Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 24
Reuters
Hvor er áhrifameiri? Helmingi fleiri þátttakendur í nýlegri bandarískri
könnun þekktu nafn Harry Potter en Tony Blair.
Nýverið birtust í erlendudægurmenningarpressunniniðurstöður bandarískrar
könnunar, sem leiddu í ljós yf-
irgripsmikla þekkingu þjóðarinnar
á ýmsum málefnum er tengjast
dægurmenningu og afþreyingu. Um
leið varpaði könnunin ljósi á nokkra
vanþekkingu fólksins á „alvarlegri“
málefnum eins og alþjóðastjórn-
málum. Þannig vissi mun minna
hlutfall hinna bandarísku þátttak-
enda í könnuninni hvert nafn breska
forsætisráðherrans, Tony Blairs,
væri, en söguhetju bóka J.K. Rowl-
ing, Harry Potter. Þrír fjórðu þátt-
takenda gátu nefnt nöfn tveggja
dverga af heimili Mjallhvítar, með-
an aðeins fjórðungur gat nefnt tvo
bandaríska hæstaréttardómara. Og
tvöfalt hærra hlutfall vissi hvað síð-
asti sigurvegarinn í American Idol
hét – Taylor Hicks – en hvað hinn
umdeildi nýlega skipaði hæstarétt-
ardómari hét – Samuel Alito.
Það er auðvelt að falla í þá gryfjuað fordæma Bandaríkjamenn
sem vitlausa, yfirborðskennda og
óupplýsta. En sé litið í okkar eigin
barm, er til dæmis ekki fremur lík-
legt að allt að þrefalt fleiri Íslend-
ingar geti nefnt nöfn tveggja eða
þriggja jólasveina en hæstarétt-
ardómara? Það væri fróðlegt að
gera íslenska útgáfu af könnun eins
og þessari og sjá hvað hún leiddi í
ljós.
Hvað sem einstökum nið-urstöðum lýtur, er eitt mjög
ljóst sem lesa má út úr könnuninni.
Það er að almenningur veit ýmislegt
um afþreyingarbransann og fólkið
þar, og oft meira en um önnur mál-
efni. Af þessu má leiða að áhrif af-
þreyingarbransans og fólksins þar
séu þó nokkur, sem leiðir hugann
óneitanlega að ábyrgð þess, sam-
félagslegri ábyrgð.
Leikarinn Richard Gere komsteinnig í erlendar dægurmenn-
ingarfréttir nýverið, þegar hann
benti á að afþreyingariðnaðurinn
yrði að láta til sín taka í málefnum
AIDS. Gere, sem lengi hefur verið
öflugur í baráttunni gegn sjúk-
dómnum, benti á blaðamannafundi
nýverið á að „the media“ – allt frá
stjórnendum stærstu sjónvarps-
stöðvanna til kvikmyndastjarna
Hollywood og Bollywood (en fund-
urinn var haldinn á Indlandi) – yrðu
að taka samfélagslega ábyrgð í bar-
áttunni. Í þeim tilgangi hafa til-
kynningar frá hinu opinbera varð-
andi sjúkdóminn verið fluttar af
þekktum stjörnum, persónur sem
eru HIV-jákvæðar skrifaðar inn í
sápuóperur og alnæmissmitað fólk
komið fram í viðtalsþáttum og
heimildamyndum.
Hvort heldur er í baráttunni viðAIDS eða önnur málefni sem
heimurinn þarf að taka höndum
saman um, hefur Gere nokkuð til
síns máls. Frægðinni fylgir ábyrgð,
vegna þess að almenningur fylgist
náið með hinum frægu, eins og
könnunin sem vitnað var til í byrjun
pistilsins gefur til kynna. Það er
hlustað á þetta fólk.
Líkur mætti til dæmis leiða að því
að fleiri hefðu áhuga á að vita hvað
Idol-stjarnan Taylor Hicks hefur
um ýmis málefni að segja en hæsta-
réttardómarinn Samuel Alito, eða
hvaða ákvarðanir Harry Potter kýs
að taka en Tony Blair. Þennan
áhuga ætti að virkja í jákvæðum til-
gangi fyrir samfélagið.
Og rétt eins og horft var hingaðheim með tilliti til könnunar-
innar frægu, má líka líta til „hinna
frægu“ á Íslandi. Hvað það fólk hef-
ur að segja skiptir vissulega máli,
og rétt eins og erlendis – verður það
að taka ábyrgð.
Frægðinni fylgir ábyrgð
’Þrír fjórðu þátttakenda gátu nefnt nöfntveggja dverga af heimili Mjallhvítar, meðan
aðeins fjórðungur gat nefnt tvo bandaríska
hæstaréttardómara. Og tvöfalt hærra hlutfall
vissi hvað síðasti sigurvegarinn í American Idol
hét – Taylor Hicks – en hvað hinn umdeildi ný-
skipaði hæstaréttardómari hét – Samuel Alito.‘
ingamaria@mbl.is
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
24 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Myndirnar eru teknar örlítið á hlið
þannig þegar horft er beint á t.d. ljós-
rofann þá skýtur myndin beinlínis
skökku við og truflar augun á vissan
hátt. Þarna eru sömuleiðis þrjár
myndir af sömu loftræstingunni sem
hanga í einni röð. Myndirnar eru
teknar örlítið á ská þannig að skuggi
myndast í loftræstiopinu einum meg-
in. Síðan er myndunum öllum snúið
einhvern veginn og skugginn innan í
loftræstiopinu vísar þar af leiðandi í
þrjár mismunandi áttir. Í öllum ljós-
myndunum á sýningunni er eitthvað
svipað að verki en á misáberandi
hátt; sjónarhorninu er búið að snúa
en myndunum er stillt upp beinum og
vinda þannig rýmið aðeins til.
„Þetta er mjög svipað því sem ég
var að sýna í i-8 gallerí í vetur en þar
var ég með stórar ljósmyndir af
kassalaga hlutum sem teknar voru á
ská og svo leiðréttar. Þá er eitthvað
sem ekki gengur upp í myndinni og
truflar.“
Samræður sjónvarpsskerma
Í Ásmundarsal sýnir Aleksandra
Signer þrjú verk. Eitt þeirra er svart
náttborð í einu horni salarins með
tveimur myndarömmum ofan á. Þeg-
ar betur er að gáð má sjá að ramm-
arnir eru stafrænir og sýna þeir „sli-
deshow“ með nokkuð pólitísku
innihaldi sem gjarnan er viðloðið
hennar listsköpun. Annar ramminn
sem ég hef verið að gera áður,“ segir
Tumi. „Það má segja að þetta sé hálf-
gerð tilraun hjá mér. Hingað til hafa
vídeóverk mín haft mjög sterka teng-
ingu við málverkið sem í rauninni er
hægt að skoða sem vídeó-málverk.
Ég var svo lengi að mála á striga og
það hefur einhvern veginn haft áhrif
á hugsunarhátt minn allar götur síð-
an. Þetta vídeóverk sem ég er að
sýna núna fer eiginlega lengst frá því
og mér fannst það passa sérstaklega
vel inn á þessa sýningu með Alek-
söndru.“
Snúið upp á rýmið
Hitt verk Tuma á sýningunni er
tölvuunnar ljósmyndir af ljósarofum
og innstungum og ýmislegum smá-
legum fyrirbærum sem fest eru í inn-
veggi. Myndirnar eru í raunstærð og
staðsettar þar sem myndefnin sjálf,
þ.e.a.s. ljósrofar, dyrabjöllur, loft-
ræstiop, eru venjulega staðsett á
veggjum. „Ég hef alltaf haft gaman
af að nota einhverja hluta rýmisins
sem ekki eru yfirleitt notaðir til þess
að festa upp verk. Í þessu verki
smellur það allt saman.“ Í sumum
myndunum hefur listamaðurinn
breytt litunum og verða þær þar af
leiðandi meira áberandi á hvítum
veggjum Ásmundarsals.
„Það má segja að málaranálgunin
sé nokkuð áberandi í þessum verk-
um,“ útskýrir Tumi.
VÍDEÓ-INNSETNINGAR verða í
meginhlutverki á sýningu sem Tumi
Magnússon opnar í Listasafni ASÍ
ásamt pólsku listakonunni Alek-
söndru Signer í dag. Að sögn Tuma
er ýmislegt sem skarast á í list þeirra
og sérstaklega í vídeóverkum þeirra.
Tumi gegnir nú prófessorsstöðu
við Listaháskólann í Kaupmannahöfn
og hefur verið starfandi þar síðasta
árið en fram að því var hann prófess-
or við Listaháskóla Íslands frá árinu
1999. Rætur hans liggja í málverkinu
og hefur það alla tíð verið fyrirferð-
armikið í hans listsköpun, þrátt fyrir
að hann hafi skipt út striganum fyrir
öðruvísi undirlag. Í seinni tíð hefur
hann unnið meira með ljósmynda-,
vídeó- og tölvutækni en á sýningunni
í ASÍ mun hann sýna vídeóverk á
fjórum skjám ásamt litlum tölvuunn-
um ljósmyndum.
Aleksandra er búsett í Sviss og
starfar í St. Gallen en hún hefur
mestmegnis fengist við vídeó-
innsetningar sem margar hverjar
hafa einhvers konar pólitískt inni-
hald. Vídeóverk hennar fjalla ýmist
um rými eða standa sem víd-
eóskúlptúrar. Hún mun sýna fimm
verk á þessari sýningu sem ná aftur
til ársins 1997 en þetta verður í fyrsta
skipti sem hún sýnir á Íslandi.
Landslag á ferð
Videóverkið sem Tumi sýnir í Ás-
mundarsal er á fjórum flatskjám sem
staðsettir eru hver á sínum veggnum.
Verkið er tekið á fjórar myndbands-
vélar samtímis úr bifreið á ferð um
Mjóafjörð á Austurlandi. Allar vél-
arnar vísa í sitt hvora áttina og
súmmar síðan hver þeirra langt út á
sjóndeildarhringinn og þar af leið-
andi hverfur bíllinn alveg úr verkinu.
Þegar staðið er fyrir miðjum salnum
getur að líta fjögur sjónarhorn; fram
á við, til beggja hliða og aftur á bak.
Vélarnar snúast og hristast á krók-
óttum vegunum og þar sem allar
myndirnar eru teknar á sama tíma er
öll hreyfing á skjáunum fjórum mjög
samhæfð. Áhorfandinn fær þannig
sterka tilfinningu fyrir hreyfingunni
og ferðalaginu.
„Þetta er í rauninni frábrugðið því
sýnir ólíkar myndir af George W.
Bush Bandaríkjaforseta halda ræðu
og hinn sýnir myndir af vafasömum
manni, hugsanlega geðsjúkum, að
handleika byssu.
Þá er Aleksandra einnig með tvo
litla sjónvarpsskjái sem hún stillir
þétt andspænis hvor öðrum á sitt
hvorum járnþrífætinum. Örlítil rifa,
kannski tveir sentímetrar á breidd,
skilja skjáina að og sést þar á milli að
þeir eru með sitthvora erlendu sjón-
varpsstöðina í gangi sem kjafta hvor
ofan í aðra. Þegar Aleksandra sýndi
verkið fyrst í Sviss hafði hún þýsk-
svissneska fréttastöð á öðrum skján-
um og svo fransk-svissneska frétta-
stöð á hinum. Því er von á ein-
hverjum svipuðum samræðum, þar
sem andstæðir pólar mætast, á þess-
ari sýningu í Listasafni ASÍ.
Myndir sem koma í ljós
Í öðru horni salarins er víd-
eóverkið „María í snjónum“ eftir
Aleksöndru sem sýnir „kitch“-mynd
af Maríu guðsmóður með blikkandi
ljósum og flúri sem hugsanlega hefur
verið keypt fyrir slikk á einhverjum
útimarkaði. Myndin hangir í tré og í
fyrstu sést rétt grilla í hana úr fjar-
lægð og blikkandi ljósin mynda eins
konar lýsandi áru í kringum hana.
Myndavélin færist svo stöðugt nær
Maríu þar til hún er komin alveg upp
að henni.
Í gryfjunni á neðri hæð safnsins er
gengið inní svartamyrkur en þar er
búið að skyggja fyrir alla glugga.
Niður úr loftinu hanga fjölmörg blá
vasaljós í appelsínugulum streng.
Vasaljósin eru framlengd með gráu
plaströri og þegar kveikt er á þeim og
þeim beint að einhverjum fleti þá
kemur þar í ljós, í bókstaflegri mein-
ingu, mynd sem listamaðurinn hefur
teiknað á glerið á ljósinu en hvert
vasaljós hefur að geyma ólíka mynd.
Þannig tekur áhorfandinn virkan
þátt í innsetningunni með því að
tendra á ljósunum og varpa fram
myndum í myrkrinu.
Sýningin verður opnuð klukkan 15
í dag og verður opin til klukkan 22
um kvöldið. Sýningar standa til 10.
september.
Myndlist | Tumi Magnússon og Aleksandra Signer opna sýningu í Listasafni ASÍ í dag
Myndir í myrkri
Morgunblaðið/Eyþór
Tumi Magnússon. Neðarlega sjást myndirnar af lofræstiopunum þremur.
Eftir Þormóð Dagsson
thorri@mbl.is
„Samræður“ eftir Aleksöndru Signer.