Morgunblaðið - 19.08.2006, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tvískipt kerfi í þjón-ustu við heyrnar-skerta sem eiga
rétt á niðurgreiðslum við
kaup á heyrnartækjum frá
ríkinu er við lýði og telja
talsmenn einkafyrirtækis-
ins Heyrnartækni órétt-
læti fólgið í ríkjandi skipu-
lagi. Fjármagn hins
opinbera dugir aðeins
fjórða hverjum sjúklingi
hjá fyrirtækinu, en hinir
þurfa að bíða eftir næstu
úthlutun jafnvel svo mán-
uðum skiptir – eða kaupa
heyrnartækin strax og fá engan
styrk. Heyrnar- og talmeinastöð
Íslands (HTÍ) sem er ríkisstofnun
niðurgreiðir eingöngu þau tæki
sem stofnunin kaupir inn og er af-
greiðslufrestur 6–8 vikur, marg-
falt styttri en fyrir fáeinum árum.
Að sögn Björns Víðissonar,
framkvæmdastjóra Heyrnar-
tækni, hafa viðskiptavinir hans átt
rétt á sömu krónutölu við niður-
greiðslu tækja og HTÍ frá 2003.
En vandinn felst í því að Heyrn-
artækni fær aðeins lítið brot af því
árlega fjármagni sem hið opinbera
veitir til þessara tækjakaupa.
„Þetta dugar fyrir 25% af okkar
viðskiptavinum á ársgrundvelli og
þess vegna myndast þessi hal-
arófa. Þeir sem áttu rétt á niður-
greiðslum frá ríkinu þurfa að bíða
eftir því að röðin komi að þeim,“
segir hann. „Nú er það svo að við
erum löngu búin að klára kvóta
þessa árs og við vitum ekki hvað
tekur við eftir áramót. Við höfum
engin svör fengið frá heilbrigðis-
ráðuneytinu og það ríkir alger
óvissa.“ Fyrir síðasta ár var
Heyrnartækni leyft að úthluta 312
niðurgreiddum heyrnartækjum til
viðskiptavina sinna.
„Það er mikið óréttlæti fólgið í
þessu gagnvart viðskiptavinum
okkar. Við erum með þjónustu út
um allt land og margt eldra fólk á
ekki kost á öðru en að fá niður-
greiðslu hjá ríkinu með því að fá
tæki hjá Heyrnar- og talmeina-
stöðinni. Það þýðir mörg ferðalög
til Reykjavíkur sem ekki eru á
allra færi vegna kostnaðar.“
Út frá sjónarhóli sjúklings sem
Morgunblaðið hefur talað við er
ríkjandi kerfi óskiljanlegt. Við-
komandi tapaði heyrn í kjölfar
lyfjagjafar vegna krabbameins-
meðferðar og var heyrnarskerð-
ing hans það mikil að hann hefði
átt rétt á niðurgreiðslu. Hann
kaus að versla við Heyrnartækni
vegna gæða á tækjum þar að eigin
sögn, greiddi 305 þúsund kr. í stað
þess að bíða eftir næstu styrkút-
hlutun frá ríkisins hendi. En styrk
fékk hann engan, þar sem í fyrsta
lagi var niðurgreiðslukvóti Heyrn-
artækni búinn og í öðru lagi veitir
HTÍ ekki styrk til kaupa á tækjum
annars staðar en innan stofnunar-
innar sjálfrar.
Eins og staðan var hjá sjúk-
lingnum gat hann beðið með
tækjakaupin hjá Heyrnartækni
þar til í janúar, áfram heyrnar-
skertur, eða fengið tækin niður-
greidd hjá HTÍ en það telur hann
mannréttindabrot að þurfa að láta
beina sér í ríkisverslun í stað þess
að fá fyrirgreiðslu á þeim stað sem
hann velur sjálfur.
„Ég er á besta aldri og tek þátt í
fundum og félagsstarfi og slíku,“
segir hann. „En ég var farinn að
missa af því sem sagt var og sjálf-
ur farinn að þegja á þessum sam-
komum vegna þess að ég gafst upp
á því að biðja einhvern um að end-
urtaka það sem sagt hafði verið.
Það var því alveg eins gott fyrir
mig að vera ekki á staðnum.“
200 manns bíða nú eftir heyrn-
artækjum frá HTÍ og er af-
greiðslufresturinn 6–8 vikur. Fyr-
ir um þrem árum voru hinsvegar á
annað þúsund manns á biðlistum
eftir tækjum og var afgreiðslu-
fresturinn kominn í á annað ár.
HTÍ er á fjárlögum og hefur 70
milljónir króna til niðurgreiðslna á
heyrnartækjum á þessu ári.
Skilyrðin eru þannig að þegar
heyrnarskerðing er orðin meiri en
30 db á betra eyranu á sjúklingur
rétt á 30.800 kr. á hvert heyrnar-
tæki. Þegar heyrnin er nánast al-
veg farin, greiðir sjúklingur 20%.
Heyrnartæki geta því kostað sjúk-
ling frá 10–40 þúsund á hvert tæki
að sögn Guðrúnar Gísladóttur,
framkvæmdastjóra HTÍ.
Þjónum miklu stærri hópi
„Við fáum miklu stærri fjárveit-
ingu en Heyrnartækni, enda ætlað
að þjóna miklu stærri hópi þ.á m.
öllum börnum í landinu,“ segir
hún. Bendir hún á að til séu dæmi
þess að fólk kaupi sér heyrnartæki
hjá einkaaðila og fari síðan til
Tryggingastofnunar ríkisins með
ósk um styrk. TR vísi þá umsókn
strax til HTÍ enda sér sú stofnun
alfarið um styrkjamál á þessu
sviði fyrir hönd ríkisins. Það er á
því stigi sem HTÍ hafnar umsókn
af einfaldri ástæðu að sögn Guð-
rúnar. „Ég niðurgreiði ekki
heyrnartæki sem eru keypt ann-
ars staðar. Stofnuninni er ekki
ætlað að gera það. Við fáum
ákveðna fjárveitingu til að kaupa
inn heyrnartæki og afgreiða hér.
Þau tæki eru niðurgreidd að upp-
fylltum skilyrðum. En því er ekki
þannig háttað að fólk geti keypt
sér heyrnartæki í Danmörku eða
einkafyrirtæki í Reykjavík, og
komið síðan til HTÍ í leit að nið-
urgreiðslunni sinni.“
Fréttaskýring | Kostnaðarhlutur heyrn-
arskertra í heyrnartækjum
Tvískipt kerfi
í þjónustunni
Heyrnartæki á 10–40 þúsund krónur með
niðurgreiðslu hins opinbera
Enginn vafi er á nauðsyn heyrnartækja.
Fjórða hvert tæki einka-
sala niðurgreitt af ríkinu
Heyrnar- og talmeinastöð Ís-
lands niðurgreiðir heyrnartæki
fyrir hönd ríkisins, þ.e. eingöngu
þau tæki sem stofnunin kaupir
inn. Einkageirinn sem einnig
flytur inn heyrnartæki er með
samning við hið opinbera og nær
að niðurgreiða fjórða hvert tæki.
Óréttlæti, segir fulltrúi einka-
framtaksins. Fulltrúi hins op-
inber bendir á margfalt stærri
skjólstæðingahóp sinn m.a. öll
börn í landinu.
Eftir Örlyg Stein
Sigurjónsson
orsi@mbl.is
ELDUR kom upp í vél sendibif-
reiðar á Biskupstungnavegi á sjö-
unda tímanum í kvöld.
Slökkviliði tókst að slökkva eld-
inn en eins og sjá má er bíllinn
mikið skemmdur.
Ekki er ljóst hvað olli brun-
anum en engin meiðsl urðu á
fólki.
Ljósmynd/Gunnar Björn Bjarnason
Eldur í sendibifreið á
Biskupstungnavegi