Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kæra mamma,
Svava.
Við eigum svo margar góðar minn-
ingar og minnumst þín með hlýju og
innilegu þakklæti ekki síst fyrir hvað
þú varst börnunum okkar góð amma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
Blessuð sé minning þín,
Björgvin og Vilborg.
Elsku amma. Það er sárt að þú ert
farin frá okkur, en gott að núna líður
þér vel eftir að hafa verið svona lasin.
Það var alltaf svo gott að vera hjá
ykkur afa í Hrauntúninu. „Litla snúll-
an“ þín minnist þess hvað það var gott
að kúra í fanginu þínu, „litli bóndinn“
þinn minnist þess hvað þú varst hress
og alltaf að grínast eitthvað, „stóra
snúllan“ þín, sem þú kallaðir litlu rós-
ina þína, minnist þess hvað þú varst
alltaf góð og hlý. Takk fyrir allt.
Kolbrún Rós, Friðrik Júlíus og
Katrín Birta
Elsku yndislega amma.Við kveðj-
um þig með miklum söknuði og þökk-
um þér allar dýrmætu stundirnar
sem við áttum með þér.Við systkinin
vorum svo lánsöm að fá að dvelja hjá
ykkur afa á sumrin þegar við vorum
börn.
Það var alltaf mikil tilhlökkun að
koma til ykkar í Núp og fá að taka
þátt í heyskapnum. Oft var margt um
manninn á þeim tíma því fólk kepptist
um að koma til ykkar og hjálpa til við
heyskapinn. Núna þegar við kveðjum
SVAVA
JÚLÍUSDÓTTIR
✝ Svava Júl-íusdóttir fædd-
ist að Steinaborg á
Berufjarðarströnd í
S-Múlasýslu 26. nóv-
ember 1930. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað 28. júlí síð-
astliðinn og var
útför hennar gerð
frá Heydalakirkju 5.
ágúst.
þig hinstu kveðju,
fljóta ótal ljúfar minn-
ingar um huga okkar.
Þú varst alltaf svo góð
og þolinmóð við okkur
og þú hafðir alltaf tíma
fyrir okkur og þegar
maður hugsar til baka
þá kemur upp í hugann
að þú hlýtur að hafa
verið galdrakona því
þú hafðir einhvern veg-
inn tíma í allt, en varst
samt alltaf að vinna
sveitastörfin, jafnt úti
sem inni í bæ. En samt
spilaðir þú við okkur og kenndir okk-
ur hannyrðir.
Þú hafðir svo gaman af að spila kas-
ínu og þú hafðir mjög mikinn metnað í
að vinna í spilum eins og í öllu sem þú
tókst þér fyrir hendur. Það var alltaf
svo gaman að vera nálægt þér og þú
hugsaðir alltaf svo vel um okkur jafn-
vel þegar þú vast að berjast í veikind-
unum. Þá hafðir þú meiri áhyggjur af
fólkinu þínu en þér sjálfri.
Amma, þú sagðir okkur svo margar
skemmtilegar sögur frá Núpi þegar
þú lást mikið veik á sjúkrahúsinu í
Neskaupstað og við náðum að tala
saman um lífið og tilveruna. Þó þú
værir mjög lasin var stutt í brosið og
þú gast svo oft séð spaugilegu hlið-
arnar á lífinu og við þökkum guði fyrir
þær stundir sem við fengum með þér.
Við geymum allar minningarnar um
yndislega ömmu í hjarta okkar. Við
elskum þig, amma, og vitum að nú líð-
ur þér vel og ert á góðum stað hjá
guði og í hjarta okkar sem þekktum
þig.
Elsku afi, við biðjum góðan guð að
styrkja þig og varðveita í þessum
mikla missi og hjálpa þér að halda
áfram lífinu með fullt hjarta af minn-
ingum um ótrúlega konu, sem amma
var.
Svava Sóley og Gilbert
Svava Júlíusdóttir frá Núpi á Beru-
fjarðarströnd er látin. Það er alltaf
jafnerfitt að kveðja, enda er maður
ekkert nema eigingirnin. Mér finnst
svo stutt síðan að ég kynntist þessari
mætu konu, en við erum tvímenning-
ar. Faðir hennar Júlíus Svavar Hann-
esson lést í sjóslysi rétt fyrir utan
Keflavík árið 1930 aðeins 19 ára gam-
all og þá var heitmey hans Þóra Stef-
ánsdóttir barnshafandi. Þóra fór heim
í sína heimasveit til að fæða barn sitt
og af einhverjum orsökum sem eru
mér ekki kunnar var sambandið lítið
við föðurfjölskylduna. Annar tími,
langt á milli landshluta, ferðalög fátið,
enginn sími, – hver veit? Nema að ég
vissi ung að bróðir mömmu hefði átt
dóttur og að hún byggi fyrir austan,
líklega í Berufirði, sem var að mínu
mati einhversstaðar á hjara veraldar.
Svo gerðist það árið 1975, ég nýbúin
að fá bílpróf og kaupa minn fyrsta bíl,
að ég ákveð að fara með mömmu,
pabba og dóttur mína í hringferð um
landið. Og mömmu langaði til að hitta
bróðurdóttur sína í Berufirðinum. Og
þar sem ég hafði ekki fyrr keyrt á ís-
lenskum fjallvegum og lítið sem ekk-
ert keyrt yfirleitt hafði ég ekki hug-
mynd um hvernig íslenskir fjallvegir
færu með litla bíla eins og Fiat-lúsina
mína, enda datt hljóðkúturinn undan
nýja bílnum mínum þegar við vorum
uppi á miðri Lónsheiði og hljóðkúts-
laus keyrðum við alla leiðina í Beru-
fjörðinn. Það er löng leið og við kom-
um ekki að Núpum fyrr en klukkan
var að verða 23.30 og fannst mér þá
allt of seint að fara að vekja fólk upp
og fara fram á gistingu.
Við vorum með tjald með okkur en
mamma gamla heimtaði að við bönk-
uðum upp á og athuguðum allavega
hvort ekki væri hægt að sníkja kaffi
hjá bróðurdóttur sinni enda orðin ansi
kaffiþyrst, gamla konan. Móttökurn-
ar voru yndislegar, mamma drakk
þrjár kaffikönnur hjá Svövu – ég er
ekki að ýkja – og við fengum öll að
sofa í stofunni hjá þeim. Daginn eftir
gerði Gunnar, maðurinn hennar
Svövu, við hljóðkútinn á bílnum mín-
um. Við lögðum svo af stað til Egils-
staða daginn eftir og mömmu þótti
það bagalegast að þau ættu heima á
svona hrikalegum stað, það væri stór-
hættulegt að fara þessa ógnvekjandi
fjallvegi alla leið frá Reykjavík, svo að
hún tjáði þeim að ef þau ætluðu að
hitta hana einhverntíma aftur yrðu
þau að koma til Reykjavíkur og hitta
hana þar. Þetta var upphafið að kynn-
um mínum af þessum yndislegu hjón-
um, þeim Svövu og Gunnari.
Þau kynni hafa verið mér mikils
virði. Gunnar er sá opni og hressi,
yndislegur maður og líklega sá sem
Svava þarfnaðist til að fá að njóta sín,
hún feimin og lokuð og það tók þó
nokkurn langan tíma að komast ná-
lægt henni. En þegar það tókst varð
maður ríkari og stoltur af því að fá að
kynnast þessari góðu konu. Konu,
sem frá mínu sjónarhorni, var ein-
staklega lánsöm og heppin, bæði með
maka sinn og öll sín 8 börn. Kona með
mikla útgeislun og örugglega kona
sem gaf mikið af sér til allra sem um-
gengust hana.
Ég hefði viljað fá lengri tíma, fá að
kynnast henni enn betur, fá að sjá fal-
lega feimnislega brosið hennar oftar.
En nú er hún farin til Guðs og þar
hittir hún föður sinn í fyrsta skipti.
Þar hljóta að verða yndislegir endur-
fundir og ég vona að hún komi til með
að njóta sín jafnvel þar, eins og hérna
megin.
Ég sendi innilegar samúðarkveðjur
til Gunnars, barna þeirra, tengda-
barna og barnabarna. Hún var rík,
átti marga sem elskuðu hana skilyrð-
islaust og ég efast ekki um að vel
verður tekið á móti henni.
Ég sakna þín kæra frænka.
Ingunn J. Óskarsdóttir
Elsku karlinn minn.
Núna stend ég á tíma-
mótum sem ég bjóst
ekki við að standa á,
aðeins 25 ára gömul.
Að vera búin að missa
móður og stóra bróður.
Þrátt fyrir 9 ára aldursmun áttum
við margar góðar stundir saman.
Þú varst t.d. nokkuð slunginn í því
að fá mig til að gera prakkarastrikin.
Má þar nefna að fá mig til að skrópa í
íþróttatíma til að fara með þér að
skjóta.
Keyra bílinn þinn heim aðeins 14
ára gömul, svona mörg dæmi má
SVANUR ÞÓR
PÁLSSON
✝ Svanur ÞórPálsson fæddist
á Selfossi 25. maí
1971. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 5. ágúst
síðastliðinn og var
útför hans gerð 15.
ágúst.
nefna. Þá afmælisdaga
sem þú varst ekki í
landi, sendir þú mér
alltaf skeyti, já þú
klikkaðir aldrei á því.
Þú lést strákamálin
mín ekki afskiptalaus,
þið Nonni voruð þar
saman í liði. Það féllu
hin ýmsu lýsingarorð
um þá drengi sem
dirfðust að koma ná-
lægt mér. En fyrsta
skiptið sem þú hittir
Palla fékk ég sam-
þykki þitt fyrir honum.
Ég er mjög þakklát fyrir síðustu
heimsókn þína til okkar.
Þá sástu loksins krílin mín litlu.
Atli var nú ekki feiminn við þig.
Enda laðaðir þú börnin að þér, sama
hvert þú komst.
Ég mun seint gleyma símtalinu
þegar þú loksins fattaðir að ég væri
ólétt af Önju. Það var þvílík gleði að
halda mætti að barn hefði ekki fæðst
áður. Við vorum daglega að nota
MSN og það er erfitt að sjá þig alltaf
„offline“.
Síðustu 3 mánuðir hafa verið erf-
iðir en ég sé ekki eftir einni einustu
mínútu sem ég hef varið hjá þér.
Sem betur fer á ég hann Palla
minn að, sem hefur stutt mig í þessu
öllu saman og leyfði mér að eyða öll-
um þeim tíma hjá þér sem ég vildi.
Enn sem áður á setningin „enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur“ við. Hún á svo sannarlega við
núna.
Ég kynntist föðurfjölskyldu þinni í
leiðinni og eins og við Guðfinna höf-
um gantast með höfum við nú eignast
systur, þar sem við áttum báðar bara
bræður fyrir. Það hefur verið ynd-
islegt.
Það er sárt að missa þig.
Þú eignaðist líka 2 yndislega
stráka, við Nonni hittum þá um dag-
inn og áttum góða stund með þessum
litlu gæjum sem eiga um sárt að
binda núna, sem og við öll.
Nú ertu kominn til mömmu og nú
fáið þið loksins ykkar tíma saman.
Ég elska þig og sakna Svanur minn.
Þangað til við hittumst á ný.
Þín,
Lilja.
Ég kveð þig með þessu fallega
ljóði.
Þar sem englarnir syngja sefur þú.
Sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú,
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni,
veki þig með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni,
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær.
Aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ég sendi aðstandendum mínar
innilegustu
samúðarkveðjur.
Guðný Margrét.
Elsku Svanur. Þegar ég minnist
þín þá finnst mér þú alltaf hafa verið
hlæjandi.
Ég hlakkaði alltaf til að hitta þig,
en það varð allt of sjaldan síðustu ár.
Ég man hvað það var gaman hjá
okkur í sveitinni hjá afa í gamla daga.
Ég man þegar ég var að skamma
þig fyrir að vera að stríða Nonna
litla.
Ég man þegar við vorum ungling-
ar á Djúpavogi og brölluðum ýmis-
legt saman.
Ég man eftir ferðinni okkar saman
til Reykjavíkur á „Europe“-tón-
leikana.
Ég man þegar við töluðum saman
síðast, hvað þú talaðir fallega um litlu
strákana þína og bið ég guð um að
vaka yfir þeim og veita þeim styrk.
Vertu yfir og allt um kring,
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Erni Blævari, Theodór Breka og
öðrum aðstandendum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Svala.
Þótt fundum okkar
Eiríks Magnússonar
bæri ekki saman fyrr en
um 1950 þegar hann hóf
störf sem tæknilegur
ráðgjafi og túlkur við
byggingu olíustöðvar Olís í Laugar-
nesi urðum við fljótlega
afar góðir vinir. Hann hafði þá það
hlutverk að aðstoða enska verkfræð-
inga sem höfðu yfirumsjón með því
verki. Hann vann þar gott verk og þar
nýttust hæfileikar hans og tækni-
kunnátta sem rafvirki og rafvélfræð-
ingur ágætlega. Hann starfaði síðan
hjá Olís stærstan hluta starfsævinn-
ar.
Ungur fór hann til náms í Kaup-
mannahöfn þar sem faðir hans Magn-
ús Matthíasson hafði komið honum
fyrir og þar dvaldist hann öll stríðs-
árin 1940–1945. Hann bjó alla tíð að
EIRÍKUR
MAGNÚSSON
✝ Eiríkur Magnús-son fæddist í
Kaupmannahöfn 6.
janúar 1921. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 5. ágúst síð-
astliðinn og var útför
hans gerð 14. ágúst.
þeirri reynslu sem
reyndist honum eftir-
minnilegur tími jafn-
an síðan. Þótt danska
yrði honum annað
móðurmál sem hann
hélt oft á lofti þá var
hann mikill málamað-
ur og fljótur að aðlag-
ast að enskumælandi
mönnum.
Eiríkur var glað-
vær og góður félagi
vina sinna í starfi og
frístundum. Eins og
hann átti kyn til var
hann mjög músíkalskur og varð mikill
gítaristi. Hann spilaði í hljómsveitum
meðan hann var í Kaupmannahöfn og
starfaði líka innan hinna dularfullu
dönsku frelsissveita á stríðsárunum.
Hann kenndi yngsta syni okkar
fyrstu gripin á gítarinn og kom hon-
um til góðra kennara.
Hann var traustur og trygglyndur
og er því þakkað og saknað nú að
skilnaði.
Við sendum öllum vandamönnum
hans innilegar samúðarkveðjur.
Eva Ragnarsdóttir,
Önundur Ásgeirsson.
Elskulega vinkona.
Nú hefur þú kvatt okk-
ur og þennan heim.
Ég gleðst yfir að hafa komið til þín
18. júlí sl. Eftir að þið fluttuð héðan
frá Borgarnesi kom ég oft til ykkar í
Sólheimana.
Ég minnist þess sérstaklega er við
hjón vorum að koma af tónleikum í
Langholtskirkju í góðu veðri, úti-
dyrnar hjá ykkur stóðu opnar og ekki
var annað hægt en að koma við.
Eitt sinn var mér sagt að ekki ætti
að gráta þá látnu, því þá gengi þeim
verr hinum megin.
Heldur ætti að minnast allra góðu
stundanna.
Við áttum þær margar hér í Borg-
SIGRÚN
HANNESDÓTTIR
✝ Sigrún Hannes-dóttir fæddist í
Reykjavík 15. októ-
ber 1923. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð
sunnudaginn 6.
ágúst síðastliðinn
og var útför henn-
ar gerð frá Lang-
holtskirkju 15.
ágúst.
arfirðinum bæði á
Helgugötunni og í
sumarbústað ykkar
Ásgeirs.
Aldrei mun ég
gleyma er þið mæðgur,
Guðrún móðir þín og
þú, komuð til mín þeg-
ar ég átti von á mínu
fjórða barni. Þið keyrð-
uð mig til ljósmóður-
innar og daginn eftir
fæddist okkur Jóni
dóttir sem einmitt ók
mér á minn síðasta
fund með þér nú í júlí,
réttum 34 árum síðar.
Er ég kom til þín á hjúkrunardeild-
ina varstu smástund að átta þig, en
þegar ég hafði sagt þér hver ég var
náðum við góðu sambandi.
Ég spurði um sumarbústaðinn og
þú sagðist helst alltaf vilja vera þar á
sumrin.
Ég kveð þig með söknuði. Jafn-
framt þakka ég allar góðu stundirnar
sem við áttum saman.
Ásgeiri og öllum afkomendum ykk-
ar og vinum votta ég samúð mína.
Ída Sigurðardóttir.