Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Banos. AFP, AP. | Að minnsta kosti
fimm manns hafa látið lífið af völdum
eldgoss í sunnanverðu Ekvador og
hús í fimm þorpum hafa eyðilagst
vegna gjósku og glóandi hrauns.
Alfredo Palacio, forseti Ekvadors,
lýsti yfir neyðarástandi í fjórum hér-
uðum í grennd við eldfjallið Tung-
urahua eftir að gosið hófst í fyrra-
dag. Jarðfræðingar sögðu þetta
mesta gos í eldfjallinu í sjö ár.
Um 3.200 manns, sem búa nálægt
fjallinu, voru flutt þaðan. Yfir 20.000
hektarar af ræktarlandi eyðilögðust,
að sögn Juans Salazars, bæjarstjóra
í Penipe, þar sem eyðileggingin er
mest.
„Fimm þorp grófust undir
rauðglóandi hrauni og ösku og fimm
manns fórust,“ sagði Salazar. „Í
einni byggðanna kviknaði í tólf hús-
um vegna hraunsins.“
Björgunarþyrla hersins bjargaði
60 mönnum sem saknað var eftir að
eldgosið hófst.
Tugir manna fengu brunasár
Læknir sagði að um 50 íbúar Pen-
ipe-bæjar hefðu fengið aðhlynningu
vegna brunasára af völdum glóandi
gjósku. „Sex þeirra brunnu mjög al-
varlega, einn þeirra er með brunasár
á 85% líkamans.“
Fólkið hélt á teppum og skjólum
yfir höfðinu þegar það forðaði sér í
dauðans ofboði niður hlíðar eldfjalls-
ins. Um 60% 15.000 íbúa bæjarins
Banos flúðu þaðan og höfðust við í
kirkjum, skólum og hótelum í
grennd við hættusvæðið.
Þúsundir nautgripa drápust. Þjóð-
vegir lokuðust vegna gjóskuhlaups,
glóandi gjósku sem óð niður hlíðar
fjallsins sem eldský á allt að 300 km
hraða á klukkustund. Öskusúlan var
allt að átta km há.
Manntjón af
völdum eldgoss
í Ekvador
APPiltur fjarlægir ösku af þaki húss í bænum Banos í Ekvador í gær eftir að eldgos hófst í fjallinu Tungurahua.
/
? * N > ;
'( % $ ' ( $) ( %&
*( $
$) +
* #$ ( & (
$ )
+,-./,01
4K #4K #
2 #
:# 2
O*3 P 4K !
; /!# ) A #Q
# #K*
2 )4K2#/
4K
0Q2 ) / Q
# #4K
!"#
2 ?(<"JN
-?NR
3
$ 4
)(%
!"
#
$
%
&'
Jerúsalem. AFP. | Ráðherra í stjórn
Ísraels staðfesti í gær að Ehud Ol-
mert forsætisráðherra hefði frestað
áætlun um brotthvarf Ísraela frá
hluta Vesturbakkans og að marka
endanleg landamæri Ísraels án sam-
komulags við Palestínumenn.
Meir Shetreet húsnæðismálaráð-
herra sagði þó að Olmert hefði ekki
fallið alveg frá áformunum.
Áður hafði ísraelska dagblaðið
Haaretz skýrt frá því að Olmert
hefði sagt á fundi með ráðherrum og
forystumönnum flokks síns, Kadima,
fyrr í vikunni að ekki væri lengur
„viðeigandi“ að ræða áætlunina um
að leggja niður sumar af landtöku-
byggðum gyðinga á Vesturbakkan-
um en halda stærstu byggðunum.
Blaðið hafði eftir Olmert að ekki
væri hægt að hunsa Palestínumálin
en stjórnin stæði nú frammi fyrir
enn brýnna verkefni, uppbyggingu í
Norður-Ísrael eftir hundruð flug-
skeytaárása liðsmanna Hizbollah í
Líbanon.
Stuðningurinn minnkar
Haft var eftir heimildarmönnum í
Kadima að ummæli forsætisráð-
herrans bentu til þess að áætluninni
um Vesturbakkann yrði að öllum lík-
indum ekki komið í framkvæmd, að
minnsta kosti í fyrirsjáanlegri fram-
tíð. Nokkrir af forystumönnum Ka-
dima létu í ljósi efasemdir um áætl-
unina á fundinum.
Kadima myndaði samsteypustjórn
með Verkamannaflokknum og fleiri
flokkum eftir þingkosningar í mars
sem Olmert sagði að væru í raun
þjóðaratkvæðagreiðsla um áætl-
unina um brotthvarf frá hluta Vest-
urbakkans.
Stuðningurinn við Kadima og
Vesturbakkaáætlunina hefur hins
vegar minnkað vegna átakanna í
Líbanon og á Gaza-svæðinu í sumar.
Frestar áætlun
um brotthvarf
frá Vesturbakka
Boulder. AFP. | Yfirvöld í Banda-
ríkjunum brugðust í gær var-
færnislega við játningu banda-
rísks kennara, Johns Marks
Karrs, sem var handtekinn í
Taílandi í fyrradag og kvaðst
hafa orðið sex ára stúlku í Colo-
rado að bana fyrir tíu árum.
Bandarískir fjölmiðlar sögðu
í gær að fram hefðu komið efa-
semdir um að kennarinn væri
banamaður stúlkunnar,
„barnastjörnunnar“ JonBenet
Ramsey, sem fannst látin í
kjallara heimilis síns 26. desem-
ber 1996. Lögreglan í Taílandi
sagði að Karr segðist hafa orðið
stúlkunni að bana fyrir slysni.
Bandarískir fjölmiðlar höfðu
eftir fyrrverandi eiginkonu
Karrs að hún hefði verið með
honum á allt öðrum stað daginn
sem morðið var framið. Að sögn
fjölmiðlanna hafa komið fram
fleiri vísbendingar um að játn-
ingin standist ekki. Saksóknar-
ar í Colorado sögðust vilja
rannsaka málið „fyrir utan
kastljós fjölmiðlanna“ og lögðu
áherslu á að Karr teldist sak-
laus uns sekt hans væri sönnuð.
Efasemdir
um játningu
kennarans
Havana. AFP. | Fidel Castro, leiðtogi
Kúbu, er allur að braggast eftir aðgerð á
maga og gripið hefur verið til allra ráð-
stafana til að koma í veg fyrir árás á
Karíbahafseyjuna, að sögn Rauls bróð-
ur hans í gær.
„Þjóðin er að færa óræka sönnun fyr-
ir því að hún getur reitt sig á sjálfa sig,“
sagði Raul í löngu viðtali við dagblaðið
Granma, blað kommúnista, í gær, sem
birtist undir fyrirsögninni „Enginn
óvinur getur sigrað okkur“.
Að sögn Rauls er Castro að ná „við-
unandi og stigvaxandi bata“, eftir að
hafa tímabundið falið honum völdin 31.
júlí sl. Jafnframt útskýrði Raul fyrir les-
endum Granma að hann hefði öðrum
þræði varið tíma sínum í embætti í að
styrkja varnir landsins vegna áætlana
Bandaríkjastjórnar um eyjuna.
„Ég ákvað að auka viðbragðsgetu
hersveita okkar … meðal annars með
því að kalla á tugi þúsunda varaliða. Það
er ekki ætlun mín að ýkja hættuna.“
AP
Blaðamaður ræðir við Raul Castro á mynd sem dagblaðið Granma á Kúbu birti í gær.
Raul segir Castro að braggast
Gerir ráðstafanir
til að efla her Kúbu
Washington. AFP. | Rúmur helmingur Írana telur ýmist
mikilvægt eða mjög mikilvægt að auka réttindi
kvenna í landinu, ef marka má nýja skoðanakönnun
sem birt er í nýjasta hefti tímaritsins bandaríska,
Reader’s Digest. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á
óvart en um 27 prósent þátttakenda sögðust hlut-
lausir í afstöðu sinni gagnvart réttindum kvenna í
hinu íhaldssama íranska þjóðfélagi.
Þegar þátttakendur voru spurðir að því hvað þeir
töldu vera mikilvægasta langtímamarkmið landsins
sögðust 41 prósent vilja gera umbætur á hagkerfi
þess í því skyni að auka skilvirkni, á meðan 27 pró-
sent bentu á þróun kjarnavopna.
Líkt og búist var við var afstaða margra þeirra sem
tóku þátt í könnuninni fremur neikvæð í garð Ísraels.
Þannig samþykktu 67 prósent þátttakenda þá stað-
hæfingu að „Ísraelsríki væri ólögmætt og ætti ekki að
vera til“, jafnframt því að 46 prósent tóku undir þá
fullyrðingu að Bandaríkin væru „hættulegt land“.
Rúmlega þriðjungur vill íhaldssamari stjórn, en
nokkuð færri, eða 31 prósent, sagðist vilja veraldlegri
stjórn. Alls tóku 810 manns þátt í könnuninni sem
framkvæmd var í maí og júní.
Íranar vilja
auka réttindi
kvenna