Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 39

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 39 HESTAR Tölt – barnaflokkur 1. Gústaf Ásgeir Hinriksson / Hrafnfaxi frá Hraukbæ, 7,56 2. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Djákni frá Feti, 7,39 3. Ragnar Bragi Sveinsson / Hávarður frá Búðarhóli, 7,28 4. Arnar Logi Lúthersson / Frami frá Víðidalstungu II, 6,94 5. Hulda Björk Haraldsdóttir / Von frá Sólheimum, 6,94 6. Guðbjörg María Gunnarsdóttir / Ísing frá Austurkoti, 6,67 Tölt – unglingaflokkur 1. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Nútíð frá Skarði, 8,17 2. Óskar Sæberg / Þytur frá Oddgeirshólum, 7,78 3. Ragnar Tómasson / Þota frá Efra-Seli, 7,33 4. Helga Una Björnsdóttir / Orða frá Gauksmýri, 7,28, 5. Arnar Bjarki Sigurðarson / Blesi frá Laugarvatni, 7,22 6. Jón Herkovic / Nastri frá Sandhólaferju, 4,44 Tölt – ungmennaflokkur 1. Katla Gísladóttir / Órator frá Grafarkoti, 7,78 2. Freyja Amble Gísladóttir / Frár frá Vestri-Leirárgörðum, 7,72 3. Sandra Líf Þórðardóttir / Hrókur frá Enni, 7,50 4. Nikólína Rúnarsdóttir / Snoppa frá Kollaleiru, 7,22 5. Signý Ásta Guðmundsdóttir / Dimma frá Strandarhöfði, 7,17 6. Ragnhildur Haraldsdóttir / Ægir frá Móbergi, 6,56 Slaktaumatölt 1. Valdimar Bergstað / Sólon frá Sauðárkróki, 7,88 2. Margrét Ríkharðsdóttir / Sál frá Múlakoti, 6,50 3. Arnar Bjarki Sigurðarson / Kvika frá Krossi, 6,38 4. Teitur Árnason / Öðlingur frá Langholti, 6,21 5. Sonja Líndal Þórisdóttir / Dagur frá Hjaltastaðahvammi, 6,13 Fjórgangur – barnaflokkur 1. Ragnar Bragi Sveinsson / Hávarður frá Búðarhóli, 7,00 2. Birna Ósk Ólafsdóttir / Vísir frá Efri-Hömrum, 6,97 3. Erla Alexandra Ólafsdóttir / Kostur frá Böðmóðsstöðum 2, 6,73 4. Jóhanna Margrét Snorradóttir / Djákni frá Feti, 6,60 5. Grímur Óli Grímsson / Þröstur frá Blesastöðum 1A, 6,37 6. Kristrún Steinþórsdóttir / Örvar frá Selfossi, 6,27 7. Rúna Halldórsdóttir / Greifi frá Kópavogi, 6,23 Fjórgangur – unglingaflokkur 1. Óskar Sæberg / Þytur frá Oddgeirshólum, 7,60 2. Sara Sigurbjörnsdóttir / Snjall frá Vorsabæ II, 7,43 3. Oddur Ólafsson / Ör frá Prestsbakka, 7,33 4. Arnar Bjarki Sigurðarson / Blesi frá Laugarvatni, 7,07 5. Ragnar Tómasson / Þota frá Efra-Seli, 6,83 6. Valdimar Bergstað / Stúfur frá Miðkoti, 6,77 Fjórgangur – ungmennaflokkur 1. Rósa Birna Þorvaldsdóttir / Bylur frá Kleifum, 7,47 2. Sandra Hróbjartsdóttir / Álfur frá Bár, 7,20 3. Þórir Hannesson / Viður frá Litlu-Tungu 2, 7,07 4. Sandra Líf Þórðardóttir / Tindur frá Enni, 7,07 5. Ragnhildur Haraldsdóttir / Ösp frá Kollaleiru, 7,00 6. Sigvaldi Lárus Guðmundsson / Taktur frá Syðsta-Ósi, 6,80 7. Fanney Dögg Indriðadóttir / Flauta frá Tannstaðabakka 6,60 Fimmgangur – unglingaflokkur 1. Ragnar Tómasson / Leynir frá Erpsstöðum, 6,95 2. Teitur Árnason / Prinsessa frá Stóra-Hofi, 6,69 3. Arnar Bjarki Sigurðarson / Kvika frá Krossi, 6,64 4. Hekla Katharína Kristinsdóttir / Gídeon frá Lækjarbotnum, 6,52 5. Jón Bjarni Smárason / Vestfjörð frá Fremri-Hvestu, 6,45 6. Valdimar Bergstað / Kolrassa frá Litlu-Tungu 2, 6,29 7. Sara Sigurbjörnsdóttir / Dama frá Ósi, 6,26 8. Óskar Sæberg / Flúð frá Auðsholtshjáleigu, 6,14 Fimmgangur – ungmennaflokkur 1. Ólafur Andri Guðmundsson / Leiftur frá Búðardal, 6,90 2. Linda Rún Pétursdóttir / Valur frá Ólafsvík, 6,90 3. Elva Björk Margeirsdóttir / Nótt frá Oddsstöðum I, 6,55 4. Katla Gísladóttir / Heimir frá Hestheimum, 6,40 5. Camilla Petra Sigurðardóttir / Vindur frá Hala, 6,40 6. Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson / Vængur frá Köldukinn, 6,05 7. Camilla Petra Sigurðardóttir / Funi frá Hóli, 0,00 100 m skeið 1. Ragnar Tómasson / Móses frá Grenstanga, 7,39 2. Valdimar Bergstað / Snjall frá Gili, 7,72 3. Valdimar Bergstað / Bleikja frá Akureyri, 7,78 4. Ragnar Bragi Sveinsson / Tralli frá Kjartansstöðum, 8,07 5. Ólafur Andri Guðmundsson / Leiftur frá Búðardal, 8,13 Gæðingaskeið – unglingaflokkur 1. Ragnar Bragi Sveinsson / Tralli, 6,96 2. Teitur Árnason / Greifi, 6,46 3. Jón Bjarni Smárason / Vestfjörð, 6,42 4. Ragnar Tómasson / Leynir, 6,13 5. Teitur Árnason / Prinsessa, 6,08 Gæðingaskeið – ungmennaflokkur 1. Elva Björk Margeirsdóttir / Nótt, 7,04 2. Ari Björn Jónsson / Skafl, 6,29 3. Kolbrún Þórólfsdóttir / Hrafna-Flóki, 5,75 4. Bjarnleifur Smári Bjarnleifsson / Vængur, 4,88 5. Camilla Petra Sigurðardóttir / Funi, 4,67 Úrslit á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum ÍSLANDSMÓT yngri flokka var haldið af myndarskap á Brávöllum, félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis, um síðustu helgi. Mikil þátttaka á mótinu endurspeglar áhugann sem ríkir fyrir keppni í yngri flokkum og árangurinn og frammistaðan hreint til fyrir- myndar. Unglingaflokkurinn er sér- lega sterkur og ef þessir krakkar halda áfram keppni í framtíðinni mega „hinir fullorðnu“ virkilega fara að vara sig. Einstakir keppendur sýndu mik- inn styrk og áttu t.a.m. fleiri en eitt hross í efstu sætum í forkeppni. Einkunnir voru oftsinnis hnífjafnar og þar af leiðandi margir kepp- endur í A-úrslitum, auk þess sem í sumum þeirra urðu nokkrar svipt- ingar þar sem sigurvegarar hífðu sig óvænt upp um mörg sæti. Í fjór- gangi í barna- og ungmennaflokki tóku rosastökk þau Ragnar Bragi Sveinsson á Hávarði frá Búðarhóli og Rósa Birna Þorvaldsdóttir á Byl frá Kleifum, unnu B-úrslitin og að lokum A-úrslitin sjálf! Óskar Sæ- berg vann Íslandsmeistaratitilinn í fjórgangi í unglingaflokki á Þyt frá Oddgeirshólum en hann var annar inn í úrslitin á eftir Söru Sigur- björnsdóttur. Systurnar Birna Ósk Ólafsdóttir og Erla Alexandra Ólafsdóttir lentu í 2. og 3. sæti í barnaflokki en Erla hafði haft for- ystuna. Sandra Líf Þórðardóttir átti tvær efstu einkunnir – af 44 – eftir forkeppni í ungmennaflokki en end- aði í 4. sæti á Tindi frá Enni. Fimmgangurinn var sömuleiðis spennandi. Hvorki fleiri né færri en átta kepptu í A-úrslitum í unglinga- flokki þar sem Hekla Katharína Kristinsdóttir kom efst inn á Gídeon frá Lækjarbotnum. Ragnar Tómasson átti glæsilega sýningu á Leyni frá Erpsstöðum og hlaut fyrsta sætið en eitthvað áttu Hekla og Gídeon í erfiðleikum með skeið- ið. Ólafur Andri Guðmundsson kom, sá og sigraði í ungmennaflokki á Leiftri frá Búðardal. Hann kom alla leið úr B-úrslitum um morguninn og varð efstur og jafn Lindu Rún Pétursdóttur en eftir bráðabana þeirra á milli sigraði Ólafur, að loknum löngum og ströngum degi. Töltmeistarar á milli Þjórsár og Ytri-Rangár A-úrslit í tölti voru feiknasterk og hestakostur frábær. Allir héldu þó fyrsta sæti sínu úr forkeppninni en eigi að síður var keppni í hverj- um flokki hin besta skemmtun. Gústaf Ásgeir Hinriksson varð Ís- landsmeistari barna á Hrafnfaxa frá Hraukbæ og í unglingaflokki varð efst Hekla Katharína Krist- insdóttir á Nútíð frá Skarði. Eftir frábæra sýningu hlaut Hekla ein- kunnina 8,17 sem sést ekki á hverj- um degi. Katla Gísladóttir átti svo lokaorðin á sunnudaginn en hún sigraði í ungmennaflokki á hinum glæsilega Órator frá Grafarkoti en Freyja Amble Gísladóttir veitti henni harða keppni á Fráum frá Vestri-Leirárgörðum. Svo skemmtilega vill til að Ís- landsmeistararnir þrír í töltinu búa allir á „skikanum“ á milli Þjórsár og Ytri-Rangár. Skyldi tölt vera á stundaskránni í grunnskólanum þar á bæ? Valdimar Bergstað sigraði í slak- taumatölti á Sólon frá Sauðárkróki en hann gerði einnig góða hluti í skeiðgreinum, hann átti annan og þriðja besta tímann í 100 m skeiði en Ragnar Tómasson réð þar lögum og lofum á Móses frá Grenstanga, enda heimsmethafi á ferð. Þeir fóru brautina á tímanum 7,39 sek. sem er næstbesti árangur sem náðst hefur á vellinum. Ragnar Bragi Sveinsson sigraði í gæðingaskeiði í unglingaflokki á Tralla og Elva Björk Margeirsdóttir á Nótt í ung- mennaflokki. Mistök við útreikning urðu til þess að rangir samanlagðir sig- urvegarar voru krýndir sem var ljóður á annars vel heppnuðu móti. Reglugerðarfans lætur ekki að sér hæða en að lokum stigu fram eft- irfarandi samanlagðir sigurvegarar: Margrét Sæunn Axelsdóttir, stiga- hæsti keppandi í barnaflokki, Ragn- ar Tómasson, stigahæsti keppandi í unglingaflokki, Ragnhildur Har- aldsdóttir, fjórgangssigurvegari í ungmennaflokki, og Ólafur Andri Guðmundsson, fimmgangssigurveg- ari í ungmennaflokki. Íslandsmót barna, unglinga og ungmenna í hestaíþróttum haldið 11.–13. ágúst á Brávöllum á Selfossi Snilldar- knapar á úr- valsgæðingum Morgunblaðið/Eyþór Katla Gísladóttir var öryggið uppmálað á Órator frá Grafarkoti í töltinu í ungmennaflokki. Ólafur A. Guðmundsson og Leiftur frá Búðardal. Ólafur fór ekki stystu leiðina að sigri í fimmgangi í ungmennaflokki og vann verðskuldað. Ragnar Tómasson var stigahæsti keppandinn í unglingaflokki en hann vann m.a. glæstan sigur í fimmgangi á Leyni frá Erpsstöðum. Ánægður Íslandsmeistari í tölti í barna- flokki, Gústaf Ásgeir Hinriksson. Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.