Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 17

Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 17
nú eru þær línur að verða óskýrari. Mál- ið snýst ekki um að hann skyldi hafa gengið í Waffen SS heldur um það að hann skyldi hafa þagað um það svo lengi. Sem dagblað erum við til vinstri og síðustu daga hef- ur rignt yfir okkur bréfum frá les- endum sem vilja tjá sig um málið, enda hefur Grass verið gerður að siðferð- islegum mælikvarða í svo mörgum mál- um.“ Þeir sérfræðingar sem Morgunblaðið leitaði til í gær voru almennt sam- mála um að grein Olberts væri ekki á rökum reist, aðgangur að skjala- söfnum hefði verið ríflegur og ólík- legt væri að meira ætti eftir að finn- ast um tengsl Grass við nasista. „Við erum handvissir um að ekk- ert meira muni finnast um Grass,“ sagði Torsten Zarwel, skjalavörður hjá þeirri deild útibús Skjalasafns þýsku ríkisstjórnarinnar í Berlín sem sérhæfir sig í Þriðja ríkinu. „Við höfum leitað frá því á föstudag og ekki fundið neitt um hann.“ Yfirmaður Zarwels, dr. Hans- Dieter Kreikamp tók í sama streng. „Við vorum að ljúka við rannsókn á 6,5 kílómetrum af skjölum úr safni austur-þýsku leyniþjónustunnar, Stasi, og fundum ekki nokkurn skap- aðan hlut um Grass. Stasi geymdi ít- arlegar skrár um einstaklinga og myndi hafa haft slíkar upplýsingar um jafnfrægan og áberandi mann og Grass, ef þær hefðu verið til. Óhætt er að segja að rithöf-undurinn og nób-elsverðlaunahafinn Gün-ter Grass hafi varpað sprengju í þýska þjóðmálaumræðu þegar hann um síðustu helgi upp- lýsti í viðtali við blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung að hann hefði gegnt herþjónustu í Waffen SS her- sveitum nasista undir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Það er af þessum sökum sem um- deild tilgáta blaðamannsins Franks Olbert, ritstjóra menningarmála hjá dagblaðinu Kölner Stadt-Anzeiger, um yfirlýsingu Grass, hefur vakið svo mikla athygli. Olbert heldur því fram að Grass hafi ákveðið að ljóstra því upp að hann hafi gegnt herþjónustu fyrir Waffen SS þegar hann var aðeins 17 ára, vegna þess að brátt yrði að- gangur að gögnum um Þriðja ríkið, sem vörðuðu hann sjálfan, rýmkaður verulega. Þarf að rannsaka Grass betur Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Olbert að það væri afar mik- ilvægt að rannsaka ævi Grass betur. „Í mars á næsta ári munu vís- indamenn fá betri aðgang að skjöl- um sem tengjast stjórn nas- istaflokksins. Hingað til hefur sá aðgangur ekki verið ótakmarkaður. Gott dæmi er þegar fræðimanni var meinaður aðgangur að gögnum um Grass árið 2001, eftir að rithöfund- urinn hafði neitað að gefa samþykki sitt fyrir því.“ Inntur eftir því hvers vegna yf- irlýsing Grass hafi vakið jafn mikið fjaðrafok og raun ber vitni segir Ol- bert skýringuna liggja í menning- arlegu hlutverki hans síðustu ára- tugi. „Það hefur alltaf verið svo skýrt hvar Grass stóð í pólitíkinni en Í félagaskrá nasistaflokksins er heldur hvergi minnst á Grass, enda var hann einu ári of ungur til að ganga í flokkinn þegar hann var kvaddur í Waffen SS. Ennfremur er nær öruggt að slík gögn muni ekki finnast í skjalasafninu í Bad Arolsen, þar sem má finna ýmis gögn um fórnarlömb helfararinnar.“ Rannsakað skjölin í áratugi Á sama tíma kom fréttatilkynning frá dr. Ilone Schäkel, talskonu skjalasafns sem hýsir mikið af gögn- um um Stasi í Berlín (BSTU), þar sem því var vísað á bug að fleiri gögn um Grass ættu eftir að finnast. Ekki náðist í dr. Schäkel áður en Morg- unblaðið fór í prentun í gær. Þór Whitehead, prófessor í sagn- fræði við Háskóla Íslands, tók undir efasemdir um grein Olberts. „Ég hef haft aðgang að Skjala- safni þýsku ríkisstjórnarinnar í Berlín, sem áður hét Skjalamiðstöð Bandaríkjamanna í Berlínarborg, í áratugi. Þar er að finna gögn um þá menn sem voru félagar í SS og Waf- fen SS hersveitunum, auk gagna um félaga nasistaflokksins og ýmissa undirdeilda hans. Þessi gögn hef ég notað í mínum prentuðu verkum um Ísland á árunum fyrir stríð, svo og á styrjaldarárunum. Þjóðverjar tóku við þessum gögn- um eftir lok kalda stríðsins en að- gangurinn að þeim hefur aldrei verið fullkomlega lokaður fræðimönnum, hvort sem þau hafa verið í höndum heimamanna eða Bandaríkjamanna. Margir óttuðust hins vegar að þau yrðu sett undir stranga þýska lög- gjöf um persónuvernd, þegar Bandaríkjamenn afhentu þau Þjóð- verjum. Það vita allir sem hafa grúskað í gögnum í skjalasafn Stasi, hve strangar þessar reglur eru.“ Þór vill árétta að mikill munur hafi verið á SS-sveitunum og Waffen SS hersveitunum. Þær síðarnefndu hafi fyrst og fremst barist við hlið hermanna nasista á vígvellinum og ekki framið ítrekuð hryðjuverk líkt og sjálfar SS-sveitirnar. Hann bætir því svo við að Hein- rich Himmler, yfirmaður SS, hafi gefið skipun um að eyða ekki miklu af gögnum um sveitirnar. „Hann var með hugaróra um að SS og lögregla nasista mundu gegna stóru hlut- verki í Þýskalandi að stríðinu loknu og taldi reyndar óhugsandi að hægt væri að stjórna landinu án þeirra.“ Sannleikurinn er flókinn Felicitas von Lovenberg, bók- menntalegur ritstjóri hjá Frankfur- ter Allgemeine Zeitung, sagði hundruð manna hafa haft samband við blaðið eftir að það birti viðtalið fræga við Grass um síðustu helgi. Hún segir að hann hafi fyrir löngu tjáð einkavinum sínum í rithöf- undastétt frá þátttöku sinni í starfi Waffen SS hersveitanna. „Þetta snýst ekki um mann sem hefur reynt að halda fortíð sinni al- farið leyndri. Það er jafnframt auð- velt að lýsa þessu sem brellu í mark- aðssetningu vegna útkomu ævisögu hans í næsta mánuði. Allir myndu skýra frá slíkum hlut í aðdraganda slíkrar útgáfu um eigið lífshlaup. Svo kemur fram í tímaritinu Spiegel að hann hafi skýrt bandarískum her- mönnum frá þessu þegar þeir tóku hann höndum í stríðslok.“ Von Lovenberg er ekki í nokkrum vafa um að Grass sé meðal umtöl- uðustu rithöfunda Þjóðverja frá lok- um síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún segir Nóbelsverðlaunin og skáldsögu hans Blikktrommuna hafa haft mikið að segja í þessu tilliti. „Blikktromman er dæmi um hæfi- leika hans til að lýsa sannleikanum sem flóknum og margræðum hlut. Sannleikurinn er ekki eitthvað sem er svart og hvítt. Hann er aldrei auð- veldur viðureignar og einn kosturinn við verk Grass er sá að þar eru aldr- ei settar fram ofureinfaldanir á hlut- unum.“ Karlmannleg yfirlýsing eða heigulsháttur? Grass er talinn einn helsti ritsnillingur Þjóðverja. Um fátt er meira rætt í Þýskalandi en þá yfirlýsingu rithöfundarins Günters Grass, að hann hafi gegnt herþjónustu í Waffen SS sveitum nasista. Baldur Arnarson kynnti sér deilur um málið. baldura@mbl.is AP MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 17 ERLENT • Engjateigi 5 • Sími 581 2141

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.