Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 1

Morgunblaðið - 17.08.2006, Side 1
Morgunblaðið/JúlíusLoka þurfti Vesturlandsvegi við Kjalarnes eftir að jeppi og jepplingur skullu saman. Lögreglan og Rannsóknarnefnd umferðarslysa rannsaka slysið. ÞRÍR eru látnir og tveir liggja alvarlega slasaðir eftir tvö slys í umferðinni í gær. Fyrra slysið varð kl. 12.40 á Vesturlandsvegi við Kjalarnes þegar tveir bílar sem komu hvor á móti öðrum skullu harkalega saman. Á áttunda tímanum í gærkvöld létust tveir eftir árekstur sem varð á Garðskagavegi rétt utan Sandgerðis. Í árekstrinum sem varð á Kjalarnesi lést stúlka sem var farþegi í öðrum bílnum, en ökumaðurinn, liðlega sextugur að aldri, slas- aðist alvarlega og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi. Að sögn læknis á gjörgæsludeild var hinn slasaði þar til rannsóknar í gær. Bíll hans og stúlkunnar var jepplingur og voru þau á suðurleið við Móa þegar árekstur varð við jeppa sem var á norðurleið. Í jepp- anum var ökumaður um sjötugt einn á ferð og slasaðist hann minna. Tildrög slyssins eru ókunn en eru til rann- sóknar hjá lögreglunni í Reykjavík auk þess sem Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur málið til skoðunar. Vesturlandsvegi var lokað meðan lögregla og sjúkralið unnu á vett- vangi. Tveir létust á Garðskagavegi Lögreglunni í Keflavík barst tilkynning skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi um al- varlegt umferðarslys á Garðskagavegi skammt utan við Sandgerði. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík skullu fólksbíll og sendi- ferðabíll saman og lést ökumaður sendiferða- bílsins, maður á fertugsaldri, á staðnum en tuttugu og tveggja ára farþegi hans og átján ára ökumaður fólksbílsins voru fluttir alvar- lega slasaðir á Landspítala – háskólasjúkra- hús í Reykjavík og lést farþeginn skömmu eftir komuna á slysadeild, að sögn læknis. Átján ára ökumaðurinn var fluttur á gjör- gæsludeild en er ekki í lífshættu. Ekki er vit- að að svo stöddu hvað olli slysinu en lög- reglan í Keflavík vinnur að rannsókn málsins. Ekki er hægt að birta nöfn hinna látnu að svo stöddu.Lögreglu- og sjúkraflutningamenn að störfum á slysstað á Garðskagavegi. Þrír létust og tveir slösuðust alvarlega í umferðinni í gær Sextán manns látnir eftir umferðarslys á árinu Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson og Örlyg Stein Sigurjónsson Morgunblaðið/Júlíus Klár í skólann! Opiðtil21 Hizbollah eða eðlilegt líf Viðtal Kristjáns Jónssonar við Fouad Ajami | Miðopna Viðskipti og Íþróttir í dag Viðskipti | Norðurlöndin geta lært hvert af öðru  Örari hjartsláttur hagkerfanna Íþróttir | Langþráður draumur Hattar frá Egilsstöðum rætist  Endurtaka Tiger og Garcia leikinn? FRAKKAR eru reiðubúnir til þess að fara fyrir friðargæsluliði Samein- uðu þjóðanna í Líbanon fram í febr- úar á næsta ári. Skilyrðið er að gæsluliðið fái skýrt umboð og vald til að sinna starfi sínu, að sögn varn- armálaráðherra Frakklands, Mic- hele Alliot-Marie. Enn eru innbyrðis deilur í Líbanonsstjórn um vopna- hléið og skilyrði þess og Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, varaði í gær við því að hléið væri „afar brothætt“. Fulltrúar nokkurra ríkja sem hyggjast senda hermenn til friðar- gæslunnar í Líbanon munu koma saman til fundar í New York í dag. Æðsti embættismaður stjórnvalda í Suður-Líbanon hefur gefið í skyn að Hizbollah-liðar muni ekki láta vopnin af hendi heldur fela þau og hverfa inn í mannmergðina. Forsætisráðherra Líbanons, Fuad Siniora, sagði hins vegar í gær að þegar líbanski herinn tæki við í suð- urhéruðunum með aðstoð friðar- gæsluliðsins yrði bundinn endi á „smáríkjaveldið“ á svæðinu. Líb- anonsher yrði eini vopnaði aðilinn þar. „Takist ekki að hrinda þessu í framkvæmd mun það geta valdið því að landið verði vettvangur innan- landsátaka auk alþjóðlegra stríða,“ sagði Siniora. Virtist hann því boða að Hizbollah yrði afvopnað. Vopnahlé sagt brothætt Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is  Hizbollah | Miðopna STOFNAÐ 1913 221. TBL. 94. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.