnum sem þar býr að baki. Einföldun: Ef þér finnst blár lit- ur fallegri en rauður er ekki þar með sagt að þú sért á móti öll- um þeim sem finnst rauður fal- legri, eða er það svo? Því miður hefur baráttufólki sam- kynhneigðra tekist að setja málið þannig upp. Fyrir vikið hefur fjöldi fólks sem málið varðar ekki kært sig um að taka þátt í umræðunni. Það kýs einfaldlega að taka þátt í að búa til sín börn, ala þau upp og mæta í „gay“-göngu af því að sumarið er svo stutt á Íslandi og það er svo gaman að sjá hverjir eru þar á ferð. Það felst í sjálfu sér enginn stuðningur á bak við það að fólk fylkist í bæinn á við- burðarsnauðum sumarnóttum á Ís- landi. Ekki frekar en þegar Bónus aug- lýsir ódýra mjólk einn dag á ári. Það er engin stuðningsyfirlýsing við Jó- hannes í Bónus þótt fólk mæti ein- mitt þá hvað flest í Bónus á Íslandi. Æði oft gleymist það þegar sam- kynhneigðir halda á börnum sínum frá fyrri tilhneigingu/hjónabandi, að segja frá því að þar er líka annað for- eldri sem hefur ekki sama möguleika á að tjá tilfinningar sínar. Jafnvel biturð, hatur eða ást sem aldrei fær að komast til skila. Aldrei spyrja menn hvað ef allir væru samkyn- hneigðir, hvar er þá hið mannlega samfélag, hvar er velferðin, hvar er þá kirkjan eða þá hvenær verða endalokin? Hverjir skapa velferðina? Eru það einmitt ekki börnin sem fæðast og koma út í samfélagið á hverjum tíma? Hvað ef amma þín og afi hefðu verið samkynhneigð þau hefðu verið hommi og lesbía hvar værir þú þá? Getur það verið að gagnkynhneigðir skapi það sam- félag, þá velferð, það skólakerfi, það umhverfi eða bara allt mannlegt sem aðrir gera tilkall til, og finnst sjálf- sagt að eiga hlutdeild í? Af hverju tölum við ekki hreint út og segjum hlutina eins og þeir eru? Af hverju segja samkynhneigðir ekki börnum sínum frá fyrri sambúð, að börnin þeirra eigi ekki möguleika á að eignast systur eða bróður? Af- hverju þurfa hinir að segja þeim það? Afhverju segja samkynhneigðir ekki frá því að ef við hættum að geta einstaklinga sem halda samfélaginu gangandi að þá deyjum við út án „réttinda“? Með öðrum orðum sagt; tölum saman á því tungumáli sem báðir skilja. Spyrjum einfaldra spurninga og svörum á einfaldan mannlegan hátt. Hvað er samkynhneigð og hvað þýðir hún fyrir mannkynið, hvað er gagnkynhneigð og hvað þýðir hún fyrir mannkynið? GUÐMUNDUR R LÚÐVÍKSSON, myndlistamaður. Geta tveir karlmenn saman átt börn? Frá Guðmundi R Lúðvíkssyni: Guðmundur R. Lúðvíksson MÉR finnst alltaf hálfhallærislegt þegar upp kemur í þjóðfélaginu mikil umræða um samkynhneigð. Það vekur jafnvel hjá mér ofurlitla kátínu að nú á þessari miklu upplýsingaöld skuli menn enn vera að velta sér svona upp úr líferni annarra. Þegar styrjaldir geisa, of- beldi er daglegt brauð meðal fólks (jafnvel gagnkynhneigðra) og margt fleira eru ákveðnir aðilar sem virðast halda að helsta ógn sem að okkur steðji sé fjölgun samkynhneigðra. Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt um birtist nú á dögunum auglýs- ing í Morgunblaðinu þar sem boðaðar voru leiðir til að losna úr viðjum sam- kynhneigðar. Skömmu síðar heyrði ég viðtal við einhvern guðfræðing þar sem hann þuldi upp allskyns tölfræði til stuðnings því að slík meðferð bæri árangur. Bandarískar rannsóknir sýndu svo ekki væri um villst að hægt væri að ,,lækna“ samkynhneigða. Næstum 30% árangur hefði náðst. Hér er mín skýring á því. Nú er ég karlmaður. Segjum sem svo að allt mitt líf væri mér kennt að það væri rangt að vera karlmaður. Það væri fordæmt af samfélagi mínu og trúar- brögðum. Svo væri mér boðin með- ferð eftir að allir væru búnir að vinna í því allt mitt líf að sannfæra mig um að eitthvað væri að mér. Líklega myndi ég fara í meðferðina með opn- um huga og koma út dillandi mjöðm- um og slúðrandi um vinkonur mín- ar … Sjálfur hef ég ákveðna fordóma gagnvart heittrúuðum. Þó held ég að ekki sé rétt að bjóða þeim, sem trúa statt og stöðugt á Guð og Jesú, ein- hverja meðferð. Jafnvel þótt ég sé al- gerlega sannfærður um að trúar- brögð hafi kallað meiri hörmungar yfir heiminn en samkynhneigð. SIGURÐUR HEIÐARR BJÖRGVINSSON, verkamaður og nemi. Samkynhneigð í samfélaginu Frá Sigurði Heiðarri Björgvinssyni: Sigurður Hreiðarr Björgvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.