Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 23

Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 23 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Hveragerði | „Ég hef gaman af pólitísku starfi og vil sjá hluti ger- ast. Ég þrífst á því að vera ekki í fastri rútínu þar sem allt er fyr- irfram ákveðið, kem reyndar úr þannig umhverfi að vera vön að búa við fjölbreytni, hitta marga og vera í gefandi starfi. Ég vil vera í ögrandi umhverfi,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði. Hún hefur verið viðloðandi mál- efni bæjarstjórnar síðan 1994 er hún varð fyrsti varamaður í bæj- arstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hveragerði. „Ég ætlaði einungis að prófa að vera með og starfa í einni nefnd en lenti inni sem að- almaður og hef verið í bæjarstjórn síðan, alltaf í meirihluta þar til á síðasta kjörtímabili sem var lær- dómsríkt á sinn hátt,“ sagði Aldís sem hefur gegnt helstu embættum bæjarstjórnar á sínum ferli og starfað mikið með samtökum sveitarfélaga á Suðurlandi. Hún kom til Hveragerðis með foreldrum sínum á árinu 1966, ólst þar upp, gekk í menntaskóla á Ak- ureyri, fór til Noregs og nam al- þjóðastjórnmál, kom heim stofnaði fjölskyldu. Síðan lá leiðin til Dan- merkur í kerfisfræði en auk þess hefur hún lagt stund á nám í við- skiptafræði við Háskólann á Ak- ureyri. Hún er gift Lárusi Inga Friðfinnssyni matreiðslumeistara og eiga þau fjögur börn. Stöðug fjölgun fólks „Starf bæjarstjóra í Hveragerði er mjög skemmtilegt. Hér hefur verið stöðug fjölgun fólks og aldr- ei komið upp sú staða að íbúum hafi fækkað milli ára og und- anfarin ár hefur verið mikil fjölg- un. Mér finnast það vera forrétt- indi að fá að stýra bæjarfélagi við þær aðstæður. Þetta er líka bær- inn minn, ég bý hér og ætla að búa hér þannig að hér eru mínar rætur. Ég lít svo á að við í bæj- arstjórninni séum að búa í haginn fyrir framtíðina og allar okkar gjörðir hafa áhrif á okkar eigin umhverfi. Ég er ekki far- andverkamaður í þessu starfi en margir bæjarstjórar flytja brott úr bæjarfélögum þar sem þeir hafa starfað,“ sagði Aldís en í Hvera- gerði hefur ekki áður verið póli- tískur bæjarstjóri og aldrei heima- maður eða kona sinnt starfinu. Með ráðningu hennar má segja að rofinn hafi verið múr að því leyti að Hvergerðingur gæti verið bæj- arstjóri. Tröllatrú á Hveragerði „Við erum hérna í stúkusæti hvað bæjarfélög snertir. Þá á ég við það að við erum í örskots- fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og getum sótt þangað það sem við viljum en við getum líka ákveðið að fara aldrei þangað heldur nálg- ast alla okkar þjónustu hér fyrir austan. Umhverfið er einstakt hérna og bæjarstæðið mjög fal- legt,“ segir Aldís sem hefur mjög sterkar taugar til bæjarins og hef- ur mikinn metnað fyrir þess hönd en verkefni bæjarstjórnarinnar og bæjarstjórans sem leiðtoga eru mörg. „Skipulagsmálin eru eitt aðal- verkefnið en við stöndum frammi fyrir því að einkaaðilar eiga stór svæði innan bæjarmarkanna og við fáum mjög margar fyr- irspurnir frá aðilum sem vilja byggja upp hér hjá okkur. Hug- myndir þeirra eru margvíslegar og það þarf að samræma fram- kvæmd þeirra og útfærslur á áætl- unum bæjarins, um byggingamagn og þéttleika byggðarinnar og við göngum ákveðið til þess verks. Við viljum að hér byggist upp fjöl- skylduvænt samfélag sem nýtir þá kosti sem hér eru og sérstöðuna sem dregur fólk hingað. Það er mjög mikill áhugi fyrir þessu svæði og framkomnar vænt- ingar fjárfesta hér í Hveragerði á næstu árum nema samtals 1.700 íbúðum. Þar er Eyktarsvæðið stærst, fyrir austan Varmá með 900 íbúðir. Til samanburðar má geta þess að í dag eru um 660 íbúðir í Hveragerði. Þetta sýnir að margir hafa tröllatrú á Hvera- gerði og veðja á uppbygginguna fyrir austan fjall. Straumurinn liggur greinilega hingað en auð- vitað er þetta uppbygging sem mun gerast á löngum tíma en Hveragerði er að vaxa úr þorpi í stóran bæ,“ sagði Aldís. Tvöfalda þarf Suðurlandsveg „Stærsta verkefnið fyrir svæðið hér fyrir austan Hellisheiði er úr- bætur á Suðurlandsveginum og tvöföldun hans. Það er ótrúleg skammsýni ef ekki verður strax ráðist í tvöföldun vegarins. Allir þeir fjölmörgu sem koma og kynna hugmyndir sínar um fjár- festingu hérna segja að tvöföldun vegarins þurfi að verða að veru- leika og það er á hreinu að það lætur enginn bjóða sér 2 plús 1 veg með vegriði. Rétt er líka að benda á þá staðreynd að Suður- landsvegurinn er ekki eingöngu sunnlenskt verkefni. Hann er gríð- arlega mikilvægur fyrir höf- uðborgarsvæðið og þingmenn þar ættu að berjast fyrir tvöföldun vegarins, rétt eins og þingmenn okkar kjördæmis. Hveragerði er með í félagi ásamt Sjóvá hf., fleiri sveit- arfélögum og aðilum um tvöföldun vegarins. Sjóvá hefur lagt fram at- hyglisverðar tillögur um veginn sem marka tímamót í vegagerð og þar er komin fljótvirkasta aðferð- in við að tvöfalda veginn. Aðkoma þeirra sýnir að þeir horfa mjög til öryggisþátta og eru með tillögur í þeim efnum sem ekki hafa sést áð- ur hér á landi. Ég trúi ekki öðru en að tekið verði mark á þessu og ríkisvaldið nýti sér frumkvæði Sjó- vár hf.,“ sagði Aldís. Ferðalög og garðyrkja „Mér finnst mjög gaman að ferðast og ég nýt þess að skoða framandi slóðir. Svo finnst mér garðyrkjan heillandi og hef gaman af því að dunda við hana í mínum heimagarði þegar tími er til. Svo kemur aftur hin hliðin sem er sú að þeir sem eru í pólitík eiga fáar frístundir því það þarf auðvitað að sinna fjölskyldunni og halda sam- bandi við vini og ættingja. Ég er mikil fjölskyldumanneskja og hjá mér hefur hún forgang. Ég vil fylgja börnunum eftir því það er mjög gefandi og veitir lífsfyllingu að vera nærri sínu fólki,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir. Aldís Hafsteinsdóttir á sterkar rætur í Hveragerði Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Heimamaður Aldís Hafsteinsdóttir í fögru umhverfi við Reykjafoss. Forréttindi að fá að stýra bæjarfélagi í stöðugum vexti Eftir Sigurð Jónsson Hveragerði | Öll börn og unglingar í Hveragerði, að átján ára aldri, hafa fengið frítt í sundlaugina í Lauga- skarði frá 1. júlí síðastliðinn. Mark- mið bæjarins með því er að auka hreyfingu og hreysti hjá þessum ald- urshópi. Við hverja sundferð er merkt í sérstakt sundkort og eftir 30 skipti fá sundiðkendur svo viðurkenningu, sundpoka sem merktir eru Hvera- gerðisbæ. Þær Daniela og Mayra Ruiz voru fyrstar til þess að ná þessum áfanga og afhenti íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi þeim viðurkenningar fyrir fyrstu þrjátíu skiptin. Á vef Hvera- gerðisbæjar kemur fram að systurn- ar fara í sund á hverjum degi og eru komnar langleiðina með að fylla önn- ur 30 skipti. Hinn 1. október verður dregið úr öllum fullútfylltum sundkortum og veitt sérstök verðlaun. Fara á hverjum degi í sund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.