Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 39 HESTAR Tölt – barnaflokkur 1. Gústaf Ásgeir Hinriksson / Hrafnfaxi frá Hraukbæ, 7,56 2. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Djákni frá Feti, 7,39 3. Ragnar Bragi Sveinsson / Hávarður frá Búðarhóli, 7,28 4. Arnar Logi Lúthersson / Frami frá Víðidalstungu II, 6,94 5. Hulda Björk Haraldsdóttir / Von frá Sólheimum, 6,94 6. Guðbjörg María Gunnarsdóttir / Ísing frá Austurkoti, 6,67 Tölt – unglingaflokkur 1. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Nútíð frá Skarði, 8,17 2. Óskar Sæberg / Þytur frá Oddgeirshólum, 7,78 3. Ragnar Tómasson / Þota frá Efra-Seli, 7,33 4. Helga Una Björnsdóttir / Orða frá Gauksmýri, 7,28, 5. Arnar Bjarki Sigurðarson / Blesi frá Laugarvatni, 7,22 6. Jón Herkovic / Nastri frá Sandhólaferju, 4,44 Tölt – ungmennaflokkur 1. Katla Gísladóttir / Órator frá Grafarkoti, 7,78 2. Freyja Amble Gísladóttir / Frár frá Vestri-Leirárgörðum, 7,72 3. Sandra Líf Þórðardóttir / Hrókur frá Enni, 7,50 4. Nikólína Rúnarsdóttir / Snoppa frá Kollaleiru, 7,22 5. Signý Ásta Guðmundsdóttir / Dimma frá Strandarhöfði, 7,17 6. Ragnhildur Haraldsdóttir / Ægir frá Móbergi, 6,56 Slaktaumatölt 1. Valdimar Bergstað / Sólon frá Sauðárkróki, 7,88 2. Margrét Ríkharðsdóttir / Sál frá Múlakoti, 6,50 3. Arnar Bjarki Sigurðarson / Kvika frá Krossi, 6,38 4. Teitur Árnason / Öðlingur frá Langholti, 6,21 5. Sonja Líndal Þórisdóttir / Dagur frá Hjaltastaðahvammi, 6,13 Fjórgangur – barnaflokkur 1. Ragnar Bragi Sveinsson / Hávarður frá Búðarhóli, 7,00 2. Birna Ósk Ólafsdóttir / Vísir frá Efri-Hömrum, 6,97 3. Erla Alexandra Ólafsdóttir / Kostur frá Böðmóðsstöðum 2, 6,73 4. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Djákni frá Feti, 6,60 5. Grímur Óli Grímsson / Þröstur frá Blesastöðum 1A, 6,37 6. Kristrún Steinþórsdóttir / Örvar frá Selfossi, 6,27 7. Rúna Halldórsdóttir / Greifi frá Kópavogi, 6,23 Fjórgangur – unglingaflokkur 1. Óskar Sæberg / Þytur frá Oddgeirshólum, 7,60 2. Sara Sigurbjörnsdóttir / Snjall frá Vorsabæ II, 7,43 3. Oddur Ólafsson / Ör frá Prestsbakka, 7,33 4. Arnar Bjarki Sigurðarson / Blesi frá Laugarvatni, 7,07 5. Ragnar Tómasson / Þota frá Efra-Seli, 6,83 6. Valdimar Bergstað / Stúfur frá Miðkoti, 6,77 Fjórgangur – ungmennaflokkur 1. Rósa Birna Þorvaldsdóttir / Bylur frá Kleifum, 7,47 2. Sandra Hróbjartsdóttir / Álfur frá Bár, 7,20 3. Þórir Hannesson / Viður frá Litlu-Tungu 2, 7,07 4. Sandra Líf Þórðardóttir / Tindur frá Enni, 7,07 5. Ragnhildur Haraldsdóttir / Ösp frá Kollaleiru, 7,00 6. Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Taktur frá Syðsta-Ósi, 6,80 7. Fanney Dögg Indriðadóttir / Flauta frá Tannstaðabakka 6,60 Fimmgangur – unglingaflokkur 1. Ragnar Tómasson / Leynir frá Erpsstöðum, 6,95 2. Teitur Árnason / Prinsessa frá Stóra-Hofi, 6,69 3. Arnar Bjarki Sigurðarson / Kvika frá Krossi, 6,64 4. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Gídeon frá Lækjarbotnum, 6,52 5. Jón Bjarni Smárason / Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,45 6. Valdimar Bergstað / Kolrassa frá Litlu-Tungu 2, 6,29 7. Sara Sigurbjörnsdóttir / Dama frá Ósi, 6,26 8. Óskar Sæberg / Flúð frá Auðsholtshjáleigu, 6,14 Fimmgangur – ungmennaflokkur 1. Ólafur Andri Guðmundsson / Leiftur frá Búðardal, 6,90 2. Linda Rún Pétursdóttir / Valur frá Ólafsvík, 6,90 3. Elva Björk Margeirsdóttir / Nótt frá Oddsstöðum I, 6,55 4. Katla Gísladóttir / Heimir frá Hestheimum, 6,40 5. Camilla Petra Sigurðardóttir / Vindur frá Hala, 6,40 6. Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson / Vængur frá Köldukinn, 6,05 7. Camilla Petra Sigurðardóttir / Funi frá Hóli, 0,00 100 m skeið 1. Ragnar Tómasson / Móses frá Grenstanga, 7,39 2. Valdimar Bergstað / Snjall frá Gili, 7,72 3. Valdimar Bergstað / Bleikja frá Akureyri, 7,78 4. Ragnar Bragi Sveinsson / Tralli frá Kjartansstöðum, 8,07 5. Ólafur Andri Guðmundsson / Leiftur frá Búðardal, 8,13 Gæðingaskeið – unglingaflokkur 1. Ragnar Bragi Sveinsson / Tralli, 6,96 2. Teitur Árnason / Greifi, 6,46 3. Jón Bjarni Smárason / Vestfjörð, 6,42 4. Ragnar Tómasson / Leynir, 6,13 5. Teitur Árnason / Prinsessa, 6,08 Gæðingaskeið – ungmennaflokkur 1. Elva Björk Margeirsdóttir / Nótt, 7,04 2. Ari Björn Jónsson / Skafl, 6,29 3. Kolbrún Þórólfsdóttir / Hrafna-Flóki, 5,75 4. Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson / Vængur, 4,88 5. Camilla Petra Sigurðardóttir / Funi, 4,67 Úrslit á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum ÍSLANDSMÓT yngri flokka var haldið af myndarskap á Brávöllum, félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis, um síðustu helgi. Mikil þátttaka á mótinu endurspeglar áhugann sem ríkir fyrir keppni í yngri flokkum og árangurinn og frammistaðan hreint til fyrir- myndar. Unglingaflokkurinn er sér- lega sterkur og ef þessir krakkar halda áfram keppni í framtíðinni mega „hinir fullorðnu“ virkilega fara að vara sig. Einstakir keppendur sýndu mik- inn styrk og áttu t.a.m. fleiri en eitt hross í efstu sætum í forkeppni. Einkunnir voru oftsinnis hnífjafnar og þar af leiðandi margir kepp- endur í A-úrslitum, auk þess sem í sumum þeirra urðu nokkrar svipt- ingar þar sem sigurvegarar hífðu sig óvænt upp um mörg sæti. Í fjór- gangi í barna- og ungmennaflokki tóku rosastökk þau Ragnar Bragi Sveinsson á Hávarði frá Búðarhóli og Rósa Birna Þorvaldsdóttir á Byl frá Kleifum, unnu B-úrslitin og að lokum A-úrslitin sjálf! Óskar Sæ- berg vann Íslandsmeistaratitilinn í fjórgangi í unglingaflokki á Þyt frá Oddgeirshólum en hann var annar inn í úrslitin á eftir Söru Sigur- björnsdóttur. Systurnar Birna Ósk Ólafsdóttir og Erla Alexandra Ólafsdóttir lentu í 2. og 3. sæti í barnaflokki en Erla hafði haft for- ystuna. Sandra Líf Þórðardóttir átti tvær efstu einkunnir – af 44 – eftir forkeppni í ungmennaflokki en end- aði í 4. sæti á Tindi frá Enni. Fimmgangurinn var sömuleiðis spennandi. Hvorki fleiri né færri en átta kepptu í A-úrslitum í unglinga- flokki þar sem Hekla Katharína Kristinsdóttir kom efst inn á Gídeon frá Lækjarbotnum. Ragnar Tómasson átti glæsilega sýningu á Leyni frá Erpsstöðum og hlaut fyrsta sætið en eitthvað áttu Hekla og Gídeon í erfiðleikum með skeið- ið. Ólafur Andri Guðmundsson kom, sá og sigraði í ungmennaflokki á Leiftri frá Búðardal. Hann kom alla leið úr B-úrslitum um morguninn og varð efstur og jafn Lindu Rún Pétursdóttur en eftir bráðabana þeirra á milli sigraði Ólafur, að loknum löngum og ströngum degi. Töltmeistarar á milli Þjórsár og Ytri-Rangár A-úrslit í tölti voru feiknasterk og hestakostur frábær. Allir héldu þó fyrsta sæti sínu úr forkeppninni en eigi að síður var keppni í hverj- um flokki hin besta skemmtun. Gústaf Ásgeir Hinriksson varð Ís- landsmeistari barna á Hrafnfaxa frá Hraukbæ og í unglingaflokki varð efst Hekla Katharína Krist- insdóttir á Nútíð frá Skarði. Eftir frábæra sýningu hlaut Hekla ein- kunnina 8,17 sem sést ekki á hverj- um degi. Katla Gísladóttir átti svo lokaorðin á sunnudaginn en hún sigraði í ungmennaflokki á hinum glæsilega Órator frá Grafarkoti en Freyja Amble Gísladóttir veitti henni harða keppni á Fráum frá Vestri-Leirárgörðum. Svo skemmtilega vill til að Ís- landsmeistararnir þrír í töltinu búa allir á „skikanum“ á milli Þjórsár og Ytri-Rangár. Skyldi tölt vera á stundaskránni í grunnskólanum þar á bæ? Valdimar Bergstað sigraði í slak- taumatölti á Sólon frá Sauðárkróki en hann gerði einnig góða hluti í skeiðgreinum, hann átti annan og þriðja besta tímann í 100 m skeiði en Ragnar Tómasson réð þar lögum og lofum á Móses frá Grenstanga, enda heimsmethafi á ferð. Þeir fóru brautina á tímanum 7,39 sek. sem er næstbesti árangur sem náðst hefur á vellinum. Ragnar Bragi Sveinsson sigraði í gæðingaskeiði í unglingaflokki á Tralla og Elva Björk Margeirsdóttir á Nótt í ung- mennaflokki. Mistök við útreikning urðu til þess að rangir samanlagðir sig- urvegarar voru krýndir sem var ljóður á annars vel heppnuðu móti. Reglugerðarfans lætur ekki að sér hæða en að lokum stigu fram eft- irfarandi samanlagðir sigurvegarar: Margrét Sæunn Axelsdóttir, stiga- hæsti keppandi í barnaflokki, Ragn- ar Tómasson, stigahæsti keppandi í unglingaflokki, Ragnhildur Har- aldsdóttir, fjórgangssigurvegari í ungmennaflokki, og Ólafur Andri Guðmundsson, fimmgangssigurveg- ari í ungmennaflokki. Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum haldið 11.–13. ágúst á Brávöllum á Selfossi Snilldar- knapar á úr- valsgæðingum Morgunblaðið/Eyþór Katla Gísladóttir var öryggið uppmálað á Órator frá Grafarkoti í töltinu í ungmennaflokki. Ólafur A. Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal. Ólafur fór ekki stystu leiðina að sigri í fimmgangi í ungmennaflokki og vann verðskuldað. Ragnar Tómasson var stigahæsti keppandinn í unglingaflokki en hann vann m.a. glæstan sigur í fimmgangi á Leyni frá Erpsstöðum. Ánægður Íslandsmeistari í tölti í barna- flokki, Gústaf Ásgeir Hinriksson. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.